Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1953, Síða 13

Fálkinn - 16.10.1953, Síða 13
FÁLKINN 13 þessu blinda, léttúðuga kvendi — þú hefir lagst svo lágt að gera það. — Ef ég hefði ekki verið með henni þá hefði hún farið ein. Skilurðu ekki að ég verð að fara með henni, sóma hennar vegna. Það var skylda mín, því að það var ég sem kynnti hana prinsinum. — Talaðu ekki eins og fífl, sagði hann ruddalega. — Eg tala ekki eins og fífl. — Þú ert verri en fífl. Iris er þér ekki svo mikils virði að þú hafir ástæðu til að flekka mannorð þitt og lenda í vargakjöftum hennar vegna. Það var nógu slæmt að þú varst svona mi'kið með henni einni. öll Cairo talar um það. En þetta — það er ótrúlegt! — Mig tekur þetta sárt, John. Rósalinda var lömuð. Allt hafði farið öðru vísi en hana hafði dreymt um. Vonahöll hennar var hrun- in, en þessa stundina var hún æstari en svo að hún gæti lagt árar í bát. — Mig tekur sárt að hafa valdið þér vonbrigðum og að Cairo hefir fengið efni í kjaftasögur, en ég hefi ekki gert neitt nema það sem ég taldi að væri rétt. — Þú ert kjáni. Eg varaði þig forðum við Greenfólkinu. Hvað heldurðu að þú sért? Gyðja — sem sé Ihafin yfir almenningsálitið? Þú hefir hagað þér meira en flónslega, Rósa- linda! Og það vegna kvendis eins og Iris! Þegar þú veist að það er ekki Iris sem prins- inn er að hugsa um, þó að hún skilji það vit- anlega ekki .... En þú veist að það ert þú, sem prinsinn er að eltast við, Rósalinda. Hann starði á hana, rannsakandi og eftir- væntandi. Hún svaraði ekki og þá bætti hann við: — Þú viðurkennir þá að prinsinn sé ástfanginn af þér? — Eg viðurkenni ekki neitt, sagði hún hreimlaust. — öll Cairo talar um það, sagði John og köld fyriiiitning var í röddinni. — Það held ég ekki. Áður en hún hafði sleppt orðinu skildi hún hvernig John hafði fregnað þetta. Vitanlega hafði Kitty lapið því í hann. Þetta var hefnd hennar fyrir að Rósalinda afstýrði því að hún gæti selt húsið. — Eg frétti þetta í morgun, sagði John vægðarlaust. — Þú hlustar þá á þjónaslúður — þú líka! Rósalinda gat ekki stillt sig lengur. — Það er auðvitað Kitty sem hefir gefið þér upp- iýsingarnar. Kitty, sem safnar slúðursögum i eldhúsunum. — Það skiptir engu máli hvaðan ég fékk fréttirnar, svaraði hann stutt. — Þetta er satt, viðurkennir þú það ekki, Rósalinda? Gráu augun störðu spyrjandi á hana. Hún hefði viljað gefa ár af lífi sínu til þess að geta Hvar aru hinir tveir einmana ferðalangar? sagt nei, en hún vildi ekki segja ósatt. — Jú, það er satt. — Hve lengi hefir þú vitað að hann var ástfanginn af þér? — Eina viku. — Hefir hann nokkurn tima verið nær- göngull við þig. Hefir hann dirfst það? — Nei, aldrei. Ali prins er göfugri maður en svo. En ég hefi orðið þess vör — á annan hátt. — Og samt hefir þú haldið áfram að um- gangast hann. Eg er alveg forviða á þessu. Eg skil ekki að þetta skuli geta verið þú. Ja, svo má lengi læra sem lifir. — Þú ert ósanngjarn, John, hrópaði hún i öngum sínum. — Iris er vitlaus eftir prins- inum, og ég hefi orðið að hafa gát á því að hún gerði ek'ki hneyksli. — Og þegar á a'llt er litið er prinsinn ekki fyrsti maðurinn sem hefir verið ástfanginn af stúlku, sem ekki elskar hann á móti, en hefir þá haldið áfram að umgangast manninn .... — Það er engin afsökun, Rósalinda, sagði John. — Prinsinn er Tyrki, tilhugsunin ein um það sem fyrir gæti komið, er andstyggi- leg. Ó, Rósalinda, hvernig hefir þetta getað gerst bak við mig? — Bak við þig? Á ég að standa þér reikn- ingsskil á því sem ég geri? Rósalinda vissi að með þessum orðum var fallegi draum- urinn hennar að engu orðinn, en særður metnaður hennar knúði hana til að segja þau. — Nei, þér ber engin skylda til þess, svar- aði hann hægt. — En ég hélt .... ég hafði vonað .... Þetta var meira en Rósalinda gat afbor- ið. — Ó, John, segðu ekki meira. Hvers vegna ertu svo harðleikinn. Eg gerði aðeins það sem ég taldi rétt. Skilurðu það ekki? Hún tók hendinni um handlegginn á honum, og biðjandi augun, titrandi varirnar og kaf- rjótt andlitið milduðu hann meira en orð gátu gert. — Rósalinda .... Hann greip um hönd hennar. — Eg vil ekki vera harðleikinn. En mig tó'k svo sárt að heyra þetta. Eg gat ekki trúað því um þig. Viltu fyrirgefa mér? . Hún kinkaði kolli þegjandi en tárin runnu niður kinnarnar. — En þá verðurðu að lofa mér að hafa engin skipti af prinsinum framar. Afþakka heimbeð hans! Hann skilur ástæðuna. — John, það er ekki hægt. Eg hefi þegar þegið heimboð hans um næstu helgi. öll Greenfjölskyldan .... — Ertu gengin af vitinu, Rósalinda? Hef- irðu misst alla sómatilfinningu? — Eg hefi að minnsta kosti vitund um hvað rétt er. Eg verð að fara — vegna Iris — og vegna prinsins. Hann gerir aldrei á minn hlut. Hann er vitur maður og ljúfmenni, — meira ljúfmenni en þú, John! sagði Rósalinda æst. — Svo að þú heldur því til streitu að fara? Nú var rödd Johns orðin jafn hörð og köld og áður. — Eg verð að gera það, John. — Nei, þú verður e’kki að gera það. En ef þú situr við þinn keip, þá verðum við að fara hvort sína leið, Rósalinda. • # John sagði bílstjóranum að snúa við. Bíll- inn þaut um götur Cairo heim til Rósalindu. Leiðinleg vandræðaþögn. Þegar bítlinn nam staðar steig hún út en sneri sér svo að honum. — I-Iefirðu ekkert meira að segja við mig, John? — Nei, Rósalinda. Bílhurðin skall aftur og John var horfinn. Klukkutíma siðar kom Suzette inn í stof- una. — Hvað gengur að þér, Rósalinda. Ertu veik? Rósalinda hrökk við og spurði eins og álfur úr hól: — Hvaðan kemurðu? — Að utan, vitanlega. Hvers vegna situr þú með hattinn? Rósalinda bar höndina upp að höfðinu. Það hafði verið kveikt í stofunni. Einhver hafði verið inni í stofunni og dregið niður glugga- tjöldin án þess að hún tæ'ki eftir því. Gat það verið að hún 'hefði setið þarna klukku- FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Af- * 1 greiðsla: Bankastrœti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á fimmtudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram- kv.stjóri: Svavar Iljaltested. - IIERBERTS prent. ADAMSON Adamson sigraði.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.