Fálkinn - 16.10.1953, Page 9
FÁLKINN
9
pressa buxurnar sínar þegar
hringt var.
Það tók tíma að komast í
brækurnar og þegar þeir komu
fram var fuglinn floginn. Þeir
hlupu út á götuna og sáu vagn
hverfa fyrir horn en farþegann
sáu þeir ekki. En þeir sáu númerið
á vagninum. Þeir fóru bölvandi
út í borgina en eftir nokkra stund
kom sami vagninn akandi á móti
þeim, tómur. Bílstjórinn gat ekki
sagt þeim annað en að hann hefði
ekið farþega á aðalpósthúsið og
beðið eftir honum þar. Síðan
hafði hann ekið á stórt veitinga-
hús í hinum enda borgarinnar.
Varðmennirnir báðu bílstjórann
að fara með sig á sama kaffihúsið,
og á leiðinni rannsökuðu þeir
vagninn. Þeir fundu ekki annað en
lítið leðurhylki utan af vasahníf.
Hinu megin á götunni stóðu marg-
ir hestvagnar. Maðurinn sem var
að þvo iþá gat munað að maður-
inn sem fór út úr þessum bíl áður
við veitingahúsið hafði ekki faríð
inn heldur náð sér í hestvagn og
beðið um að aka til Hotel Herren-
hof.
Á leiðinni sagði annar varð-
maðurinn að það væri einkenni-
legt að njósnarinn með bréfið
skyldi fara til Herrenhof, þvi að
þar var Redl alltaf til húsa þegar
hann var í Wien. Þeir skoðuðu
gestabókina og fengu ármannin-
um leðurhylkið og báðu hann að
spyrja alla gesti hvort þeir hefðu
ekki misst það. Svo settust þeir
þar sem minnst bar á í ársalnum
og biðu. Ýmsir gestir komu en
allir hristu höfuðið þegar ármað-
urinn sýndi þeim hylkið. Nú kom
Redl niður stigann í nýjum, grá-
um ferðafötum. ,,Afsakið,“ sagði
ármaðurinn, „ekki munduð þér
eiga þetta hylki.“ „Jú, svei mér
þá. Hvar hefi ég . .. . “ Þá kom
hann auga á varðmennina.
Hneykslið spyrst.
Ofurstinn gekk í hægðum sín-
um út á götuna og varðmennirnir
komu 'hægt á eftir. Klukkutím-
um saman gengu þeir um göt-
— Ég bauð l>ér aðeins sem gesti í
brúðkaupið mitt .......
urnar. Tvivegis tók ofurstinn blöð
upp úr vasa sínum og reif þau í
tætlur og laumaði snifsunum í
rennuna. Það var að sjá sem síð-
asta ganga Redls ætlaði að vara
alla nóttina. Annar varðmaður-
inn komst í síma til að segja her-
foringjaráðshöfðingjanum, Con-
rad von Hoetzendorf, þessi hræði-
legu tíðindi. Hoetzendorf leitaði
á öllum náttklúbbum borgarinn-
ar að Ferdinand erkihertoga, uns
hann fann hann á kabaretsýningu
og gat sagt honum tíðindin.
Þegar Redl ofursti var loksins
kominn heim í herbergi sitt í
Harrenhof heimsóttu nokkrir út-
valdir liðsforingjar hann. Þeir
fengu honum skammbyssu. Svo
biðu þeir þrjá tíma fyrir utan
læstar dyrnar. Klukkan sex um
morguninn skaut Redl sig, og for-
ingjarnir fóru þá undir eins til
Prag og gerðu húsrannsókn í
skrifstofum hans. Opinber til-
kynning var gefin út um að Redl
hefði orðið bráðkvaddur af
hjartaslagi.
En sagan spurðist samt, svo var
knattspyrnuleik fyrir að þakka.
Prag-blaðið Bohemia hafði efnt
til leiks þennan sunnudag milli fé-
lags frá Prag og annars frá Dres-
den. Hinn ágæta markvörð
Pragfélagsins vantaði og hinir
sigruðu. Daginn eftir gerði rit-
stjóri Bohemia orð eftir mark-
verðinum, skammaði hann eins
og hund og bar upp á hann að
hann hefði drukkið sig fullan.
Markvörðurinn afsakaði sig og
sagði að þetta hefði ekki verið
sér að kenna. Sér hefði verið skip-
að að vinna verk sem ekki þoldi
neina bið. Hann var lásasmiður,
og snemma á sunnudagsmorgun-
inn hafði hann verið rifinn upp úr
rúminu af liðsforingjanefnd frá
Wien. Nefndin hafði farið með
hann í skrifstofu Redls ofursta
og skipað honum að opna allar
skúffur og skápa þar.
Lásasmiðurinn sagði allt sem
hann vissi. Hann hafði haft aug-
un og eyrun hjá sér meðan hann
var að þessu. Hann sagði frá
grunsamlegum skjölum sem hefðu
fundist og sagði frá orðaskiptum
foringjanna, en þeir töluðu ógæti-
lega. Eftir klukkutíma hafði blað-
ið orðsendingu sem gat borist til
keisarans. Vegna ritskoðunarinn-
ar var fréttin orðuð sem leiðrétt-
ing. „Því er opinberlega neitað,
að Alfred Redl ofursti, sem dó úr
hjartaslagi í gær hafi framið
sjálfsmorð vegna þess að komist
hafi upp um .... o. s. frv.......
o. s. frv *
Gestur: — Lílið þér á þjónn, þenn-
an hnapp fann ég i súpunni.
'Þjónn: — Þakka yður kærlega fyrir.
Eg skildi ekkert i hvað gat verið orð-
ið af honum.
Lygilegt — en satt þó.
Sagnir frd Árósum
FYRIR nokkrum árum voru blöðin á
Þelamörk í Noregi að flytja ýmsar
kynlegar frásagnir þaðan úr hérað-
inu, og það var gömul kona úr
Gerpissveit, sem sagði þær. Og verður
frásögn hennar rakin hér. Hún segir
þannig frá:
í Árósi á Gerði gerðist ýmislegt
skrítið í ungdæmi mínu. Það var í
fjósinu sem ófétin. héldu sig og létu
til sin lieyra. Þetta byrjaði að haust-
lagi og hélst 2—3 mánuði. Á hverju
hausti, þegar kýrnar áttu að fara að
liggja inn létu þeir eins og vitlausar
þegar þaer áttu að fara inn í fjósið.
Og ef ein beljan var dregin inn með
valdi þá öskraði hún svo að það gekk
gegnmn merg og beín. Og svo fór að
jafnaði að kýrnar voru látnar standa
úti á nóttinni ])angað lil fór að frjósa.
Það var einu sinni meðan ég var
þarna, að ég fylgdi einni af stúlkun-
um i fjósið, því að hún þorði ekki
að fara ein. Eg mun hafa vcrið 16—
17 ára þá. Fjósið var tvískipt og sauð-
fénaður i öðrum helmingnum.
Meðan stúlkan var að mjólka sat
ég á kollustól á flórnum. Þá sáum við
liálsböndin koma líðandi innan úr
sauðastiunni og voru þau lögð kyrfi-
lega við fæturna á mér, livert eftir
annað.
Við kölluðum á vinnumanninn og
hann tók hálsböndin og setti þau á
sinn stað, en þau konni aftur. Ekki
sáum við neina hönd snerta þau.
Böndin voru lögð á sinn stað hvað
eftir annað, en komu jafnan aftur.
Stúlkurnar á bænum fengu hóp af
piltum til að koma með sér í fjósið
eitt kvöldið og rannsaka þetta fyrir-
bæri. En þá fyrst tók í hnúkana. Þetta
var um klukkan hálfsjö og i ágúst eða
september. Eg stóð úti á hlaði og
horfði á hvernig allt lauslegt úr fjós-
inu kom út. Það var óskiljanlegt. Því
var ekki hent heldur kom það liðandi
út úr dyrunum og út á hlaðið — áhöld,
fötur og kirnur og meira að segja
stór hurð að lilöðunni, en í hlöðuna
var innangengt úr fjósinu. Eg sá þetta
með eigin augum.
■ Hvað eftir annað var þrifið í stúlk-
urnar, sem höfðu farið upp á fjós-
loftið. Pilturinn sem var inni í fjósinu
þeytti af sér tréskónum og fór upp
á loftið þegar hann lieyrði i þeim
skrækina, en skórnir komu líðandi
út á hlað.
Ekki var öllu lokjð með ])essu en
])egar fór að iíða á haustið varð venju-
lega rórra. Og Lund hringjari, sem
átti jörðina, vildi ekki heyra nefnt
að reimt væri þar. Þó endurtók þetta
sig ár eftir ár. Mér er sagt að bóndinn
hafi rifið upp fjósgólfið og sctt ann-
að nýtt og hafði þá fundist beina-
grind af barni undir gólfinu, milli
tveggja þakhella.
Fleira gerðist kynlegt á Árósi. Fyr-
ir ofan bæjarhúsin var stór hóll.
Lund lét grafa í hólinn til að gera
sér lystihús þar. Fundust þar tvær
krukkur, sem brotnuðu er tekið var
á þeim.
Eitt kvöld sá ég þrjá prúðbúna,
svartklædda menn koma gangandi
frá hólnum og fara inn í húsið. Við
héidum að þetta væru gestir og hlup-
um til frú Lund, að láta hana vita.
En í húsinu var ekki nokkur aðkomu-
maður, þó að við hefðum séð þá fara
inn.
Við veginn frá Árósi að Pétursborg
var staður, sem kallaður var Gálga-
grindur, rétt við Pétursborg. Þar
hafði verið gálgi, sem var grotnaður
niður fyrir löngu. Einu sinni hafði
maður hengt sig þarna og stóð fólki
stuggur af staðnum siðan og ' fólk
vildi helst ekki fara þar um i dimrnu.
Heyrðust óp þaðan á liaustkvöldum
og vakti þetta ugg í sveitinni.
Eg varð lafhrædd í fyrsta skipti
sem ég heyrði ópið. Það var svo
hræðilegt. Bróðir minn, sem þóttist
karl i krapinu, tók byssu sína eitt
kvöld sém ópið heyrðist, því að hann
hélt að þetta væri fugl eða önnur
skeppa. Hann heyrði ópið en sá ekk-
ert.
Fleira man ég að nefna dularfullt:
það söng atltaf í lilekk'junum í fanga-
húsinu hjá lénsmanninum á Limi
þegar glæpur var framinn eða fyrir
gestakomu. Aðra sögu sagði móður-
systir mín mér frá Lardal. Þar bjó
maður sem átti son er var stúdent.
Hann kom heim um jólin og tveir
vinir hans með lionum. Annar gest-
urinn svaf í „Bláu stofunni", en þar
var reimt. Hann slökkti tjósið og sofn-
aði en eftir miðnætti vaknaði hann
við að kona kom gegnum hurðina
og að rúminu lians. Það var tungls-
tjós og hann sá hana vel. Hann varð
svo hræddur að hann flýði til félaga
sinna.
Nóttina eftir bað hinn stúdentinn
um að fá að liggja i „Bláu stofunni“.
Hann lét ljósið loga og sofnaði ekki.
Konan kom aftur milli klukkan 12
og 1. Hún liorfði á liann og hann
horfði á móti, svo gekk hún að ofn-
inum, benti á fjöl í veggnum og hvarf.
Stúdentinn fór út, sótti öxi og braut
fjölina en fyrir innan fann hann stokk
með barnslíki. Það var grafið og eftir
það var kyrrt í Bláu stofunni.
Konan sem sagði þessar sögur, er
viss um að fólk geti gengið aftur. Og
hún bætir við: YV.......fógeti missti
konuna sína og hún sást oft eftir það.
Loks sagði ráðskonan við fógetann
að liann yrði að vaka einhverja
nóttina og tala við konuna sína. Hann
féllst á það. Hann hitti hana í eld-
húsinu og sagði: „Frómar sálir þjóna
Drottni!“
Hún benti á reykháfinn og hvarf.
Hann var hlaðinn úr lausum steinum
og fógetinn tók úr þann steininn, sem
hún hafði bent á. Þar fann hann tvær
silfurskeiðar. Þær höfðu horfið og
hún bafði dróttað að vinnukonunni
að hún hefði stolið þeim. — Eftir
þetta varð konunnar ekki vart.
•
Brimreiðar í Grænlandi.