Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1953, Qupperneq 8

Fálkinn - 06.03.1953, Qupperneq 8
8 FÁLKINN "0ITT kvöldið fyrir nálægt átta mánuðum hafði einn kunn- ingi minn, Louis R .... boðið nokkrum samstúdentum sínum til sín; var drukkið púns, reykt og rætt um bókmenntir, málara- list sagðar gamansögur, fornar og nýjar, svo sem venja er til i karlmannahóp. Allt í einu er hurðinni hrundið upp á gátt, og góður og gamall bernskukunningi minn kemur æðandi inn eins og útsynningur: — Viijið þið reyna að geta hvaðan ég kem? sagði hann æstur. — Eg skal veðja um að þú kemur frá Mabille, sagði einn. — Nei, þú ert í betra skapi en svo, sagði annar. Þú hefir verið að ljúgá út peninga, eða verið í jarðarför frænda þíns eða pant- sett úrið þitt hjá veðmangar- anum. — Þú ert fullur, sagði sá þriðji drumbslega, og svo fannstu púns- þef hérna hjá Louis og komst til að verða enn fyllri. — Þið getið þess aldrei; ég kem frá P. . . . í Normandí og hefi verið þar í hálfan mánuð, og það- an kem ég með einn af vinum mínum, alkunnan glæpamann, sem ég ætla að leyfa mér að kynna ykkur. Og með þessum orðum dró hann upp úr vasa sínum afhöggna mannshönd; hún var hræðileg, al- veg svört og vindþurrkuð og lík- ust langri kló; vöðvarnir höfðu verið mjög miklir og utan um þá var gulur skinnbjór, líkastur pergamenti, og litlar gular neglur voru enn á fingrunum; það var glæpamannalykt af þessu langar leiðir. — Nú ska lég segja ykkur sögu, sagði kunningi minn. Fyrir nokkru var haldið uppboð á ýmsu skrani eftir galdramann, sem var víðfrægur þarna í sveitinni; hann reið gandreið á galdramanna- fund á hverjum laugardegi og kunni alls konar gerninga. Svo mikið er víst að þessi fantur hafði mikið dálæti á þessari hendi; sag- an segir að hún sé af glæpamanni sem dæmdur var til dauða árið 1706 eftir að hann hafði fleygt eiginkonu sinni ofan í brunn, en það get ég nú ekki láð honum, og því næst hengt prestinn, sem hafði gefið þau saman, uppi í kirkjuturni. Eftir þetta tvöfalda afrek lagðist hann í ferðalög, og á sinni stuttu en viðburðaríku ævi hafði hann rænt tólf ferðamenn, kæft tuttugu munka í reyk og breytt nunnuklaustri einu í kvennabúr. — En hvað ætlarðu að gera við þessa viðbjóðslegu krumlu, tókum við fram í. — Eg ætla að nota hana í handfang á bjöllustreng, þá getur hugsast að rukkararnir láti mig í friði. — Góði vinur, sagði Henry Smith, hár og værukær Englend- ingur, ég held að þessi hönd sé ekki annað en indverskur ketbiti, sem hefir verið vindþurrkaður með einhverri nýrri aðferð, og ég fyrir mitt leyti ræð þér til að sjóða hann í ketsúpu. — Þið skuluð ekki hafa þetta í flimtingum, herrar mínir, sagði læknastúdent einn mjög alvarlega, og þú, Pierre — ef þú vilt fara að ráðum mínum þá graf þú þessa hönd á kristinna manna hátt, svo að eigandi hennar heimsæki þig verið að biðja yður um að fjar- lægja samstundis þetta úldna ketflykki, sem þér hafið hengt í bjöllustrenginn yðar; annars neyðist ég til að byggja yður út. — Monsieur, svaraði Pierre mjög alvarlegur. Þér móðgið hönd, sem alis ekki á það skilið. Eg skal nefnilega segja yður, að hún er af mjög siðprúðum og hátt- vísum manni. Húsvörðurinn snerist á hæli og fór út eins og hann hafði komið inn. Pierre fór á eftir honum, tók höndina og hengdi hana í klukku- strenginn í svefnherberginu sinu. „Líttu nú á,“ sagði hann, „þessi Guy de Maupassant: HÖNDIN ekki og heimti hana af þér; hönd- in getur lika verið með illum hvötum, þú kannast sjálfsagt við máltækið: „Sá sem hefir drepið vill drepa.“ — Og sá sem hefir drukkið vill drekka, svaraði húsbóndinn; og svo hellti hann í stórt glas handa Pierre; hann drakk það í botn og stakkst svo blindfullur undir borð- ið. Þessi leikslok vöktu mikinn fögnuð, og Pierre lyfti glasinu og heilsaði hendinni: „Eg drekk fyr- ir því að ég fái að hitta eiganda þinn bráðlega," sagði hann. Svo var farið að tala um eitthvað annað og loks fór hver heim til sín. Eg átti leið fram hjá húsinu hans daginn eftir og datt í hug að líta inn. Klukkan var um tvö og ég hitti hann sitjandi með píp- una í munninum og niðursokkinn í lestur. — Jæja, hvernig líður þér? spurði ég. — Ágætlega, svaraði hann. — Og höndin þín? — Höndin mín — hana hlýt- urðu að hafa séð þegar þú komst, ég hengdi hana í bjöllustrenginn þegar ég kom í gærkvöldi; en vel á minnst, veistu að í nótt hefir einhver bjálfi — líklega til að gantast að mér — komið og klór- að á dyrnar hjá mér um tólfleytið. Eg spurði: hver er þar? en af þvi að enginn svaraði hallaði ég mér útaf aftur og sofnaði strax. Nú vorum við ónáðaðir, bjöll- unni var hringt; það var hús- vörðurinn, svaðalegur ruddi. Hann kom vaðandi inn í stofuna án þess að heilsa. — Monsieur, sagði hann, — ég hönd mun vekja mig til alvar- legra umhugsuna á hverju kvöldi þegar ég fer að hátta.“ Klukkutima síðar kvaddi hann og fór. Eg svaf illa nóttina eftir, og ég var spenntur og órólegur; hrökk hvað eftir annað upp og glað- vaknaði, og fannst stundum endi- lega að einhver væri kominn inn í klæðaskápinn og undir rúmið; og loksins þegar klukkan var orð- in nærri sex og ég var um það bil að sofna gftur, var barið fast á dyrnar hjá mér svo að ég hrökk upp með andfælum. Það var þjónn Pierres vinar míns sem stóð hálf- klæddur í dyrunum, náfölur og skjálfandi: — 0, monsieur, kjökraði hann, þeir hafa myrt hann húsbónda minn. Eg snaraðist fram úr, klæddi mig og skundaði til Pierres. Hús- ið var fullt af fólki, sem kjaftaði í ákafa og þvældist hvað fyrir öðru, sagði frá og staðfesti at- burðinn í öllum atriðum. Eftir mikla fyrirhöfn komst ég loks að svefnherbergisdyrunum; þar stóðu verðir, en ég sagði til nafns míns og var hleypt inn. Á miðju gólfi stóðu fjórir lögreglumenn og skrifuðu í minnisbækurnar sínar, þeir yfirheyrðu, töluðu annað veifið hver við annan í hálfum hljóðum og skrifuðu; tveir læknar stóðu við rúmið og voru að tala saman, og í rúminu lá Pierre meðvitundarlaus. Hann var ekki dauður en það var hræði- legt að sjá hann. Augun upp- glennt og það var eins og þanin sjáöldrin störðu í óumræðilegri skelfingu á eitthvað hræðilegt og óskiljanlegt; hendurnar voru hnýttar eins og í krampakasti en lak var breytt yfir hann upp að höku. Eg dró lakið til hliðar. Á hálsinum voru fimm djúp sár eftir fingur, sem höfðu grafist inn í holdið; skyrtan var ötuð í blóði. Mér varð af tilviljun litið á klukkustrenginn, og það vakti undir eins furðu mína að höndin var þar ekki lengur. Eg þóttist vita að læknarnir hefðu tekið hana til þess að hún vekti ekki óhug hjá fólkinu sem kom inn í herbergið til hins særða manns, því að höndin var vægast sagt ógeðsleg. Eg spurðist ekki fyrir um hvað orðið hefði af henni. Eg náði í eitt dagblað og þar las ég ítarlega frásögn af glæpn- um, samkvæmt því sem lögreglan hafði komist á snoðir um. Og ég las þetta: „Hræðileg morðtilraun var í gær gerð á ungum manni sem heitir Pierre B. . . ., lögfræði- stúdent af ágætu fólki í Norm- andí. Ungi maðurinn hafði kom- ið heim til sín um klukkan tíu í gærkvöldi; hann sagði við Bouvin þjón sinn, að hann mætti fara að hátta, því að hann væri þreyttur sjálfur og ætlaði að taka á sig náðir strax. Undir miðnætti vakn- aði þjónninn allt í einu við að hringt var ákaflega í herbergi húsbónda hans. Hann varð hræddur, kveikti' ljós og beið; hringingin þagnaði eina mínútu, og svo byrjaði hún aftur með svo mikilli ákefð að þjónninn hljóp örvita af hræðslu út úr herbergi sínu og niður til að vekja hús- vörðinn; hann hljóp og gerði lög- reglunni aðvart, og eftir kortér hafði lögreglan sprengt upp dyrnar. Það var hræðileg sýn, sem blasti við, búsgögnin lágu eins og hráviði á gólfinu og allt benti á að hræðileg viðureign hefði orð- ið milli árásarmannsins og fórn- arlambs hans. Á miðju gólfi lá hinn ungi maður, Pierre B. . . . á bakið, náfölur og augun starandi og uppglennt; á hálsinum á hon- um sáust för eftir fimm fingur. Samkvæmt áliti Bordeaus lækn- is, sem var kvaddur til, hefir árásarmaðurinn verið fílefldur kraftamaður en hendurnar ó- venjulega grannar, því að förin á höndunum voru líkust því og þau væru eftir byssukúlur, og svo djúp að minnstu munaði að þau næðu saman inni í holdinu. Um orsök glæpsins er ekkert vitað, og því síður hver illvirkinn var.“ Daginn eftir stóð í sama blaði: „Herra Pierre B. .. . sem varð fyrir hinni hræðilegu árás er vér sögðum frá í gær, hefir fengið rænu aftur, eftir nákvæma hjúkr- un Bordeus læknis. Hann er tal- inn úr hættu, en menn óttast al-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.