Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1953, Síða 3

Fálkinn - 13.03.1953, Síða 3
1 FÁLKINN 3 Húsið á Sogni, cem íslensku herbergin eru í. Úr arinstofunni, Tíu islcnstúr stúdentar Irafa foijií úðstai í Sogns-stúdeatagariraiim. T-IÚSNÆÐISLEYSIÐ hefir löngum I- verið mesta vandamál þeirra ís- lensku námsmanna og námskvenna, sem farið liafa til Oslóar eftir stríð. Þeir hafa orðið að una við bæði slæm og dýr húsakynni, orðið að hrekjast stað úr stað, jafnvei milli ódýrra gisti- húsa, þar sem dvölin var leyfð í stutt- an tíma. Um síðastiiðið nýjár varð mikil breyting til batnaðar á þessu. Þá gerð- ist það, sem ævintýri er líkast, að tíu berbergi í ihinum nýja stúdentabæ á Sogn, rétt l'yrir utan Osló, opnuðust íslensku námsfólki. Og nú eru þau herbergi öll skipuð íslendingum, en þó eru þeir ellefu en ekki tíu, því að ein íslensk stúlka hafði áður fengið þar vist í norsku herbergi. Hin herbergin eru íslensk ■— eða eiga væntanlega eftir að verða það. Þau hafa verið tryggð íslensku náms- fólki fyrir tilstilli frú Guðrúnar Brunborg og með aðstoð Bjarna Ás- geirssonar sendiherra, sem hafa í sameiningu ábyrgst 20.000 kr. lán til að festa herbergin islensku námsfólki. Stúdentagarðurinn á Sogni er sem sé stofnaður á eigi ólíkan hátt og Gamli garður og Nýi garður heima: að sýslufélög og samtök leggi fram ákveðna uppliæð fyrir liverju einstöku herbergi. Herbergisframlagið á Sogn- Garði er kr. 8.000, og greiðist með jöfnum 2.000 króna afborgunum á fjórum árum. Frú Guðrún Brunborg, sem með stofnun minningarsjóðs sonar síns, er týndi lífinu í síðustu styrjöld, liefir fórnað kröftum sínum í þágu þess að gera götuna greiðari fyrir sam- kynni íslenskra og norskra náms- manna, átti frumkvæðið að því, að þessi herbergi á Sogni liafa verið tryggð íslensku námsfólki. Starfshug- ur hennar er óbilandi og starfsþrek hennar undravert, ekki síst þegar þess er gætt að hún hefir um langt skeið átt við mikla vanheilsu að búa. En eigi að síður leggur hún ótrauð út í það að gera íslensku stúdenta- herbergin á Sogni að veruleika, og hefir nú ráðist í að fara til íslands til þess að safna fé fyrir herbergin, sem eiga að skapa íslensku náms- fólki varanlegan, tryggan, skemmti- legan og ódýran verustað í Osló. Frú Brunborg hefir fest kaup á myndinni um Vetrar-Ólympíuleikina í fyrra, sem sýnir undraverð afrek besta vetraríþróttafólksins i heimin- um. Ailt afreksfólkið í hverri einustu íþróttagrein sést jjarna að verki, og verður það áreiðanlega lærdómsrikt öllum íiþróttamönnum og konuin að sjá allt það markverðasta sem gerðist á Ólympíuleikunum þarna — betur og nákvæmar en venjulegum áhorf- enda á leikjunum var unnt að sjá. Því að margir ijósmyndarar voru um að taka myndina — þeir voru á hverju strái, en sami áhorfandinn getur ekki verið nema á einum stað í einu. Frú Brunborg hefir með aðstoð' tveggja islenskra námsmanna i Osló' þýtt og éndursamið alla taltextana við myndina, svo að hún er sýnd með ís- lensku tali þegar hún kemur lieim. Hefir þýðingin tekist mætavel, og „þulur“ myndarinnar hefir einkar við- felldinn og skýran framburð. Úr arinstofunni (peisestuen). Ólympiumyndin verður þannig i alla staði þannig úr garði gerð að allir sem sjá hana munu hrífast af henni. Guðrún Brunborg úm stúdentahýbílin á Sogni slcal fekki fjölyrt hér. í þessu stúdenta- hverfi, úti i guðs grænni náttúrunni isem er þó aðeins kortérs leið með sporvagni frá miðbiki borgarinnar, er gott að vcra. Herbergin björt og rúm- góð og með öllum nútíma þægindum. Húsgögn fylgja þeim, en rúmfatnað leggur fólk sér til. Eldhús til kaffi- hitunar er með hverjum fimm her- bergjum og mjólkurbúð og brauða- sala er i stofnuninni, svo að málamat getur fólk haft heima hjá sér. Og þvottaliús er sameiginlegt fyrir allan garðinn. Leigan fyrir herbcrgin cr kr. 75.00 á mánuði, en mundi vera 135.00 ef eigi væru ýmsar ráðstafanir gerðar til að halda henni i hófi, eða réttara sagt greiða hana niður. Sá sparnaður nemur fyrir tíu herbergi nærri ]ivi eins miklu og framlagið er fyrir hvert misseri á næstu fjórum árum. Norræn kýmni. Edgar Bergen, hinn heimsfrægi búktalari og starfsbróðir Baldurs og Iíonna liefir sent Sameinuðu þjóðun- um 4.500 dollara og biður um að þeir verði notaðir til þess að senda ein- hvern ameriskan stúdent til Norður- landa til þess að kynna sér norræna fyndni. Líklega hefir hann lesið „íslenska fyndni" og telur að Banda- ríkjamenn eigi inargt ólært í þessari grein. Heimsmet i handabandi. Samkvæmt skýrslu frá Ilvita húsinu í Washington er Harry Truman sá •maður í veröldinni, sem heilsar flest- um með handabandi. Hann tekur í höndina á 7000 fleirum á hverjum mánuði en nokluir af fyrirrennurum lians hefir gert. Hingað til hefir Truman ekki orðið meint af þessu, en iHeúbert Hoover varð á sínum tíma að fara til læknis til að fá bót á ofþreytu i liendinni. Hið sameiginlega þvottahús stúdentagarðsins. Þar geta heimilismenn þveg- ið sjálfir í fullkomnustu vélum, ef þeir vilja.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.