Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1953, Síða 11

Fálkinn - 16.10.1953, Síða 11
FÁLKINN 11 RITSTJÓRI: RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR. A kaffiborðið SÚKKULAÐIBRAUÐ: Þessar kökur eru lientugar og ódýr- ar til hversdagsbaksturs. Úr uppskrift- inni sem hér fer á eftir verða ea 90 stk. af kökum. 200 gr. smjörliki, 2 dl. (105 gr.) sykur, 1 egg, 1 matsk. kakó, 5 dl. (250 gr.) hveiti, 2 tesk. lyftiduft. Smjör og sykur hrært vel, þeyttu egginu blandað saman við. Hveiti, kakó og bökunarduft sigtað saman og bætt i. Deigið hnoðað í lengju og skip't i sex hluta. Úr hverjum hluta er iöguð sívöl mjó lengja og látin á bökunar- plötu (aðeins þrjár á hverja plötu). Lengjurnar eru flattar lítið eitt um leið og þær eru látnar á plötuna (hver lengja ca. 3—4 cm. á breidd), smurð- ar með eggi eða mjólk og grófum sykri stráð yfir. Bakið við jafnan hita. Lengjurnar skornar heitar í hæfilega stórar kökur og siðan látnar þurrkast um stund í ofninum. DÖÐLUKAKA: 375 gr. smjörlíki, 375 gr. sykur, 2—3 egg, 450 gr. hvéiti, 450 gr. döðlur, IV2 tesk. bökunarswdi, 1—2 tesk. kanell, IV2 bolli mjólk. Hrærist eins og venjuleg formkaka. Döðlurnar eru brytjaðar smátt og látn- ar saman við þurrefnin. Deigið er látið í venjuleg jólakökumót (uppskriftin nægir í tvö) og kökurnar bakaðar í % til 1 klst. Kaka þessi er mjög bragð- góð og drjúg. Sildarrciiir Fiskbúðingur með grænkáli og síld. 4—6 sildar, % kg. fiskdeig (fars), 200 gr. smábrytjað grænkát, salt, sykur ef óskað er. Grænlcálið gufusoðið í vatninu, sem er eftir í því, er ])að hefir verið skolað, siðan er það brytjað eða hakkað og því lirært saman við fiskdeigið ásamt salti og pipar eftir smekk. Síldirnar cru roðflettar og flakaðar. Fiskdeigið er síðan lálið í smurt eldfast leirmót, eða venjulegt kökumót. Síldarfiökin eru vafin upp, hvert fyrir sig, og þeim stungið hér og þar niður i fisk- deigið. Smjörpappír eða vaxpappír er smurður með smjörlíki og bundinn yfir. Fiskbúðingurinn síðan soðinn í vatni (í potti eða bökunarofni) í V2 til % klukkustund. Þá er honum hvolft á fat og hann borinn á borð ásamt bræddu smjöri, kartöflum og brauði. Sænskur síldarréttur: 3 kryddsíldarflölc, 0—7 meðal- stórar kartöflur, 2 laukar, 3 matsk. smjöriíki, 2 dl. rjómi. Síldarflökin látin liggja um stund i mjólkurblandi. Síðan eru þau þerr- uð og skorin í smábita. Kartöflur og laukur einnig skorið í þunnar sneiðar. Síðán cr síld, kartöflum og lauk rað- að i lög i snuirt eldfast mót, og mótið láttð standa í heitum ofni i 20 min. Síðan er rjómanum liellt yfir og mótið látið standa hálftima í viðbót í vel heitum ofni. Borðist með smurðu brauði. HÚSRÁÐ. Ilér fer á eftir ofur einfalt ráð til að útrýma niálningarlykt úr nýmáluðu herbergi. — Fyllið nokkrar fötur eða bala af köldu vatni, og látið standa i herberginu yfir nóttina, og mun þá ■vatnið hafa eytt allri lýkt að morgni. * Eigið þér einlitan kaffibakka eða lampaskerm sem þér eruð orðnar leið- ar á? Sé svo, er hér ágætt ráð til að hressa upp á útlit þeirra. Þurrkið vel af þeim allt ryk, fáið yður snotrar „glansmyndir“ og limið á með þunnu lími (þrykkimyndir ættu að gera samá gagn). Lakkið síðan yfir bakk- ann eða skerminn með sterku litlausu lakki. * Þér getið komist hjá því að mjólk sjóði upp úr pottinum með þvi að láta eina teskeið af sykri móti hverjum líter. # Glertappar eiga það til að vera ó- trúlega fastir i flöskunum. Margar hafa eflaust orðið fyrir því að neyð- ast til að brjóta ofan af ilmvatnsglasi vegna þess .... Ilvað er hægt að gera lil þess að opna slíka flösku? Reynið að vinda klút upp úr lieitu vatni, vefj- ið honum ura flöskustútinn, og látið hann vera þar um stund. Dugi það ekki, má reyna að hella nokkrum dropum af oliu (t. d. saumavélaolíu) meðfram stútbarminum innanverðum, og ætli það að nægja. ORT YFIR GRAUTARPOTTI. Margt hefir verið skrafað og skrif- að um húsmóðurstarfið, einkum og sér i lagi göfgi þess og mikilvægi fyr- ir þjóðfélagið. En það er óumdeilan- legt að húsmóðurstarfið á einnig aðr- ar hliðar, og það er um þær svart- ari þeirra sem þessi þula fjallar. Ónafngreind húsmóðir sendir kvenna- dálkum Fálkans þulu þessa og lætur ])css jafnframt getið að síðan hún fór að yrkja yfir grautarpottinum og þvottavélinni liafi heimilisstörfin ó- neitanlega orðið henni léttbærari og hugljúfari! Því miður er okkur ekki öllum gef- ið að geta gripið til þessl Harmatölur hrelldrar liúsmóður. Hússtörfin mér henta ekki, hakk og fars ei sundur þekki, hafragraut nieð gríðar kekki ég gjarnar rciði frani (kemst þá karl í ham). Gólf að þvo og þurrka rykið ■— þéttingsseint ég kemst á strikið, (aldrei hleyp þó af mér spikið, árans ver, alltaf fæ mér fransara og smér!) Alla daga að stoppa og staga, stykkja brók og flíkur laga, strjúka og þvo, en — segin saga — senn er komið meir, senn er komið í kösina eitthvað meir! Sýnkt og heilagt (heilsan farin!) HVÍTUR SUMARKJÓLL. — Einfald- ur sumarkjóll úr hvítu pikkí-ef'ni teiknaður af Maggý Rouff. Hann er prýddur grófgerðum hnappagatasaum (kapmellusaum) bæði á föllunum á pilsinu og á saumum og köntum blúss- unnar. Þetta snið hæfir mjög vel hin- um svonefndu „Everglaze" efnum, sem eru mjög vinsæl til sumarnotkunar um allan heim og hafa verið hér á mark- aðinum í sumar. ERMALAUS KJÓLL með stuttum „Bolero“ jakka er hentug flík við mörg tækifæri. Með jakkanum er kjóllinn lientugur til notkunar á daginn og án hans er hann snotrasti kvöldkjóll. Hann 'er úr þykku silki- cfni og er teiknaður af Carol Reed. hamast í mér barnaskarinn, grætur einn, en annar barinn, aldrei friður, hvergi ró. Fléngja svo og fleygja i bólin, þá fokið er í önnur skjólin, finna stundar fró, og þó .... ! Finnst mér stundum þrekið ])rotið, þrauka sanit við arinskotið, Alténd hefi hér ylsins notið ekki skal þvi gráta, — þvi aklrei má hún mamma gráta úrmáta! G. ------- LITI.A SAGAN ------------- Viðtal Hótelherbergið var stórt og ihurðar- mikið en skorti persónulegan smekk. Þar var spegill og djúpir hægindastól- ar, og auk þess var þar stór og hljóm- hrein Bechstein-slagharpa. Siðustu tónarnir þögnuðu um leið og drepið var á dyrnar. Maðurinn sem leikið hafði á slagliörpuna spratt upp og sagði: „Kom inn!“ Hann var hár og grannur, ungur cn ])ó grá hár yfir gagnaugunum. Ung dama koni inn. Hún var í Ijós- gráum göngufötum, með svartan hatt á ljóshærðu höfðinu. Mjóa silfurfesti um hálsinn. Hann heilsaði henni með handarbandi og hún kynnti sig. „Mig langaði að fá viðtal við yður fyrir „Miðdegisblaðið“. — Hann bauð henni sæti og settist á móti henni. „Miðdegisblaðið“?“ hváði hann. Hún kinkaði kolli. Hann brosti veikt. „Hvað get ég sagt? Um æsku mina í litlum bæ við sjóinn? Um kirkjuhljómleikana sem ég hélt tíu ára? Eg hefi sagt svo oft frá því, að ég get varla endur- tekið það.“ Hún hafði tekið upp blaðblokk og fór að skrifa með silfurblýanti. Ilún horfði á pappírinn en ekki á hann. „Hvernig finnst yður að koma til föðurlandsins eftir öll ])essi ár?“ Hann strauk hárið. „Æ, þetta eru ekki nema tíu ár, en það er rétt -— manni finnst það eins og eilífð. Margt hefir breytst en landslagið er það Sama og áður. Og maður þráir það þegar maður á heima innan um skýja- kljúfa.“ „Segið mér frá sigrum yðar i Ame- riku.“ Hann hristi höfuðið. „Eg vil ekki tala um það. Og auk þess .... er það liðið hjá.“ „Ætlið þér að halda hljómleika hérna heima?“ „Nei, ég ætla að kenna. En ekki strax. Fyrst ætla ég suður með sjó, dveljast þar sem ég átti heima í bernsku.“ Nú leit hún upp. „Og fá yður frí?“ Augu þeirra mættust. ,.Eg ætla að safna rafi.“ „Rafi?“ át hún eftir. En áður en hún gat sagt meira hafði hann beygt sig að henni. Hann tók silfurfestina á hálsinum á henni, og tók um lítið, haglega skorið hjarta úr rafi. „Ester,“ sagði hann, undarlega hás. „Eg vissi að þetta varst þú. Hvers vegna léstu eins og þú þekktir mig ekki?“ Blaðahlokkin datt úr hendinni á henni. „Eg vissi ekki að þú mundir eftir mér. En ég hefi ekki gleymt þér. Eg — þagði, af því að ég hefi sjálfsálit." „Sjálfsálit?“ endurtók hann. „En samt geymirðu hjartað, sem ég gaf þér fyrir tuttugu árum?“ Hún fékk tár í augun. „Þegar þú fórst, Eiríkur, haðstu mig um að koma með þér. En ég neitaði. Eg ætl- aði að vinna mér frama sjálf, sem hlaðamaður, en ekki að njóta ljóm- ans af nafni þínu. Nú ert þú kominn heim sem frægur píanisti, en ekkert hefir orðið úr mér.“ Hann tók um höndina á henni. „Þú ert. þó blaðamaður. Þú ert komin hingað til að hafa viðtal við niig?“ Hún hló stutt. „Það var átylla til að fá að tala við þig. Eg starfa að vísu Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.