Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1953, Qupperneq 13

Fálkinn - 06.03.1953, Qupperneq 13
FÁLKINN 13 götunni með mömmu Jenks og Dolores varð hann 'þess vísari að fyrirfólkið hafði kveðið upp dóminn yfir honum. Og einhvern grun hafði hann um, að Dolores tæki sér það alis ekki nærri. Hún gat ekki heldur hafið um- gengni við fyrirfólkið og átti því ekki athvarf nema hjá honum. Kvöldið sem von var á „La Estrellita" til Buenaventura fóru þau Billy og Dolores ríðandi út úr bænum, langa leið. Á heimleiðinni riðu þau Strandgötuna. Og þegar myrkrið féll á varpaði skipið akkei’um á höfninni. — Það er orðið of áliðið til að skipið kom- ist úr sóttkvi í kvöld, sagði Billy er þau riðu heim að hótelinu sem Dolores dvaldist í. — En það er nú sama. Eg fæ léðan vélbát hjá Leber og don Juan skjólstæðing hans með mér og fer út að skipinu. Eg fæ að minnsta kosti að koma svo nærri að ég geti kallað í fantinn og boðið hann velkominn. Eg hugsa líka að hann búist við því. Leber lánaði Billy bátinn orðalaust og don Juan var ekki fyllri en svo að hann gat fengist við hreyfilinn. Webster stóð við borðstokkinn og reykti vindil þegar hann kom auga á rautt og grænt ljós á vélbátnum koma fram úr myrkrinu. Hann þóttist vita að þetta gæti enginn annar verið en Billy. — Ert það þú, Billy? hrópaði hann þegar báturinn var svo sem tvö hundruð faðma frá skipinu. — Hæ, Jack! Já, það er ég! Eg fæ ekki að koma um borð fyrr en skipið hefir fengið læknisvottorð. En ég get legið hérna um stund og talað við þig. Hvernig ertu í mag- anum? — Eg er orðinn góður. Æ, nú man ég að ég hefi gleymt að taka inn meðalið, sem læknir- inn sagði mér að sulla í mig eftir hverja mál- tíð. Bíddu snöggvast, Billy. Eg ætla að skreppa inn í klefann og rækja skyldurnar við vömb- ina í mér. Billy ’ og Don Juan hringsóluðu kringum skipið tíu mínútur. Þá heyrðist þrumurödd af stjórnpallinum: — þið þarna í vélbátnum! Komið ekki of nærri skipinu! Burt með ykkur! Don Juan færði sig um það bil fimmtíu metrum fjær. — Þetta dugar! hrópaði röddin aftur. — Þetta var rödd Jacks, sagði Biliy. Eg hefi heyrt hann skipa námumannaflokki fyrir verkum, svo að ég ætti að þekkja hann. En hvaða brellum skyldi hann búa yfir núna? Allt í einu heyrði hann rödd bak við sig: — Herra Geary, viljið þér bákka nokkra metra metra enn? Þegar ég er viss um að ég sjáist ekki frá skipinu kem ég um borð. Billy leit við og í glætunni frá stýrishúsinu sá hann tvær hendur sem héldu í ‘borðstokk- inn. Hann fór aftur á og sá haus og herðar á manni standa upp úr sjónum. — Já, sagði hann lágt. — Hangið þér þarna en varið yður á skrúfunni. Hann bað don Juan að bakka og dró niður í lampanum. ‘ — Þetta dugir víst, sagði röddin. — Réttið þér mér hönd, svo að ég komist upp úr. Maðurinn kom inn í stýrishúsið. Hann var allsnakinn. Hann tók silfurpappírskúlu út úr sér, flatti henni i sundur og rétti Billy. Þetta var bréf. Billy hélt því upp að lampanum og las: Kæri Billy: — Hér með leyfi ég mér að kynna þér herra Adam. Eg veit lítil deili á honum, en veit aðeins að hann er háttprúður eins og greifi, hugaður eins og Ijón, hefir ágætt skap og haus, sem forsetinn i Sobr- ante vill kaupa fyrir talsvert mörg þús- und pesos. En sjáðu um að hann fái að hálda hausnum, þvi að mér líkar vel við strákinn, og peningana fyrir liausinn á honum þurfum við ekki í bráð. Sjáðu um að hann komist óséður í land. Finndu felustað handa lionum, útvegaðu honum föt, gefðu hönum mat .... og gleymdu svo að þú hafir hitt hann. Þinn J. S. Webster. Billy sagði don Juan að halda til lands á fullri ferð og sneri sér að manninum. — Fylgi- bréfið er í lagi, sagði hann. — En vitið þér ekki að höfnin hérna er full af hákarli? Ungi maðurinn brosti út undir eyru. — Það er nú meinið mitt, hr. Geary, að hákarl- arnir eru alltaf á hælunum á mér, bæði á sjó og landi. Hann lagðist fyrir á bekknum. Nú heyrðist aftur í Webster: — Halló, Billy — er allt í lagi? — Já, allt í besta lagi, svaraði Billy. — Vel á minnst. Hann vinur þinn heimsótti mig. Eg hefi greitt fyrir honum. — Þakka þér fyrir. Kemurðu ekki aftur í f yrramálið ? — Vitanlega! Góða nótt, Billy. Juan Cafetéro lagði á stýrið og báturinn brunaði inn að bryggju. Billy gekk á land við Lebersbryggjuna en Juan lagði frá aftur út í myrkrið. Billy hljóp upp í E1 Amigo og kom aftur með fatáböggla. Hann blístraði af- talað merki, báturinn lagði að aftur og Billy hoppaði um borð. Ungi maðurinn fór í föt- in, og Billy gaf don Juan nokkra pesos. — Og svo manstu það, Juan, að ekkert sér- stakt hefir komið fyrir í nótt! Webster gekk niður skipsstigann í vélbát Lebers á hælunum á hafnarlækninum. — Þarna ertu þá, prakkarinn, hrópaði hann til Billys, hélt honum armlengd frá sér og horfði á hann. -— Hvað er að sjá þig, drengur, þú ert mjór eins og höggormur! Eg verð að gangast í því að það komi dálítið kjöt utan á beinin á þér. Eða . . . . ja, svei mér ef þú hefir ekki fengið mýraköldu, drengur! Þú verður að komast í annað loftslag. Þú getur sýnt mér hvar þessi náma er, og svo geturðu farið heim. Þú verður góður aftur á þremur mánuðum. Billy hristi höfuðið. — Það væri gaman, en ég get það ekki. — Geturðu ekki? Heldurðu að mér detti í hug að fara að fást við þessa námu og sjá þig dragast upp fyrir augunum á mér á með- an? Billy góndi á hann. — Námu? hváði hann. — Hver er að tala um námuna. Það er stúlk- an, sem ég var að hugsa um. — Aha! Það er þá svona! — Ja, þvílík stúlka, Jack! — Eg vona að hún sé ekki kynblendingur, Billy. Þú munt hafa athugað ættartöluna hennar? — Hvað heldurðu, sagði Billy. — Þetta er amerísk stúlka, það er að segja, hún er fædd í Sobrante, en ólst upp í Bandaríkjunum. Og hún er hvít. Eg hefi ekki þekkt hana nema í þrjár vikur, en .... namm, namm! Jæja, það er gott að þú ert sæll, drengur minn. En ég vona að þú látir gamla Jack kumpán framkvæma mat á henni og skrifa álitsgerð um gripinn áður en þú stígur úr- slitasporið. — Auðvitað s'kaltu fá að sjá hana. Eg hefi sagt henni frá þér og hún er ólm í að sjá þig. — Það er gott. Eg hefi átt marga góða vini, sem ég hefi misst, af því að húsfreyjurnar eru nú einu sinni svo gerðar að þær tortryggja vini bændanna sinna. Eg vona að augasteinn- inn þinn verði undantekning frá þeirri reglu, Billy. Hvenær ætlarðu að gifta þig? — Það er alveg óráðið, sagði Billy. — Eg hefi ekki einu sinni beðið hennar ennþá. Hvernig á ég að gera það fyrr en ég er viss um að geta framfært hana? — Heyrðu nú, drengur minn, sagði Webst- er. — Nú skalt þú ekki gera sömu flónskuna og ég hefi gert. Því að þá giftist þú aldrei. Gríptu gæsina og gifstu eins fljótt og þú get- ur. Þá getur verið að þú eigir uppkominn son þegar þú ert kominn á minn aldur. Maður á — Nei, ekkert hefir gerst, herra Geary.® að giftast ungur, Billy. Þakka yður fyrir mig, svaraði don Juan ogS^ Þegar á gistihúsið kom rakaði Webster sig hvarf út í myrkrið, en Billy fylgdi gestinum heim í E1 Buen Amigo, og þar tók Mamma Jenks við honum. Hann fékk herbergi, og Billy ábyi’gðist að reikningurinn yrði greiddur. og fór í hvít föt með breiðu, svörtu silkibelti, setti upp panamahatt og fór í rúskinnsskó. Á meðan skrifaði Billy Dolores bréf, sagði að Webster væri kominn og spurði hvort hún gæti tekið á móti þeim. ADAMSON Adamson á sela vciðum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.