Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1953, Qupperneq 10

Fálkinn - 06.03.1953, Qupperneq 10
10 FÁLKINN Marjorie Holmes: Hvflð er orðií nf stúlkunni, sem és gekk að eigo! Kona talar við kynsystur sinar. Töf rnbeinið. Framhaldssaga í myndum, eftir Charles Dickens. 16. Alicia faðmaði huldúkonuná að sér. Svo sneri Grandmarina sér að kónginum og sagði liöstug: „Eruð þér vel siðaður?" Kóngurinn sagðist vona það, en hún hélt áfram: „Þá skiljið þér kannske hvers vegna Alicia not- aði ekki beinið livenær sem yður fannst ástæða til þess!“ Kóngurinn Iineigði sig feiminn. „Þurfið þér að spyrja mig um fleira?“ sagði hún. — „Nei,“ svaraði kóngur. „Þá er yður best að vera vel siðaður áfram — alla yðar ævi,“ sagði Grandmarina. Huldukbnan veifaði blævængnum sín- um og 17 prinsarnir og prinsessurnar komu inn. Þau voru öll i nýjum fötum frá hvirfli til ilja. Svo snerti huldu- konan við Aliciu með blævængnum. Og þá flaug eldhússvuntan af henni og hún stóð þarna i brúðarkjól með krans úr blómum um böfuðið og langa slæðu. 17. Nú breytti Iiuldukonan eldhús- borðinu í fataskáp úr fállegum viði og fullum af alls konar kjólum, mátu- lega stórum handa Aliciu. Svo kom minnsti prinsinn inn, hann gat geng- ið einn og var orðinn jafngóður. Loks bað Grandmarina um að fá að sjá hertogafrúna. Þegar þær höfðu pískr- að eitthvað saman sagði huldukonan hátt: „Já, mér datt í hug að Alicia hefði sagt yður leyndarmálið!“ Nú sneri Grandmarina sér að kóngi og drottningu og sagði: „Við ætlum að leita uppi Vissanpilt prins, og biðjurn ykkur að koma í kirkjuna eftir hálftíma, stundvíslega. Alicia, Grandmariná og hertogafrúin settust í vagninn, og óku af stað. 18. Visspiltur prins sat einn og var að borða brjóstsykur og bíða eftir að liann yrði níutíu ára. Þegar hann sá páfuglana koma inn um gluggann með vagninn í eftirdragi, skildi hann strax að nú mundi eitthvað skrítið ske. — „Hérna er brúðurin yðar, prins,“ sagði Grandmarina. Og allt í einu breyttust föt prinsins í flauels- föt. Og liárið á lionum varð hrokkið og lnifa með fjöður í kom fljúgandi og settist á höfuðið á honum. Hann „HVAÐ er orðið af stúlkunni, sem ég gekk að eiga?“ Þannig spyrja fjöl- margir eiginmenn. Fljótt á litið vinnum við konur mikið starf. Við hugsum um börnin og heimilið, við reynum að láta efnin endast og reynum af fremsta megni að taka þátt i samkvæmislífinu. Við vanrækjum ]>að eigi heldur að líta sem best út, og fleistar okkar elska mennina sína af tryggð og innileik. En alltof margar okkar eru of sparar á skilning og viðurkenningu, þegar manninum er ]>ess mest þörf. Eg hygg, að þetta stafi aðallega af því, að við gerðum okkur í upphafi býsna óraunhæfar hugmyndir um hjónabandið. Flestar okkar svifu eftir kirkjugólfinu, öruggar í þeirri trú, að okkar blómsveigar mundu aldrei visna. Mörg er sú konan, sem eignast hefir góðan mann, en er vonsvikin af því að hann er ekki alfullkominn, — hún er nánast áistfangin af ævintýra- prinsinum, en skilur það ekki, að hún verður að taka manninn eins og hann er. Ilún gerir vonlausar tilraunir til þess að umskapa hann, — hún fjasar og skammast, grætur og biður fyrir sér, ellegar hún reynir að tæla hann með lempni til þess að úmbreyt- ast i þá persónu, sem hún sér í draum- um sínum. En árangurinn verður sá, að maðurinn verður sífellt ruglaðri. Það skiptir hana engu rnáli, þótt hún viti ósköp vel, að liún er að vinna vonlaust stari'. Ilún hefir nefnilega að auki orðið ástfangin af annarri draumsýn: sinni eigin tilfinningu, að hún sé vanrækt. Iíona, sem finnst hún vera liöfð úlundan, mun trauðla láta af þeirri hugsun, jafnvel þótt forsendur væru fyrir þvi. Hún kvartar yfir því, að maðurinn fari aldrei með hana á dansleik cða i leikhús, en svo þegar tækifæri gefst, þakkar hún kærlega fyrir! „Þú veist það vel, að ég á engin föt til að fara í,“ 'segir hún. (Sann- leikurinn er sá, að hún vill heldur svara þessu til, heldur en að slá úr hendi sér vöpnið, sem þannig hljóðar: „Þú býður mér aldrei út.“) Langtum fleiri kanur myndu fá óskir sínar uppfylltar, ef þær gerðu sér grein fyrir þvi, að ástin byggi^t á gagnkvæmu trausti, að hjónin verða að mætast á miðri leið. Sú eiginkona, er situr aðgerðarlaus og bíður þess, að ástin komi svífandi til hénnar, ætli að búa sig undir að þurfa að sitja settist í vagninn og nú flugu páfugl- arnir með þau öll finim beint ti! kirkjunnai-. lengi. En sú kona, sem er ])ess full- jbúin að stíga niður úr söðlinum og ldaupa til miðrar leiðar, og helst ögn lengra, mun sannreyna, að hjóna- bandið verðúr auðugra í öllu tilliti. Þvi að karlmönnum þykir lofið gott og þrá líka að um þá sé farið viður- keiiningarorðum annað veifið. Það er varla til sá maður, sem ekki lilýnar um hjartarætur, þegar kona hans segir: „Þú eft dásamlegur. Eg er hreykin af þér. Eg er svo hamingju- söm að þú iskulir vera maðurinn minn.“ I hjúskap sem öðrum greinum mannlífsins er í gildi sú guljvæga regla, að það, sem þú vilt að aðrir gjöri þér, það skalt þú og þeim gjöra. Áður cn konan æpir of hátt um það, að hennar réttur sé fyrir borð borinn, skyldi hún hyggja að, hvort þeirra hjónanna eigi í meira stríði. Víst erum það við, sem ölum börnin og sjáum um uppeldi þeirra. Við verðum að þvo þvotta og matarílát, straua, elda, þurrka ryk, sulta og súrsa, staga og sauma. En flestar okkar liafa margvisleg hjálpargögn, sem gera verkin auðveldari. Og framar öllu öðru er það enginn, sem segir okkur fyrir verkum. Við erum okkar eigin yfirboðarar. Á hinu leitinu er maðurinn, sem verður vinnuþræll um leið og hann kvænist. Hann er alltaf bundinn, ekki aðeins við þá konu, sem hann dreymdi um, heldur og við skrifborðið, vélina eða hvað annað, sem hann tekur sér fyrir hendur, til þess að sjá konu sinni farborða. Þvi að það, verður hann að gera. Hann verður að sjá fyrir konu sinni og börnunum, sem hún elur honum. Lagalega og siðferðislega er hann ábyrgur, og nærri liggur að telja, að það sé dauðinn einn, sem leysir hann undan ábyrgðinni. Jafnvel algjör skilnaður gerir ])að ekki. Á sama hátt og konan er sifellt með áhyggjur út af þeirri Irugsun sinni, að hún verði að vernda æsku- blóma sinn og fegurð, þjaka manninn eilífar áhýggjur út af efnahagslegri afkomu hans, hvert sem hann snýr sér. Hann verður fyrir árás á sinn veikasta blett, — koriu og börn. Hann þjáist af minnimáttarkennd, þegar honum finnst liann ekki geta veitt fjölskyldu sinni öll þau gæði, sem nútímaþjóðfélag liefir yfir að ráða. Og mesta þjökunin kemur ef til vill frá hans eigin fjölskyldu: „Hvers vegna eigum við ekki bíl og sumar- bústað eins og hitt fólkið?" Það er því síst að undra þótt margir ciginmenn kjósi freinur að sökkva sér niður í starf sitt cn að 'hvisla blíðum orðum í eyra kvenna sinna, — að reyna ef li! vill fremur að krafsa upp einhverja aukavinnu, en að fara i ökuferð út i sveit á sunnudögum með konu og börnum. Það er hugsanlegt, að karlmenn, margir hverjir, telji það sem sjálf- sagðan hlut, að ást sé með hjónum. En könurnar á liinu leitinu telja ábyrgðarhlutskipti karlmannsins sem eðilegan og sjálfsagðan hlut. Spyrjið ekkju, sem allt i einu hefir orðið að l'ara að standa á isínum eigin fótum. — Þarftu end.ilega að koma og spyrja mig, þvort ég elski þig, rétt á meðan ég er að lesa íþrótta- síðuna? „Meðan þú átt duglegan mann, gerir þú þér enga grein fyrir þvi hvað hann hefir mikið að gera,“ mun hún segja. Það er ekki fyrr en þú ert komin í hans spor, að þér verður ljóst, við hvað hann átti að etja. Og þá er það orðið of seint. En fyrir flestar okkar er það ekki of seint. Þakkaðu manninum þinum í orði og verki fyrir allt það, sem hann gerir fyrir þig, —og gerðu það strax! Segðu það ættingjum þínum, vinum og börnum, hve dásamlegur liann sé. Vertu þakklát fyrir allt stórt og smátt, sem hann gerir í þína þágu, — og sýndu að þú sért það! Ef þú ert ein þeirra, sem finnast þær vera vanræktar, eða elska ein- hverja draumsýn, þá er til gott ráð við því: Skrifaðu sjálfri þér bréf. Beindu leitarljósinu að þér sjálfri og göllum þínum og gerðu skrá um þá. Skrifaðu hjá þér, svart á hvítu, alla liina góðu skapgerðareiginleika manns þíns og það, sem ella má vera Iionum til hróss, og ég er viss um, að þú munt að því loknu kunna betur að meta hann og verða þar af leiðandi betri og ástríkari eiginkona. Og að lokum fáein orð um ástar- allotin. Það eru fæstir karlmanna, s'em vilja, að konur þeirra sitji bleik- ar sem jómfrúr og bíði þess að þeir hefji ástarleiknina. Mönnum fellur ástleitnin vel, það er merki ])ess, að konan beri til hans þráðar kenndir. En konurnar verða að vera aðgætnar og þekkja hið sálfræðilega rétta augnablik. Þær verða að luinna skil á, í 'hverju þær eru frábrugðnar þeim og hvað það er, sem menn eru eink- um næmir fyrir. Það er eins og segir í Prédikar- anuin: „Öllu er afmörkuð stund .... að gráta hefir sinn tíma og að hlæja hefir sinn tima .... að faðmast hefir sinn tíma, og að halda sér frá faðm- lögum hefir sinn tíma.“ Betri sál- fræði cr ekki til. Þegar einhver mað- ur er þreyttúr og angraður, liður af kvefi eða er í daufu skapi, þá er það skilningur, framar öllu öðru, sem hann þarfnast, kona, sem fullvissar hann um, að „ef þú vilt mig, þá vil ég þig.“ „Eg skal hlúa að þér, ég skal nudda á þér bakið. Ef þú vilt, skal ég hugga þig með ást minni. En ef þú vilt ])að ekki, sakar það ekkert. Eg elska ])ig nóg til þess að vita, að það er ekki út af mér.“ Skilningur og viðurkenningarorð, ■— kona, sem skilur mikilvægi þess fyrir hjónabandið, þarf ekki að óttast skort á rómantík. Af henni fær hún nóg. Og hún mun einnig fá það, sem er henni enn dýrmætara: eiginmann, sem segir í hjarta sínu: „Eg hefi aftur fundið stúlkuna mina.“

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.