Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1953, Qupperneq 4

Fálkinn - 13.03.1953, Qupperneq 4
4 FÁLKINN jStftHn er fftllinn fr« Valdamesti og umdeildasti mað- ur sinnar tiðar. — Átti að verða prestur en varð byltingamaður — sendur í Síberíuvist hvað eftir annað, en slapp alltaf, og endaði sem æðsti maður Itússlands og alheimskommúnismans. JOSEF STALIN andaðist aðfaranótt 6. apríl. Sunnudaginn 1. mars fékk hann heilablóSfall, niissti rænuna og varð máttlaus hægra jnegin og var áfallið svo alvariegt að sýnt þótti að hann mundi ekki lifa það af. Átta iæknar stunduðu hann í legunni og gáfu út tilkynningar um gang sjúk- dómsins fjórum sinnum, og voru þær lesnar upp oft á dag í rússneska út- varpinu. Hálfum mánuði áður en Stalin veikt- ist fékk indverski sendiherrann i Moskvu áheyrn hjá iionum. Sagðist honum svo frá á eftir að Stalin hefði þá verið í fuliu fjöri og hinn hraust- legasti. En það er vitað að síðustu árin hefir Stalin hlíft sér við því að koma fram á almannafæri jafn oft og fyrrum, og hefir lasleika verið kennt um. Enda ekki tiltökumál þó að maður sem staðið licfir í jafn mikl- um stórræðum og hann hefir gert um ævina, væri farinn að lýjast, kominn yfir sjötugt. Hvað sem líður skoðunum manna á kommúnismanum þá mun enginn neita því, að Stalin hafi vcrið eitt mesta mikilmenni sanitíðar sinnar, bæði sem hermaður og stjórnmála- maður. Hann hefir verið ha'aður meira en nokkur maður annar, eink- um fyrir 'harðdrægni, cn hins vegar verið dáður svo, að trúað kristið fólk vegsamar varla guð meira. — Og í veraldarsögunni mun nafn lians tvi- mæialaust verða skráð sem nafn eins mesta mikilmennis 20. aldar. Stalin hél réttu nafni Josif Vissari- onovitsj Dsjugasjvili. Hann fæddist í þorpinu Gori í Georgíu 21. desem’ber 1879, og varð þannig rösklega 73 ára. Faðir hans var af bændastétt en lagði einkum fyrir sig skósmíði og var tal- inn fremur iitill atkvæðamaður, en móðirinn greind dugnaðarkona, og vann meira fyrir heimilinu en bónd- inn. Þau voru fjögur börnin, en Josif var sá eini sem komst upp. Móðir hans var trúhneigð kona og heitasta ósk hennar var sú, að Josif yrði prest- ur, en lítt mun hann hafa verið hneigður til þess sjálfur. Samt fór hann á prestaskólann í Tiflis, en ekki varð hann mosavaxinn jiar. Honum var vísað úr skólanum eftir rúmt ár, og gefið að sök að hann væri bylt- ingasinni. Þar hófst stjórnmálaferill hans. Qg í 17 ár var hann í hópi þeirra ungu manna, sem taldir voru meinhættulegir keisaradæminu rúss- neska og handteknir vorn og sendir til Síberíu í útlegð. En Stalin, sem liann kallaði sig nú, var furðu laginn á að strjúka úr Síberíuvistinni. Þegar blóðsúthéllingarnar miklu urðu í St. Pétursborg 1905 var Stalin önnum kafinn að vinna að byltingu í Kákasus, og kom á víðtækum leyni- félagsskap þar. Þetta sama ár sá hann Lenin í fyrsta skipti, j>að var á þingi rússneskra sócialista í Tammerfors í Finnlandi. Árið eftir sat hann flokks- þing í Stokkhólmi og þar kynntist hann fyrst Klimenti Vorosjilov, sem síðar varð samverkamaður lians og skipulagði rauða herinn og gerði hann öflugan. Árið 1907 lenti honum saman við Leon Trotski í fyrsta sinn. Það var á flokksjnngi í London. Á þvi þingi báru bolsjevikar sigur af hólmi yfir mensjevikum í fyrsta skipti — há- kröfumenn yfir lágkröfumönnum. En þó bærðu mensjevikar oft á sér cftir það. Báðir vildu byltingu og aðhylltust stefnu Marx. En mensjevikar vildu fara hægt og varlega að öllu og jafn- vel eiga samninga við afturhalds- flokkanna. En bolsjevikar heimtuðu miskunnarlausa byltingu. Stalin taldi jiennan sigur bolsjevika sögulegan at- burð. I-Iann var þá farinn að sýna tvo eiginleika, sem urðu heimskunnir siðar: að hann var vígreifur og óhvik- ull í því sem hann tók sér fyrir. Á flokksþinginu 1912 varð Stalin kosinn í fjögra manna nefnd, sem átti að stjórna flokknum heima fyrir. Hann var þá í útlegð i Síberíu og fékk fréttina þangað. Hann flýði jiegar og komst til Pétursborgar, og átti hlut að jivi að fyrsta eintakið af blaðinu „Pravda“ kom þar úf, 22. apríl 1912. En sama daginn var hann handsam- aður og sendur til Siberíu aftur. Aftur slapp 'hann og aftur var hann handtekinn. En þann tíma sem hann lék lausum hala var hann nokkrar vikur með Lenin í Krakau og Wien, og fól Lenin honum þá að gera til- lögur um livernig bæta skyldi aðstöðu minnihluta-þjóðflokkanna i Rúss- landi. Innan Rússaveldis voru (iO milljónir manna, sem ekki voru Rúss- ar. Stalin ltynnti sér jietta mál lil hlit- ar, enda varð hann síðar þjððstjóri þessara málefna. * Mikill skipulagsmaður. í siðasta skipti sem Stalin var hand- tekinn kostaði það hann fjögrá ára Síberíuvist. Hann slapp ékki aftur fyrr en zarinn neyddist til að leggja niður völd. Og til Pélursborgar kom hann i niars 1917. í 'hinum „opinberu" frásögnum af starfsemi Stalins um það leyti sem októberbyltingin fór fram, segir, að liann hafi ])á verið hægri hönd Lenins, en í öðrum frá- sögnum cr hermt, að hann hafi verið forustumaður í St. Pétursborg þrem- ur vikum áður en Lenin, Trotski, Sinoviev og fleiri forustumenn komu heim úr útlegðinni erlendis. Þá urðu þeir í fyrirrúmi. En allir viðurkenndu að Stalin væri frábæriega sýnt um alla skipulagningu. Og j)að er vitað, að í stjórn Lenins voru honum falin mörg nnkilsverð verkefni. Eftir byltinguna varð ]>að fyrsta verkefnið að framkvæma kommún- istakenninguna. Stalin var falið að sjá um matvæiaútveganir frá Suður- Rússlandi. Og hann varð einnig ])jóð- stjóri þjóðernismála minnihlutanna i Rússaveldi, meðlimur „Politbureau" og einn af þremur riturunum. Og nú hófst langvarandi þóf lians við Trotski, sem lauk með því að Trotski var gerður flokksrækur og siðan land- rækur, árið 1929. Árið 1922 fékk Stalin mikilsveri starf. Hann varð aðalritari kommún- istaflokksins rússneska. Og þegar Lenin féll frá, árið 1924 tókst honum að ná yfirráðunum í flokksstjórninni. Eftir það var hann sá maður, sem raunverulega hefir stjórnað. Á árunum 1828—39 kom hann al- veg nýju skipulagi á iðnaðar- og land'búnaðarþróun Rússlands með „áætlunum" sínum. Mörgum þótti nærri sér gengið, einkanlega við fram- kvæmd landbúnaðaráætlunarinnar, og margir kvörtuðu og áttu um sárt að binda, en Stalin lét ekki bilbug á sér finna. Áætlanirnar voru .gerðar til ])ess að framkvæma þær en ekki til að hvika frá þeim. Og þær náðu fram að ganga, þó að dráttur yrði á þeim vegna styrjaldarinnar. Moskva-málin. Áður en heimsstyrjöldin síðari hófst voru „tilhreinsanirnar" það sem mest var talað um af rússneskum atburðum, í Vesturlöndum. Þessar til'hreinsanir fóru fram árin 1936—38 og náðu há- marki með „Moskvumálunum“ svo- nefndu. Þessi mál voru eiginlega fjög- ur, og voru höfðuð gegn kringum 60 háttsettum mönnum innan kommún- istaflokksins, ríkisstjórnarinnar og hersins, — fyrir landráð. Flestir þeirra voru dæmdir til lífláts. Þeir játuðu sig allir seka, eins og oftast er venja til hjá dómstólunum austan járntjaldsins. Jafnframt þessum opinberu málum, sem sagt var frá, fór fram önnur tilhreinsun, einkum meðal hinna gömlu l)olsjevika, sem sumir höfðu verið mjög framarlega á fyrstu árun- um eftir byltinguna. Um þá tilhreins- un eru engar ábyggilegar heimildir, en það er vitað að hún var mjög víð- tæk. — Sem ástæða fyrir öllum þess- um aftökum og útlegðardómum var greint, að víðtækt samsæri gegn Stalin hefði verið í undirbúningi, og að ýmsir samsærismenn hefðu haft á prjónunum að svíkja Sovjet-Rúss- land ef stríð bæri að höndum. Stalin-Hitler. Þegar fyrirsjáanlegt þótti að til heimsstyrjaldar mundi'' draga, gerðu bæði Frakkar og Brexar út menn til Stalins, til að reyna að gera hervarna- samband við hann gegn Hitler. Þær tilraunir báru engan árangur, en seint i ágiist barst sú stórfrétt um ver- öldina, að Stalin hefði gert tíu ára griðasamning við Adolf Hitler. Menn áttu bágt með að skilja þetta, en leik- urinn var þannig hugsaður af Ilitlers hálfu, að láta Rússa verða óvirka meðan hann væri að gersigra vestur- veldin. Það gekk nú ekki eins fljótt og ætlað var, en i júní 1941 réðst Hitler á Rússland. Þessi griðrof liafa Georgi Maximillianovitj Malenkov. varla komið Stalin á óvarl — Hitler var því vanastur að gera griðasamn- inga til að rjúfa þá. Nú tók Stalin að sér forustuna fyrir fullt og allt, með- al annars æðstu herstjórn, og varð aðili að stríðinu gegn Þjóðverjum. Og nú lék allt í lyndi með honum og Roosevelt og Churchill. Rússneski herinn vann afrek, og það er talið Stalin roest að þakka. Undir eins eftir stríðið hélt Stalin áfram „áætlunum" sinum um atvinnu- mál Rússa. Það var fjórða 5-ára áætl- unin. Rússland varð nú voldugra en nokkurn tíma áður, sigurvegari, sem gat náð tangarhaldi á ýmsum löndum, sem ])að hafði misst eftir fyrri styrj- öldina. En nú skildu leiðir Rússa og hinna fyrrverandi bandamanna þeirra, ])rátt fyrir það að Stalin lýsti oft yfir þvi, að ekkert væri þvi til fyrirstöðu að vestur- og austurveldin gætu átt frið- samlega samvinnu, t. d. í verslunar- málum. Allir vita hvernig sú samvinna hefir tekist. Kalda stríðið hefir ágerst og heldur áfram enn. Og í október síðastliðnum birti Stalín tímarits- grein, þar sem liann heldur því fram, að ef andstæðurnar milli austurs og vesturs ágerist, liljóti þær að valda nýju stríði. Þessi grein i „Bolsjevik" birtist rétt áður cn 19. landsþing konmuin ista hófst í Moskvu i haust. Á þvi þingi var samþykkt ný 5-ára áætlun, sú fimmta, og ýmsar breytingar gerð- ar á skipun flokksins. En það var Malenkov, sem gaf ársskýrsluna á þinginu í það sinn, en ekki Stalin. Og þetta töldu ýmsir merki þess að Malenkov ætti að taka við sæti Stalins, en ekki Beria lögregluþjóð- stjóri eða Molotov, fyrrverandi utan- ríkismálaþjóðstjóri. Það hefir nú lika komið á daginn. Stalin var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Catherine Svanidze, dóttir eins flokksbróður Slalins i Georgiu Hún dó úr berklaveiki. Þau áttu son. sem Jacob hét. Tók hann þátt í styrj- öldinni en hvarf þar og óvíst hvað al honum hefir orðið. Árið 1919 kvæntist Stalin Madja Alilújeva, sem dó 1932. Er sagt at Stalin hafi tekið sér missi hennai mjög nærri. Þau eignuðust Ivö börn •— Vassilij og dóttur sem heitir Svet- lana. Vassilij i'laug sprengjuflugvél i stríðinu og er nú flugumdæmisstjóri í Moskvu. Svetlana er gift, en maður hennar hefir ekki látið að sér kveða. — Sögur ganga um það, að Stalin hafi kvænst í þriðja sinn, Rósu Kaganov- itsj, systur Lazar Kaganovitsj, sem er eínn í miðstjórn kommúnistaflokks- ins. En enginn veit livort þetta er tilgáta eða staðreynd.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.