Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1953, Side 10

Fálkinn - 13.03.1953, Side 10
10 FÁLKINN Haldið hörundinu heilbrigðu það skapar eðlilega fegurð CADYL, — Rexona er eina sápan sem inniheldur undraeínið Cadyl. 1 því eru sótthreinsandi og græðandi olíur, — það eyðir lykt. Til þess að lu'iðin fái hið dáða útilit þá verðið þér að viðhalda lieilbrigði hennar. Heilbrigt hörund vekur ávallt eftirtekt, það ljómar af 'hreinleika. Einföld en skemmtileg aðferð til viðhalds beilbrigði ihörundsins er að nota ávallt Rexona-sápu. Inni- heldur Cadyl — Rexotla hjálpar náttúrunni til að 'halda húðinni mjúkri og hreinni. Hinn hressandi ilmur og hið mjúka sápulöður gerir það dásamlegt að nota Rexona. Fegurð yðar og yndisþokki ....................................................................................................................................................................................................................................................................................... Rexona! (K&xjorna Inniheidur Cadyr' Sápan Þú ræður hvort þú trúir þessu Fyrirbrigðín í gamla shélannm Ilreppsnefndargjaldkerinn Þórður Lindblom hefir sagt „Dagens Nyhet- er“ eftirfarandi sögu: Það var einn fagran sólskinsdag fyrir nokkru, að við Eiríkur Björk- strand bókári hreppsnefndarinnar vorum að rýna i eyðublöð sem liann hafði útfyllt og skjöl sem hann hafði verið að ganga frá. Allt í einu 'heyr- um við að danglað var tvisvar í af- greiðsluborðið, sem stóð svo sein þrjá metra frá oklcur á hreppsnefndar- skrifstofunni. Við litum upp og báðir kölluðum samtímis: „Sástu hönd- ina?“ Og nú var danglað aftur í borð- ið með krepptum hnefa en ekki fast. Svo hvarf allt. Bæði Lindblom og kona hans hafa áður heyrt hljóð, sem þau gátu ekki fundið iskýringu á. Og sama er að segja um manninn, sem var féhirðir hreppsnefndarinnar næst á undan honum. Og ungfrú Anna Gauffin, sem bjó þarna í skólahúsinu 11 ár, meðan hún var kennari, hefir hæði heyrt og séð ýmislegt, sem hún getur ekki skýrt. Ilúsið er áfast við kapelluna, sem er gamalt hús og hrörlegt. Og kirkjugarðurinn með fagurri kirkju frá 12. öld liggur upp að húsinu. Lindblomshjónin hafa íbúð á efri hæð, yfir skrifstofunni. Þau eru ung og hafa aldrei verið hjátrúarfull. — Við fluttumst hingað 1. janúar i fyrra, segir Þórður Lind'blom. — Hús- ið er byggt skömmu fyrir aldamótin og var áður notað sem skólahús. Við höfðum 'heyrt að reimt væri hérna, og hvorugt okkar tók mark á því. En svo var það eina nóttina i vetur að við vöknuðum við umgang í fundar- salnum hérna niðri. Dyrum var lokið upp og skellt aftur. Eg hélt að þarna væru innbrotsþjófar á ferli og flýtti mér ofan með trjábút í ha gri hend- inni. En þarna var engan að sjá. Eg \ , S'törmufi' ku£c£í qq gera hana hrjúfa og stökka. pessve9na skyldi ma&ur óvalt nudda Nivea-kremi rækilega á hu&ina ó&ur en fari& er út í slæmt vebur. Nivea-krem veitir örugga vernd, eykur motstö&uafl hú&arinnar, og gerir hana mjúka og stælta. Hrjuf og rau& hú& lagast næturlangt og ver&ur aftur slétt og falleg. HIYEA inniheldur E u c e r i t, frá því stafa hin dásamlegu áhrif. athugaði dyr og glugga, — þeir voru aftur og dyrnar læstar. Eg fann enga skýringu á þessu. Næsta skipti sem nokkuð gerðist var bjartan sunnudag í mars, um miðjan dag. — Maðurinn minn var ekki heima þá, segir frú Gun Lindblom, — en við sátum liérna uppi og vorum að drekka kaffi, tvær vinkonur mínar og ég. Við röbbuðum og 'hlógum og vorum kátar. Þá lieyrð- um við að einhvcr skellti hurðum niðri. Við vissum að skrifstofurnar voru ekki opnar. Loks fór sú hugað- asta okkar niður og við eltum. Við leituðum í stofunum en fundum eng- an. Þriðja skiptið sem við höfum orð- ið einhvers vör, var líka um miðjan dag — það var höndin sem barði i borðið í skrifstofunni. Fyrrverandi reikningshaldari sveit- arinnar, Erik Norström og Aina kona hans heyrðu líka hurðarskelli og um- gang á nóttinni, en ekki fannst nein ástæða til þess. Framhaldssaga í myndum, eftir Charles Dickens. 19. í kirkjunni voru vinir og ætt- ingjar prinsins og prinsessunnar og prinsanna og prinsessanna sautján og allra minnsta prinsins. Hertogafrúin var brúðarmær, liún stóð upp við púlt- ið á prédikunarstólnuin. Á eftir hélt Grandmarina gríðar stóra veislu. Þau fengu að borða og drekka eins og þau gátu í sig látið, og brúðkaupskakan var fimmtiu áln- ir rúmmáls. Þegar Grandmarina hafði drukkið skál ungu brúðhjónanna og Visspilt- ur prins haldið ræðu og allir höfðu hrópað húrra! — sagði Grandmarina við kónginn og drottninguna: „Fram- vegis verða kaupgreiðsludagarnir 24 á ári, nema 30 þegar hlaupár er.“ 20. Svo sneri hún sér að Vissum- pilti og Aliciu og sagði: „Kæru ungu vinir, þið eignist 35 börn og þau verða falleg og þæg. 17 verða drengir og 18 stúlkur. Þau verða öll með hrokkið hár og þau fá aldrei mislinga og eru búin með kighóstann áður en þau fæðastt" — Þegar þessar góðu fréttir heyrðust hrópuðu allir húrra. „Nú er aðeins eitt eftir,“ sagði Grand- marina að lokum, „við verðum að koma fiskbeininu fyrir kattarnef.“ Og um leið tók hún beinið af Aliciu og henti því í grimma hundinn nábúans og hann gleypti það í einum bita. E n d i r . Ungfrú Anna Gauffin, sem nú er 71 árs, átti heirna í húsinu i 11 ár, og er sannfærð um að þar gerist yfir- náttúrulegir hlutir. Hún hefir heyrt umgang í stiganum á nóttinni og tvisv- ar hefir hún vaknað við að einhver var inni í 'herberginu hjá lienni og kveikti Ijósið. Annað skiptið sat brúnklædd kona við rúmstokkinn hjá henni en í hitt skiplið gekk sama konan frarn og aft- ur um herbergið og hafði ekki augun af henni. Þá kallaði ungfrú Gauffin: — í guðs bænum — hvað viljið þér hingað? Eg kem yður ekkert við. Eg hefi ekki gert neitt sem ég þarf að skammast min fyrir.“ Þá hvarf sú brúnklædda og helir aldrei sést siðan.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.