Fálkinn


Fálkinn - 07.05.1954, Blaðsíða 13

Fálkinn - 07.05.1954, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 flýtti sér út. Þegar hún fór fannst henni hún vera að fara í sendiferð. En hún vissi líka, að krypplingurinn var góður og göfugur mað- ur, og hafði gefið besta ráðið sem hann vissi, í erfiðu máli. Hvernig vissi hann — en John hafði auðvitað sagt honum sannleikann! Sinclair var trúnaðarvinur Johns. John leyndi hann ekki neinu, líklega ekki einu sinni hjú- skaparmálum. Hann hafði brosað til hennar og lyfti hend- inni eins og hann væri að blessa yfir hana, þegar hún fór. Anna hljóp við fót eftir öllum göngunum í stórhýsinu, svo mikið flýtti hún sér að komast burt sem fyrst. En samt fannst henni eins og stórviðri í sál hennar væri að slota. Henni hafði létt við að sjá Sinclair og tala við hann .... Hún hitti Barker niðri í forsalnum. Bryt- inn starði á hana eins og hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Það skeði ekki á hverjum degi að húsfrúin sæist svona snemma á ferli og væri að fara út. Anna kinkaði kolli til hans og sagði: „góðan dag- inn,“ eins og hún var vön. Og svo fór hún inn í hallargarðinn og inn í þá álmuna, sem bifreiðarnar voru geymdar í. Bílstjórinn góndi á hana eins og naut á ný- virki, þegar hún hafði barið svo lengi á dyrnar að hann vaknaði. Anna bað hann um lykilinn að bílageymslunni og ók bílnum út aftur á bak, sneri honum svo og fannst sér létta þegar hún kom yfir brúna og út á þjóðveginn. Hún vissi ekkert hve lengi hún hafði ekið, eða hvaða leið. Hún hafði enga áætlun, vissi ekkert hvert hún var að fara, heldur aðeins að hún vildi komast eins margar mílur frá John og unt væri. Undir eins og hún kom á breiðan veg reyndi hún að komast sem fljót- ast á mjóa hliðargötu. Hún leit ekki á veg- vísana, vissi ekkert hvar hún fór. Hún lét eðlishvötina ráða og ók vegina, sem henni leist best á. Um klukkan ellefu nam hún staðar til að fá bensín. Meðan hún beið rak hún augun í spjaldið á húsinu fyrir handan veginn, þar sem auglýst var að þar fengist kaffi og te og litlir matarréttir. Og nú fyrst mundi hún eftir að hún hafði hvorki bragðað vott eða þurrt síðan daginn áður. Hún var banhungruð. „Þér getið fengið ágæta eggjahræru,“ sagði unga stúlkan sem afgreiddi. „Við höfum glæ- ný egg.“ Anna tók boðinu. Þegar eggja- hræran kom inn, glóbrún á litinn, ásamt sméri og brauði og stóru mjólkurglasi, tók Anna hraustlega til matar síns og með bestu lyst. Eins og í draumi borgaði hún, brosti til ungu stúlkunnar og fór inn í bílinn og tók á stýrinu. Hvert átti hún að fara? Hvað átti hún að taka fyrir næst? Hún vissi það ekki en hélt áfram ferðinni, áætlunarlaust eins og áður. Hún hafði enga Hvar er málarinn? hugmynd um hvar hún var stödd, en henni datt ekki í hug að stansa og spyrjast fyrir um það. En hún leitaði uppi þær leiðir, sem um- ferðin var minnst á, varaðist þéttbýlið, því að það var einveran, sem hún var að sækjast eftir. Klukkan mun hafa verið um tvö þegar hún varð að nema staðar til að hleypa heyvagni með hálffæinum hesti fyrir framhjá sér. Og þá vildi svo til að vegvisari var þarna rétt hjá og hún gat lesið nafnið á næsta bæ: Melchester .... Og þá vissi hún að ekki var nema hálftíma leið til Little Cople. Og þá skildi hún, að hún hafði verið á leið- inni þangað síðan hún hélt af stað, þó að hún gerði sér það ekki ljóst fyrr en núna. Hún var á leiðinni til bernskustöðvanna. Anna ók hálftíma ennþá, um vegi sem hún fór að kannast við, og svo kom hún til Little Cople. Heima! Það var eins og orðið væri hróp- að inni í sál hennar .... Hún hafði flúið til að leita huggunar á kyrrlátum stað, og svo lenti hún þar, sem hún aldrei hafði fundið annað en ástúð og öryggi. Að vísu var það svo, að æskuheimili hennar hafði verið selt. Joohn hafði sagt henni það. Þau höfðu fengið tvö þúsund pund fyrir húsið, og það var ágætt verð. Meira hafði hann ekki sagt og Anna hafði ekki spurt hann frek- ar. En henni hafði þótt gott að vita, að nú átti hvert þeirra systkinanna fimm hundruð sterlingspund í sparisjóðnum. Það þýddi að ef í nauðirnar ræki þyrftu þau ekki að þiggja ölmusu af John — þannig hafði hún hugsað þá. Hún ók langt upp í Stórgötu. Þarna var slátrarabúðin og þarna var mjólkurbúðin. Þarna átti frú Briggs heima í hrörlega gren- inu bak við pósthúsið, og í næsta húsinu gamla konan yndislega, sem aldrei hafði orðið misdægurt á ævi sinni. Og samt hafði hún verið meðal bestu vina læknisfjölskyldunnar. Þarna var tóbaksverslunin og þar fékkst lika súkkulaði og brjóstsykur. Anna mundi vel, að þangað hafði hún farið með tvíburana til að láta sýna þeim varninginn, þá sjaldan efnin leyfðu að gera sér dagamun .... Að hugsa sér að hún hafði verið svo fátæk að súkkulaði fyrir tvo shillinga var hámark eyðsluseminn- ar! Hún sveigði fyrir hornið og inn á mjóa veginn með kastaníutrjágöngunum. Þarna var varla nokkra manneskju að sjá, enda var mat- málstíminn tæplega afstaðinn og auk þess steikjandi hiti. Þeir sem ekki urðu að vinna sátu vitanlega í garðinum sínum að húsabaki og nutu forsælunnar. Hliðið stóð opið. Hún hafði stöðvað bílinn og eins og í draumi gekk hún inn stiginn, sem hún þekkti svo vel, og upp að svölunum. Hver svo sem ætti húsið þá mundi hann ekki neita henni um að koma inn i garðinn og fá að sitja um stund í forsælunni undir stóra epla- trénu. Enginn svaraði þegar hún hringdi. Hring- ingin bergmálaði í húsinu, en ekkert benti til að aðrir heyrðu hana en hún sjálf. Nú fann Anna að hún var orðin ákaflega þreytt. Henni fanst hún vera að kikna í hnjánum og hún var alltaf að reka tærnar í er hún beygði fyrir húshornið og að eldhúsdyrunum. Og nú tók hún eftir að gluggatjöldin voru dregin niður bæði í dagstofunni og borðstofunni — já, meira að segja i eldhúsinu. Það varð ekki skilið nema á einn veg — að nýi eigandinn væri ekki fluttur í húsið ennþá. Húsið var tómt. Það var enginn vafi á því. Eldhúsdyrnar voru læstar og eins dyrnar við svalirnar. En enginn vissi betur en Anna hvernig hægt var að komast inn í læknishúsið ef maður var lokaður úti. Hespan á glugganum í eldhús- skúrnum var brotin, svo að hægt var að opna gluggann utan frá ekki siður en innan frá. Og gluggakistan var ekki nema einn metra yfir jörð. Augnabliki síðar trítlaði hún léttfætt gegn- um eldhúsið og inn í borðstofuna, þaðan inn i dagstofuna og hneig þar niður í sófann, beint á móti arninum. Þar höfðu þau setið á kvöldin, öll fjögur, þó að tvíburarnir yrðu að fara snemma að hátta .... og í gamla, snjáða hægindastólnum sat pabbi og horfði glaðlega Framhald í næsta blaði. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavik. Opin ki. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram- kv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTSprent. ADAMSON Adamson nær í gott sæti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.