Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1953, Qupperneq 4

Fálkinn - 16.10.1953, Qupperneq 4
4 FÁLKINN Pkcadilly - slagsð olls Englands - 09 Bretoveldis EF Englendingur kveist af heimþrá, livar svo sem hann er staddur í sam- veldislöndum Breta — í frumskögum, eySimörk eða ís-auðn, er hægt að segja með sanni um hann: — Hann dreymir Piccadilly! Ef Englendingur hefir tínt heimilis- fangi fornvinar, ef hann langar til að hitta gamlan félaga af vigstöðvunum eða náunga sem hann hefir rekist á í framandi löndum, er ekki liægt að gefa honum betra heilræði en þetta: — Biddu bara á Piccadilly Circus — Itann vinur þinn gengur ])á fram hjá, fyrr eða síðar .... Piccadilly í London er gatan sem endurspeglar sál Englands. Hún er gömul og á tigna fortíð, hún hcfir orðið að tolia í tískunni og afsala sér nokkru af virðuleikanum — alveg eins og England sjálft. En Piccadilly er hugtak, alveg eins og Champs Elysées í París eða Broad- way i New York, — gata með sér- einkunn. Hin unga Englandsdrottn- ing, Elizabeth II. segir enn drýgindis- lega: —Eg ólst ekki upp í höll, held- ur í húsi með númeri á, i lijarta Lund- úna. Piccadilly 145 .... Piccadilly 'varð að vísu fyrir mörgu misjöfnu á striðsárunum, og hefir hrukkast og brákast, en ennþá er þó Piccadilly hið sannasta nafnspjald I.undúna, og stórborgin sýnir það hróðug. Þó að drottningin sýni átthagagort og segi Piccadilly vera í „hjarta“ borgarinnar, þá er þetta samt ekki alveg rétl. Piccadilly er sem sé í hin- um „nýja“ borgarhluta Westend, langt frá City. Fyrir 300 árum gerðu hinir gömlu Lundúnabúar sér ferð út úr borginni á helgum til að njóta nátt- úrunnar, og reikuðu þá um skógana, þar sem nú cr Piccadiily. Þarna voru bæði liirtir og rándýr í þá daga, fas- anar og akurhænsni, og þegar þok- una legði frá Temsá undir kvöldið var vissara að gæta sín og lenda ekki i dýjunum. Þar sem stórborgarum- ferðin er mest í dág mættust á laun menn, sem vildu heyja einvígi, og þeir eru margir, sem hafa látið lífið þar fyrir sverði — vegna sóma sjálfs sín eða út af kvcnmanni. Aðalsmenn nema land. Árið 1073 var mæld út fyrsta bygg- ingaloðin á ])essu yndislega en af- skekkta svæði, sem kallað var Piccadilly. Ríkur og léttúðugur aðals- maður, Pembroke lávarður tók upp á þvi að reisa sér stórliýsi þarna, og hann bauð vinum sínum til vígslunn- ar. Þetta vakti hrifningu og Piccadilly komst i tísku. Hertogar, jarlar, bar- ónar og einnig ríkir kaupmenn reistu sér þarna stórhýsi, hver í kapp við annan. Nóg var landrýmið. Og húsin voru byggð i beinni línu, með gríðar- stórum görðum að baki. Hver hús- eign bar nafn eiganda síns og á þann hátt urðu hin frægu húsanöfn í Piccadilly til: Berkeley, Devonshire, Clarendon, Btirlington, Portland, Sunderland, Marlborough (nafn for- feðra Churchills), Bath — ]>arna fest- ust nöfn allra hinna gömlu aðalsætta. Enginn þóttist (aðals-) maður með mönnum nema hann ætti stórliýsi í Piccadilly. Þess varð ekki langt að bíða að fyrsta „hneykslið" gerðist í hinu nýja höfðingjahverfi. Pcmbroke lávarður, sem var talsvert svaðamenni og drykkfelldur, vígði götuna með því að drepa mann. Einn góðan veður- dag, er hann hafði drukkið mikið, rakst hann á meinleysismann, sem dró kerru eftir götunni. Lávarðurínn varð æfur yfir ])eirri móðgun sem götunni væri sýnd með því að aka kerru eftir henni, og í bræði sinni dró hann sverðið úr slíðrum og rak manninn í gegn. Vegna sérréttinda aðalsins var Pembroke ekki tekinn af lífi, en honum var bannað að láta sjá sig í Piccadilly framar og hús hans var gert upptækt. Piccadilly í hneykslisdálkunum. Ilundrað árum síðar birtist Picca- dilly í hneyksladálkum blaðanna. Nú hafði gatan verið flóruð og upplýst með steinolíulömpum á kvöldin. Lafði Bath átti citt skrautlegasta húsið í Piccadilly þegar ])etta gerðist. Ilún var milljónamæringur. En barnlaus var hún, svo að frændur hennar og frænkur hugðu gott til arfs. En þegar erfðaskráin var birt kom það á dag- inn. að allur arfurinn skyldi renna til lafði Dean of York, frænku henn- ar — og hún var fráskilin! Þetta var reginhneyksli þvi að i þá daga þóttu fráskildar konur ekki í liúsum hæfar með heldra fólki. En láfði Dean of York fluttist eigi að síður ánægð í Piccadilly og hélt samkvæmi sem sögðu sex. Á hverju kvöldi var Ijós í öllum 85 gluggunum í húsinu og röð af vögnum við dyrnar. En gestirnir voru alls ekki af bestu heimihmum í London. í húsinu nr. 81 var líka glatt á Iijalla. Þar höfðu fyrrverandi liirð- matsveinn og þjónn frá hirðinni stofn- að spilavíti og þar hittust helstu svallararnir frá London. En kven- fólki var þó bannaður aðgangur. Nelson og lafði Hamilton í nr. 102. Og enn liðu árin og enn var Picca- dilly tignasta gatan í London. Undir skuggsælum trjánum gengu frægar hefðardömur, dúðaðar í silki, og karl- menn í buxum scm stóðu á beini og með gráa pípuhatta. Margir námu staðar fyrir utan nr. 102 og góndu upp í gluggana. Því að þarna bjó Nelson lávarður og hans heittelskaða lafði Hamilton, áður en hann féll í sjóorrustunni við Trafálgar. Frægur bakari, Dominicus Negri, opnaði kiikubúð í Piccadilly og á skilt- inu stóð „Hirðsali Hans Hátignar". Þarna varð brátt stefnumótaistaðúr heldra fólksins. Og smám saman komu þarna í götuna kaffihús, tóbaksversl- anir og tískuverslanir. Á siðari hluta 18. aldar var PiccadiIIy orðið meira en einkabústaðagata, hún var fínasta og dýrseldasta verslunargatan í Lon- don. Þarna opnaði Bulloch nokkur líka eins konar furðuverkasafn og sýndi tvíhöfðaða kálfa og Þverársköt- ur fyrir peninga. Eftir að Napoleon var gersigraður sýndi Bulloch hatt hans og sverð, ennislokk hans og aljar orðurnar — og ábyrgðist að allt væri ekta! Fólk stóð í biðröðum við dyrn- ar og aðgangseyririnn var ekkert smáræði. Hertoginn af Wellington, sigurveg- arinn frá Waterloo, átti lika hcima í PiccadiIIy, og samherji hans, þýski hershöfðinginn Bliicher, var gestur hans í margar vikur. En svo skaut upp nýju nafni i Piccadilly: Ratschild hét maðurinn og var frá Frankfurt, og hafði nýverið fengið barónstign. Bráðlega var farið að taka eftir hon- um í kauphöllinni. Árin liðn. Lord Byron drakk kaff- ið sitt í Conditori Stewart. Á Picca- dilly Circus hafði verið sett upp hin fræga standmynd af Eros, og hún var upplýstt með gasljósum á kvöldin. Höfðingjabústaðirnir hurfu smá sam- an, almenningsvagnar sem hestar drógu runnu um gö.tuna, gistihús- unum fjölgaði og mr. Lyons, upp- hafsmáður allra Lyons-veitingastað- anna í London, byrjaði að selja le og brauð. Burlington Housc hreyttist í listaháskóla, og enn réð Piccadilly öllu um tiskuna, þangað til Bond Street fór að keppa. Eftir tvær styrjaldir. Engin Zeppelinsprengjan í fyrri styrjöldinni hitti Piccadilly. En sprengjúrnar komú i ]>eirri siðari. Árin milli styrjalda fleygði verslun- inni fram í Piccadilly. Stærðar- gisti- hús ])utu upp eins og gorkúlur, ferða- skrifstofur komu á hvert þvergötu- horn. Morris nokkur, sem ])á hefir varla grunað að hann yrði bilakóng- urinn Nuffield lávarður, sýndi fyrsta bílinn sinn og. Military Club fékk bækistöð í Piccadilly. Ennþá stóðu nokkur af aðalsmanna- stórliýsunum við götunn, t. d. nr. 145, Ilamilton House, er verið hafði heirn- ili hertogans af Wellington. Þangað fluttust eilt árið hertoginn af York, kona hans og tvær dætur. Ekki mun hann hafa grunað þá, að hann ætti eftir að verða George VI. Bretakon- ungur og að eldri dóttir hans, hún Lilibeth litla ætti eftir að verða mey- kóngur! Slitlag úr jarðbiki var sett á Picca- dilly, og niðri í jörðinni þeystu raf- knúnar járnbrautir. Hestvagnarnir liurfu en i staðinn komu Bolls Boyce og aðrir gljáandi bílar, og neonljós í stað gaslampanna. En í síðari heimsstyrjöldinni rigndi Piccadilly og til hægri Green Park og Constitution Hitl. Neðst á mynd- inni St. George Ilospital og t. v. Hyde Park Corner.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.