Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1954, Qupperneq 5

Fálkinn - 26.02.1954, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 FRAMHALDSGREIN. (3) Soraya „kemur, sér og sigrar44 Soraya og sjah Mohammed Reza Pahlevi af Parsíu. sínu fyrir fullt og allt. En án þess að hann vissi voru 700 Springfield- rifflar bakhlaðnir og 100.000 kúlur komið í virkið. Áður höfðu hermenn- irnir notað gamla framhiaðninga, sem Indiánar töldu lakari vopn en hogana sina. Þeir höfðu alltaf biðið þangað til liermennirnir skutu, en gert árás þegar þeir fóru að hlaða. I5LEIKNEFFJAR í OPNA SKJÖLDU. í ágúst var Rauðaský albúinn til að berjast og nota sömu ginningar- aðferðina og við Fetterman. Fyrst fór ailt eins og í fyrra skiptið, skógar- höggsmenn voru umkringdir og fá- mennt hjálparlið kom og fór að skjóta. En — nú var orðin breyting á. Þegar hermennirnir höfðu skotið einu sinni og Indíánarnir þustu fram öskrandi, kom aftur skot, frá lier- mönnunum. Og aftur og aftur! Rauða- ský horfði á menn sína falla eins og flugur og skildi ekkert í þessu. Því harðari árásir sem hann gerði því meira missti hann af mönnum. Og þó voru ekki nema fáir menn þarna. Þeg- ar hann varð þess var að fleiri væru að koma skipaði hann mönnum sín um á undanhald. Hann vissi ekki annað í mörg ár en að hann hefði beðið hræðilegan ósigur. En langt fyrir austan í Was- hington, hafði vörn hans haft mikil áhrif á hvítu höfðingjana. „Indíána- skrifstofan" tílkynnti, að annað hvort yrði stjórnin að semja frið við Indi- ána, eða vera við því búin að heyja langvinnt stríð við þá. Stjórnin tók þann kostinn að semja frið. IJer- mennirnir hurfu úr virkinu. Og sein- ast þegar þeir litu við höfðu Indíán- ar kveikt í þessum illræmda stað. Rauðaský hélt að loks væri friðurinn fenginn og veiðilendurnar yrði látnar í friði. En það var tálvon. „Þegar ég var ungur fór ég um allt landið, frá austri til vesturs og sá ekki annað fólk en Apaclie-Indíánana. Mörgum sumrum siðar fór ég um þessar slóðir og sá að annars konar fótk var komið og liafði rænt landinu frá okkur. Hvernig fer þetta? Ég skal engu Ijúga að ykkur, og þið skuluð ekki ljúga að mér. Ég ætla að tifa hérna í fjöllunum. Eg vil ekki flytjast í hjálenduna. Hún er óraleið burtu — i Tutarosa. Þar éta flugurnar augun úr hestunum okkar. Þar eru illir and- ar. En hér hefi ég drukkið vatn fjalls- ins og það hefir svalað mér. Hér vil ég lifa.“ Þannig mætti Cochise, Apachehiifð- inginn, þegar hvitu mennirnir heim- sóttu hann í Arizona. Og þegar þeir hvítu ætluðu að beita vopnum og of- beldi, dró hann sig upp í fjöllin, til hinna „Fjögra Tinda“. Þar gat enginn fundið hann. En stjórnin í Washing- ton vildi ekki þola óhtýðna Indíána, jafnvel þó að þeir liéldu sig í gróður- lausri eyðimörk. Og svo leigðu þeir sér innfædda flugumenn, sem visuðu á felustað Cocliises í fjöllunum. Það var liellir. Foringinn skoraði á hann að gefast upp, en hinn neitaði. Þá var skotið inn i hellismunnann, Eftir fyrstu skofin heyrðust óp og vein kvenna og barna. Og síðan heyrðist útfararsöngur Indíánanna innan úr hellinum. Enginn kom tifandi úr honum. Tvö ár voru liðin siðan hvítir menn höfðu lofað Sioux-Indíánum fullum friði „svo lengi sem grasið grær“. En atlir samningar voru sviknir út af einu orði: „GULL“! Og nú var Sitting Bull orðinn eftirmaður Rauðaskýs. Framhald á bls. 7. HÚN IIITTIR SJAHINN. Loksins opnast dyrnar og Soraya kemur inn. Faðir hennar leiðir hana. Hún er dásamlega falleg. Aðdáunar- kliðu.r fer um allan salinn. Hún er i knipþlingakjól, hálsmálið bryddað með nertsskinni. Eftirvænting og for- vitni skin úr brúnum augunum og að- kenning af kvíða um leið, og það gerir liana enn fallegri. Hún hefir þegar liitt konungsmóðurina og hrifið hana. Það er tilkynnt að sjahinn komi inn eftir fimm mínútur. En ekki kem- ur fát á neinn við þá frétt, þvi að hann er ekki kröfuharður um hirðsið- ina i samkvæmum en einkar viðfelld- inn og liefir lag á að láta gestum liða vel. En i kvöld ........... einmitt i kvöld.........? Allra augu mæna á ungu stúlkuna fögru, sem er að tala við konungs- móðurina. Og forvitnu augun veita sjahinum lika athygli, er hann kemur inn í salinn og gengur rakleitt til móðnr sinnar. Hann er í einkennis- búningi en ber aðeins fáar orður. Hann brosir og heilsar til hægri og vinstri. Og nú stendnr hann hjá móður sinni. Nú þagnar kliðurinn því að allir verða að taka eftir þegar móðirin kynnir syni síínum furstadótturina Sorayu Esfandiary. Soraya lineigir sig nærri þvi niður undir gólf og lieilsar. Kyrrðin er óþotandi, en sjahinn rifur þögnina og segir látlaust en hlý- lega: Mér þykir gaman að fá að kynn- ast yður, furstadóttir Soraya Esfandi- ary. Og allir sjá að augu hans ljóma af einlægri aðdáun. Og hitt líka, að smám saman kemur roði i fölt og frítt andlit stúlkunnar, og að hún lætur augnalokin síga. Hana grunar ekki að á þessu augnabliki eru tilfinningar sjahsins og hennar þær sömu og að það eina sem liann liugsar er þetta: — Mikið er hun dásamleg! Nú verður aftur þögn í salnum þangað til Cliams prinsessa skerst í leikinn og tekst að koma samtalinu í eðlilegt horf. Og von bráðar eru sjahinn og móðir hans, Khalil fursti og dóttir hans farin að tala um daginn og veginn. Og gestirnir sem viðstaddir voru fara heim til sín sannfærðir nm. að brátt muni stórtíðinda að vænta. DIOR VELDUR SKELFINGU. Og það varð fljótar en nokkurn varði. Trúlofunin er tilkynnt daginn eftir. Athöfnin á að fara fram í spegilsal Marmarahallarinnar. Bumbur eru barðar og allir sem teljast stórmenni hraða sér í höllina til að vera viðstadd- ir hið hátiðlega augnabtik, er sjah- inn setnr hringinn á fingur konuefnis- ins síns og telcur á móti liamingjuósk- um þjóðarinnar. En það munar minnstu að fíni kjólíinn frá Dior kollvarpi allri at- höfninni. Hirð- meistarafrúnumbrá illa í brún er þær sáu kjólinn, sem Soraya hafði farið i. Ermalaus kjóll við opinbera atliöfn er óhngsandi í Persiu. Þá er betra að sleppa athöfn- inni, segir sú elsta af frúnuni. Hún hafði í ungdæmi sínu lilotið þann heiður að færa konungsmóðurina í trúlofunarkjólinn. Og þá voru erm- arnar í lagi. En Chams ræður fram úr vandanum. Hvað langur tími er til stefnu? spyr hún. — Klukkutimi yðar konung- lega hátign, er svarað. Svo er náð i nokkrar saumakonur i snarkásti og þær þræða saman eins konar blússu, sem gerir kjólinn „sam- kvæmishæfan". Ef satt skal segja var liessi viðauki alls ekki til prýði. MILLI HEIMS OG IIELJAR. Nú var Soraya komin í konungs- fjölskylduna og -um leið var daglegu frelsi hennar lokið. Hún verður þegar að fara að gegna ýmsum opin- berum skyldum og hún er ávörpuð: Olja hasarad (en það er ailri pers- neskri oliu óviðkomandi og þýðir bara: Yðar hátign!) Hún fær bústað í Elbrusgötu, og þar á hún að dveljast þangað til hún giftist. Húsið er eign ríks kaupmanns, sem lánar henni það. Ekkert er sparað til þess að vel fari um hana. Herbergin eru með ljósu veggfóðri og gjafir frá sjahinum sjást livar sem litið er í stofunum. Hann kemur á hverjum degi til þess að tala við hana um hvað jiau eigi að gera þann daginn. Einn daginn fara þau í bil út í sumarhöllina Saada Abaad; þar biða þeirra söðlaðir gæðingar. Soraya hefir yndi af hestum, ekki siður en sjahinn. Stundum ganga þau um oliuviðarlundina. Þau skoða skepnurnar í dýragarðinum, dást að hinum glæsiiegu tígrisdýrum frá Bengal, hlæja að bjarnhúnunum sem leika sér en uppáhaldshundur Sorayu, sem lieitir Tony, vill taka þátt i leikn- um og gjammar og glefsar. Tiu dögum eftir trúlofunina kemur móðir Sorayu og Bijah iitla bróður liennar til Teheran. Og meðan jiessu fer fram er verið að undirbúa brúðkaupið. Dior í París hefir verið heðinn um hrúðarkjólinn, matsveinninn brýtur heilann um kræsingarnar .... Þetta eru mestu hamingjuvikurnar, sem Soraya hefir lifað. Hún verður ástfangnari af Moliammed með hverjum degi. En hún á bágt með að gera sér grein fyrir, hvers vegna þessi hamingja hefir fall- ið henni i skaut — einmitt henni. Þetta er svo dýrðleg gæfa, ekkert virðist geta amað að henni. Það er þetta sem hún er að tala um við Mohammed sinn einu sinni þegar þau Framhald á bls. 14. Sjahinn og Soraya við trúlofunarathöfnina. Herðaskjól- in með ermunum, sem bætt var ofan á ermalausa kjól- inn, sjást vel.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.