Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1953, Side 5

Fálkinn - 10.07.1953, Side 5
FÁLKINN 5 Janet Leigh. I’ess hefir áður verið getið hér i leikaradálkuniiin, að Janet Leigh þyki ein fegursta leikkonan i Hollywood. Hún er 25 ára gömul og var fengið aðalhlutverkið móti Van Johnson í myndinni „Tlie Romance of Rosy Ridge“, án þess að hún hefði nokkra leikreynslu. Norma Sliearar, liin gamla góðkunna leikkona hafði veitt myndum af henni mikla athygli og kom henni á framfæri. Janet er gift Tony Curtis, sem þekktur er orðinn fyrir leik sinn í Houdini-myndinni. Þau eru sögð hafa iifað spart síðasta árið, því að þau hafa verið að safna sér fyrir liúsi. nú) kom til landsins 1879. Áður var prentað með Hku móti og prófarka- dálkar eru teknir nú: sverta borin á letrið með „bullu“, pappírsörkin lögð á og síðan pressuð niður á líkan hátt og gert er í kopíupressum eða þung- um valtara rennt yfir. Þetta var sein- legt en upplög bóka voru heldur ekki stór í þá daga. Og það þurfti mikla æfingu til þess að bera svertuna jafnt á, svo að letrið yrði jafnskýrt á allri örkinni. En á síðustu öld hefir liver nýj- ungin rekið aðra. Setjaravélarnar fullkomnast ár frá ári og prentvél- arnar eins. Dagblöðin nota nú hrað- virkar „rótationspressur", sem spúa út úr sér mörgum blaðsiðum af full- prentuðu og heftu blaði, svo tugum þúsunda skiptir á hverjum klukku- 'tíma. Og til myndprentunar eru not- aðar vélar sem prenta alla litina sem í myndina þarf, í einu. Með djúpprent- un er hægt að prenta myndir svo vel að varla má sjá mun á prentmyndinni og góðri Ijósmynd. En allt þetta er sprottið upp af uppgötvuninni, sem Gulenberg gerði í Mainz fyrir 500 árum. Risar meðal Samtiðin veitir að jafnaði stórum mönnuin meiri athygli en miklum mönnum. Ef þú heyrðir getið um þriggja metra háan mann mundirðu sperra eyrun og telja j)etta meiri tíð- indi en Kötlugos. Svona hefir j)að alltaf verið og verður vist framvegis lika. Það var ekki fyrr en á síðustu öld sem farið var að mæla risana ná- kvæmlega, enda eru sumar gamlar sögur um hæð ýmsra forfcðra ekki trúlegar. Fólkið á Ceylon segir að að aldingarðurinn Bden hafi verið þar, og það fylgir sögunni að Adam hafi verið 123 feta hár en Eva 5 fetum lægri. Fótafar Adams er talið sjást þarna og er á stærð við baðker. Þjóðsögurnar frá miðöldum taka ekki svona djúpt i árinni, en þó trúðu menn að 30 feta menn hefðu verið til og. þóttust geta sannað það. Þá var til sýnis fótleggur sem talinn var úr „hjnum eðla lávarði Ohevalier Ricon de Vallemont“. Leggurinn var 4 fet og eftir þvi hefði maðurinn átt að vera 17 fet. Risinn Bucart var talinn 22 fet á sokkaleistunum, eftir sanis- konar mælingu, en Teutones Rex var þeim báðum meiri og mældist 25 fet. Það var áfall fyrir þá sem trúðu, að vísindamennirnir fóru að rann- saka þessi , risabein". Þeir sönnuðu að þau væru úr fíltönn, sem sögð var vera úr 20 feta risa, en tannlæknarnir sýndu fram á að hún væri úr hval. I' London var beinagrind úr risa til sýnis á siðustu öld, en við nánari at- hugun kom í ljós að þessi beinahrúga var úr hnísu. Risar og risabörn. í raun réttri hefir ekki tekist að sanna að nokkurn tíma hafi verið til maður, yfir 10 feta hár. Oxford- háskóli á mynd af risa einum sem hét John Middleton Hale og fæddist 1578. Hann mældist 9 fet og 3 þuml. á sokkaleistunum. Sérfræðingar viðurkenna einnig að „Skotski risinn“ hafi verið 8 fet og 3 j)uml. Af kvenfólki er getið um þýska stúlku, Marianne Weheide, sem mæld- ist 8 fet og V2 þuml. þegar hún var 10 ára. Hún var uppi á 19. öld og fræg um allt Þýskaland. „Big Sam“, dyravörður á hóteli í London var 8 fet, og kom ofl fram á leiksviði þegar á risa þurfti að halda. Sagt er, að tískufræðingarnir fái inn- blástur sinn úr dýraríkinu. Það er a. m. k. auðvelt að sjá, að þessi hattur hefir orðið fyrir stórkostlegum á- hrifum frá páfagaukum! mannkynsins Stundum gengur ofvöxturinn i ætl- ir. Hann stafar af sjúkleika i kirthun, sem truflar hormónaframleiðsluna í uppvextinum. Það er einkum hendur, fætur og kjálkarnir, sem ofvöxturinn verður mestur í. Foreldrar risanna erti venjulega eins og fólk er flest og eins og önnur börn fyrstu árin, og risabörnin verða sjaldan risar. Þetta hefir sannast við tilraunir. Sér- vitur franskur barón reyndi nfl. að hreinrækta risakyn og safnaði að sér stórvöxnum körlum og konum og lét þau giftast. En tilraunin mistókst. Þvi afkvæmin urðu alls ekki eins gerðar- leg og foreldrar þeirra, lieldur eðli- lega stór. Frægastur allra risa var James Byrne, „írski risinn". Hann fæddist 1701 og varð 8 fel og 2 þuml. Oft var ruglast á honum og öðrum íra, sem uppi var um sama leyti, og var 8 fet og 7 þuml. James dó 1784, aðeins 22 ára, en Patrick varð 39 ára og dó 1804. James Byrne tók sér lífið létt og varð drykkfelldur. Hann var tor- trygginn og þjófhræddur og bar al- eigu sína á sér. Einu sinni varð hann augafullur á krá sem hét „Tbe Blavk House“ og var j)á aleigunni — 770 sterlingspundum — stolið af honum. — Læknir einn, Jolin Hunter, lagði Byrne í einelti og vildi ná í beina- grindina úr honum. Þegar Byrne dó rifust læknarnir um beinagrindina eins og hrafnar um hrossskrokk og fjöldi lækna var viðstaddur þegar liann var krufinn. Hunter varð hlut- skarpastur og hreppti beinagrindina, og nú stendur hún i „The Royal College of Surgeons" í London. Núlifandi risar. Jóhann Svarfdælingur er langhæsti Islendingur, sem nú er uppi. En til eru hærri menn en hann. Hollending- urinn Jan van Albert er 9 fet og 3 þuml. og vegur 100 kíló og j)arf 7 metra af efni í fötin sin. Belgiskur risi er 9 fet og 4 þuml. Vegur 185 kiló og notar skó nr. 50. Ted Evans er mesta ofurlengja Eng- lands. Hann er 9 fet og 3 þuml., vegur 185 kiló og er ekki hættur að stækka. Hann notar reiðhjól sem smíðað hefir verið handa honum sérstaklega, og bvar sem hann sést verður ólestur á umferðinni. Það eina til fatnaðar sem hann getur keypt í búð eru skóreiinar og flibbahnappar, — hitt verður hann að láta gera eftir máli. Stórir menn kvarta oft yfir að eríilt sé fyrir sig að lifa, en það gerir A)ne- ríkuniaðurinn Jack Earle ekki. Hann er cinn af hæstu mönnum veraldar en hefir ágæta atvinnu sem sölumað- ur. -— Vitanlega verður hann fyrir ýmsu mótlæti samt. Þegar hann fer i leikhús verður hairn að sitja á aft- asta bekk. Þó að billinn lians liafi verið smiðaður handa honum, verður hann að sitja í aftursætinu til að geta stýrt honum. Einu sinni lenti hann i árekstri við annan bíl og bílstjórinn kom út og var liinn vígamannlegasti og brúkaði kjaft, tautaði eitthvað um að allt hefði verið sér að kenna og smeygði sér inn í trogitS siit aftur. Jack Earle hefir svarið á reiðum höndum j)egar hann er spurður livort ekki sé kalt „þarna uppi“. ViS sjáum hérna Ann Todd og David Lean, er þau stíga út úr Comet þrýsti- loftsflugvél á flugvelli við París. Þau eru á ferðinni til þess að verða við frumsýningu á kvikmynd, sem þau eru aðalleikarar í. Myndin heitir „Hljóðveggurinn“. STJÖRNUMERGÐ I CÁNNES —- Að- alstrætið í Miðjarðarhafsbænum Cannes er um þessar mundir fullt af ameriskum kvikmyndaleikurum, sem sitja kvikmyndaþingið þar. Með- al gcstanna er Olivia de Havilland með son sinn. Þessar japönsku konur eru talsmenn hinnar svo nefndu „siðferðisvakning- ar“ og sjást hér á tali við hinn fræga enska blaðamann Peter Howard. Þá glottir hann og svarar: „Það er svalt i samanburði við molluna þarna niður frá“!

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.