Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1953, Page 8

Fálkinn - 24.04.1953, Page 8
8 F Á L KIN N- > SAGAN segir frá snillingi, Brairubinsky, einum mesta píanóleikara samtíðarinnar. Hárið var mikið og eins og ský yfir 'h'öfðinu. Augun djúp og hríf- andi. Undratækin hans tvö, hend- urnar, langar eins og vængir á fugli, ótrúlega fimar og mjall- hvítar. Eins og gefur að skilja, stórbrotinn snillingur, ekki mögu- legt að koma nærri honum. 1 hálfan mánuð hafði allt verið útselt að hljómleikunum hans í borginni og fólk hafði rifist um aðgöngumiðana. Þar komu ekki til greina miðar, „sem ekki höfðu verið sóttir“. Blöðin skrifuðu eft- irtektarverðar smágreinar: „Hinn 'heimsfrægi píanóleikari, Brairub- insky heldur einu hljómleika sina í Sönghöllinni á miðvikudaginn kemur .... Brairubinsky er tal- inn vera meðal mestu snillinga nútímans .... Hljómleikarnir verða einstæður viðburður . . . . “ Hljómleikadagurinn rann upp — og nú reyndi á taugarnar í þeim, sem önnuðust undirbúning- inn: — Brairubinsky kom ekki með flugvélinni sem hann var væntanlegur með! Maðurinn frægi hafði gabbað alla þá sem höfðu skipað sér í röð á flugvell- inum í þeim tilgangi að fá hann til að skrifa nafnið sitt — hann kom ekki! Þetta var árdegis. Blaðamenn- irnir biðu árangurslaust, Brairub- insky lét ekki sjá sig. Fram- kvæmdastjórinn barði sér á brjóstið. Ný flugvél kom, og þrjár aðrar — en enginn tónsnillingur. Gistihúsið Ihafði ekki fengið nein skeyti frá honum, enginn vissi neitt, og 2000 aðgöngumiðar voru seldir fyrir geypiverð. Sólin gekk til viðar, klukkan nálgaðist átta og áheyrendur komu að sönghöllinni úr öllum áttum. Enginn hafði tilkynnt að aðalpersónuna vantaði. Gatan var stífluð, mannfjöldinn mjakaðist áfram — þokaðist hægt inn um sönghallardyrnar og dreifðist um tómar bekkjaraðirnar. Eitthvað hafði kvisast og það var einhvers konar ó'kyrrð í hópnum. Kom Brairubinsky eða kom hann ekki? Hvíslingarnar gengu eftir endi- ilöngum sætaröðunum en enginn vissi neitt. Mannfjöldinn titraði af eftirvæntingu og óvissu. Hann varð að koma! Fólk var að stel- ast til að líta á klukkuna sína, sem var orðin yfir átta. Suðandi klið- ur fór um allan salinn, það skrjáf- aði í söngskránum og ótal kíkj- um var miðað á tóman söngpall- inn, sem var i dimmu. Þar var aðeins hægt að grilla í stóran flygil. Sekúndurnar og mínúturnar seigluðust áfram, hvíslingarnar hættu smátt og smátt, loks varð grafhljótt. Klukkan var orðin Niels Birger Wamberg: AppASSÍOHAtA sautján mínútur yfir átta. Dyra- verðirnir lokuðu dyrunum, síð- ustu áheyrendurnir læddust í sæti sín. Það skall í stólsetu, hljóm- leikaskrá datt á gólfið. Nú var dregið úr ljósunum. Tvisvar sinnum 2000 augu störðu með eftirvæntingu á pallinn. Svo að hann var þá kominn. Áheyr- endur héldu niðri í sér andanum. Slökkt var á síðustu smálömpun- um og allt í einu lagði ofbirtu frá þremur kastljósum á autt sviðið. Mínúta leið. Og svo 'kom Brairubinsky. Ekki um innganginn á sviðið, sem allir höfðu einblínt á, heldur inn um einar dyrnar aftast í salnum. Og hann var ekki einn. Lítill drengur átti fúllt í fangi með að fylgja honum er hann skálmaði inn ganginn í miðjum salnum. Það liðu nokkrar sekúndur þangað til fólk hafði gert sér ljóst að þetta væri Brairubinsky. Og nú varð svo hljótt að -heyra hefði mátt saumnál detta. Og síðan kom dynjandi lófaklapp. Brairubinsky var nú kominn fram á móts við fremstu sætaröðina, og þar setti hann drenginn. Hann hvíslaði ein- hverju að snáðanum og hvarf gegnum dyrnar til vinstri við sviðið. Klappið þagnaði. Hvað ætlaðist maðurinn fyrir? "TVYRNAR höfðu varla lokast eftir honum fyrr en önnur tíðindi gerðust. Framkvæmda- stjórinn kom fram á sviðið. Hon- um leið auðsjáanlega ekki vel, hann neri hendurnar með ang- istarsvip og byrjaði með kökk í hálsinum: — Dömur og herrar .... ehhe .... hm .... Mér þyk- ir leitt að verða að tilkynna að hinn frægi snillingur Brairubinsky er því miður ekki kominn enn- þá .... En lengra -komst hann ekki. Brairubinsky kom inn — og í þetta skipti um réttar dyr, gekk hratt yfir sviðið og settist við flygilinn án þess að líta til hægri eða vinstri, svo sem hann var van- ur. Framkvæmdastjórinn vék til hliðar dauðhræddur og stóð og starði á snillinginn mikla, sem þegar sat álútur yfir nótnaborðið. Lófaklappið dundi við um allan salinn og ætlaði aldrei að hætta, og Brairubinsky stóð upp og hneigði sig. Hann lyfti höndunum og ætlaði að fara að byrja þegar hann uppgötvaði framkvæmda- stjórann. Brairubinsky rák upp óp, lyfti frægustu hönd heimsins og benti á dyrnar, og veslings maðurinn laumaðist lágkúrulegur út a-f sviðinu. Fólkið var forviða. Nú lyfti Brairubinsky aftur höndunum og byrjaði. Hvíta hár- ið ljómaði eins og geislahaugur, augun skutu neistum, það ljóm- aði af höndunum, ljómaði af Bach — hinn voldugi logi listarinnar blossaði upp af hljóðfærinu — Brairubinsky var að spila! í tvo tíma 'hélt hann áfram, þessi konungur tónlistarinnar, tvo tíma léku fingurnir nótnaröðina. Svo sleit -hann sig frá hljóðfærinu, hneigði sig og strauk silfurhvítt hárið aftur. Feiknastórir blóm- vendir voru bornir upp á sviðið, fólk æpti og stappaði. Brairubin- sky þreif einn af stærstu 'blóm- vöndunum, æddi út af sviðinu en kom aftur eftir dálitla stund og var nú kominn í frak-kann. Allt í einu nam hann staðar, brosti tvírætt og læddist aftur að hljóð- færinu. I salnum var orðið hljótt eins og í kirkju. Brairubinsky lagði frá sér blómvöndinn og beið um stund. Svo byrjaði hann á Appassionata. Nú var það ekki lengur Brai- rubinsky sjálfur sem sat við flyg- ilinn — það var Beethoven i göml- um brúnum frakka. Ýmsum þeim sem vit höfðu á fannst síðasti kaflinn hljóma öðru vísi en þá minnti að hann væri, en þeir hættu fljótt að -brjóta heil- ann um það en hlustuðu 'bara á leikinn. Það var dásamlegt. Síð- asti tónninn fyilti salinn og hvarf, síðasti veikur ómur frá streng — og svo var undrið liðið hjá. Brairubinsky stóð upp, tók blómvöndinn, hneigði sig fyrir hrifnum áheyrendahópnum og fór niður til litla drengsins á fremsta békk. En svo leiddi hann drenginn og ruddi sér braut fram gegnum salinn, fram hjá fata- geymslukonunum sem göptu af undrun — og hvarf. Fyrir utan . húsið hafði mikill mannfjöldi safnast saman og beið eftir snill- ingnum, en enginn tók eftir gamla manninum með litla drenginn við hönd sér, sem kom út um áheýr- endadyrnar. Inni í sálnum var allt á tjá og tundri. Áður en loftsveiflurnar hurfu eftir tónlistina og allt lófa- klappið hafði fólk staðið upp. Það hrópaði og baðaði öllum öngum. Það hafði verið prettað um síð- asta þáttinn. Framkvæmdastjórinn kom fram á sviðið. Hrópum og spurningum rigndi yfir hann svo að hann sá sitt ó- vænna og hörfaði út aftur. Þar var konan hans fyrir, ásamt blaðamönnum, ljósmyndurum og gagnrýnendum. Blaðamennirnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð, einn ljósmyndarinn góndi á vélina sína '— eða leifarnar af henni. Brairubinsky hafði hrint blaða- mönnunum frá þegar hann kom út að sækja frakkann sinn, og /

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.