Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1953, Síða 11

Fálkinn - 24.04.1953, Síða 11
FÁLKINN 11 HLÝLEG HVÍT ULLARTREYJA. — Þessi treyja er mjög hlýleg og þægi- leg og auk þess er auðvelt að prjóna hana, því að hún er öll prjónuð með garðaprjóni. SNOTUR SKÓLAJAKKI. — Þessi jakki er hentugur á litlar stúlkur, hvort sem þær eru að leik eða ganga í skóla. Hann er úr köflóttu efni og sérkennilegur vegna þess, að axla- stálið er stærra en venjulega og auk þess sniðið á ská. Stórir vasar eru settir utan á. Þennan jakka mætti t. d. sníða upp úr gamalli köflóttri kápu. Húsráð. Það er snjallræði að fóðra gallabux- ur litlu barnanna með plastefni á iþeim stöðuni sem mest mæðir á, þegar þau leika sér úti í rigningunni. Til- gangurinn með því er fyrst og fremst sá að ihlífa hvítum nærfatnaði við óhreinindum, þegar litlu angarnir setjast í for og bleytu. Sportsokkar drengjanna endast lengur ef ferkantað stykki úr sterku ullarefni er límt innan i liælinn. Þetta er auðvitað einungis liægt að gera með línmm sem sérstaklega eru ætluð til taulímingar og þoia þvott. Slik lím munu nú orðið fáanleg hér á landi. Lofið ógiftu stúlhunum oð vera í friði. Eftir Norman Glyn. .,Eg vildi óska að fólk væri ekki að vorkenna mér að vera ógift,“ sagði hún. Hún er einkaritari hjá vel metn- um kaupsýslumanni. Hún er greind og dugleg, snotur i útliti og vel klædd. Hún hefir fulla ástæðu til að vera ánægð með sjálfa sig, því að hún hefir leyst mörg vandamál fyrirtækisins, sem hún starfar hjá. Hún sagði ennfremur: „Að þrem vikum iiðnum verð ég þrítug. Eg á tvær yngri systur. Önnur er fráskilin og gift á ný og á börn með báðum mönnunum. Hin er að hugsa um að skilja við.mann sinn. Eg vinn vel fyrir mér og lifi friðsælu lífi. En þrátt fyrir það er það ég sem er vandræðabarnið. Þannig líta foreldrar rnínir að minnsta kosti á það .... og það er einungis vegna þess, að ég er ekki gift. Eg er viss um að þeim væri huggun í að ég hefði verið gift, jafnvel l)ótt hjóna- bandið hefði aðeins varað í hálfan mánuð. Við vorum í samkvæmi hjá rnóður- bróður mínum í gær. Móðir mín Iivísl- aði að mér með sigurhreim í röddinni að J. yngri væri hér, móðurbróðir minn ætlaði mér að hafa hann til borðs. Með þessu var ánægju kvölds- ins lokið livað mig snerti, og ég skipti á nafnspjöldum svo að lítið bar á .... þannig að ég sat eins langt frá hr. J. og mér var unnt. Það eru ekki allar konur sem gift- ast. Ef til vill er ég ein þeirra, sem alltaf verða einar .... einhverjar verða að fylla þann hóp, þegar kon- urnar eru i meiri hluta. Annað mál er það að ég vildi gjarnan giftast. Eg er nógu draumlynd til að vonast eftir þeim eina rétta, en hann er ófundinn enn og ef til vill finn ég hann aldrei. Yngri systur mínar segja, að þær séu að safna í piparsjóð handa mér, og ég eigi að fá hann á þrítugsafmæl- inu. Þetta á að vera fyndni, en i sann- leika sagt finnst mér það heldur gróft gaman. N’æstum jafn slæmt og þegar mamma segir í frúasamkvæmi. „Við bjónin verðum liklega að kaupa rúm handa henni elstu dóttur okkar.“ Eg gleðst yfir því að sú öldin er liðin, þegar foreldrar komu ógiftu dætrunum í klaustur. Mömmu hefir tekist að finna heilan hóp gamalla skólasystra sem eiga syni „ á giftingaraldri“. Mæðurnar átta sig fljótt á því liver tilgangurinn sé, og flestar liafa gaman að. En það er ég sem verð að athlægi. Einu sinni ók vinnuveitandi minn mér heim í bifreið sinni. Hann er um fimmtugt, kvæntur og laus við allt daður. Eg var varla komin inn úr dyr- unum heima, þegar ég er tekin til yfirheyrslu. Móðir min gaf það í skyn, að eitthvert óleyfilegt samband myndi vera milli mín og vinnuveitandans, og það myndi vera ástæðan til þess að ég hefði engan áhuga á karlmönn- um. Mér lá við gráti af gremju yfir því, að móðir min skyldi hafa slikt álit á mér. Við töluðum lengi saman og loks virtist hún láta sannfærast. Þrátt fyrir það kæmi mér ekki á óvart jafnvel nú tveim árum siðar, að ein- hver smágrunur leyndist enn i huga hennar. Það kemur stundum fyrir, að karl- maður sækir mig, þegar mér er boðið út. Það er að segja það kom fyrir, því að nú forðast ég eins og heitan eldinn að láta sækja mig heim. Eg minnist þess að einu sinni kom ungur maður sem mér féll vel við .... þótt ég vissi vel að engin alvara gæti orðið úr kynnum okkar, vegna þess að hann átti þá ósk heitast að flytja til útlanda og var ekki í kvonbæna hugleiðing- um. Hann er nú í Nýja-Sjálandi og við skrifumst á. Þegar hann kom inn úr dyrunum hegðaði manuna sér eins og hún væri auglýsingastjóri fyrir mig. Hún hældi saumahæfileikum mínum. „Hún saumar mest af fötum sínum sjálf. Þótt dóttir mín vinni úti, er hún sérmenntuð í matartilbúningi. Mann- inum mínum finnst hún búa til betri mat en ég.“ Ennfremur: „Það lítur út fyrir að dóttir mín komi beint frá hárgreiðslu- konunni, en það gerir hún ekki. Hún hugsar alltaf sjálf um hárið á sér .... það sparar mikið. Hann stóð þarna eins og illa gerður hlutur og lagði mikla áherslu á að komast sem fyrst af stað. Verst var þó að hann skildi tilgang móður minn- ar og striddi mér ‘á því á eftir. Mér fannst ég ætla að sökkva niður í jörð- ina af blygðun. „Þú ert ekki gift?“ segja skólafélag- ar mínir undrandi, þegar ég hitti þá. „Ert þú ekki einu sinni trúlofuð?" spyrja frænkur og vinkonur og aðrar umhyggjusamar sálir. Orðunum „ekki einu sinni“ var bætt við spurninguna fyrir fjórum fimm árum síðan. Þegar faðir minn hélt ræður i öll- um þrem brúðkaupum tveggja yngri systra minna, fann hann livöt hjá sér til að klifa á hinu ógifta ástandi mínu. Eg minnist sérstaklega orða hans i fyrsta brúðkaupinu. „Það er dálítið einkennilegt fyrir föður, að elsta dóttirin skuli ekki gift,- ast fyrst, en ég hugga mig við það .... liér ætlaði pabbi að vera fyndinn .... að hið góða fordæmi yngri systur- innar verði til uppörvunar. Ef til vill sitjum við hér bráðlega öll aftur ....“ Allra augu litu á mig. Þvi miður roðnaði ég. Eg veit að foreldrar mínir gera þetta allt í besta tilgangi, og einmitt þess vegna tek ég það enn nær mér. Ýmislegt grátbroslegt hefir komið fyrir. Þegar ég var nítján ára var ungur maður ástfanginn af mér. Hann mætti mikilli gagnrýni á heimili minu. Hann var ekki neitt sérstakt (menn eru sjaldan orðnir forstjórar 24 ára að aldri), hann var feiminn, hálsbind- in hans voru fyrir neðan allar hellur o. s. frv. Eg var nógu mikið barn til að segja lionum frá nokkru af gagn- rýni foreldra minna og særði með því stolt hans, svo að hann dró sig í hlé. Nú hefir hann komist langt á framabrautinni vegna dugnaðar og atorku og bindin hans eru smekklegri enn fyrrum. Mamma segir oft: „Honum hefðir þú getað verið gift!“ Það hefði ég getað .... ef til vill, en það að svo varð ekki er eingöngu að þakka foreldrum mínum! Eg hefi auðvitað reynt að tala við foreldra mína um vandamálið, en þau skilja ekki livað ég á við og segja að ég misskilji þau. Þau vilja mér aðeins vel og það er hverri konu eðlilegast að gifta sig. Þau eru löngu hætt að vonast eftir að ég giftist einhverjum auðkýfings- syni, eins og þau gerðu fyrr á árum, Einfalt og gott ráð til að forðast þrengsli í pottaskápnum. Glugga- tjaldagormur er strengdur yfir hurð- ina eins og myndir sýnir. SMÁRÉTTUR. Ostabrauð með eplum og bacon: 4—6 sneiðar hveitibrauð, jafn- margar sneiðar af osti, 1 epli, nokkrar þunnar sneiðar af bacon, 2 matsk. smjör eða smjörlíki. Skorpan er skorin af brauðsneiðun- um og þær steiktar gulbrúnar í smjör- inu. Síðan eru bacon sneiðarnar steiktar og eplið er skorið í sneiðar án þess að það sé afhýtt og kjarnarnir skornir úr. Eplasneiðarnar eru svo steiktar í baoon feitinni. Á hverja sneið er lögð ostsneið, eplahringur á hana miðja og tvær baconsneiðar sín hvoru megin við hann. Brauð- sneiðunum er síðan brugðið í heitan ofn og látnar standa þar nokkrar mínútur eða þangað til loftbólur fara að myndast í ostinn. Síðan má skreyta sneiðarnar með salati eða tómatbitum og þær borðaðar heitar. Ú R AFGÖNGUM. Fiskréttur með makkaroni: 3 bollar soðinn fiskur smábrytj- aður, 4 bollar soðnar brytjaðar makkaronistangir, 75 gr. rifinn ostur, 2 matslc. smjör eða smjör- liki. Fiskur og makkaroni er látið á víxl i smurt mót, og þunnt lag af rifnum osti ofan á annað hvort lag og litlar smjörklípur hér og þar. Efst er stráð þykkara lagi af rifnum osti og nokkr- um smjörklípum. Mótið er látið i ofn og bakist þar til efsta lagið er ljós- brúnt. Borðist með brúnuðu sítrónu- smjöri sem er lagað á eftirfarandi hátt. 2—3 matskeiðar af smjöri eru brúnaðar og saman við þær er bland- að 1—2 tesk. af sitrónusafa. og nú segir mamma að mér geti liðið prýðilega í hjónabandinu, þótt mað- urinn hafi ekki meiri tckjur en ég sjálf. Gift. Eg hata næstum þetta orð, en mér er ljóst að ég á margar þjáningar- systur. Skýrslur tala sínu máli og ógiftar vinkonur mínar segjasl hafa við sömu vandamál að etja og ég. Það væri ánægjulegt ef menn vildu endur- skoða afstöðu sína og framkomu gagnvart okkur hinum ógiftu, fram- koma alltof margra er bæði móðgandi og hvimleið. Væri ekki hægt að koma til framkvæmda nokkurs konar friðun ógiftra kvenna sem náð hafa 25 ára aldri .... þó ekki væri nema nokk- urn tíma ársins?

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.