Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1953, Side 11

Fálkinn - 29.05.1953, Side 11
FÁLKINN 11 Heimilið í sumarbúningi. Nú um þessar niundir eru vorhrein- gerningarnar i fullum gangi hjá flest- um og getur að ldta Iiúsgögn, gardínur, gólfteppi og því um líkt úti til viðr- ingar við nálægt hvert hús. Og alltaf er það einmitt um þetta leyti sem húsmæðurnar fara að hugsa um liið stóra „gardínuspursmál“. „Á ég að hengja aftur upp gömlu gardin-’ urnar eða á ég að fá mér nýjar?“ Það er nú einu sinni svo, að fal- ■legar gardinur og 'gluggaumbúnaður yfirleitt er ein hin mesta prýði í liverri stofu. Eg segi fyrir mig, að eitt það fyrsta sem ég tek eftir á hverju heimili eru einmitt gardínurn- ar fyrir gluggunum. Það er einlivern- veginn eins og gardínurnar séu tákn- rænar fyrir smekk og hugmyndaflug húsmóðurinnar. En gardinuspursmálið er íslenskum húsmæðrum óþarflega þungt í skauti á vorin og tel ég að það stafi aðallega af því hve fáar þær eru, sem eiga gardínur til skiptanna, einar fyrir vetrartímann og aðrar fyrir sumarið. Einhver kann að segja, að gardínur séu nú nógu dýrar, þó maður sé ekki að koma sér upp tvennum fyrir livern glugga. En þetta er auðvitað liinn mesti misskilningur. Þegar til lengdar lætur er það alls ekkert kostnaðar- samara að eiga bæði vetrar og sumar- gardínur, og liefir það marga kosti sem nú skal vikið að. Fyrst og frernst er það nú tilbreyt- ingin. Þegar sömu gardínurnar eru húnar að hanga fyrir gluggunum allan veturinn er maður orðinn hálfleiður á þeim í bili, og þegar svo lireingern- ingunum er lokið er það beinlínis upp- lífgandi að geta hengt upp aðrar gardínur fyrir sumarið. Eins getur það einnig verkað á haustin, að manni finnst notalegt að setja aftur upp vetrargardínurnar, til þess að útiloka með þeim haustrigningar og skamm- degi, og er þá eins og manni finnist gömlu gardínurnar, sem maður var orðinn leiður á í vor eftir veturinn séu aftur orðnar nýjar og uppyngdar. Og svona getur þetta gengið koll af kolli. Það er líka mikill kostur, að það sparar húsmóðurinni mikið erfiði að eiga tvennar gardínur. Nóg er að gera við hreingerningarnar á vorin þótt ekki bætist það við, að þurfa að standa með sveittan skallan dag eftir dag við að þvo og strauja gardínur. Eða þá að biða eftir þeim úr hreinsuninni í marga daga og liafa gardínulaust á meðan. Eigi maður aftur á móti tvennar til skiptanna, þá er ekki annað en að ganga að sumargardínunum hreinum og straujuðum inni í skáp frá haustinu áður, tilbúnum til uppliengingar. Þeg- ar svo allt er komið i stand í ibúðinni, og sumargardínurnar komnar fyrir gluggana, þá getur húsmóðirin farið að hugsa til þess í næði að þvo og strauja vetrargardinurnar, svo að þær séu einnig tilbúnar, þegar að því kemur að liegnja þær upp með haust- inu. Þá er cnn sá kosturinn ótalinn, að hafi maður þykkar silké, damask eða flauelisgardínur á veturna, þá hlifir maður þeim að mestu við því að upp- litast, þegar hafðar eru aðrar léttari gardinur yfir sumarið. Til þess að setja upp hjá sér gar- dinur á smekklegan hátt þarf maður hvorki að vera gæddur neinum sér- stökum listasmekk, né heldur er nauð- synlegt að vera útlærður hýbýlafræð- ingur. í bókabúðum má nú fá alls konar bækur og timarit á ýmsum tungumálum, þar sem úir og grúir af alls konar hugmyndum og ráðlegging- um við gluggaskreytingu. Það eina sem máður þarf að geta er það, að velja sér smekklega uppsetningu, scm liæfir vel þeim glugga sem skreyta skal, og svo auðvitað það, að velja fal- lega liti, sem fara vel við húsgögn og gólfábreiður sem í herberginu eiga að vera. En íslenskar húsmæður hafa oft verið sagðar smekklegar, og ætti því engum að verða skotaskuld úr þessu. Nú er hægt að fá allt til alls í bæn- um. Gardinutegundir hvers konar og allt l>ví um líkt. Tilbúna ,.stóresa“ má fá og munstruð „stóresefni“, en einnig hin fisléttu og endingargóðu orlon- og nælonefni, sem einmitt eru tilvalin i sumargardínur. Satín og önnur fín gluggatjaldaefni eru einnig i mjög miklu úrvali og sérlega falleg. En sé verið að velja sér sumargardínur er rétt að beina athyglinni að „cretonné“- efnunum og þeim sem munstruð eru eða rósótt. Hafi maður liaft þungar gardínur yfir veturinn með skreyttum kappa eða „draperuðum“, þá er það bein- línis livíld og kemur manni í gott sumarskap, að hengja upp hjá sér léttar, einfaldar og rósóttar eða munstraðar gardínur með vorinu. Stofan klæðist beinlínis í sumarbún- ing. Eins gætu þunnar, rykktar nylon ytri-gardínur komið i staðinn fyrir þunga, munstraða stóresinn sem hékk fyrir glugganum yfir veturinn. Loks langar mig til að minnast á eitt, sem mér einnig finnst of lítið gert af á heimilunum. Og það er, að sauma „yfir-áklæði“ (slipcovers) yfir húsgögnin. Það er enganveginn eins mikill vandi og margur hyggur, en hefir alla sömu kostina og taldir voru upp að ofan fyrir því að eiga sumar- gardínur, þar eð það bæði hlífir á- klæði húsgagnanna fyrir sliti og upp- litun og setur að auk sumarlegan og og upplífgandi blæ á heimilið. I Ameríku gera húsmæður t. d. mik- ið af því að sauma þessi „yfir-áklæði“ sjálfar, og má i mörgum bókum og timaritum sjá nákvæmar leiðbeining- ar um það livernig fara á að því. ís- lenskum húsmæðrum ætti því heldur ekki að verða skotaskuld úr þvi að sauma sér slík áklæði fyrir sumarið því að þær liafg löngum haft orð fyrir að vera lagnar með nálina, spottann og saumavélina. Sannið til, að ef þið látið verða af því að koma ykkur upp fallegum ÆfmrelisspÁ Það hlýtur að vera mikið þarfaþing öllum þeim, sem ferðalög stunda, að eiga í fórum sínum tæki líkt þessu hérna á myndinni. Er þetta suðuket- ill, sem á örfáum mínútum getur látið í té heilmikið af sjóðandi vatni, alveg án tillits til þess hvort það er hellirigning og blæs á útsunnan eða er blæjalogn. GÓÐ HUGMYND. Pottablóm eru yndi margra hús- mæðra, og óneitanlcga eru fagurgræn ræktarleg blóm jafnan til prýði. Þessi mynd sýnir, hvernig koma má blóm- um fyrir á skemmtilegan og einfaldan hátt, og jafnframt er þetta góð hug- mynd fyrir ung nýgift hjón, sem ekki eiga mikið af húsgögnum, því að á þennan hátt er hægt að fylla tómlegt horn svo að prýði sé að. Laghentur eiginmaður ætti að geta smíðað þessar hillur sjálfur, og þær mega vera ann- að hvort lakkaðar i viðarlitnum eða málaðar í veggjalit stofunnar. H Ú S R Á Ð . Hvítir blettir, sem myndast undan heitum ílátum á póleruð borð, nást af með blöndu af salti og oliu (t. d. saumavélaroliu). Látið fyrst blönduna liggja um stund á blettunum og nudd- ið síðan varlega með klút. Saltið hreinsar blettina en olían kemur í veg fyrir að borðplatan rispist. Eitt ráð til að ná ryðbleltum úr hvítum þvotti er, að leggja sítrónu- sneiðar á blettinn, aðra á réttu og hina á röngu, og láta stykkið liggja úti í sólskini um stund. Ef nauðsyn krefur, má endúrtaka tilraunina með nýjum sneiðum. Þetta húsráð kemur auðvitað ekki að neinu gagni fyrr en naér dregur sumrinu. sumargardínum og „yfir-áklæðum“ fyrir sumarið, þá verðið ])ið harð- ánægðar með sjálfar ykkur og heim- ilið í sumarbúningi sínum, og allt lieimilisfólkið og aðkomandi gestir komast einnig i gott skap af breyt- ingunni. L. fyrir vikuna 25. apríl til 1. maí Laugardagurinn 25. apríl. — Fram- tíðarihorfur hins komandi árs erii góð- ar, ekki hvað síst í fjárhagslegu til- liti. Kringumstæðurnar munu gera þér fært að auka öryggi þitt. Jafnvel nú næstu vikurnar munt þú fá tæki- færi til framsóknar og með dugnaði munt þú vinna þig áfram. Þú munt eignast nýja vini og góð vináttusam- bönd munu biða þín. Sunnudagurinn 26. apríl. — Þú munt ná betri tökum á áhugamáluin þinum á koinandi ári. Hæfileiki þinn til þess að ná stuðningi annarra og samvinnu munu aukast eftir þvi sem mánuðirnir líða. Þú munt verða að taka ákvörðun um þýðingarmikil innkaup, og þú ættir að ráðfæra þig við sérfræðinga. Fjölskyldan og heim- ilið mun vera það þýðingarmesta i lífi þínu á næstu mánuðum. Farðu varlega í það að taka nýja vini inn í kunningfahóp þinn. Mánudagurinn 27. apríl. — Starf þitt mun gera miklar kröfur til þin, og þú munt þurfa á allri þeirri þekk- ingu og reynslu að halda, sem þú ræður yfir. Djörf og framtakssöm ákvörðun í sambandi við þá mögu- leika, sem verða munu á vegi þinum í viðskiptalífinu, geta orðið þér til mikils gagns. Þú munt ná lengst, ef þú einbeitir þér að aðalatriðunum, en eyðir ekki tíma í minniháttar verk- efni, sem munu vara stuttan tíma. Þriðjudagurinn 28. apríl. — Næstu mánuðir munu verða sá hluti ársins, sem mest reynir á hæfileika þina. Bæði manndómur þinn og dugnaður niunu verða að þola reynslu, en jafn- framt nmnu skapast fyrir þig mögu- leikar til góðrar framtíðar sem munu koina að notum um langa framtið. Mikið mun undir þvi komið að þú látir ekki skap þitt hlaupa með þig i gönur. Þolinmæði og velviljuð fram- koma mun oft fleyta þér áfram. Miðvikudagurinn 29. apríl. — Það nmnu verða margar breytingar kring- um þig, og þú munt af og til verða fyrir skaða í fjárhagslegu tilliti. En líka nmnt þú ná góðum árangri vegna óvenjulegra hæfileika þinna. Starf þitt mun krefjast liugkvæmi og ár- vekni. Þú ættir að reyna að styrkja aðstöðu þína ekki hvað síst livað við- vikur ást og vináttu. Fimmtudagur 30. apríl. — Þetta ár mun gefa þér tækifæri til þess að koma fram með nýjar hugmyndir og áætlanir. Þú munt ekki komast hjá erfiðleikum, sem á stundum niunu reynast all erfiðir. Það er að þakka dugnaði þínum og þroska að þrátt fyrir allt munt þú oft ganga með sigur af hólmi. Óvænt munu biða þin ánægjustundir i sambandi við ást og vináttu. Föstudagurinn 1. maí. — Þú stend- ur andspænis mjög erfiðum mánuð- um, þar sem starf þitt nmn leggja mikla ábyrgð á þig. Aðstaðan milli þín og vinar þíns nmn verða innilegri og mun veita þér mikla gleði. Þú munt verða fyrir erfiðleikum af og til i fjárliagslegu tilliti, ef þú gætir ekki fyllstu varúðar og reynir að halda efnaliag þínum i jafnvægi.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.