Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1953, Page 2

Fálkinn - 13.03.1953, Page 2
2 FÁLKINN garðurinn okkar •e ~ Vetrarúðun lauftrjáa og runna. Vetrarúðun lauftrjáa og runna. Veturinn hefir verið óvenju mildur. Hafa sumir ncfnt iiann blómavetur, því að jurtir blómguðust í desember og bæði á iþorra og góu. Hætta er á að brun trjánna opnist of snemma. Þeir sem ætla að iáta vetrarúða mega ekki draga það lengi, því að trén þurfa að vera í dvaia þegar úðað er. Notað er lyfið ovicide blandað vand- lega i vatn 1 á móti 15—16. Úða skal i þurru, frostlausu veðri og sjá verð- ur um að allt blotni, greinar brum og stofnar. Vökvinn má ekki lenda á barrtrjám. Hann getur sett bletti á bíla, húsveggi o. fl. og 'ber að varast það. Úðunin eyðir eggjum blaðlúsa og skógarmaðka og losar mosa og skófir af trjánum. Dregur úðunin mjög úr 'hættu á skemmdum blaðlúsa og skógarmaðka. En fylgjast ])arf belst að með garða í þéttbýii. Eiia getur óþrifagarður smitað nágrennið. Ingólfur Davíðsson. Hirðing og ræktun stofublóma. Áður en stétt garðyrkjumanna varð til 'hér á landi, sem ræktar blóm í gróðurhúsum við jarðliita aiian árs- ins hring lögðu margar íslenskar liús- mæður mikla alúð við ræktun stofu- eða inniblóma og var oft sagt um þær sem sköruðu fram úr að þær væru miklar biómakonur. Þær, sem fremst- ar voru á þessu sviði áttu grænar jurtir yfir allan vctrartímann og þær sýndu mikinn skilning á að uppfylla þarfir stofublómanna og sýndu þeim mikla nærgætni. Þá var öldin önnur en nú. Þá var engin útsprungin blóm að fá um háveturinn — og þá var oft mikil eftirvænting að sjá hvenær fyrsta rósin springi út eða blóm ann- arra iegunda sem þá voru í tisku. Hin mikla blómarækt garðyrkju- mannanna hefir orðið til þess að hinum eiginlegu „blómakonum" liefir fæikkað. Nú er meira að ]>ví gert að kaupa tilkomin pottablóm en áður, eða að kaupa útsprungin blóm til skreytinga á heimiiunum. Blómarækt heimilanna hefir vafalaust farið aftur, siðan framfarirnar urðu mestar i gróðurhúsaræktinni og er það eigin- iega iila farið. Að vísu er það mikils um vert að geta nú fengið fyrsta fiokks skraut- blóm keypt og flutt þau til sin í fu'll- nm skrúða — en skemmtilegra mun þó víst margri húsmóðurinni finnast að sá til þeirra og ala þau upp sjálf til þroska og blórngvunar. Þeir sem kaupa blónr uppalin í gróðurinisunr verða stundum fyrir vonbrigðum þar sem slíkar piöntur þola ckki allfaf umskipfin frá gróðurhúsinu tii heim- ilanna. Góð „blómakona“ þarf irelst að vita dálítið unr þarfir jurtanna hvað vatn og næringu o. fl. snertir, og geta upp- fyllt ])ær. Fyrsta skilyrðið er að hafa góða frjósama gróðurmold. Sé hún góð og næringarauðug þegar snrá- plöntur eru gróðursettar í hana ])arf varla að hafa áhyggjur vegna áburð- arskorts fyrsta sumarið, ef aðeins er séð fyrir vökvun og hlýju. Jurtirnar taka næringuna úr moldinni til sin uppleysta í vatni. Sé moldin of þurr ná plönturnar því ekki næringu úr moldinni enda þótt nóg sé af h'enni. Því er það eitl af frumskilyrðunum fyrir góðum þroska inniblóma að vökvað sé hæfilega. Of mikil vökvun getur orðið mjög skaðleg. Þarna þarf að ræða meðalhófið, eins og annars staðar — en það er ekki vandratað fyrir þann sem tekur vel eftir. Plönt- urnar segja nokkuð til sinna þarfa ef vel er tekið eftir. Úr mörgum plöntum er að velja till ræktunar inni, ýmist einærum eða fjölærum tegundum, lágvöxnum eða hávöxnum tegundum sem blómgast fagurlega og öðrum, sem ræktaðar eru vegna hlaðanna. Vafningsjurtir geta oft verið mjög fagrar og hentugar til að rækta sem inniblóm og geta oft orðið mjög stórvaxnar á stuttum tíma. 1 næstu blöðum Fálkans mun ég benda húsmæðrunum á nokkrar tegundir stofublóma sem ég álít vel henta til þeirrar notkunar. Ragnar Ásgeirsson. Nýkomið Blómn- OQ Mntjurtflfrm Sendum gegn póstkröfu. Blóm & Ávextir Hafnarstræti 5. — Sími 2717. Matsölustaðurinn Bíó Bar tók til starfa sl. 1. laugardag í húsi Austur- bæjarbiós. Þessi vistlegi staður er rekinn af eigendum verslunarinnar Síld og Fiskur. Höfuðáherslan verður lögð á fljóta afgreiðslu, og hefir barinn því verið búinn niörgum hraðvirkum tækjum. Það tekur t. d. ekki nema 2 mínútur að steikja kjöt. Úr veitingasalnum geta gestirnir séð gegnum stóran glugga, hvernig maturinn er búinn til. Fullkomin kælitæki eru einnig í eld- húsinu og annar útbúnaður aliur hinn fullkomnasti. Alls geta matast í einu 20—25 gestir i einu. Barinn verður opinn fram til 11,30 að kvöldi og auk matar og kaffi verða kaldir drykkir seldir þar og ýmislegt fleira. Enginn vafi er á því að þessi nýi matsölustaður mun verða mikið sótt- ur, því að hin fljóta afgreiðsla kemur mörgum vcl. Tryggvi Jónsson, sem áður starfaði á Hótel Borg er matreiðslumaður, en forstöðu veitingasölunnar annast Theódór Ólafsson veitingaþjónn, sem einnig starfaði áður á Hótel Borg. hagstæðustu kjör, sem fáanleg eru. Auk þess er ágóði félagsins endur greiddur til hinna tryggðu. og hefur hann numið 5fr i DBF/tK/Ð COLA DKfKK Samband íslenshra harlahóra 2S dro. Samband íslenskra karlakóra varð 25 ára 10. mars s. I. Stofnendur þess voru Karlakór K.F.U.M. (nú Fóstbræður), Karlakór Reykjavikur og Söngfélag stúdenta. Á fyrsta starfsárinu bættust þó við Karlakór Isafjarðar, Karla- kórinn „Geysir“ á Akureyri og Karlakórinn „Vísir“ á Siglufirði. Kórar þessir önnuðust sönginn á Alþingishá- tíðinn, en að henni lokinni liöfðu þeir söngmót. Síðan hafa karlakórar sambandsins liaft fleiri slik söngmót, síðast í Reykjavík árið 1950. Aðalsöngstjóri sambandsins hefir lengst af verið Jón Ilalldórsson, cða frá upphafi til ársins 1951, er Sigurður Þórðarson tók við. 1 sambandinu eru nú 17 kórar með 5000 félögum. Formaður sambandsins er Ágúst Bjarna- son. Sigurður Birkis hafði mjög lengi á ihendi kennslu á vegum sambandsins, en núverandi kennari samhandsins er Ingibjörg Steingrímsdóttir. Mynd: Þátttakendur í för Karlakórs Reykjavikur til vesturlheims 1946.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.