Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1953, Síða 13

Fálkinn - 10.07.1953, Síða 13
F ÁLKINN 13 en að talá við fólk, og Rósalindu jþótti vænt um að sleppa við samtal. Hún fann allt í einu að hún var 'þreytt. Þetta hafði verið þreyt- andi'fundur. En vonandi færi nú að ganga betur. Að minnsta kosti var iþað engum vafa bundið að þær Greensmágkonurnar voru ánægðar. Suzette samkjaftaði aldrei og úr augum hennar mátti lesa óblandna aðdáun á hinum hávaxna sinabera manni, sem reið við hliðina á henni. Og Iris, sem venjulega var föl, hafði fengið roða í kinnarnar og blóð- rauðar varirnar brostu íbyggilega. Samkvæmið hjá Green. Rósalinda var að klæða sig undir sam- kvæmio. 'Hún hafði valið sér einfaldan blúndu- kjól, silfraða ilskó ös létt, hvítt langsjal með silfursaumi. Hún greiddi sítt ljósa hárið aftur og lét það falla niður á herðarnar. Hún var afar ungleg og töfrandi. En það var auðséð á skuggunum undir augunum að hún var þreytt. Því að þetta samkvæmi hafði krafist mikils undirbúnings. Rósalinda hafði sjálf ráðið matseðlinum og valið víntegundirnar — eftir langar samræður við Agathe Green og brytann á veitingastaðnum, sem samkvæmið skyldi haldið á. Frú Green var staðráðin í að ganga fram af gestunum hvað íburðinn snerti, en Rósalinda, sem vissi betur, sagði henni að það mundi verka þveröfugt við tilganginn, ef of mikið bæri á íburði og prjáli. Þær deildu sérstaklega um blómin. Agatha vildi hafa orkideur og Rósalinda fresíur. — Það er svo kotungslegt! dæsti Agatha fyrirlitlega. — En fallegt — og nógu dýrt, sagði Rósa- linda. Það síðara réð úrslitum. Frú Green lét undan þegar hún heyrði að erfitt væri að fá fresíur á þessum tíma árs og að þess vegna væru þær dýrar. En hún hugsaði sem svo og sagði: — Ef fólkinu hérna finnst leiðinlegt að sjá að aðrir hafa efni á að kaupa orkídéur þá er ekki vert að vekja hjá því afbrýði. Rósalinda svaraði ekki. Hún hafði haft betur — og þá gilti einu um ástæðuna til þess. Hún hafði smám saman sannfærst um að það borgaði sig ekki að mótmæla frú Green. Green-mæðgurnar voru komnar inn í sal- inn þegar Rósalinda kom niður. Frú Green var í dýrindskjól, dökkrauðum og skreyttum nokkuð úr hófi, með glitrandi demanta um hálsinn os úlnliðina. — Jæja, telpur, lofið þið mér nú að líta á ykkur! sagði hún skipandi. Iris var í mjög flegnum en nærskornum grænum Parísarkjól. Hún var nakin um herð- arnar og rauða hárið féll niður á þær og naut sín vel á hvítu hörundinu. Hún hafði aðeins einn gimstein: stóran rúbín, sem hékk í langri gullfesti niður á brjóstið. Rósalinda starði eins og hún væri heilluð á Iris, hún sómdi FELUMYND Hvar er munkurinn? sér svo ljómandi vel, en þó var um leið eitt- hvað fráhrindandi við hana, sem Rósalinda gat ekki gert sér grein fyrir. Það var líkast og þessi glitrandi gimsteinn væri gæddur ein- hverju seiðmagni, einmitt vegna þess að hún hafði enga aðra gimsteina. Suzette var í bleikrauðum híalínskjól, eins og nýútsprungin rós, einmitt eins og stúlkur eiga að vera, sem eru að stíga fyrsta skrefið í samkvæmislífinu. En klæðnaður hennar var cf íburðarmikill eins og móður hennar og stóru perludjásnin í eyrunum og perlufestin um hálsinn báru hana ofurliði. Rósalinda var eins og ofurlitil stjúpsystir innan um þetta skraut. Það fannst Agathe og Suzette líka, en sú fyrri var ánægð með það en Suzette ergileg: — Þú lítur út eins og þú værir tíu ára! sagði hún gröm. — Af hverju klæðir þú þig alltaf svona .... alltaf í hvítum krakkakjólum! — Kjólarnir minir eru svona, svaraði Rósa- linda góðlátlega. — Blúndur og kniplingar hæfa vel loftslaginu hérna — og hæfa mér vel. Hún brosti: — En kjóllinn þinn er gersemi, Suzette. Já, og þinn ekki síður, Iris, flýtti hún sér að bæta við og leit einu sinni enn á rúbínana. — Mér finnst óg vera eins og hún öskubuska — bara með þeim mun einum, að systurnar mínar eru ekki vondar. — Þú sómir þér einstaklega vel, sagði Agathe óvenju alúðlega. Henni þótti furða að Rósalinda virtist alls ekki öfundast yfir skart- inu á þeim hinum. Og Agathe var ánægð — enginn mundi líta á Rósalindu, hún mundi hverfa við hliðina á Suzette og Iris, og þannig átti það líka að vera. Suzette leit snöggt á móður sína, eins og hún ætlaði að andmæla henni, en hún þagði. Og allt í einu óskaði hún þess að hún væri sjálf komin í svona hvitan og íburðarlausan kjól, og einhverjum ýmugust til hennar skaut upp í henni. Það var eitthvað við Rósalindu sem Suzette vissi að híin mundi aldrei eignast, og þetta var bæði peningum og menntun ó- viðkomandi. — Komið þið nú allar! sagði Agathe og strunsaði á undan þeim út að bifreiðinni. Úti var orðið dimmt, og þegar þær óku meðfram ánni sáu þær ljósin á skipunum, sem vörpuðu löngu bliki á spegilslétt vatnið. Á árbakkanum voru bál á víð og dreif og skuggarrúr af fólki sáust hreyfast í kring. Þær komu inn í mið- bæinn og bifreiðin rann fram upplýst breið- strætið og nam staðar við veitingahúsið. Eftirvæntingarkennd, sem Rósalinda kann- aðist við frá fornu fari, fór um hana er þær gengu upp þrepin. Á þessum stað hafði hún verið margar ánægjulegar stundir, — allt minnti hana á gamla góða daga. Gestirnir áttu að hittast við cocktailglas í litlum sal áður en gengið væri til snæðings. Á litlu borðunum voru skálar með söltum möndlum, ólívum og sykruðum ávöxtum. Agathe leit með velþóknun yfir allt og bjó sig undir að gera Cairo sér undirgefna. John var sá fyrsti sem kom, stundvís eins og alltaf. Frú Green og Suzette settust að honum undir eins og töluðu hvor í kapp við aðra. — Bara að þær gætu lækkað röddina ofurlítið, hugsaði Rósalinda með sér. Henni fannst nóg um aðganginn. Sjálf dró hún sig í hlé, hún hafði ekki enn fyrirgefið John hvern- ig hann hagaði sér daginn sem hún sagði honum frá Greenfjölskyldunni. Þau höfðu heldur ekki hitst tvö ein síðan. En hvað sem því leið — þegar hún sá þennan virðulega mann í smóking, svo geðugan og háttvísan, er hann var að tala við dömurnar með alúðar- bros á vörum, þó að gráu augun gæti ekki leynt því, að hann var ekki í essinu sínu — fannst Rósalindu að hún hefði misst eitthvað, sem hún hafði haft mætur á. John hafði verið vinur hennar. Og maður á aldrei að pexa við vini sína. Nú sást annar smókingklæddur maður bak við John, og Rósalinda gleymdi hugleiðingum sínum um John. Prins Ali tók brosandi við ummælum frú Green um hve það gleddi 'hana að sjá hann meðal gesta sinna. Nú kom heit- ari litur í kinnar Rósalindu er hún horfði á þennan tígulega mann verða miðdepillinn í salnum undir eins og hann kom inn. Hinir gestirnir komu smátt og smátt og Rósalindu létti. Það kom ekki ósjaldan fyrir í Cairo að samkvæmi fóru í hundana vegna þess hve gestirnir komu seint. Og sumir gerðu þetta af skömmum sínum. Cocktail var borinn á milli og gestirnir

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.