Fálkinn


Fálkinn - 07.05.1954, Blaðsíða 6

Fálkinn - 07.05.1954, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN \ FIiAMHALDSGREIN. 4. Júlíana - lýðrœðisdrotiningin JÚLÍANA TEKUIl RÍKI. Hinn 1<S. febrúar 1947 eignaðist Júlíana fjórSu dótturina. Hún var skirð Maria Christina. En sú fregn \arð bráðlega landfleyg að prinsessan væri blind. Ástæðan til ])ess var talin sú, að Júliana hafði fengið rauða hunda skömmu áður en hún átti barn- ið, en það getur haft hættulegar af- leiðingar. Læknar skáru í augun og tókst að gefa barninu ofurlitla skimu á öðru auganu, en fullri sjón nær hún aldrei. Þetta varð til þess að móðir hennar tætur sér enn annara um hana cn hinar telpurnar. í ársbyrjun 1948 fór það að fljúga fyrir og var von bráðar staðfest, að Wilhelmina drottning mundi afsala sér rikisstjórn. Hún þóttist ekki hafa starfsþrek til að gegna rikisstjórninni og sérstaklega voru nýiendumálin og sjálfstæðiskröfur Indonesíu henni til ama. í Indonesíu urðu Hollendingar að hafa um hundrað þúsund manna her til að halda fólkinu í skefjum, og var það mikil byrði, jafnframt endur- reisnarstarfinu. í október—desember 1947 hafði Júlíana gegnt störfum móður sinnar sem ríkisstjóri, því að drottningin var veik. Hún vildi láta hana taka að fullu og öllu við stjórninni í maí 1948, en Júlíana fékk því frestað þangað til um haustið, í september, þvi að þá átti Wilhelmína fimmtíu ára ríkis- stjórnarafmæli. Enn var fólk til í Hollandi, sem mundi vei krýningu hennar árið 1898 í Nieuwe Kerk í Amsterdam. Þá ieit veröldin öðruvísi út. Þá var ný öld í vændum, og í stjórnartíð sinni hafði Wilhelmina ekki aðeins lifað liinar stórfenglegu tækniframfarir, sem liafa gjörbreytt Iífsskiiýrðum fjöidans, heldur iíka tvær heimsstyrjaldir, sem höfðu kvíða, eymd og umrót að föru- nautum. Og samt liafa orðin, sem Voitaire sagði um Holiand einhvern tíma á 18. öld haidið sannleiksgildinu til þessa: — Þetta iitia ríki, sem minnstu munar að sjórinn fljóti yfir, er eitt af fánm dæmum veraidar um það hverju freis- isást og óbilandi iðni geta til leiðar komið. Það var i þeim anda, sem Wilheim- ina hafði stjórnað ríki sínu, og í sama anda var Júlíana reiðubúin til að taka við arfinum. Þjóðin og fjölskyld- an var ])að tvennt, sem henni var fyrir mestu. Og í meðvitundinni um að Bernhard yrði stoð hennar í starfinu, svaraði luin: „Ég er reiðubúin!“ NÚ ERTU DROTTNING, JÚLÍANA! „Wilhelmina." Nafnið stóð skrifað með stóru letri undir skjaiinu, sem Wilhelm Drees forsætisráðherra hafði fengið henni til undirskriftar í stóra salnum í Amsterdamhöllinni á Damm- platz. Með þeirri undirskrift batt Wil- lielmina endi á fimmtíu ára ríkisstjórn sina, 4. september 1948. Gamla konan lagði frá sér pennann, leit á fólkið kringum sig og stóð upp. Hún gekk út á svalirnar, sem vita út að torginu. Mikill mannfjöldi stóð þar. Hún stóð hjá Júlíönu og Bernhard og var að kveðja þjóðina. Hljóðneminn stóð fyrir framan hana, og nú ])akkaði hún fyrir traust þjóðarinnar og sagði svo orðin, um ieið og hún faðmaði dóttur sína: — Lifi drottningin! Svo hvarf hún af svölunum en þessi athöfn táknaði, að frá þessu augna- bliki væri það Júlíana, sem ætti að tala til þjóðarinnar. Fagnaðarópin kváðu við. Og nú var það nýja kyn- slóðin, sem verið var að hylla. Þcgar Júlíana kom ioks inn af svöl- unum aftur, gekk móðir hennar til hennar, faðmaði hana aftur, horfði fast í augun á henni og sagði: — Nú ertu drottning, Júiíana. Gleymdu ekki að það er ekki hægt að fela nokkurri manneskju erfiðara viðfangsefni! Svo gengu þær saman að borðinu, og Júlíana undirskrifaði í fyrsta skipti sem drottning, skjal sem gerði „Wil- helminu prinsessu" meðlim æðstu orðusveitar, sem til er i Hollandi, Wiilemsorðu hersins. Á gullkrossinn var grafið: Fyrir þor, liyggindi og tryggð. Krýningin fór fram 6. september. Amsterdam var fánum skrýdd og öil í blómaskrúði, þó að þoka grúfði yfir húsaþökunum. Stundvíslega klukkan eilefu gátu þeir heppnu, sem náð höfðu sér i stæði fyrir framan iiöllina, séð Júlíönu drottningu koma út í hvítri hermelínskápu. Við iiiið mannsins gekk hún þessa 200 metra frá höllinni i Nieuwke Kerk. Þar var allt ])ingið samankomið, meðai annarra. Og hún ávarpaði söfnuðinn hátt og snjailt: „Ég finn tii söknuðar á þessu augna- biiki. Eiður minn að stjórnarskránni er tákn þess að móðir mín telur sig ekki iengur hafa þrek til að starfa fyrir ættjörðina." Grafhljótt var i kirkjunni, og drottn- ingin hélt áfram: „Nú er ég kvödd til starfs sem er svo umfangsmikið, að enginn, sem gerir sér það ljóst, nmndi vilja taka við því. Ég segi aðeins: Hver er ég, sem þori að taka við því?“ Þessi orð bergmáluðu í hvelfingu kirkjunnar og síðar í meðvitund milijóna manna: -— Hver er ég, sem þori ....... Þegar drottningin kom aftur í höll- ina með Bernl)ard, vék iiann henni sem snöggvast afsíðis áður en hún fór út á svalirnar til að ávarpa mannfjöld- ann. Hann faðmaði hana að sér og sagði: — Nú ert þú .Túliana drottning. En gleymdu ekki að í minum augum hef'ir þú ailtaf verið það. I' ÞJÓNUSTU MANNKYNSINS. — Það er indæit að lifa! kvað Júlí- ana einhvern tíma liafa sagt. — Lifið er eins og skemmtiganga i yndisleg- um garði, með fegurstu blómum. Júlíana var þrjátíu og níu ára þeg- ar hún varð drottning Niðurlanda. En hún taldist ávailt til hinna ungu. Hún sagði það sjálf. Og hvernig var annað hægt? Hún var miðdepill hamingju- samrar fjölskyldu, og hamingjan er alltaf nng. Eftir fárra ára ríkisstjórn hefir hún gert sig verðuga viðurnefn- isins sem hún ber: drottning iýðræðis- ins. Einu sinni þegar l)ún var lítil, spurði hún móður sína: — Mamma, á ég allt þetta fólk í Holiandi þegar ég verð drottning? Svarið var: — Nei, Júlíana, fólkið á þig. Hún sýndi það best í vatnsflóðun- um miklu, sem gengu yfir Holiand í janúarlok 1953, að fólkið átti hana. Sjávarflóðið féll eins og liolskefla yfir landið, braut fióðgarðana og bar sand yfir „garða Júlíönu“. Og i Hollandi urðu þessar náttúruhamfarir nær tvö þúsund manns að bana. Þessa skelfingardaga var Júlíana drottning sjáif að staðaldri í sambandi við Rauða krossinn og rikisstjórnina og iagði á ráðin um björgunarstarfið. Hún gat ekki setið heima og ekki hafst að, heldur ferðaðist l)ún um slysa- svæðin og safnaði að sér flóttafólki. Á einnm stað lá bifreiðin i. Hún fór sjáif út til að hjáipa til að ná honum upp úr. Hún talaði til þjóðarinnar í útvarp- ið: — Við horfum með skelfingu á ])essa ógæfu, sem þjóðin i)efir orðið fyrir. En upp úr ailri eymdinni skina fögur dæmi um fórnfýsi og náungans kærleika, hjálpfýsi og eindrægni. Veröldin hlustaði á þessi orð. Það var drottning í litiu landi sem talaði. En það vorn orð sem gætu vakið menn til umhugsunar í mörgum stórum iönd um. Leyndarmálið við þá tilbeiðslu og virðingu, sem Júlíana drottning nýtur Framhald á bls. 10. Júlíana drottning vinnur eiðinn við krýninguna í Nieuwe Kerk í Amster. dam 6. september 1948. — Við hlið hennar stendur Bernhard prins. LITLA SAGAN RUZICKA : Qullhamar CÁTTU mig ekki heyra svona bull! Það er ómögulegt að koma sér í mjúkinn l)já kvenfólkinu með ofbcld- inu einu saman! , Afsakaðu, en ég sagði ekki annað en að gullhamrar á réttu augnabliki gætu ......“ „Það er nákvæmlega það snma.“ „Ónei, góðurinn minn, það er ekki sama. Ef n)aður hvíslar einhverju fallegu að henni á réttu augnabliki þá verkar það eins og gúlsopi af munka- likjör eftir góða máltíð.“ „Jæja, hvislaðu þá eins og þú vilt,“ sagði Georg hæðilega, „og eigðu þinn munnvökva sjálfur. Ég þarf ekki á honum að halda. Ég tek alltaf inn natrón eftir matinn.“ „Þú ber það líka með þér!“ sagði Árni og klappaði Georg á öxlina. „Þú ert' duglegur málfræðingur, en í kvennamálum ert þú hvítvoðungur .... Ég segi það einu sinni enn að kvenfólkið gengst upp við skjallið!“ „Ekki mundi það stoða þig mikið ef þú talaðir við unnustuna mína!“ sagði Georg. „Hún er hátt hafin yfir slíka flónsku!" „Ég játa að hún mundi vísa á bug skjalli, sem væri orðið upplitað af ofnotkun," sagði Árni. „Og því miður er það svo, að fæstir hirða um að klæða hugsanir sínar í nýjan búning. Hvað eftir annað heyrir maður sömu þvældu orðatiltækin, og þegar ást- fanginn maður ætlar að sýna andríki þá fær hann það sem hann þykist þurfa á að halda hjá einhverju skáld- inu okkar, talar um peruröð hvítra tanna, kóralrauðar varir og augu djúp sen) ævintýrabrunna eða skógar- tjörn. Nei, það þarf eitthvað bragð- meira, sagði ég við sjálfan mig — maður verður að segja eitthvað frum- legl um kvenfólkið. Og síðan ég komst á þessa skoðun hvísla ég alltaf þegar ég er einn með fallegri stúlku, og finn neistana sem fljúga á milli okkar kveikja i, jafnframt þvi að ég horfi biðjandi augum á hana og tek um höndina á henni. Ég hvísla: „Iki reis bir gemi battyryrlar!“ Árni hló. — „Ég fann þetta í tyrkneskri orða- bók eða málsháttasafni og úr þvi að þú ert málfræðingur hlýtur þú að vita að það þýðir: „Því fleiri sem kokkarnir eru þvi verri verður mat- urinn!“ „Nei,“ sagði Georg þumbaralega. „Það er ekki rétt. Orðrétt þýðir það: „Skipið ferst ef skipstjórarnir eru tveir!“ „Jæja, það munar nú minnstu, mér finnst meiningin eiginlega vera sú sama. En það sem mestu máli skiptir fyrir mig er að kvenfólkið gengst upp við þetta. Ilinn mjúki hreimur tyrk- nesluinnar kitlar eyrað — og þegar ung stúlka spyr mig hvað orðin þýði, svara ég með þvi að mæna i augun henni og svara: „Þetta er það fegursta sem Baki, liið mikla tyrkneska skáld, gat sagt nn) konuna....“ Og það svar hafa ])ær allar látið duga. Og margar hafa meira að segja lært orð- in utan að.“ „Flónska ......“ urraði Georg, sem aldrei skildi gaman. „Kvenfólkið er forvitið, og ...“ Framhald á bls. 10.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.