Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1953, Side 2

Fálkinn - 10.07.1953, Side 2
2 FÁLKINN Heima vió eða ó baðströndinniallstaÓar njótið þér lofts og sólar best með NIVEA. Sumarliturinn er- NIVEA-brúnn. Reglan er þessi: Takið ekki sólbað ó rakan líkamann. Smóvenjið húðina við sólskinið og notið óspart NIVEAI AC164 x / VcloX// poppír tryggir góðar myndir Leikni yðar við ljósmyndatöku er dæmd eftir eintökunum, sem þér sýnið. Gætið þess því, að tryggja góðan árangur með því að þiðja um „Velox“-pappír. Hann er framleiddur í ýmsum gerðum, til að fulínægja öllum þörfum- Gætið að nafninu „Velox“ aftan á sérhverju myndaeintaki. „Velox,, pappír er KODAK framleiðsla Einkaumboðsmenn fyrir KODAK Ltd.: VERZLUN HANS PETERSEN Bankastræti ý -Reykjavík. Hvíldar-09 hressingoheimili verður starfrækt í Hlíðardalsskóla, Ölf- usi, frá 1. júlí—31. ágúst. Glæsilegt tiús, góð- ur aSbúnaður, fallegt umhverfi. Læknir heimilisins verður Grímur Magn- ússon. Einnig gisting og veitingar fyrir ein- staklinga og hópa. Pöntunum veitt viðtaka í skrifstofu Aðventista, Ingólfsstræti 19. Sirni 3899 og í Hlíðardalsskóla simi 82820. þú rceður hvort þú truir þessu Glerbrjóturinn. Haustið 1905 gerðust 'þau tíðindi í Melling á Brennunesi, skammt frá Bergen að munir úr gleri voru sífellt að brotna, án þess að sjáanlegt væri iiver væri valdur að því. Dagana 11.— 14. október brotnuðu til dæmis 12—14 mjólkurskálar úr gleri, blómapottar úr leir, hengilampar og fleira, á ó- skiljanlegan hátt. Húsbóndinn, Jóhann Salómonsen Meiing, varð svo skelkaður af þess- um atburðum, að hann flýði bæinn ásamt konu sinni. Skjálfta varð ekki vart í húsinu nema lítils háttar. Mátti stundum lieyra glamra í ofnhringunúm án þess að ástæða væri tii. En einu sinni datl linífur ofan af iiillu niður á gólf en en þeyttist svo til baka upp í loftið og stóð þar fastur á oddinum. Flaska kom þjótandi gegnum glu.ggann með svo miklu afli, að hún gerði gat á rúðuna, en ekkert sprakk rúðan kring- um gatið. Þessir atburðir vöktu mikið um- tal í sveitinni. Ólafur í Syðri'bæ, fað- ir konunnar, varð gramur yfir sög- unum sem gengu og gerði sér ferð á heimilið til að setja ofan í við hjónin fyrir lijátrú og hindurvitni. En liann komst bráðiega á aðra skoðun. Að honum ásjáandi datt bókaskápur fram á gólf og blómapottur kipptist fram úr gluggakistunni. í grein sem stóð um þetta í „Bergens Tidende" segir ennfremur: „Þessir dularfullu atburðir gerast að fólki ásjáandi. Vinnukona á hei'milinu var grunuð um að eiga þátt í þessu. En fyrirburð- irnir héldu áfram eftir að hún var farin af heimilinu, svo að þessi grun- ur ætti að vera ástæðulaus." Fjöldi greina birtist um þetta í ýmsum blöð- um, og í einni þeirra segir maður frá Sunn-Horðalandi frá því sem hann sá á bænum: „Hlutir sem stóðu á borðum og hill- um iyftust allt í einu, stóðu iireyf- ingarlausir í lausu lofti og duttu svo. Hér getur ekki verið um neinar mis- sýningar að ræða, þvi að fjöldi fólks sem ekki trúði á þetta og kom af for- vitni sá það með cigin augum. Eg er einn af þeim. Annar komumaður varð skelkaður er hann sá liníf sem lá á borðinu þeytast 'burt og standa á oddinum í þilinu.“ Látin kona heimsækir mann sinn. í. blaðinu „Eidsvold“ 'birtist þessi saga árið 1898, staðfest af vottum: „Maður sem á heima í Teatergötu missti konu sína fyrir fáum árum. Þau höfðu aðeins verið gift skamma stund og hafði sambúð þeirra verið hin innilegasta og liin látna kona hafði unnað manni sínum 'lieitt. Er maðurinn liafði verið ekkill í tvö ár trúiofaðist hann á ný og fór að búa undir brúðkaup sitt. Húsgögn- in voru gerð upp og endurbætt og komið fyrir í auðu herbergi meðan verið var að dytta að stofunum. En eftir þetta varð maðurinn fyrir ýrnis konar óskunda á hverri nóttu. í herberginu sem húsgögnin voru geymd í var jafnan undirgangur og ókyrrt. Var helst að heyra að hús- gögnunum væri hent til og frá. Mað- urinn leit jafnan inn í herbergið á morgnana eftir þessar ókyrrðarnæt- ur, en þar var allt með ummerkjum. Nú leið að brúðkaupinu og einn daginn kom kunningi mannsins, sem boðinn hafði verið í brúðkaupið. Gisti hann um nóttina o:g svaf i sama her- bergi og maðurinn. Og þá gerðist dá- lítið sem þeir urðu vitni að báðir. Þegar leið á nóttina voru dyrnar opn- aðar og inn kom einhver vera, sem þeir grilltu í því að 'hún var enn svartari en myrkrið í kring. Hún líð- ur liægt fram hjá rúmi bóndans og að skrifborði sem stóð fyrir innan rúmið og hverfur svo út um dyrnar fram í eldhúsið. Nú lieyrðu þeir að iiringiað var í ihnífum og göfflum í eldhúsinu og 'hélt þetta áfram fram undir morgun. En það vakti furðu um morguninn að giftingarliringur konunnar fannst í skál í eldhússkápnum. Maðurinn var þess fullviss, að hann liefði iegið i skúffu í skrifborðinu síðan konan fór í gröfina. Gáfnapróf. — Hvað gerist ef ég sker af þér annað eyrað? — Þá heyri ég aðeins á öðru eyr- anu. — Og ef ég sker af þér bæði eyrun? — Þá sé ég ekki neitt. — Ha. Sérðu ekki neitt? — Nei. Þá dettur hatturinn minn niður fyrir augu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.