Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1953, Page 11

Fálkinn - 05.12.1953, Page 11
FÁLKINN 11 var mesti viðhafnardansleikur, sem 'haldinn hafði verið eflir strið, og gest- irnir voru yfir þúsund. Þegar Margaret Rose kom á dans- leikinn var hún í hvítum kjól, lilíra- lausum, alsettum perlum, með kraga úr minnkaskinnum um hálsinn. Er hún kom á staðinn var henni fagnað hjartanlega af miklum mannfjölda, sem hafði heðið tímunum sarfhn til að fá að sjá hana er hún færi inn úr dyrunum og á dahsleikinn. Fólkið iirópaði: „Lifi prinsessan!“ cr luin hvarf inn úr dyrunum, milli raða af herklæddum lifvörðum. Og þegar inn var komið kváðu við ný fagnaðaróp frá mannfjöldanum á svölunum inni í liúsinu. Meðal gestanna á þessum dansleik voru fimm prinsessur, sjö hertoga- frúr og nitján greifaynjur. Meðan á Parísardvölinni stóð var þvi ráðstafað, að þau skyldu hittast, hún og Eisenhower, þávarandi yfir- hershöfðingi Atlantshafsbandalagsins í Evrópu, núverandi Bandaríkjafor- seti. Og Margaret fór lil aðalstöðva Nato-stöðvanna fyrir utan París, tii að drekka þar teholia. Hún snæddi lika hádegisverð með Auriol forseta og frú hans, og í það skiptið gekk hún með Jialt, i kjól og var í kápu, öllu samlitu og úr dumb- rauðu flaueli. Rétt á eftir horfði hún á tískusýningu hjá Christian Dior. Þar leist henni best á siðan sam- kvæmiskjól úr gráu silki, bryddaðan ísbláum jaðri — og svo cocktailkjól úr hvít.u silki, ökklasíðan og mjög fleginn. Og svo þótti henni líka fal- lcgur annar kjóll, sem hún sá þarna: hlíralaus svartur kjóll, ásamt jakka úr grænu flaueli. Meðan hún sat þarna og horfði á tískusýninguna, mændu vitanlcga allra augu á hana. Og þggar hún tók sígarettu upp úr gullhylkinu sínu og kveikti í henni og setti liana í langt svart munnstykki og fór að reykja, gláptu vitanlega allir á hana og fylgd- ust með hverri hreyfingu hennar. En þessi önnur koma Margaret Rose til Parísar tókst ekki miður en sú fyrri. Framhaltl í næsta blaði. LITLA SAGAN NIELS LEVINSEN: Sendið Hi heim - tf reihninginn með! I>ESSI rismikli maður var auðsjáan- iega að fara í búðir og versla. Hann var á sjötugsaldri liklega. En hvatur i spori og beinn í baki, ekki ósvip- aður senditherra, með hvítsilfrað yfir- skeggið. Hann opnaði dyrnar að hljóðfæra- versluninni og gckk inn. Afgreiðslu- maður flýtti sér til hans. „Hvað þóknast yður?“ „Slagharpa." Afgreiðslumaðurinn brosti af ánægju. Sannast að segja seldi hann ekki slagihörpu á 'hverjum degi. Hann hncigði sig djúpt l'vrir gestinum og sagði: „Á það að vera notað liljóðfæri — við höfum mjög falleg notuð hljóð- færi, einstaklega hljómþýð, sem ....“ „Það á að vera spáný slagharpa," sagði gesturinn. „Handa henni dóttur minni — hana langar til að eignast liana, hún liafði skrifað hana efst á óskalistann, sem ég tók hjá henni i morgun, það er afmælið hennar í dag.“ „Einmitt, herra mann.“ Afgreiðslu- maðurinn titraði af gleði — þetta var skiptavinur, sem vert var um að tala.“ „Hvað kostar þetta þarna?“ Mað- urinn benti á slaghörpu í mahogni- kassa. „Atta þúsund krónur." „Hafið þér nokkur dýrari?“ „Já.“ „Því er svo varið að dótlir mín vill belst það allra hesta, því að hún cr vön að fá það. Hún hefir alltaf verið eftirlætið mitt.“ „Við höfum ágætt konserthljóðfæri, tegund sem ég veit að Stravinsky hefir notað og sem Paderewski notaði oft.“ Og afgreiðslumaðurinn sýndi mann- inum stóra slaghörpu. „Ungfrú Olsen!" kallaði hann inn i skrifstofuna, „viljið þér gera svo vel að lofa gestinum að heyra i hljóð- færinu. Þetta er ljómandi gripur en nokkuð dýr,“ bætti liann við. „Hvað lcostar það?“ „Níu þúsund krónur.“ „Sendið það heim til mín — og reikning með. Til Fredriksens aðal- ræðismanns, Ryvangen Allé 48.“ ,-,Með ánægju. En langar yður ekki til að heyra ....“ „Eg rná ekki vera að því — og ég hefi heldur ekki vit á tónlist. En ef iienni dóttur minni likar ekki hljóð- færið þá fær hún því vonandj skipt.“ „Alveg sjálfsagt, herra aðálræðis- rnaður." Ræðismaðurinn kinkaði kolli og fór. Gekk þvert yfir götuna og inn í hús og mcð lyftu upp á fjórðu liæð og fór inn. Á lnirðinni var skilti scm sýndi, að hér væri Peter Monsen fast- eignasali. „Má ég lala við herra Monsen,“ spurði hann eina stúlkuna fyrir inn- an borðið. „Iiann er.þvi miður ekki viðlátinn, en ef um hús er að ræða get ég ....“ „Eg kæri mig ekki um að þinga við undirtyllur um viðskiptamál, ég vil tala við húsbóndann sjálfan,“ sagði aðalræðismaðurinn hryssingslega. „Það er maður á fundi lijá hon- um .... “ „Hringið inn til Monson og skilið frá Frederiksen aðalræðismanni að hann óski þcss að maðurinn sé rekinn út. lig þarf að tala við Monson undir eins.“ „Sjálfsagt, herra aðalræðismaður," sagði stúlkan lafhrædd og tók sím- ann. Tveimur minútum síðar sat aðal- ræðismaðurinn á móti Monsen og sagði: „Læknirinn liefir sagt dótlur minni að hún éigi að vera nokkra mánuði i sveit vegna tauganna í sér. Eg vil kaupa einhvern stað handa henni til að vera á.“ „Við höfum mörg ágæt og ódýr sumarhús. Þér getið valið um mörg fyrir 10 til 15 þúsund krónur og út- borgunin þarf ekki að vera mikil. Það vilja margir sclja núna.“ „Eg var ekki að spyrja um vcrðið,“ sagði aðalræðismaðurinn með þjósti. „Við höfum lika ágætt hús úti í Holtc fyrir 25.000 krónur,“ sagði Monsen og rýndi i plöggin sín. „Ilafið þér ckki almennilegt slór- býli? Það er ekki að fleygja pening- unum í sjóinn að leggja þá í jarðir nú á tímum.“ „Við höfum Rosenlund —- 400.000 krónur. Aðalræðismaðurinn verður að afsaka að ég misskildi alveg ....“ Monsen svilnaði er hann luigsaði til þess að kannske hefði hann móðg- Framhald ú bls. 14. * Kvenfólk sem her af notar gcrir liárið silkimjúkt o;í gljáandi. DRENE ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ ♦♦♦♦♦♦❖♦♦♦♦♦❖♦♦❖❖♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« DRENE — Shampoo, er eftir- læti stjarnanna. # MAI ZETTERLING segir: „Tvær af ástæðunum fyrir því að ég kýs D R E N E er hvað það freyðir vel og hinn góði ilmur. Auk þess er auð- vclt að nota það.“ DRENE

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.