Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1953, Síða 4

Fálkinn - 05.12.1953, Síða 4
4 FÁLKINN Zricst ‘Jomfrccg vcrslunarborg, scm varð þrcducpli ÞEGAR Bretar og Bamlarikjamenn kváðu npi) úrskurð sinn um skiplins<ii Triest-svœðisins í haust, milli Itala og Júgóslava þútti báðum þessum ])jóðum sér óréttur ger og létn vig- mannlcga. ítalir urðu fyrri til og gcrðu meira að segja herútboð til ]>ess að sýna að þeir væru viðbúnir að taka mestan hluta Triest-svæðisins mcð valdi og sýna fornum féndum sinum, Júgóslövum í tvo heimana. Júgóslavar svöruðu hins vegar tneð því að flytja her að landamærum Tri- est til að svara vopnaðri árás, ef til liennar kynni að koma af llala hálfu. Var ekki annað sýnna en að þcssar tvær þjóðir ætluðu að láta vopitin tala og i santbandi við það var því spáð að þessi deila mundi hleypa öllu i hál og brand og valda heimsstyrj- öld. En sú ályktun var að vísu fijót- færnisleg, því að á árunum eftir strið- ið mikla hefir margt það gerst, sem frekar hefði getað valdið stórstyrjöld en Triestmálið. Hin óeðlilega skipt- ing þýskalands og allt það sent af henni hefir leitt og snertir sambúðina milli austurs og vesturs, er tildæmis miklu „eldfimara" en Triestmálið, þó að sumir séu að tala um Triest scm „púðurtunnu". Sannleikurinn er sá, að mánaðarlega gerast tíðindi í heimin- um, scm gætu valdið válegum tíðind- um, ef stórveldin að austan og vestan þekktu það ekki orðið af reynslu, að sá sem hyrjar stríð tapar ])ví, hversu vel sem ihonum verður ágengt í fyrstu. ()g svo er hitt, að starf Sameinuðu þjóðanna hefir tvímælalaust orðið til þess að firra vandræðum, þó að sam- vinna þjóðanna, sem að því standa, sé ol'tast nær fremur bágborið. En hvað er Triest? Við vitum að borgin er gömul og merk verslunar- borg og að luin er byggð ýmsum þjóð- flokkum, ]>ar á meðal Itölum og ýins- um þeirra þjóðflokka ,sem nú ganga einu nafni undir lieitinu Júgóslavar. Að hún um langan aldur var undir oki Austurrikismanng og losnaði und- an því eftir fyrri heimsstyrjöhlina. En síðan hefir verið ókyrrt um Triest. Triest á gamla sögu. Þegar Róma- veldi stóð á hátindi frægðar og valda var Triesl í miklum blóma, því að Bómverjar tóku þessa borg fram yfir nágrannaborgina Venezia, sem þó ekki Tito marskálkur hæstráðandi Júgó- slavíu. Myndin er af götu i Triest. Brunabíll að gera uppþot var eins innarlega i Adríahafsbotni. En Venezia var þá sjálfstæðari gagn- vart Rómverjum en Triest var. Þegar Rómaveldi liðaðist sundur liðaðist Ítalíuskaginn sundur í miirg smáríki, og Venezia varð eitt af þeim auðug- ustu af þessum ríkjum og keppti við Genua um forustuna scm miðstöð verslunarinnar i Miðjarðarhafi. Triest var sjálfstæð fyrst um sinn eftir að smáríkjaöldin hófst og var talin sér- stakt hertogadæmi árin 948 til 1202, en þá lögðu Veneziabúar liana undir sig og átti svo að heita að Venezia réði yfir Triest í næstu 180 ár. En Venezia átti í sífelldum brösum við Austurríki, meðal annars út af yfir- ráðunum y.fir Triest, og loks fór svo að árið 1382 játuðust Triestbúar undir „vernd“ Austurríkis. Sú vernd reynd- ist þegar stundir liðu fram svipuð því, sem sum önnur verndarríki hfa fengið að kenna á hjá „verndurum" sínum. Austurríkismenn kúguðu Tri- estbúa og féflettu, á likan hátt og hin löndin og þjóðirnar sem þeir höfðu Maður skyldi halda að þetia væri herlið, sem þeysir um göturnar í vopnuðum bifreiðum. En það er lögreglan í Kóm, sem notar brynreiðar og skriðbíla þegar hún er að sýna sig. Þessi lögregluæling var haldin um það leyti sem æsingarnar voru sem mestar í Iióm út af Triestmálunum. dælir vatni á óróaseggi, sem reyna og gauragang. seilst til yfirráða yfir, svo að fúlkið lagði hatur á „verndarana". Frakkar náðu að vísu tvívegis völdum í Triest á þessu timabili, en aðeins um stutt skeið í senn. Þegar fyrri Iieimsstyrj- öldin 'húfst 'sátu Austurríkismenn sem fastast í Triest, og hún var orðin mesta hafnarborg hins forna Habs- borgarakeisaradæmis. Þorri íbúanna í borginni Triest var af ítölskum uppruna og þess vegna l>ráðu þeir að fá að tengjast ítölum fyrst og fremst. En í sveitum og þorp- um austan borgarinnar voru ýmsir þjóðflokkar, einkuni þó Króatar og Serbar. ítalir voru í byrjun fyrri heinisstyrjaldarinnar í þríveldasam- bandinu svonefnda, með Þjóðverjum og Austurríkismönnum, en snerust til fylgis við samherjana, Frakka og Breta (og Rússa, meðan þeirra naut við í þeirri styrjöld), vegna ])css að þá þóttust þeir vissari um sigurlaun, en þau voru fyrst og fremst Triest og nágrenni. Þennan landsauka fengu þeir líka, en þóttust þó ekki fá nóg, og því var það sem skáldið d’ Annun- zio fór á stúfana og tók Fiume-héraðið austan Adríahafs herskildi, í trássi við friðargerðarmennina í Versailles. En Júgóslövum þótti freklega gengið á sinn rétt og mótmæltu eindregið þessum yfirgangi d’ Annunzios. Síðan hefir ekki um heilt gróið milli and- býlinganna austan og vestan Adria- hafs og þó versnaði sambúðin sjórum cr Mussolini gerðist einvaldur og fór að dreyma mikilmennskubrjálæðis- drauma um endurreisn bins rómverska keisaradæmis og um Miðjarðarhaf „mare nostrum“ — okkar haf. Triest hafði orðið illa úti i fyrri lieimsstyrjöldinni, þvi að mikið var barist í nágrenni borgarinnar og ýms- ir staðir þar voru á valdi andstæðing- anna sitt á hvað. Triest var mesta skipasmiðaborg við Adriahaf cn í stríðslokin voru smiðaslöðvarnar rústir cinar og verslunin i kaldakoli. En þetla rétti furðu fljótt við cftir að ítalir' fengu yfirráðin. Iðnaður jóx mjög í Triest á milli styrjaldanna. Þar eru stál- og járnsmiðjur, semenl- brennslur, olíuhreinsunarslöðvar og mikill silkispuni. Eru borgarbúar nú hátt á þriðja hundrað þúsund. Triest er fögur borg. Borgarstæðið ekki úsvipað og í Gcnua, brattar brekkur upp frá sjónum og mikið af fögrum byggingum. Via del Corso heitir aðalstrætið og skilur sundur gamla bæinn, sem byggður er uppi í snarbrattri brekku, og hins nýja, sem stendur í halla næst sjónum. Of- arlega í brekkunni er virki eitt mikið

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.