Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1953, Page 9

Fálkinn - 27.02.1953, Page 9
FÁLKINN 9 jafnan hægt og gáfu sér tíma til að góna á Renato og þegar svo stóð á fékk hann velgju og fór að kúgast. Einu sinni fór hann að gráta, það var þegar hermað- urinn sem hjá 'honum sat gaf hon- um vindling. Sá sem úti í horninu sat vakn- aði, geispaði og teygði úr sér. Morgunsólin skaut geislastöfum yfir þveran salinn gegnum rykið í loftinu. Skipunarköll heyrðust úti og hermennirnir fóru í óða önn að laga á sér reiðinginn. Dyrnar opn- uðust og þrír foringjar komu inn, tveir kornungir, sá þriðji allrosk- inn og hæruskotinn. Þéir settust við borðið og sá gráhærði sat þegjandi um stund og horfði á Renato. — Hve gamall ert þú, drengur minn? sagði hann, röddin var mild svo að Renato fann tárin brenna undir augnalokunum. — Tuttugu ára. Það var kökkur í hálsinum á honum. Perlufestin iá á borðinu og þeir skoðuðu hana hver eftir annan, allir þrír. Tárin brutust fram svo að hann fékk glýju í augun. Útlinurnar á mönnunum þremur 'hurfu í móðu og þeir urðu eins og flöktandi skuggar. — Eg er kvæntur og á átta mánaða gamlan dreng, hvíslaði hann. — Hvar stalstu perlufestinni? spurði annar ungi liðsforinginn og hvessti á hann köldum aug- unum. Renato fannst líkast og 'hann heyrði sína eigin rödd einhvers staðar utan úr fjarskanum, er hann var að skýra frá því að þeg- ar hann var í björgunarstarfinu við Sandrino, skömmu eftir að flóðgarðurinn bilaði hefði hann fundið perlufestina í húsi, sem fólkið hafði flúið úr. I einföldum, stuttum setningum gerði hann grein fyrir hvernig freistingin kom yfir hann og illur andi hvísl- aði að honum, að þessa festi gæti * hann haft með sér heim og gefið henni Maríu. — Þetta er dýr festi, sagði sá hæruskotni þegar Renato þagn- aði. Eg vil að þú gerir þér Ijóst að það er ekki verðmæti þýfsins sem knýr þjóðfélagið til að taka hart á svona athöfn. Renato sundlaði. Hann studdi höfðinu fram á hendurnar. — Mig langaði til að gleðja hana Maríu, muldraði hann. — Ástin afsakar mikið meðan hún gerir ekki manninn óhæfan til að þekkja greinarmun góðs og ills. Röddin varð allt í einu hörð og tilfinningalaus. — Lögin viðurkenna ekki ást- ina sem fullgilda afsökun. Lögin þekkja aðeins eina refsingu handa Vitið þér...? að mangofræ spara Indverjum milljónir sterlingspunda á ári? Indverskir vísindamenn hafa sem sé sannað að fræ mangotrésins, sem 'hingað til hefir verið fleygt, inniheld- ur efni sem er,u ágæt til fóðurbætis. Má blanda möluðu mangófræi saman við olíukökur eða kornblöndur. Eftir þvi sem skepnurnar venjast mango- fræinu má nota meira af þeim í fóður- blöndurnar, allt að einum fjórða hluta. Með þessu móti geta Indverjar sparað sér yfir 40 milljón dollara. Auk þe'ss má vinna 140.000 smálestir af sterkju úr kjörnunum. að USA sem hefir 281 talsíma á 1000 íbúa er mesta talsímaland í heimi? Sviþjóð kemur næst með 239 síma á þúsund manns, þá Kanada, Sviss og Nýja Sjáland, en Danmörk er í G. sæti með 109 'síma á þúsund manns. TALSÍMUNUM fer sifeilt fjölgandi og í dag eru þeir þrjátiu sinnum fleiri en fyrir 50 árum. AIls eru 75 milljón tatsímar í heiminum, segir í skýrslu frá „The American Teiephone and Telegrap'h Company", og langflestir í Bandaríkjunum, eða 43 milljónir, eða 11 milljónum fleiri en annars staðar i veröldinni til samans. 1 Stóra-Bret- landi eru 5,4 milljón símar, í Kanada 2,9 milljón. I Bandaríkjunum koma 28,1 simar á hverja 100 manns, en í Svíþjóð 23,9. Að tiltölu við fólksfjölda hefir engin borg eins marga síma og Washington, en næst kemur San Francisco og þá Stokkhólmur. þeim sem verður brotlegur við þjóðfélagið þegar svona er ástatt. Herrar mínir! Það urgaði í stólfótunum við gólfið þegar þeir stóðu upp. Eitt augnablik var dauðaþögn í saln- um. I fjarska var klukkum hringt til morgunbænar. — Samkvæmt lögum um und- antekningarástand .... Renato þrýsti höndunum að eyrunum og hneig máttlaus nið- ur í stólinn. KROSSGATA NR. 894 Lárétt skýring: 1. iðka, 4. ljótar, 10. úrgangur, 11. stórt verslunarfyrirtæki í Reykjavík, 14. sukksamt liferni, 16. umdæmis- bókstafir, 17. tveir samhljóðar, 18. köttur, 19. kvenmannsnafn, 21. bruðla, 22. föðurfaðir, 23. skepna, 24. fram- hleypin, 26. 52 vikur, 27. yfirsjón, 28. hengslast, 30. gamalt matarilát, 32. likamshluti, 33. málfræðiskammstöf- un, 34. samtíningur matar, 36. & 51. krossgátustjarnan, 38. siða, 40. agn, 41. gagnstætt: úti, 43. keyrir, 44. gangflöt, 46. 'hæð, 47. á undan, 48. hægindi, 50. krota, 51. sjá 36 lárétt, 52. karhnannsnafn. Lóðrétt skýring: 2. slagorð, 3. bjálfi, 4. fæddi, 5. sáð- blettur, 6. þyngdareining (skst), 7. fiskhúð, 8. flan, 9. ungdómur, 11. skst., 12. gefur eftir, 15. blævængur, 16. vann eið, 17. hálfsvefn, 19. leigu- tól, 20. bera af, 21. hvarf i kaf, 23. mjólkurúrgangur, 25. dugleg, 26. mjólkurafurð, 28. heimsækjendur, 29. auðugt námasvæði i ráðstjórnar- ríkjunum, 31. ekki gamall, 35. saumaáhald, 36. svar, 37. sex, 38. ræktarlönd, 39. eldstæði (þf), 42. skild, 43. líkamshluti, 45. ástsæl, 47. ekki mörg, 48. veðurátt (skst.), 49. mjög algeng skammstöfun, 50. tveir samhljóðar. * Allt með íslenskum skipuni! * — Halló, frú Blindskers — hérna er bréf til yðar! LAUSN A KR0SS0. NR. 893 Lárétt ráðning: 1. Cato, 3. Þorri, 7. ball, 9. flug, 11. ólga, 13. snar, 15. mara, 17. tæp, 19. kreppan, 22. Una, 24. fim, 26. tveir, 27. ýsa, 28. bilar, 30. aka, 31. slark, 33. er, 34. nam, 36. óku, 37. R. E., 38. angar, 39. brask, 40. A. G., (Alfreð Gislason), 42. tak, 44. att, 45. an, 46. ratar, 48. til, 50. Arita, 52. tól, 53. basar, 55. Ari, 56. haf, 57. hrukkur, 59. aða, 61.- aula, 63. narr, 65. sóun, 67. ansa, 68. lýsa, 69. trúði, 70. kæti. Lóðrétt ráðning: 1. cent, 2. ofn, 3. þurrt, 4. og, 5. ró, 6. ilmar, 7. 'bar, 8. læ'sa, 10. lak, 12. gan, 13. spil, 14. speki, 16. ausa, 18. æfir, 20. Eva, 21. Pía, 23. narr, 25. manntal, 27. ýlustrá, 28. berar, 29. ragar, 31. skata, 32. kenna, 35. mak, 36. óra, 41. gata, 43. viska, 45. atið, 47. tófa, 48. tau, 49. lak, 51. írar, 53. braut, 54. runni, 56. höll, 57. kló, 58. ras, 60. andi, 62. U.S.A., 64. rak, 66. nr., 67. að. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Afgreiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTSprent.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.