Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1953, Síða 13

Fálkinn - 20.02.1953, Síða 13
FÁLKINN 13 ekki sætta sig við það þá skyldi hann fara til fjandans. En það er öðru vísi með þessa Fransmenn. Þeir vilja alltaf láta foreldrana leggja orð í belg og guðsblessun í nesti, þó að það kosti að allt fari í hundana. Ja, nú skil ég hverju þessir tveir dagóar eru að vakka yfir. Annar þeirra er auðvitað faðir stúlkunn- ar. Þeir eru að njósna um elskendurna, og nú mun ungi maðurinn eiga að fá fyrir ferðina. Stúlkan stóð um stund og mændi á eftir unnusta sínum. Svo sneri hún frá, með vasa- klútinn fyrir augunum og hélt áfram til kirkj- unnar. Dagónarnir tveir skeyttu ekkert um hana en eltu unga manninn. Hvað skyldu þeir nú taka fyrir? hugsaði Webster með sér. Ungi maðurinn var svo ást- fanginn og nærgætinn við stúlkuna, að ég er alveg á hans bandi. Eg get ekki horft upp á að þeir fari að berja hann. Eg ætti að vera maður til að hindra það. Dagóarnir tveir voru nú rétt fyrir aftan piltinn, en gengu enn á grasinu til að fóta- takið heyrðist síður. En pilturinn var svo hugsi að hann tók ekkert eftir þeim. Webster elti. Þeir voru nú komnir svo nærri torginu að hægt var að heyra orðaskil þaðan, frönsku, ensku, ítölsku og spönsku í eintim hrærigraut. Dagóarnir ætluðu auðsjáanlega að ráðast aft- an að manninum áður en hann kæmist svo langt að til sæist af torginu. — Ætli ég reyni ekki að gera þrælunum ofurlítinn grikk, hugsaði Webster með sér. Hann tók upp steinvölu og í sömu svifum og dagóarnir tóku undir sig stökk til að ráðast á piltinn, kastaði Webster steininum. Hann var hittinn og steinninn kom einmitt þar sem honum var ætlað, á milli herðablaðanna. Það var rétt svo að pilturinn fann til hans en nægði þó til þess að pilturinn vaknaði af ástar- draumnum. Hann leit við, sá hættuna og bjóst til varnar. — Bravó! hrópaði Webster og brá við skjótt til að hjálpa. Því að hann hafði séð, að hér gætu ekki aðeins orðið áflog heldur sorgarleikur. Dagóarnir höfðu sem sé tekið upp hnífana. Maðurinn með bolabítsaugað ruddist um svo fast að Webster sá, að nú mundi ekki veita af að beita kröftunum. Ungi maðurinn reiddi stafinn sinn en ,,Bolabítur“ hikaði ekki. Með vinstri hendi tók hann móti stafshögginu, sem var reitt að hausnum á honum, en hægri hnefa rak hann af afli í magann á piltinum. Hann lagðist saman tvöfaldur eins og sjálf- skeiðungur, en hitti þó hnúann á vinstri hönd Bolabíts með stafnum um leið og hann lypp- aðist niður. Höggið lamaði höndina í svip, svo að Bolabitur missti hnífinn. Þegar hann beygði sig til að taka hann upp, gat pilturinn komið höggi í andlitið á honum svo hann datt aftur yfir sig. FELUMYND Hvar er eigandi regnhlífarinnar? — Hættið þið þessu! hrópaði Webster. Annar dagóninn sneri sér að honum, greip stafinn, sem ungi maðurinn hafði misst og tók sér sóknarstöðu. Webster hafði líka göngustaf, sem var öllu sterkari en unga mannsins. Hann hrakti dagóann nokkur skref aftur á bak og sló stafinn úr hendinni á honum. En nú var Bolabítur kominn á fætur aftur. Hann þreif í handlegginn á unga manninum og hélt honum og sveiflaði hnífnum yfir höfð- inu á honum. Það mátti ekki seinna vera að Webster skærist í leikinn. Stafur hans hitti olnbogann á Bolabít og hnífurinn þeyttist langa leið út á grasflötina. Ungi maðurinn gat losað sig úr þrælatakinu og sló Bolabít í and- litið á ný og Webster bætti um svo að Bola- bítur varð óvígur um sinn. Hinn dagóinn var á fjórum fótum að leita að hnífnum sínum, sem hann hafði misst í grasið. Webster tók í svírann á honum og jafnaði á honum gúlana. — Nú tek ég þessa þorpara og fer með þá inn á torgið og afhendi þá lögreglunni, sagði hann á spönsku. — Þakka yður fyrir hjálpina, sagði ungi maðurinn á ensku. — En það er víst ekki venja að lögreglan skipti sér af svona málum hér um slóðir. Eg held fi’emur að ég hypji mig á burt. Og það gerði hann. Hann var horfinn inn á milli trjánna áður en Webster vissi af. — Það er vafalaust heillaráð! kallaði Webster á eftir honum og var í þann veginn að fara að dæmi hans þegar hann sá að ungi maðurinn hafði gleymt stafnum sínum. Þetta er alltof góður stafur handa bófunum, hugsaði hann með sér. Hann tók bæði stafinn og báða hnífa dagónanna og hljóp upp á torgið. Ungi maðurinn sem hann hafði bjargað úr lífsháska hafði vafalaust rétt fyrir sér. Webster hafði alltaf helst viljað vera laus við lögregluna. Og í þessu tilfelli hefði það dregið þann dilk á eftir sér að hann hefði taf- ist í New Orleans, hver veit hvað lengi. Hann hefði orðið að mæta sem vitni í réttinum og kannske aldrei komist til Buenaventura. Leigubíllinn stóð á torginu og beið hans. Hann hafði ætlað sér að setjast inn á kaffi- hús þarna eins og hálftíma, en ævintýrið í garðinum hafði mettað ævintýraþrá hans um sinn. Hann bað bílstjórann að aka á gistihúsið. Það var kominn morgunverðartími. -IO Ferðataska Websters var send um borð í „La Estrellita" fyrir hádegi og nónbil fékk hann sér bifreið og ók niður að stíflunni, sem skipið lá við. Bílstjórinn nam staðar við landganginn og Webster borgaði honum ríflega. Bílstjórinn mun hafa hugsað sér að auðgast um vikaskilding í viðbót því að hann þreif farangurinn og strunsaði upp landganginn. — Nei, þér þurfið ekki að hugsa um dótið mitt, kallaði Webster á eftir honum. — Há- setarnir sjá um það. — Þér voruð svo ör á borgunina áðan að mér fannst sjálfsagt að bera farangurinn yðar um borð líka, svaraði bílstjórinn. — Ef þér biðjið hásetana um að taka farangurinn verðið þér að borga þeim líka. — Eg ætlaðist ekki til að þér ættuð að vinna aukavinnu fyrir þessum vikaskilding, sagði Webster. — En þér virðist vera mikið mannsefni, svo að hérna fáið þér hálfan dollar í viðbót. Farangurinn á að fara á nr. 34, á efra þilfarinu. Bílstjórinn stakk peningnum í vasann og fór um borð með töskurnar. Webster fór á eftir honum. Undirstýrimaðurinn stóð við landganginn, tók við farmiðanum hans og klippti þá. — Hvar er hinn farþeginn? spurði hann. — Þér hafið tvo farmiða. — Æ, það er þjóns-ráfan mín, svaraði Webster og svipaðist um eins og hann væri að gá að honum. — Það væri líkt honum, hérvillunni, að verða sti’andaglópur. En ef hann kynni að koma .... Webster þagnaði allt í einu. Honum varð litið á skrámað andlitið á Bolabit, sem stóð bak við stýrimanninn. Skyldi rauðeygði fé- laginn hans ekki vera einhvers staðar á næstu gi’ösum líka, hugsaði Webster með sér.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.