Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1953, Síða 8

Fálkinn - 16.10.1953, Síða 8
8 FÁLKINN N jósnameistarinn Þessa sögu heföi jafnvel ekki sjálfur Charles Garvice getaö skrifað: um njósnarann sem var falið aö handtaka sjálfan sig. En þetta hefir komið fyrir oftar en einu sinni í hernjósna- liöinu. — Þaö, eru mennirnir í hæstu stöðunum sem verða sekir um verstu landráöin, og bréfið sem austurríska lögregl- an fann i aqrril 1913, gerði Redl ofursta að sínum eigin böðli. SÍÐDEGIS þann 13. apríl 1913 tók austurríska lög- reglan í sína vörslu bréf, áritað Opera Ball 13, Poste Restante, Aðalpósthúsinu, Wien. I bréfinu var allmikil fjárupp- hæð og það hafði verið sett í póst á stöð nálægt nússnesku landa- mærunum. Þetta vor hafði verið hrein og bein mai’tröð á æðstu yfirvöldum keisaradæmisins Austurríkisins og konungsríkisins Ungverjalands. Striðið var í fullum gangi á Balkan, og bæði austurríski og rússneski herinn höfðu vei’ið kvaddir undir vopn að nokkru leyti. Styrjöldin milli stórveld- anna gat skollið á með nokkurra klukkutíma fyrirvara. En þrot- laust og með óskiljanlegum hætti bárust öll helstu leyndarmál her- foringjaráðs Franz Jósefs keis- ara áfi’am til rússneska herfor- ingjaráðsins. Þetta vissu menn í Wien, en enginn vissi hvar átti að leita að lekanum. I þessum vandi’æðum var gripið í Opera Ball-bréfið eins og drukknandi maður í hálmstrá. „Hið allra-helgasta“ í herfor- ingjaráðinu var kvatt saman á fund. Það voru viðstaddir yfir- maður herforingjaráðsins Conrad von Hoetzendorf, Ferdinand erki- hertogi og Redl ofursti, sem hafði aðsetur í Prag og stjórnaði gagn- njósnastarfsemi ríkisins þaðan. Tvöfáldur í roðinu. Þeim kom saman um að bréfið gæti verið það sporið sem þeir voru að leita að. Var ákveðið ein- róma að Redl skyldi setja tvo á- reiðanlegustu menn sína til að vera á verði í aðalpósthúsinu. Þeir áttu ekki að standa við afgreiðslu- borð poste restante-bréfanna, því að sá sem kom til að sækja bréfið gat þá séð þá og orðið hræddur. En við afgreiðsluna var bjöllu- hnappur, svo að hægt var að hringja til þeirra undir eins og einhver kæmi og spyrði eftir bréfinu. Þá gátu varðmennii’nir komið samstundis, þeir sátu í næsta herbergi. Þetta virtist vera einfalt en ein- hlítt fyrirkomulag. Redl hlýtur að hafa fundist það ískyggilega einhlítt. Því að það var Redl of- ursti sjálfur, sem bréfið var stílið til. Hann var nefnilega hvort- tveggja í senn: foi’ingi gagn- njósnastarfsemi Austurrí'kis — Ungverjalands gegn Rússlandi og leiðtogi njósnastarfsemi Rúss- lands gegn Austurríki. Pening- arnir í Opera Ball-bréfinu voru að mestu leyti þóknun fyrir frétt sem hann hafði nýlega sent til Pétursborgar um starfsáætlun austurrísk-ungverska hersins í Karptatafjöllum ef til ófriðar kæmi. Hann þurfti á peningun- um að halda. Og nú varð hann að gera þá ráðstöfun með starfs- bræðrum sínum, að hans eigin njósnarar héldu vörð um bréfið. Alfred Redl þurfti alltaf meiri peninga en hann vann fyrir í hernum. Það var ættarvenja og metorðagirnd sem hafði knúð hann til að velja sér ævistarf sem hann hafði ekki efni á að gegna. Þegar hann var ungur liðsforingi hafði hann bækistöð í Króatíu og lenti á kafi í skuldum vegna sukks og f járhættuspils. En þá kom hon- um óvænt gleðifregn. Forlag eitt í Bruxelles, sem gaf út rit um ferðalög í Evrópu skrifaði -honum og bað hann um greinar frá hinu fagra landi Króatíu, sem fáir þekktu. Það hafði fengið þær upplýsingar að Redl væri ungur og greindur maður og mundi geta sent forlaginu efni við þess hæfi. Það bauð góða borgun og Redl varð upp með sér yfir hlutverk- inu og horfunum á að geta unnið sér dálítið inn aukalega. Hann skrifaði greinarnar og fékk boi’g- unina og enn fremur sendi hann stuttar lýsingar á hermannalífinu í Króatíu. Redl ánetjast. En raunverulega borgunin kom síðar, er Redl var staddur í Wien í leyfi sínu. Þar kom rússneskur njósnari til hans og bauð honum að ganga í þjónustu sína sem njósnari. Redl var á báðum áttum. Njósnarinn sagði honum' þá að ferðatímaritið eða forlagið sem skrifaði honum hefði aldrei verið til! Ef yfirboðarar Redls fengju að sjá sumf af þvi sem hann hefði skrifað, meðal annars hernaðar- legs eðlis frá Króatíu og auk þess upplýsingar um austurríska her- inn, hvað þá? Ætli það yi’ði ekki erfitt fyrir Redl að gefa þeim þá skýringu sem þeir tækju gilda? I besta falli fengi hann áminningu fyrir lausmælgi og fréttaburð. En ef hann kysi að verða njósnari fyrir Rússa . .. . ? Redl tók síðari kostinn. * Þetta var skítverk en hann hafði lag á að hafa sem mest upp úr því. Með aðdáanlegi’i dirfsku og kaldlyndi notaði hann hvert tækifæri sem bauðst. Hann gerði yfirboðurum sinum í Pétursborg ljóst að því hærri stöðu sem hann fengi í austurríska hernum því meira gagn gæti hann gert rúss- nesku húsbændunum. Og hann fékk talsmenn á réttum stöðum. Hann stakk upp á því við ráða- menn zarsins að þeir gæfu honum öðru hverju mikilsverðar upplýs- ingar sem hann gæti svo látið yf- irboðara sína í Wien fá, til að komá sér inn undir hjá þeim og verða fljótari að komast í betri embætti. Upplýsingar þessar urðu að sjálfsögðu að vera áreiðanleg- ar — zai’num til ógagns. En þær mundu stuðla að því að Redl kæmist í þá stöðu að hann gæti gefið Rússum upplýsingar sem væru margfalt meira virði. Með þessum hættulega leik tókst Redl að vaxa að völdum og virðingu hjá báðum húsbændum sínum samtímis. I árslok 1912 var hann yfirmaður zarsnjósnanna í Austurríki — Ungverjalandi og hafði stjórnina í njósnadeild Franz Jósefs gegn Rússlandi og var gagnnjósnari — gegn sjálf- um sér. Að vissu leyti var þetta lifshættuleg staða, en frá öðru sjónarmiði átti hún að teljast trygg. Því að hvernig átti njósna- meistarinn Redl að ganga í greip- ar njósnaveiðai’ans Redl? Fórnarlömbin. Hann gerði sig einnig öruggari í sessi með ýmsum fólskuvei’kum sem bitnuðu á undirtyllum hans á báða vegu. Stundum valdi hann úr þrjá—fjóra menn til að senda í njósnaerindum til Rússlands, hélt fyrir þeim eldheita ræðu að skiln- aði um hið hættulega en göfuga ei’indi sem þeir ættu að reka. Síðan náði hann sambandi við Rússa og sýndi þeim fram á að það væri bráðnauðsynlegt að hann næði í nokkra rússneska njósnara í Austurríki og léti drepa þá, en bauð fi’am í staðinn að Rússar stútuðu einhverjum af njósnui’unum sem hann hefði sent þangað. Þannig yrðu fjórir njósn- arar — tveir Rússar og tveir Austurríkismenn — leiddir á af- tökustaðinn og Redl mundi fá þakkir og hamingjuóskir herfor- ingjai’áðsins fyrir ágætt starf við gagnnjósnirnar. Fræðilega skoðað var ekkert því til fyrirstöðu að þessi svika- mylla gæti haldið áfram að ganga um aldur og ævi. Jafnvel hinni hættulegu klípu út af Opei’a Ball- bi’éfinu átti Redl að geta komið sér úr. Hann gat látið heita svo sem bréfið hefði týnst. og látið vera að hirða peningana. En hann gat ekki stillt sig um að reyna að ná í peningana til að kaupa sér nýjan Daimlerbíl áður en hann færi í s’kemmtiferð til Parísar ásamt ungum vini sínum. Þessi vinur var fyrrverandi hestastrákur sem Redl gat ekki neitað um neitt og sem fyrir að- stoð Redls og peninga hans var kominn í háa stöðu í riddaralið- inu. Nú hafði Redl lofað honum að fara með hann í mánaðar skemmtitúr til Parísar og St. Moritz. Um líkt leyti og varð- mennirnir voru settir á aðalpóst- húsið uppgötvaði vinui’inn nýjan Daimler í sýniglugga. Hann sagði Redl að það væri heitasta ósk hans að fai’a til Parisar í svona bíl. Redl fór undir eins að tala um eitthvað annað. Buxur spœjarans. Frá því síðast í apríl og langt fram í maí sátu varðmennii’nir í herbei’gi sínu á pósthúsinu en bjallan hi’ingdi aldrei. En þegar leið að maílokum fór ungi maður- inn sem langaði i bílinn að gerast óþolinmóður, og loks fór hann að hafa í hótunum. Redl sagðist ekki hafa efni á að kaupa þennan dýra bíl. Hvar átti hann að taka pen- ingana? Ungi maðurinn svaraði að það vissi hann best sjálfur. Loks setti hann Redl úrslitakosti: Þann 1. júní voi’u þeir lagðir af stað til Parísar í nýja bílnum, eða ungi maðurinn segði slitið sam- vistum við Redl fyi’ir fullt og allt og til að sýna Redl að sér væri alvara ætlaði hann að giftast ungri, laglegri stúlku. Redl gekk á eftir honum með grasið i skón- um, en úrslitakostirnir voru ó- hagganlegir. Síðla dags, rétt fyi’ir lokunartíma 30. maí, gekk Redl inn um dyrnar á aðalpósthúsinu. Það leið tæp mínúta, svo ham- aðist bjallan inni hjá varðmönn- unum. Einhver hafði spurt eftir Opera-Ball 13. En mennirnir höfðu verið á verði þarna í 6 vikur og voru farnir að 'haldá að þetta væri einhver skrípaleikur. Auk þess var þetta laugárdags- kvöld og þeir ætluðu út með stelpum. Þess vegna stóðu þeir báðir á nærbuxunum og voru að

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.