Fálkinn - 16.10.1953, Side 6
6
FÁLKINN
Spennandi ástar- og leynilögreglusaga eftir Phyllis Hambledon.
Leyndarmál
(4) sjfstrAnitA
STERKAR TAUGAR. — Engelbert
Wallenda heitir maður, sem undan-
farið hefir látið Berlínarbúum renna
kalt vatn milli skinns og hörunds. I
nálægt 20 metra hæð yfir umhverfinu
í dýragarðinum í Berlín leikur hann
ýmsar listir í trapez, sem festur er
við málmhnött, sem hringsnýst í á-
kafa. Hér sjást nokkrir ljósmyndarar
vera að brölta upp í hæðirnar til að
ná mynd af angurgapanum.
VORGYÐJAN. — Það er vorblær
yfir þessari mynd af ungu stúlkunni,
sem stendur við kirsiberjarunna í
fullum blóma.
STEINSÚLAN ÞVEGIN. Allir París-
arfarar kannast við steinsúluna miklu
á Concorde-torginu í höfuðborg
Frakklands. í sumar hefir hún verið
þvegin, en það er eins og gefur að
skilja mikil vinna að ná af henni
margra áratuga sóti og skít. — Á
myndinni sést einn þvottamannanna
hátt uppi I súlunni, en stærð hennar
má gera sér hugmynd um með því
að bera hana saman við manninn.
F o r s a g a .
Þau Martin og Rósalind Motcombe
eru í heimsókn hjá frú Alice
Kenyon og kynnast þar milljóna-
mæringsekkjunni Molly Frenier og
systurdóttur hennar Suzy. Molly
er á förum til húss síns, Bláskóga-
hússins, á baðstaðnum Dinard, og
býður þeim Motcombe hjónunum
að heimsækja sig þangað. Þau
hafna boðinu í fyrstu. En Suzy hef-
ir óljóst hugboð um að Molly sé i
hættu. Hún sýnir Jjeim Martin og
Rósalind hótunarbréf frá Denis
Frenier, stjúpsyni Mollý. Fyrir þrá-
beiðni Suzy láta þau loks tilleiðast
að heimsækja þær Mollý til Blá-
skóga. Mollý fer á undan þeim
þangað, en þau Martin og Rósalind
verða Suzy samferða daginn eftir.
Þegar þau koma til Bláskóga
finna þau Mollý Frenier myrta í
svefnherbergi sínu.
Ef við hefSuni verið kunnug í hús-
inu hefSum við eflaust getað fundið
vindropa til aS hressa hana á. En
þar sem svo var ekki, lét ég mér nægja
að sækja svamp fram í baðherbergið
og vinda úr honum yfir hana. Eg
heyrði álengdar að Gaston var að tala
í símann. Að öðru leyti var Iiúsið
mannlaust að undanteknum okkur
J>rem — og svo líkinu!
Suzy var að koma til meðvitundar.
Ilún opnaði augun, en lokaði þeim
aftur og gat varla dregið andann fyrir
ekka. Martin hafði lagt hana í legu-
hekk, sem stóð í gluggaútskotinu á
stigapallinum. Hann sagði í sífellu:
„Svona, svona litla stúlka,“ og hann
sagði ])að í þeim blíðurömi, sem ég
hélt að hann notaði eingöngu, þegar
hann talaði við mig. Raunar hygg ég
að liann hafi ekki liugsað um hvernig
hann talaði né hvað hann sagði, því
að svipur hans var þarðneskjulegur
og reiðilegur. Okkur hafði geðjast vel
að Mollý. Við höfðum vissulega gert
gys að henni, en ])ó liafði okkur ver-
ið hlýtt til hennar. — Hún var eflaust
tækifærissinni og hafði vissulegá ekki
haft þrek til að visa á bug vinfengi
Þjóðverjanna, en engu að síður var
yfirborðskennt eðli hennar mengað
hjartagæsku i rikum mæli. Henni
hafði vcrið hlýtt til okkar, og hún
hafði af öllu hjarta óskað þess að
veita okkur ánægjuríkt sumarleyfi.
En núna ....
Suzy reis upp við dogg og leit á
mig. Svo sagði hún skerandi tryllings-
legri röddu.
„Rósalind, þetta er veruleiki, er
ekki svo? Mig hefir ekki verið að
dreyma.“
„Nei, kæra Suzy, því miður er ])etta
allt blákahlur veruleiki!“
„Ungfrú ...."
Gaston var kominn upp stigann aft-
ur. Lögreglunnar var von á liverri
stundu. „Vesalings frúin okkar!“
sagði liann. „Bölvaðir óþokkar!“ Suzy
lét sem hún sæi hann ekki. Ilún horfði
nú á Martin.
„Bréfið,“ hvíslaði hún.
„Hvaða bréf, Suzy?“
„Þú veist vel hvað ég á við. Bréfið
sem ég sýndi ])ér um daginn. Eg verð
líklega að sýna lögreglunni það?“
„Jú, ég geri ráð fyrir þvi.“
„Það er svo hræðilegt -— hann er
þó stjúpsonur hennar.“
,.Hann getur sennilega sannað fjar-
veru sína,“ sagði Martin.
VON bráðar hlaut að koma í ljós
hvernig málið horfði. Mollý Frenier
var dáin, myrt! Og að því er virtist
til fjár. Um það bar hinn tæmdi pen-
ingaskápur, sem hafði verið fullur af
skartgripum og peningum, ljóst vitni.
Og Denis Frenier hafði verið svo á-
fjáSur í að fá hálsmenið til þess að
selja það til ágóða fyrir flokk sinn.
Hann var róttækur í skoðunum og
þess háttar menn voru jafnan taldir
til alls visir. Jó, það var hætt við að
böndin bærust að Denis.
Hinsvegar hafði ég óljósan grun um,
að Martin vildi ekki með sjálfum sér
trúa því að Denis væri sá seki. Það
var hræðilegt að hugsa sér mann, sem
hafði unnið ótrúlegustu hetjudáðir
fyrir föðurlandið, læðast aftan að
gamalli varnarlausri konu og stinga
hana hnifi. Auk þess höfðu þeir
Martin og Denis gengið i sama skóla
— að vísu ekki á sama tíma, en Martin
hafði þó heyrt þess getið að Denis
hefði orðið skóla sínum til mikils
sóma.
Eg litaðist um í svefnherberginu á
ný og reyndi að geta mér þess til,
hvernig þctta hefði borið að höndum,
en áfallið hafði verið svo mikið að
hugsanir minar voru enn á reiki.
Það var uppi fótur og fit fyrir utan
húsið, lögreglan var að koma. Það
varð dálítil töf, meðan verið var að
opna aðaldyrnar, sem enn voru lok-
aðar, síðan þustu lögreglumennirnir
inn. Það leyndi sér ekki að þetta voru
franskir lögreglumenn en ekki enskir,
slíkur reginmunur var á framkomu
þeirra. Enskir liigreglumenn virðast
alltaf rólegir og í jafnvægi, en liig-
reglumennirnir hérna megin við
Ermarsundið v.oru þeim afar frá-
hrugðnir. Fyrr en varði úði og grúði
i húsinu af mönnum, lögreglumönn-
um, Ijósmyndurum, að ógleymdum
lækninum.
Þeir töluðu án afláts, svo hratt að
ég heyrði aldrei orðaskil, með til-
lilýðilegum brettum og handapati.
Og mitt í þessum sundurleita hóp
birtust þau allt í eínu Josephine og
Pierre' Valdiers.
Við sátum inni í setustofunni þegar
þau komu. Þau voru bæði miðaldra,
klædd þokkalegum ferðafötum með
ódýrar ferðatöskur sér við hlið.
Josephine var smávaxin, feitlagin,
búlduleit og rjóð í andliti. Pierre var
hærri vexti, en einnig feitlaginn. Þau
höfðu auðsjáanlega ckki liðið skort
í starfi sínu í þessu húsi!
„Góðan daginn, Mademöiselle,“
sagði Josephine. Snögglega tók hún
‘Jallegir fcdur
Hérna sýnir Maria Baille hina fallegu
fótleggi sína. í myndinni „Kona
plantekrueigandans“, sýnir hún þá
hins vegar aldrei.
eftir hinni almennu óreiðu og ringul-
reið sem rikti í húsinu og afldlit henn-
ar skipti um svip.
„En, en,“ stamaði hún. „Hvað geng-
ur á? Hverjir eru hérna?“
„Ó, livers vegna komuð þér ekki í
gær?“ stundi Suzy.
„En kæra ungfrú, símskeytið! Við
■fengum símskeyti.“ Og síðan endur-
tók lnin: „Ó, guð minn góður, hvað
hefir skeð.“
„Segðu henni það Rósalind," sagði
Suzy og grúfði sig upp að mér.
Eg sagði þeim það, og eðlilega
fylgdu mikil harmakvein í kjölfar
fréttanna. „Blessuð frúin okkar.“
Josephine reif Suzy af mér og reri
með hana í fanginu eins og hún væri
sijíábarn. Pierre var fremur fámæltur.
Hann stóð við hlið hennar og andtit
hans var svipbrigðalaust eins og
grima. Mér fannst að, þótt öllum gæti
])ótt vænt um Josepliine, væri ckki
hægt að segja hið sama um Iiann. Eg
gat vel ímyndað mér að liann væri,
jafnvel á þessari stundu, að hrjóta
heilann um hverjar afleiðingar þessa
athurðar yrðu fyrir hann. Hann braut
ef lil vill heilann um, hvort Mollý
hefði minnst þeirra i erfðaskrá sinni.
Þetta var i fyrsta skipti sem ég hugs-
aði út í þá hlið málsins. Skyldi þetta
skrautbúna hús nú vera eign Denis
eða Suzy? Og svo var auðvitað eftir
að taka tillit lil Helenar? Hvar var
Helen?
Snögglega var eins og öllum dytti
þetta sama í hug. Fram að þessu
hafði enginn hugsað um hana. Nú
spurði hver annan, lögreglumennirnir
líka. Ef til vill gat hún gefið einhverj-
ar upplýsingar um hvað gerst hafði,
hver hefði komið þá um nóttina. Hún
— og sömuleiðis Sebastian.
„Tobý líka! Hvar cr hann Tobý,“
hrópaði Joscphine.
Tobý! Það var auðvitað hundurinn.