Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1953, Síða 14

Fálkinn - 20.02.1953, Síða 14
14 FÁLKINN Afmslisspd Enski stjörnuspekingurinn Edw. Lyndoe Eefir vakið á sér geysilega athygli fyrir stjörnuspár þær, sem hann hefir l)irt um árabil í sunnu- dagshlaðinu „The People“, sem gefið er lit í 2 milljónum cintaka. Fram- vegis munu birtast eftir hann í hverju tölublaði Fálkans afmælisspádómar fyrir eina viku i senn. Sérstak- ur spádómur er birtur fyrir hvern dag, en því miður verður að birla þá eftir á, því að efnið er ekki sent fyrr en í lok þeirrar viku, sem spádómurinn nær yfir. Þar sem spáð er til eins árs, ætti þetta þó ekki að skipta neinu verulegu máli. ■Fálkinn vonast til þess, að þetta verði vinsælt efni meðal lescnda hans, ekki síður en það er í Bretlandi. í þessu tölublaði er birt fyrsta spáin. Hún er fyrir þá, sem áttu afmæli í fyrstu viku febrúar. Hvað segir hinn heimsfrægi stjörnuspámaður um næstu framtið þína? Gættu að þvi og berðu síðan reynslu ársins saman við spádóminn. Laugardaginn 31. janúar. Þú átt í í vændum tímabil athyglisverðrar vel- gengni, að undangenginni nokkurri breytingu á bögum þinum. Þú munt, bæði i starfi og einkalífi, komast í afdrifarík sambönd. Með tilliti til vel- ferðar í fjárbag, er best fyrir þig að forðast allar framkvæmdir, sem fela í sér áhættu, enda þótt þær gefi von um mikinn hagnað. Sunnudaginn 1. febrúar. Þetta ár verður þýðingarmikið fyrir fjármál þín. Þú ættir nú þegar að búa þig undir allveruleg útgjöld, og vand- lega framkvæmdar sparnaðaráætlan- ir munu bafa mikla þýðingu fyrir þig. Velgengni þín á þessu ári mun verða bundin við viss tímabil, og er því áríðandi að þú látir engin tækifæri ganga þér úr greipum. Mánudaginn 2. febrúar. Örlagarík ákvörðun mun brátt verða til þess, að meiri ró og jafnvægi verði í lífi þínu en bingað til. Það er hugsanlegt að þú verðir í því sambandi að skilja við suma vini þína um tíma. Þú verður einnig að fara gætilega gagnvart nýj- um viðskiptasamböndum og einnig nýjum vinum, til þess að komast hjá tafsömum deilum og óþægindum. Þriðjudaginn 3. febrúar. Þú munt ekki verða fyrir miklum fjárliags vandamálum á þessu ári, enda þótt tekjur þínar verði ekki í fullu sam- ræmi við óskir þínar. Athygli þín mun öllu ’heldur beinast að tækifærum sem munu skapast til bættra atvinnuskil- yrða. Þú munt tengjast örlagarikum vináttuböndum á þessu ári. Miðvikudaginn 4. febrúar. Það lítur út fyrir að þú munir ferðast allmikið á þessu ári. Nýjar hugsjónir og breytt álit þitt á nokkrum vina þinna mun gera líf þitt fjölbreyttara og skemmti- legra á þessu ári. Aukin vinnuafköst munu borga sig, en þú mátt ekki við áþreifanlegum árangri þegar í stað. Fimmtudaginn 5. febrúar. Árið sem er að líða virðist þér bagstætt, þó með þvi skilyrði að þú sýnir talsverð þolgæði og dugnað við framkvæmd fyrirætlana þinna. Velgengni er bugs- anleg á livaða sviði sem er, ef þú bef- ir augun opin og grípur þau tækifæri sem gefast á næstunni. Föstudaginn 6. febrúar. Þú munt brátt geta dregið úr nokkrum liðum KROSSGÁTA NR. 893 útgjalda til bóta fyrir heildarfjárhag þinn. Þér mun vera fyrir bestu að leggja áherslu á öryggi í fjármálum en forðast allar framkvæmdir á þessu ári sem áhætta fylgir, enda þótt þær gefi vonir um mikinn gróða. LAUSH A KROSSG. NR. 892 Lárétt ráðning: 1. bær, 4. lierra, 7. ans, 10. albata, 12. læknar, 15. NA, 10. Kína, 18. sæla, 19. ká, 20. aða, 22. kal, 23. ata, 24. ann, 25. UFA, 27. rugla, 29. aka, 30. krapi, 32. rit, 33. kurra, 35. rall, 37. urra, 38. UPP, 39. lastaði, 40. at, 41. Prag, 43. auka, 40. tveir, 48. mnk, 50. ragna, 52. ess, 53. magur, 55. fló, 50. nit, 57. óar, 58. fet, 60. ata, 02. ók, 03. akur, 04. lira, 06. ty, 07. tunnur, 70. púltið, 72. rán, 73. Andri, 74. agn. Lóðrétt ráðning: 1. blaður, 2. æb, 3. rak, 4. hanar, 5. ró, 6. alæta, 7. aka, 8. nn, 9. saknar, 10. ana, 11. tík, 13. æla, 14. rán, 17. alur, 18. salt, 21. afar, 24. Akra, 20. apa, 28. gifting, 29. aur, 30. kaust, 31. illar, 33. kríur, 34. aftra, 30. lag, 37. úða, 41. pest, 42. ris, 44. kaf, 45. Agla, 47. veikur, 49. marr, 54. reipi, 56. nót, 57. óku, 59. trú, 01. auð, 03. ann, 65. ala, 08. ná, 69. t. d. 71. T. G. (Tómas Guðmundsson). S V Ö R við gáfnaprófi á bls. 10. 1. 2Vá tíma. 2. 10 aura. 3. Úr því að þær urðu samtals 100 ára, hljóta 29 ár að bafa liðið frá því að Cleopatra dó og þangað til Boedica fæddist. Cleopatra dó árið 30 f. Kr. og þá hefir Boedica fæðst 29 árum síðar, eða árið 1 f. Kr. 4. 5/9 viski og 4/9 vatn. 5. Guðrún Sveinsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Anna Hegadóttir og Marta Bergsdóttir. Lárétt skýring: 1. rómverskur stjórnmálamaður og hatursmaður Karþagó, 3. gamalt mán- aðarheiti, 7-. dansleikur, 9. loftferð, 11. ókyrrð, 13. viðbragðsfljótur, 15. farg, 17. óörugg, 19. sjúkdómur við- skiptanna, 22. kvenmannsnafn, 24. lipur, 20. töluorð, 27. fiskur, 28. fer úr lagi, 30. keyra, 31. óregla, 33. nú- tíðarsagnmynd, 34. lærði, 36. keyrðu, 37. umdæmisbókstafir, 38. ilmar, 39. viðskiptabrall, 40. keflvískur em- bættismaður (upphafsst.), 42. verkur, 44. sigað, 45. úttekið, 40. aular, 48. forsetning, 50. erl. kvenmannsnafn, 52. áhald, 53. smásöluverslun, 55. karlmannsnafn, 50. skipavegur, 57. ilát, 59. skel, 61. flón (þf. flt.), 63. gabb, 65.bruðlun, 67. svara, 68. fiskur, 09. tók gott og gilt, 70. gleði. Lóðrétt skýring: 1. erl. mynteining, 2. eldstæði, 3. gagnstætt: blautt, 4. samtengingarorð, 5. kyrrð, 6. angar, 7. drykkjustofa, 8. loka, 10. rúmfat, 12. flan, 13. vinda, 14. viska, 16. sleif, 18. iðkar, 20. for- móðir vor, 21. dóttir Ingrid Bergman (gælunafnið), 23. sbr. 63. lárétt, 25. höfðatalning, 27. úr jurtaríkinu, 28. naktar, 29. metur (fisk), 31. fiskteg- und, 32. fræða, 35. áburður, 36. lieila- spuna, 41. stígur, 43. speki, 45. amstr- ið, 47. rándýr, 48. álnavara, 49. liélt hvorki vatni né vindi, 51. hraustir frændur vorir, 53. stræti, 54. gróður- lundur, 56. skrauthýsi, 57. rándýrs- vopn, 58. abessin'skur böfðingjatitill, 60. annars beims vera, 62. umdeilt stórveldi (skst), 64. kveikur, 66. alg. skst., 67. nafnháttarmerkið. e^n je^viv'\ i Það er ekki auðveldari og æskilegri leið til að viðbalda heilbrigðri húð, en að nota Rexona sápu. Þessi „eðli- lega fegrunar“-sápa inni'heldur Cadyl og hjálpar nátt- úrunni til að halda húðinni hreinni og fagurri. Ilman Rexona er yndislega fersk og löðrið svo frískandi að unun er af að nota. Reynið Rexona sápu þegar í dag. Inniheldur Cadyl* * CADYL, — Rexona er eina sápan, sem innibeld- ur undraefnið Cadyl. í þvi eru sótthreinsandi og græðandi olíur. — Það eyðir lykt.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.