Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1954, Blaðsíða 5

Fálkinn - 13.08.1954, Blaðsíða 5
F ÁLKINN 5 Bldsheggur riddori vor til I Hann hét Gilles de Laval de Retz og varð marskálkur. HAGFELLT. — Flestar rnæður vita hve erfitt það getur verið að gefa börn- unum pelann. Þetta áhald á að létta móðurinni starfið. Það er hægt að hreyfa pelann til eftir vild og láta hann vera þannig að hvítvoðungurinn nái til hans. PRINSESSAN DANSAR. — Margaret prinsessa var gestur hertogans af Beaufort á veðreiðunum í Gloucesters- hire í vor. Og á eftir tók hún þátt í dansleik, sem hertoginn hélt og dans- aði til klukkan 3 um nóttina, í svört- um flauelskjól og með demantafesti um hálsinn. Hér sést Margaret vera að dansa við hertogann. MANNFÆLINN RÚSSI. — Vegna Asíumálaráðstefnunnar í Genf hafa Rússar haft stjórnarsendla-flugvélar í förum milli Genf og Berlín undanfar- ið. — Myndin sýnir rússneskan sendi- boða koma til Genf. Hann er var um um sig og lætur ekki lokkast af brosi ljósmyndarans. En varar sig ekki á, að þarna eru fleiri ljósmyndarar við- staddir. SAGAN um Bláslcegg riddara — e'ða Hrólf bláskegg — er kunn með flestum þjóðum, og konumorðingjar hafa fengið viðnefnið bláskeggur. Þjóðsagan lýsir honum sem konu- morðingja fyrst og fremst, glæpa- manni á borð við Landru, Jack the Ripper, dr. Crippen eða Christie enska. En Bláskeggur er ekki hugsuð persóna. Hann var til og og var tekinn af lífi fyrir fjöldamörg morð fyrir 500 árum. Árið 1697 gaf franski höfundurinn Charles Perrault bókina „Les contes de ma mére l’Oie“. Þetta er smásögu- safn og þar er sagan um „Chevalier Barbe-Bleu“ (Bláskegg riddara). Hann var forríkur aðalsmaður, ferlega Ijót- ur og myrti 6 konur sinar hverja eftir aðra vegna þess að þær hlýddu ekki banni hans um að stíga ekki fæti i leyniherbergi eitt í höllinm. Þegar hann var í þann veginr. að drepa þá sjöundu komu þrír bræður hennar að og drápu liann og hirtu alla fjár- muni hans. Þessi saga liefir verið þýdd á rnörg mál og orðið mörgum yrkisefni. En hvaðan hafði Perrault söguna? Sumir töldu að þetta væri gömul goðsögn og að riddarinn væri stæling á indverska guðinum Gndra. En fleiri töldu lík- legra að franski morðinginn barón de Retz væri fyrirmyndin. Hann var brenndur á báli 1440. Barón de Gilles de Laval de Retz fæddist i Machecoul-höll árið 1404. Faðir hans dó þegar hann var 11 ára, móðir hans giftist aftur og Gilles ólst upp hjá móðurföður sínum, Jean de Craon, sem lét allt eftir honum. Gilles var greindarpiltur og fékk ágæta menntun eftir þvi sem þá gerðist. Átján ára talaði hann latínu reiprenn- andi, hafði lagt stund á listir og vis- indi og hermennsku. Hann var hár og friður. 17 ára kvæntist hann Catherine de Thouars, fríðleikskonu, „hreinni sem engill" stendur i gömlu riti. Hún átti hæsta óðal við óðal Gilles, þau voru bæði forrik og tíðir gestir við hirðina. HJÁLPAÐI JEANNE D’ARC. Þegar Jeanne d’Arc hafði fengið op- inberanirnar og safnaði liði til að reka Englendinga úr landi, gekk de Retz þegar i lið með lienni. Konungur fól honum að vera lifvörður liennar og hann barðist hraustlega við hennar hlið. Þegar „Jómfrúin frá Orleans" reið við hlið konungs inn í Rheims að kvöldi 16. júli 1429, reið de Retz næstur á eftir þvi i fylkingunni. Dag- inn eftir var konungur krýndur í,dóm- kirkjunni og Gilles de Retz var gerð- ur „marskálkur Frakklands" fyrir lireystilega framgöngu, 25 ára gamall. Siðan hélt baróninn heim til hallar sinnar í Tiffauges og var fagnað mjög. Hann var einn af rikustu aðalsmönn- um landsins, átti meiri lönd en nokkur einstaklingur og ógrynni fjár í gulli og gimsteinum. En velgengnin hafði stigið honum til höfuðs. Hann hafði fengið mikilmennskubrjálæði. Öll veröldin skal tala um mig! Hann barst meira á en konungur- inn, hélt mörg þúsund manna lífvörð og fjölda preláta, stofnaði leikhús i höllum sinum, boraði af gulldiskum, stráði peningum og hélt stóra leikara- flokka. Hann var stórgjöfull, og gaí' t. d. einu sinni yfir hundrað skart- klæði sama daginn. En jafnframt á- gerðist ágirnd í honum. Hann vildi eiga allt — ráða öllu. En eyðslan varð meiri en aflinn og einn góðan veðurdag voru fjársjóðir barónsins uppétnir. Hann varð að fá lánaða peninga með okurvöxtum og seldi hverja jarðeignina eftir aðra. Og hann var orðinn svo geðbilaður að fjölskylda hans var hrædd við hann og kona hans og dóttir flýðu frá honum. Bölvun gullsins. Nú var sú eina von hans, að hann gæti fengið gullgerðarmann til að bjarga fjárhagnum. Hann hitti mann sem lánaði honum bók um „alkymi“ og las hana með áfergju. Og svo réð hann til sín tvo af þessum svindlur- um o gsetti upp gullgerðarstofu í Tiffauges. Þegar enginn árangur varð af starfi þeirra gerði hann út trún- aðarmann sinn, Blanchet, til Ítalíu, til að finna einhver færi þar. Blanchet komst í tæri við ungan prest, sem var genginn úr þjónustu kirkjunnar og orðinn gullgerðarmaður og var auk þess rammgöldróltur. Hann réðist til de Retz, og sagði honum að ef vænta ætti nokkurs árangurs þá yrði að leita aðstoðar djöfulsins sjálfs. Nú var að særa hann fram. Eitt ráðið til þess var að syngja honum messu á Allra- heilagramessu. En þó var það ekki það versta. Einn dag þegar Poitou þjónn kom inn til barónsins og var hann þá að brytja sundur barnslík. Þjónninn hljóp i of- boði til Blanchet og sagði honum þetta, en hana tók þvi rólega og sagði að til þess að bliðka djöfulinn yrði að fórna honum börnum! Blanchet uppálagði þjóninum að þegja yfir þessu. Dýpra og dýpra. Þegar frá leið fóru þessar barna- fórnir að kvisast um nágrennið. Hurfu mörg börn. Ánauðugir bændurnir þorðu ekki að kæra hinn volduga mar- skálk. Hann þóttist mikill trúmaður og sótti helgar tíðir daglega, og stofn- aði kórdrengjasveit til að syngja við messugerðirnar. de Retz sökk dýpra og dýpra. Hann var orðinn ástriðumorðingi. Honum var nautn að því að sjá fórnarlömb sin engjast sundur og saman í dauða- stríðinu, og nú einsetti hann sér að verða mesti morðingi sem nokkurn tíma liefði lifað. Fólk i sveitinni lifði í sífelldri ang- ist. Börn, unglingar og enda giftar konur liurfu. Þessir liryllilegu glæpir héldu áfram i tíu ár. de Retz gerðist æ fífldjarfari og fór að ræna börn- um i borgunum. Foreldrar þeirra kærðu og de Retz var leiddur fyrir rétt. Hann fór rólegur þangað — taldi sig svo voldugan að enginn dómstóll mundi dirfast að gera honum óskunda. Svo hófust rannsóknirnar. Mikið af hálfbrunnum beinum fannst á óðulum barónsins. Og hjálparmenn hans með- gengu strax. Einn þeirra sagðist hafa fært lionum 50 börn til að fórna, og „presturinn“ meðgekk að hafa brennt likin og falið. „PIN-UP“ NR. 1. — Kvikmyndaleik- konan Francoise Arnoul er talin sú stúlka í Frakklandi, sem flestir ungir menn festi upp myndir af. Hún er 22 ára og fædd í Norður-Afríku, dóttir stórskotaliðshershöfðingja. Hún er áhugasöm um íþróttir og ver tóm- stundum sínum í sund, útreiðartúra og tennis. JUNE CAMPBELL kvikmyndadísin, hefir undanfarið dvalist við Sidney í Ástralíu og þykir gott að vera þar og nota sjóinn og sólskinið. Á myndinni sýnir hún nýtt baðgestatæki, sem hún fær sjálfsagt góða þóknun fyrir að auglýsa. Það er hægt að nota það til að bera í því baðfötin sín, en jafn- framt má nota það sem sólhlíf — eða þá til að hafa undir höfðinu, ef maður er ekki hræddur við að verða frekn- óttur af of mikilli sól. Loks gat de Retz ekki þrætt lengur. Og játning hans var svo hryllileg að dómurunum blöskraði. Hann meðgekk að hafa myrt um 200 börn. Enginn hefði gert betur, sagði hann. í dóminum sátu hertoginn af Bretagne, erkibiskupinn af Nantes, og yfirdómarinn i Nantes. Voru de Retz og aðstoðarmenn hans dæmdir til að brennast á báli. Konungurinn stað- festi dóminn og í október 1440 var honum fullnægt í Natnes. de Retz varð aðeins 36 ára. Vegna þess að de Retz var af svo tignum ættum úrskurðuðu dómararnir að de Retz yrði kyrktur áður en hann væri lagður á bálið. Og áður en eld- urinn hafði breytt hræinu í ösku, var það dregið úr loganum svo að hægt væri að grafa það i vigðri mold. Þessi linkind var leyfð vegna þeirra afreka, sem marskálkurinn hafði unnið i æsku. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.