Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1953, Page 6

Fálkinn - 06.03.1953, Page 6
6 FÁLKINN FRAMHALDSSAGAN : FJÓRAR Hann linfði yfirleitt gleymt öllu þessu fyrir löngu. Aldrei hugsað um hvaða afleiðingar J)að gæti haft. En nú fann hann það eftirminnilega. Iðrunin kvaldi hann. ög enn var langt til morguns. Alla þessa enda- lausu nótt sat hann og studdi Fevers- ham og heyrði óráðið í honuni. Nú var hann að tala um Arabahverfið í Suakin. — Meðan við vorum þar í setulið- inu hélt hann sig með úlfaldarekunum til að læra af þeim málið og hiða eftir tækifærinu, hugsaði Trench með sér. — Mikið hefir hann liðið í öll þessi þrjú ár! A næsta augnabliki var Feversham með einhverjum trúðleikurum. Hann glamraði á zítar og hljóp alltáf í felur þegar hann sá andlit sem liann kann- aðist við. Trench fékk að heyra um mann, sem laumaðist á burt frá Wadi Halfa, komst yfir Nil og hélt svo eitt- hvað suður á bóginn. Hann Iiafði hvorki mat né vatn, lést vera hálfviti þegar úlfaldalestamennirnir tóku hann hann og fóru með hann til Dongola og liann var sakaður um njósnir. í Dongola hafði ýmislegt gerst, þess eðlis að Trench fór að skjálfa þegar iiann heyrði minnst á það. Hann heyrði um pálmatrefjar uni úlnliðina, um vatn sem var hellt á þær svo að þær herptust saman og átu sig inn í holdið, en þetta var þc< ekki nema smámunir á möti öllu hinu. Trench kvaldist. Ætlaði dagurinn aldrei að koma? Loksins var slagbrandurinn tekinn frá og dyrnar opnaðar og blessuð dagsbirtan streymdi inn. Trencli stóð upp og jieir Ibraliim hjálpuðust að því að láta sjúklinginn ekki troðast undir þegar fangarnir ruddust út. Svo studdu þeir hann út undir bert loft. Hann var horaður, kinnfiskasoginn og með alskegg, augun starandi af sótthitanum. En þetta var ])ó enginn annar en Harry Feversham. Trench bjó um hann úti í horni á hlaðinu, þar sem hann vissi að verða mundi forsæla, þegar sólin kæmi hátt á loft. Svo brölti liann niður að Nil, eins og hinir, til að sækja vatn. Þegar liann tiellti nokkrum dropum ofan i Feversham var líkast og hann þekkti hann i svip. En svo kom óráðið aftur, og liann hélt áfram að tala um ævin- týri sin. Eftir fimm ár liittust þeir þá þarna í Steininum í Omdurman! XXV. Ráðabrugg um flótta. í þrjá daga var Feversham með sí- felldu óráði og í þrjá daga sótti Trench vatn í Níl, miðlaði honum af mat sínum og hjúkraði honum eins vel og föng voru á. í þrjár nætur börðust þeir Ibrahim við að hindra að liann yrði troðinn undir. En l'jórða morguninn fékk Fevers- ham rænuna, og þegar hann opnaði augun sá liann Trench standa bogr- andi yfir sér. Fyrst hélt hann að þetta væri glapsýn — að það væri eitt af martraðarandlitunum, sem ásóttu liann, atveg eins og þegar hann var drengur og dreymdi illa. Hann rétti fram máttfarna höndina, til að hrinda andlitinu frá sér. Og svo leit hann 23. FJAÐRIR kringum sig. Hann lá í skugga undir fangelsinu, sá bláan himinn yfir sér og fann að liann lá í sandi. Sá hiná fangana sem bröltu um í hlekkjun- um eða dutlu út af mátttausir. Smátt og smátt fór hann að gera sér Ijóst hvernig þessu væri háttað. Ilann sneri sér að Trench, greip í hann eins og hann væri draumsýn. Og svo varð liann atlur eitt bros. — Eg er í fangelsinu í Omdurman, sagði hann. — Getur það verið, að ég sé kominn í Steininn? Það er of gott lil að vera satt. Hann hallaði sér upp að veggnum og varp öndinni. Trench fannst það kaldliæðni ör- laganna að sjá ánægjusvipinn á Feversham. Samt vissi liann að þetta var engin uppgerð. Hætturnar i Dongola voru afstaðnar, hann liafði fundið Trench og var kominn tii Omdurman. Lengi hafði hann dreymt um að komast þangað, og nú liafði það tekist. Það liefði eins vel getað farið þannig að hann liefði hangið i gátga nokkur hundruð mílum sunn- ar, sem veislumatur gammanna. Gæf- an hafði verið honum góð, þrátt fyrir allt, og hann hafði komist að markinu — um sinn. — Þú hefir verið hér lengi, sagði liann með veikri rödd. — Þrjú ár. Feversham leit kringum sig. — Þrjú ár, muldraði hann. — Eg var svo liræddur um að ég niundi ekki hitta þig lifandi. Trench kinkaði kolli. — Næturnar eru verstar, næturnar þarna inni í gröfinni. Það er furða að maður þolir það eina viku. Og ég 'hefi verið þar yfir þúsund nætur. Eg skil ekki hvern- ig ég hefi lifað það af. Þúsund nætur í Steininum. ■— En við megum lara niður'að Níl á daginn? spurði Feversham. — Svo mikið er þó frjálsræðið. Það var Arabi í Wadi Halfa, sem sagði mér það. — Það er rétt, svaraði Trencli. — Líttu á þessa! Ilann benti á leirkrús með vatni, sem stóð hjá þeim. — Eg fyltti hana í Níl áðan. — Eg verð að reyna að hreyfa mig svolítið, sagði Feversham og reyndi að standa upp. — Eg verð að reyna að læra að ganga svona. Hann sagði þetta fullum rómi en Trench hvíslaði í aðvörunarróm: — Þei! Þáð cru margir fangar hérna og þeir reyna altir að lilera. Feversliam lagðist fyrir aftur, bæði vegna þreytu og varkárni. — En þeir' skilja ekki livað við segjum, sagði tiann og nú virtist hon- um liafa hugfallist. — Þeir sjá að við tötum mikið saman. Ef við förum ekki varlega fær Idris að vita um það eftir ktukku- tima og kalífinn fyrir sólarlag. Og þá fáuin við þyngri tilekki og verður bannað að tala saman. Liggðu kyrr. Þú ert veikur og ég er þreyttur. Við skulum sofa, og svo getum við farið niður að Nil þegar tíður á daginn. Trencli lagðist við liliðina á Fevers- ham og sofnaði áður en varði. Fevers- ham tiorfði á hann og sá að þriggja ára fangavistin liafði ekki tátið sig án vitnisburðar. Það var komið fram á miðjan dag þegar hann vaknaði. — Hefir enginn lofað að sjá þér fýrir mat? spurði hann og Feversham svaraði: — Jú, það á drengur að koma hingað. Og liann átti að færa mér frétlir líka. Þeir biðu þangað til htiðið var opnað og konur og kunningjar fang- anna fengti að koma inn. Fangarnir urðu eins og villidýr. Þeir fengu ekki að taka við meiri mat en til að treyna í sér lifið á, og börðust og bit- ust uni livern munnbita, sem þeir sáu. Úr hverju liorni komu haltrandi beinagrindur í hlekkjum. Einn fang- inn var svo máttfarinn að liann datt og gat ekki staðið upp aftur, en þögul örvæntingin skein úr andtitinu á hon- ÞRÍBURAR í HERINN. — Þegar nýliðarnir koniu saman til að fara í , kóngsins klæði“ fyrir skemmstu í Englandi, bar nýrra við. Þríbura- bræður voru í þessum hóp og licr sjást þeir allir — Brian, Alan og Dennis Kirby vera að máta sér stíg- vél. Þeir hafa alltaf verið samrýmdir og nú fá þeir að vera í sömu her- dcildinni. um því að hann sá að liann ferigi eng- an mat þann daginn. Aðrir réðust að þeim sem komu með matinn og rifu af þeim bögglana, ])ó að þeir vissu að fangaverðirnir mundu kaghýða þá fyrir. Þrjátíu fangaverðir voru þarna til eftirlits og þeir voru altir vopnaðir ægilegum svipum, sem alltaf voru á hreyfingu. Fangarnir hugsuðu ekkert um svipurnar, el' þeir aðeins fengu mat. Meðal matberanna var strákur sem stóð einn sér. En bráðlega var tekið eftir honum. Og honum var sketlt kyltiflötum og matnum stolið af hon- um. Sem betur fór hafði liann lungu í tagi og öskraði ferlega, svo að Idris réðst á þá þrjá, sem höfðu ráðist á strákinn. DýRAGARÐUIt Á SKIPSFJÖL. — Vegna þess að stofndagur kvöldmáltíðarinnar, skírdagur, er í páskavik- unni, hafa kaþólskir menn flutt líkamingarhátíð Krists, dýradag, fram í júnímánuð. — Ilér sést liátíðar- haldið á dýradag í Ilattstadt í Austurríki. Fólkið safnast kringum bát en í honum eru prestarnir sem syngja messuna.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.