Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1953, Síða 3

Fálkinn - 10.07.1953, Síða 3
FÁLKINN 3 Undndm ií Þorgeirsstöinm Norðmannafélagið hér hefir fengið 5 hektara teig í Heiðmerkurlandi til að rækta þar skóg. Undanfarin ár hafa félagsmenrí gróðursett þarna furu og greni, alls um 7.000 plöntur, og er gert ráð fyrir frairíhaldandi skógræktarstarfi í þessari stóru skák, sem liggur á vinstri liönd þegar ekið er suður hinn nýja veg, sem bæjar- stjórn Reykjavíkur liefir lagt suður um Heiðmörk. Plönturnar dafna yfir- leitt vel, ein-kum iþær, scm gróður- settar hafa verið i skjóli birkikjarrs- ins, sem vex á víð og dreif þarna i Heiðmörkinni, enda er jarðvegur sæmilega mikill ofan á hrauninu víð- ast hvar á þessum slóðum. Norðmannafélagið hafði hug á því að koma upp norskum bjálkakofa þarna á spildunni, þar sem fólk gæti átt alhvarf er það starfar að skóg- græðslu og skógarhirðingu þarna í Ileiðmörkinni. Hefir sú hugsjón rnú komist í framkvæmd og í haust mun sömuleiðis ruddur vegur frá liinni nýju Heiðmerkurbraut upp að búsinu. Fy'rir síðustu helgi var ríieelt fyrir hússtæðinu. Torgeir Andersen-Rysst stakk fyrstu skóflustunguna fyrir undirstöðuna, að viðstðddri stjórn Norðmannafélagsins og nokkrum öðr- um, sem flestir voru sjálfboðaliðar og byrjuðu þegar að taka til starfa við ruðning á slóða upp að hinu vænt- anlega húsi. Norðmannafélagið var ekki i nein- um vanda með að velja þessu nýja skógræktarseli nafn. Það skírði stað- inn Þorgeirsstaði í höfuðið á Anders- sen-Rysst sendiherra. En honum má þakka það öllum öðrum fremur, hve náin samvinna hefir orðið með Aust- mönnum og íslendingum hin síðari ár, — samvinna sem vonandi á eftir að eflast með ihverju ári. Það er al- kunna hvílik lyftistöng skógræktar- fólksskiptin íríilli íslands og Noregs hafa orðið islenskri skógrækt, en sú Húsið Þorgeirsstaðir, þar sem það stóð í Tromsö í fyrra. verða risið upp fallegt og rúmgott bjálkahús á þessari skógarlendu. Þetta hefir gerst þannig, að skóg- ræktarfélagið norska hefir fyrir for- göngu formanns síns, herra Ringset og mikla aðstoð Henry Bache, aðal- ritara Norræna félagsins getað afhent Norðmannafélaginu hér bjálkahús að gjöf. Skógræktarfólagið lagði fram fram mikilsverða stoð og það sem á vantaði fékkst með gjöfum einstakra manna fyrir milligöngu Bache aðal- ritara. Fór svo að skönnnu fyrir jól var Nordmannslaget tilkynnt, að það fengi húsið sem jólagjöf. Þetta hús hafði verið reist af norska skógræktarfélaginu i tilefni af „Riks- messen“ sem haldin var í Tromsö í fyrra. Nú stóð það sem eign Norð- mannafélagsins ])arna í Tromsö fyrir jólin, en þá var næstur sá vandi að fá flutning á því til íslands. Úr þvi réðst þannig, að Klaus Sunnanaa fiskimálastjóri bauðst til að láta flytja húsaviðinn ókeypis til íslands með eftirlitsskipinu „Nordsel", sem fylgir norska selveiðiflotanum. við Grænland. Skilaði „Nordsel“ af sér viðunum hér í Reykjávík fyrir nokkru. Meðlimir Norðmannafélagsins munu svo reisa liúsið í Heiðmörk og verður verkið unnið í sjálfboðavinnu, og hugmynd komst í framkvæmd er fyrst og fremst liinum ágæta umboðs- manni fi-ændþjóðar vorrar að þakka. Sendiherrann mælti nokkur orð er markað hafði verið fyrir rótum Þor- geirsstaðaskála. Kvaðst hann vonast til að skálinn gæti orðið mörgum at- hvarf, þeirra er vinna að skógrækt i Heiðmörk, jafnt meðlimum Norð- mannafélagsins sem öðrum. Hann þakkaði um leið stjórn félagsins, eink- um formanninum, Farestveit, fyrir dugnað í framkvæmdum á „nýbýl- inu“, en auk hans eru í stjórn félags- ins Tliomas Haarde símafræðingur, Egill Amlie sendiráðsfulltrúi, Leif Miiller kaupmaður og Jon Gjessing cand. med. og chir. Norðmannafélagið eða Nordmanns- laget í Reykjavik telur nú 115 með- limi og á innan vébanda sinna mikla dugnaðar og álmgamenn, sem munu vinna kappsamlega að því að fylla Þorgeirsstaðaland skógi fljótt og vel. Megum við íslendingar vera þeim þakklátir fyrir framkvæmdir þeirra í skógræktarmálum Islands. Myndin sem hér fylgir er af hús- inu á Þorgeirsstöðum. Hún er tekin af húsinu þar sem það stóð í Tromsö í fyrra. Skri Ram tekur við forsetahringnum af fyrirrennara sínum, C. Jinar- ajadasa. Forsetaskipti í Guðspekifélaginu Hinn 17. febrúar síðastliðinn tók N. Shri Ram við starfi forseta í al- heimsfélagsskap Guðspekisinna. Var hann kosinn í stað C. Jinarajadasa, er lét af embætti eftir 7 ára starf og gaf ekki kost á sér á ný. Kjörtiímabilið er 7 ár og verður Iþví Shri Ram forseti Guðspekifélagsins næstu 7 árin, ef honum endist líf og heilsa. C. Jinarajadasa var fæddur 1875 á Ceylon. Síðustu árin var hann heilsu- bilaður, en starfaði þó sem heill væri, uns yfir lauk. Ilann andaðist 18. f. m. Var hann þá á fyrirlestraferða- lagi í Ameríku. Er nú hér mikið skarð fyrir skildi í Guðspekifélaginu, því að liinn látni forseti var andlegur höfðingi, mörgum og miklum kostum búinn og óþreytandi starfsmaður. Rithöfundur var hann ágætur og reit margar bækur um guðspeki og and- leg mál. Hann var listrænn að eðlis- fari og skáldhneigður. Einu sinni kom hann til íslands (1927) á vegum íslandsdeildar Guðspekifélagsins og flutti þá fyrirlestra í Reykjavík, á ísafirði og Akureyri. Shri Ram, hinn nýi forseti,' er 02 ára að aldri. Hann gekk í Guðspeki- félagið 1908 og hefir starfað þar mjög síðan, gegnt ýmsum þýðingarmiklum embættum og er vel þekktur fyrir- lesari. Bækur hefir hann einnig rit- að. Hann er djúphugull maður og heimspekingur að eðlisfari. Fyrir- rennari hans í embættiríu, C. Jinar- ajadasa, fór um hann svofelldum orðum 17. febrúar síðast liðinn í Adgar: Of þungur. Knapi mr. Plumberthums reyndist of þungur og Plumb. varð fokvondur: — Þctta cr í annað skipti sem þú veg- ur meira en þú mátt, öskraði hann. — Af hverju borðaðir þú áður en þú varst veginn? — Eg át ekki og drakk ekkert heldur. — Tókstu út úr þér gervitennurnar? — Já, herra Plumberthum. — Klipptir þú neglurnar? — Já, — það gerði ég ldka. — Nú veit ég af hverju þetta stafar. Þú hefir ekki rakað þig-síðan snemma í morgun. „Skri Ram er einn af gimsteinum félagsskapar vors“. Eg veit ekki betur en að hann sé vitrastur vor allra,* ekki svo mjög að því er snertir þekk- ingu á smáatriðum, hcldur hið öfga- lausa mat, er hann leggur á alla hluti Er hér um að ræða mikið hrós af vörum jafn prðvars manns og Jin- arajadasa var, og er jiess þvi að vænta, að Guðspekifélaginu farnist vel und- ir forustu þessa vitra manns, sem nú hefir tekið við stjórnartaumunum. * Leturbreyting þýðanda. Gretar Fells. VERÐLAUNAÞRAUT: »Kínvcrsha dœgradvölin« Verölaun kr. 500.00 og kr. 200.00 27. 28. Hér komum við með áframhaldandi númer af ' Kínversku dægradvölinni sem eru ekki af lakari endanum. Takið nú til óspilltra málanna við ráðninguna. Það er alveg óhætt fyrir þá eldri, að reyna lika. Þið skuluð, svona rétt til gamans, líta á klukkuna, þegar þið byrjið og skrifa niður hvað þið eruð lengi með hvora mynd. Hver veit nema kunningi þinn, eða kunn- ingjakona komi í heimsókn, svo þú get- ir sagt: „Þetta réði ég á 5 mínútum, getur þú gert betur?“ Og svo er ég viss um að kunninginn fer beint út í búð og kaupir sér eina dægradvöl, það er að segja ef hann hefir ekki þegar verið búinn að ná sér i eina. Og svo að lokum, rnunið að taka með ykkur einn kassa af dægradvölinni í sumar- fríið eða útileguna, það fer ekki mikið fyrir honum í vasanum eða bakpokan- um og ánægjan er örugg.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.