Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1954, Qupperneq 5

Fálkinn - 19.03.1954, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 Hellismenn í ævintýrum Eftir JAN FLEMING. Dýpstu hellar, sem vitað er um, eru í Pyreneafjöllum, 728 metra undir yfir- borði jarðar. Sumir hellarnir í fjöllunum hafa verið mannabústaðir fyrir 20.000 árum, og helluristur hafa fundist þar. Síðustu sumur hafa þessir hellar verið rannsakaðir og margt komið á daginn, sem hér verður sagt frá. Þverskurðarmynd af hellunum miklu. Tölurnar 1—3 sýna kunna fjallatinda, 4: St. Martin-steinninn, 5: brunnvindan, 6: sylla í fjallinu á 260 feta dýpi, 7: sylla á 690 feta dýpi, 8: ,,lendingin“ á 1160 feta dýpi, 9: vinda fyrir símavír, 10: gröf Marcels Loubens, II: tjaldbúðir leiðangursmanna, 12: stigi, 13: fljótið, 14: fossinn, 15: St. Paulskirkjan teiknuð í neðsta hellinn til að sýna stærðina. fara nokkurn tima frá járnliliðinu sem var við innra lilaðið. Það sem nú tók við gerðist á nokkrum sekúndum. Varðmennirnir átta fóru að skima cftir stúlkunum, en þær voru Iiorfnar. Mexikönsku lögregluþjónarnir höfðu umkringt varðmennina útta. — Við skjótum ef þið segið eitt ein- asta orð! Lögregluþjónarnir þjöppuðu varð- mönnunum upp að múrnum og æfðar hendur gripu til vopna. Þegar varð- mennirnir höfðu verið afvojtnaðir, voru þeir bundnir og keflaðir. Þetta hafði gerst á fáeinum mínútum. For- inginn, sem var ofursti, fór inn í dyravarðarbústaðinn. — Halló, Harte! kallaði liann. Harte kom fram. Ofurstinn réðst á hann. Nú var opin leið inn um járnhiiðið. Allt i einu heyrist skothvellur. Ef hann hefði ekki komið mundi kannske hafa orðið hægt að komast að Trotski sofandi. Alls staðar var dimmt í litla húsinu, sem Trotski bjó í með konu sinni og barnabarni. Tré stóð fyrir utan húsið. T,veir lögregluþjónar klifruðu xpip í það. Þcgar þeir liöfðu náð fótfestu á grein i trénu var þeim rétt vélbyssa. Einhverjir af lögreghiþjónunum reyndu að ryðjasl inn í húsið, en Jjá hrópaði einn af riturunum: — Sá sem reynir að komast inn verður skotinn. í sömu svifum heyrð- ist slcothríðin úr vélbyssunni. Lög- regluþjónarnir létu skothríðina ganga beint inn í svefnherbergi Trotskis. Trotski og Natasja vöknuðu ekki fyrr en kúlnahríðin kom inn í svefn- herbergið. Þau veltu sér fram úr rúm- unum og niður á gólf, milli rúmanna og þilsins. Þar lágu ])au og stundu þungan, en kúlurnar holuðu þilið, að- eins tíu sentimetra l'rá þeim. Allt í einu heyrði Trotski að liurðin var opnuð og nokkrum skotum var skot- ið á rúmið haus. Svo sló öllu í dúnalogn. Skothriðin hætti og það heyrðist að lögreglu- þjónarnir voru að setja bifreiðarnar í gang. Þegar ekki heyrðist í þeim lengur varð allt hljótt. Iljónunum fannst óratimi þangað til þögnin var rofin. Ljós var kveikt og hróp heyrð- ust. Trotski og Natasja Sedova stóðu upp og þjónarnir komu inn með skammbyssurnar á lofti. Þeir voru náfölir. En það þótti ganga krafta- verki næst að Trotski var óskaddaður. Um þessar mundir var hershöfðing- inn A. Sanchez Salazar yfirmaður lög- reglunnar i Mexico. Hann gaf út fyrir þrennir árum bók, sem heitir „Morð í Mexico". Þar segir liann frá þvi er hann var vakinn klukkan hálffjögur að morgni og tilkynnt að Trotski hefði verið sýnt banatilræði. Salazar ók þegar í stað til heimilis Trotskis i Coyacan. Þegar þangað kom var húsið umkringt af lögreglumönnum og lier- mönnum. Varðmennirnir átta, 'sem höfðu verið bundnir, böfðu nú fund- isl og var verið að yfirheyra þá. Einn manninn vantaði — það var Eobert Sheldon Harte. 1 rannsókninni kom merkilegt at- riði fram. Trotski skrifaði ríkisstjórn- inni og benti á að það kæmi lil mála að rannsóknin stefndi í öfuga átt. Hann hafði komist að þeirri niður- stöðu að rússneska leynilögreglan ætti upptökin að tilræðinu og hefði látið kommúnista í Mexico framkvæma það. Bréf Trotskis kom öllu i uppnám. Salazar hersliöfðingi fór varlega. Jafnvel þó að hann væri annarrar skoðunar í málinu en Trotski þá lét Framhald á bls. 14. ETTA er skrifað við hellis- munna 1829 metra yfir sjó. Opið liggur niður á við inn í stórt gimald úr steini, sem er líkast því að það væri mannaverk. Hér er grátt og hrjóstrugt í kring, aðeins fáein skrælnuð furutré. Við hellismunnann er brunnvindan og tjaldað yfir hana, og símaleiðsla til þeirra, sem eru niðri. Tveir menn halda vörð. Klukkustundir og dagar ]íða án þess að nokkuð gerist, en svo fer allt í einu að ískra í vindunni, og eftir klukkutíma er manni hjálpað upp úr hellisopinu. Hann er með hvítan hjálm og samfest- ingurinn hans er rennvotur. Pierre St. Martinshellirinn fannst 1950; það var hellafræð- ingur sem hét Lepineau sem fann hann. Hann fann gig og kastaði steini niður en heyrði hann ekki rekast í botn. Árið 1952 var farið að rannsaka þennan helli. Marcel Loubens hét einn leiðangurs- manna. Hann hrapaði til bana í gígnum er vaður hans slitnaði. Gigurinn er 365 metra djúpur! Það var kvartþumlungs gildur stálvír, sem notaður var fyrir vað. Áður en Loubens týndi lífi var hópur manna farinn að gera upp- drátt þann af hellinum, sem sést hér á myndinni. Sömu mennirnir héldu áfram rannsóknunum sum- arið 1953. Norbert Casteret heit- ir aðalmaðurinn. Hann hefir var- ið mestum hluta ævinnar til að rannsaka hellana í Pyreneafjöll- um og hefir fundið elstu mynd- höggvara- og málaralistaverk, sem til eru í veröldinni. Hann hefir ver- ið í dýpstu hellum Frakklands og fundið upptök árinnar Garonne, sem menn héldu áður að væru á öðrum stað. Fyrir skemmstu hafði leiðang- urinn klöngrast áfram þrjá kiló- metra eftir hallandi göngum, sem tóku við fyrir neðan lóðrétta gíg- inn. En þeir verða að komast ein- um kílómetra lengra til þess að sjá hvar heppilegast er að brjóta jarðgöng gegnum fjallshlíðina til að leiða vatn til raforkufram- leiðslu um. — 365 metrum neðar en ég sit er bækistöð vatnsvirkja- fræðinganna, með tjöldum, upp- hitunartækjum og öllum útbún- aði. Ennþá neðar í þessum undir- heimum eru í augnablikinu fimm menn, þar á meðal Lepineau, sem fyrstur fann hellinn. Þeir hafa verið þarna í þrjá daga og hafa rofið símasambandið og ætla ekki að gera vart við sig fyrr en eftir sólarhring. Á þessum tíma finna þeir kannske sjálf upptök Gar- onne og tekst að setja nýtt dýpt- armet, betra en það fyrra, sem er 610 metrar. En uppi í sólskininu bíða fjöl- margir franskir blaðamenn eftir stórtíðindum. Ef ekkert gerist þá fara þeir fýluferð. Þegar ég kom ofan úr fjalli í gærkvöldi var hellismaður úr öðrum leiðangri borinn framhjá mér. Höfuðkúpan á honum var brotin. Ég vona að mér aukist álit á þessari „íþrótt“ áður en ég fer héðan aftur. Leiðangrinum 1953 ofan í Pierre St. Martin-hellana miklu lauk með glæsilegum árangri og margt furðulegt hefir fundist. Nú er öllum rórra, siðan allir leið- angursmennirnir eru komnir ofan í dal og asnalestirnar komu klyfj- aðar niður hlíðina. Það hefir margt gerst síðan ég skrifaði fyrri Framhald á bls. 10. Mesti hellafræðingur jarðarinnar, Norbert Castcret, við opið á Pierre St. Martin-hellinum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.