Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1953, Síða 12

Fálkinn - 13.03.1953, Síða 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA Karl í krapinu 13. Ungfrú Ruey var til í það. Hún sat og beið eftir þeim á svölunum inn að húsagarðinum, virtist ofur róleg, en í rauninni var hafrót í huga hennar. Þegar þeir komu lét hún sem hún sæi þá ekki, og leit ekki við fyrr en hún hafði heyrt rödd Billys. — Jæja, Dolores, sagði hann. — Hérna er gamli vinurinn minn, Jack kumpán. Jack má ég kynna þig ungfrú Dolores Ruey. Hún stóð upp og það brá fyrir sigurbrosi á andlitinu. Því að hún hafði séð á glampan- um í augum hans að hann þekkti hana aftur. I-Iann hneigði sig hæversklega. — Mér er það sönn gleði að fá að kynnast yður, ungfrú Ruey, sagði hann alvarlegur. Dolores rétti honum höndina. — Þér hafið sjálfsagt gleymt því, herra Webster, en ég held við höfum hitst fyrr. — Jæja, sagði Webster hálf vandræðaleg- ur. — Það er leitt að ég skuli ekki muna eftir þvi. Hvar var það sem við hittumst, með leyfi? Hann er víst gamansamur, hugsaði Dolores með sér. Hann ætlar að láta mig hlaupa á mig. En upphátt sagði hún: — I lestinni í Dauðadal í fyrra mánuði, herra Webster. En þá voruð þér alskeggjaður. Webster hristi höfuðið. — Eg er hræddur um að yður skjátlist, ungfrú Ruey, sagði hann. — Að minnsta kosti get ég ekki munað það. Og hafi ég nokkurn tíma haft skegg, þá væri það ekki á nokkurs færi að þekkja mig skegg- lausan. Annars var ég alls ekki í Dauðadal fyrir mánuði. Eg var í Denver. Svo að það hlýtur að hafa verið einhver annar Webster sem þér hittuð. Hún roðnaði. — Ekki datt mér í hug að mér gæti skjátlast svona, sagði hún kulda- lega. Hann er hræðilega frekur, hugsaði hún með sér. En hann getur að minnsta kosti logið eins og sjentilmaður, og svoleiðis karlmenn hafa alltaf verið að mínu skapi. Þau sátu á svölunum þangað til komið var að matmálstíma, og þá fór Dolores til her- bergis síns. — Jæja, hvernig líst þér á, Johnny? spurði Billy þegar þeir voru orðnir einir. — Mér finnst þú hafa góðan smekk, Billy, sagði Webster hægt. — Hún er alveg eins og mér finnst ungar stúlkur eigi að vera, og ég ræð þér til að giftast henni. Billy, þessi flibbi meiðir mig. Eg má til að fara upp til mín og fá mér annan mýkri. Þegar upp í herbergið kom settist Webster á rúmstokkinn og tók báðum höndum um höfv uðið, því að það var líkast og hann hefði fengið hnefahögg fyrir bringsmalirnar og væri með svima. Hann verkjaði í hnakkann og kátínan var horfin úr augunum. En svo hark- aði hann af sér, gekk að speglinum og horfði á útitekið andlitið á sér. — Of gamall, muldraði hann. Of gamall til að dreyma fallega drauma. Hann setti á sig annan flibba og fór niður á svalirnar til Billys. Og nú var hann orðinn samur maður aftur. Því að þarna uppi í her- berginu hafði hann háð baráttu við harm- söguna í lífi sínu, og hafði sigrað. Hann hafði einsett sér að láta Billy eftir alla möguleikana á að höndla hamingjuna. SÍÐLA samía daginn sem Webster kom • til Buenaventura sat hann í legustól í forsælunni á svölunum á Hotel Mateo, reykti sterkan vindil og var beiskur í huga. Honum hafði ekki dottið í hug að stúlkan sem Billy hafði útvalið sér væri sú sama, sem hann hafði sjálfur orðinn ástfanginn af. Hann vissi að Billy hafði lent í svo mörgum ástarævin- týrum að honum gat ekki dottið annað í hug en að það væri einhver Sobrantestúlka, sem hann hefði orðið ástfanginn af í þetta sinn. En nú var komið sem komið var. Hann varð að fórna hamingju sinni fyrir vin sinn, og eftir megni reyna að forðast að hitta Dolo- res nema sem sjaldnast. Nú afréð hann að skoða námuteiga Billys sem fyrst. Væru þeir nokkurs virði ætlaði hann að leggja peninga í þá og láta fyrirtækið bera sig. Síðan ætlaði hann að fá besta lækninn í Buenaventura til að segja Billy, að ef hann vildi ekki að besti vinur hans, John Stuart Webster, sálaðist ekki löngu fyrir aldur fram, þá yrði hann að sjá um að hann kæmist sem fyrst á burt úr ó- hollustuloftinu í Sobrante. Þegar hann hafði afráðið þetta fannst hon- um best að framkvæma það heldur fyrr en seinna. Billy 'kom út á svalirnar í þessum svif- um, settist hjá honum, og Webster klappaði á hnéð á honum. — Jæja, heilla-hrólfur, hvað heldurðu að verði langt þangað til þú ert orðinn fær um að stunda sómasamlega vinnu? Þú lítur út eins og tuggin sin, sem einhver hefir spýtt út úr sér. Dolores var að koma upp á svalirnar og heyrði það sem hann sagði. — Billy þarf hvíld, sagði hún með sömu viðkvæmninni sem flestum konum er eiginleg, þegar þær tala um sjúkdóma. — Hann verður að komast í annað loftslag. — Já, það er satt, Dolores, svaraði Billy. — Og það geri ég líka bráðum. Uppi í fjöll- unum við San Miguel de Padua eru engar moskítóflugur, loftið er hreint og hitinn ekki úr hófi. Þar getur mér farið fram. — Já, og því fyrr, sem við komumst þangað því betur kemur mér það líka, sagði Webster. — Eg vildi helst koma námurekstrinum á lagg- irnar sem fyrst, svo að ég 'komist á burt úr landinu aftur. — Svo? spurði Billy forviða. — Eg hélt þú ætlaðir að verða hér áfram og hjálpa mér til að reka námuna? — Jæja, þú hélst það, bjáninn! Til hvers ætti ég að hafa eytt löngum tíma í að kenna þér námurekstur, ef þú gætir ekki rekið þessa námu einn? Önei! Eg skal hjálpa þér til að koma þessu í gang, og þegar það fer að bera sig getur þú hirt ágóðann. Þú hefir um meira að hugsa hér í landinu en ég, Billy. Með þínu leyfi getum við farið þarna upp eftir strax á morgun og skoðað staðinn. Og ef mér líst vel á hann þá síma ég eftir tækjunum, sem ég hefi pantað í Denver. Allt verður að vera komið í fullt lag eftir þrjá mánuði. Hvernig eru verkamennirnir hér í landi. Eru þeir not- andi? Ef ekki þá verðum við að fá hingað hvíta menn, sem kunna þessa vinnu. — Það er naumast að þér liggur á! sagði Billy. Hann hafði verið svo lengi í Sobrante að hann var farinn að smitast af þjóðarein- kenni Sobrantebúa, sem verður best lýst með orðunum „ekkert liggur á“. Honum fannst ógeðfellt að hugsa til þess að hann yrði að hætta tilhugalífinu svona umsvifalaust. — Við græðum ekkert á að bíða, sagði Webster. — Því fyrr sem við höfum lokið því, sem þarf að gera þarna uppfrá, því fyrr getur þú komist hingað i bæinn aftur og fengið þér meiri malaríu. Eru nokkur hús þarna uppfrá? — Ekki vottur, sagði Billy. — Þá verðum við að hafa með okkur tjöld og svefnpoka. Þú verður að fara til San Miguel de Padua með útbúnaðinn okkar, leigja nokkra hesta og góðan kokk, og þegar allt er til reiðu símar þú til mín. — Hvers vegna getur þú ekki komið með mér undir eins? spurði Billy. — Eg verð að hitta mann hérna fyrst, skrifa nokkur bréf, senda símskeyti og bíða eftir svari. Það kann að vera að ég tefjist hér í tvo daga. Meðal annarra orða: hvað varð af unga manninum, sem ég’sendi þér með með- mælabréfið frá mér? — Hann er í E1 Buen Amigo, sama staðn- um sem ég dvelst á. — Gott. Þegar þú ferð aftur til E1 Buen Amigo þá skilaðu til hans að mig langi til að hann komi og borði með mér miðdegisverð í kvöld. Þau sátu og töluðu saman góða stund. Svo sagðist Billy þurfa að fara út að versla, og yfirgaf Dolores og Webster. — Hvers vegna liggur yður svona mikið á, herra Webster? spurði Dolores. — Vitið þér ekki að Billy er einkaeign mín? — Nei, en ég hefi grun um að hann muni verða það bráðum. Billy er svo gjöfull í því tilliti. Hann er aldrei að tvínóna við að gefa fallegri stúlku hjartað í sér. — Ja,þetta var eiginlega sjálfsvörn, sagði hún og hló. — Billy er utangarna í mann- félaginu, ef svo má segja. Hann umgekkst meira og minna litað fólk. Og þegar ég sýndi mig á almannafæri með honum .... — Voruð þér svo óvarkár? — Já, víst var ég það! Og þess vegna varð ég ekki ,,samkvæmishæf“ í hópi þessara gömlu vina hans föður míns. Þegar frú Maldonado sýndi mér fram á hve rangt það væri af mér að sýna mig á Strandgötunni með Billy og fóstru minni, sem er húsmóðir Billys, reyndi ég að sýna henni fram á hvernig ameríski hugsunarhátturinn væri í þeim efnum. En þar varð engu þokað. Síðan hefir enginn boðið mér heim. Og ég hefði drepist úr leiðindum hérna, ef ég hefði ekki haft Billy. Hann hefir verið mér svo góður, og nú ætlið þér að senda hann burt. Webster hló. — Ekkert að óttast, ungfrú Ruey, sagði hann. — Eg skal skila honum aft- ur með talsvert meiri peninga en þið þurfið til að njóta lífsins. Peningalaus Billy getur að vísu verið geðslegasti maður. En Billy í jakket og með silkihatt og ávísanahefti upp á vasann er blátt áfram ómótstæðilegur. — Já, hann er gull. Hann hefir verið eins

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.