Fálkinn - 13.08.1954, Síða 7
FÁLKINN
7
ana um ástand og horfur. Ég reyni
að skapa mér verkefni við mitt hæfi
til að drepa timann og íhuga, hvað
ég geti gert til þess að treysta hag
minn og öryggi á næstu mánuðum.
OG NÚ hverf ég aftur að söguþræð-
inum. Annan daginn i skálanum
gerði ég eld. Það var ekki svo erfitt,
því að allt var við höndina, sem með
þurfti. Ég setti vatn yfir eldinn til
þess að hafa eitthvað heitt og fann
síðan þunna kassafjöl, sem ég klauf
niður i þægilegar spelkur fyrir
liandlegginn.
Ég 'fór úr frakkanum, þó að það
ætlaði að reynast fullerfitt. Sérstak-
lega var óþægilegt að komast úr
vinstri erminni, þar sem ég gat ekki
notað liægri höndina neitt. Ég reyndi
ekki að klæða mig úr meiru.
Þegar vatnið var orðið heitt, hretti
ég upp skyrtuermina á veika hand-
leggnum og bjóst til að þvo hann, en
ég var orðin svo þreytt, að ég varð
að hætta við það og láta nægja að
styrkja liann með nýju spelkunum og
binda handklæði utan um. Ég drakk
mikið af vatni og fór að sofa aftur.
Eg reyndi ekki að komast upp i rúm-
ið. Ég sat á gólfinu og hallaði mér
upp að veggnum og sofnaði þannig.
Eg vaknaði um nóttina og hræði-
legur þorsti ásótti mig. Er ég hafði
svalað honum sofnaði ég aftur.
Brátt fór að daga og ég fann, að
líðanin skánaði. Ég var sársvöng. Eg
kveikti upp og bjó til dýsætt te. Ég
borðaði hrátt haframjöl og rúsínur
og drakk teið með. Mér leið nógu vel
á eftir til þess að skynja það i fyrsta
skipti hve óhrein ég var í raun og
veru. Mig langaði liins vegar til þess
að vera hrein.
Nærskyrta af Sam hékk rétt yfir
höfði mér. Ég kippti henni niður og
hugðist fara í hana. Eg setti vatn í
skálina á gólfinu og náði mér i tusku
til að þvo mér með. Eg losaði um
liárið og bjóst til að skola úr því
mestu óhreinindin, en þá fann ég, að
lausar flygsur voru í því.
Hárið var samanklístrað af storknu
blóði og ég gat ekkert átt við það.
Hins vegar gat ég þvegið mér í fram-
an og niður á hálsinn. Þá datt mér i
hug að reka höndina niður í krukku
með svínafeiti, sem þarna var og
nudda höfuðið upp úr feitinni til að
ná betur óhreinindunum.
GEORGE DERTINGER fyrrum utan-
ríkisráðherra Austur-Þýskalands hef-
ir verið dæmdur í 15 ára fangelsi fyr-
ir að hafa unnið að stjórnarbyltingu.
Hægri liöndin var ennþá svo við-
kvæm, að liún þoldi ekki þvott. Eg
gat aðeins strokið það mesta af
lienni. Með hníf tókst mér að sníða
hægri ermina af nærbolnum af Don,
sem ég hafði farið í, eftir að ég varð
holdvot á leiðinni neðan frá skipa-
læginu. Síðan gat ég smeygt jiví sem
eftir var yfir höfuðið og afklætt mig
þannig niður að mitti. Að svo búnu
gat ég farið í hreinu nærskyrtuna af
Sam.
Mér leið illa eftir þessa áreynslu,
höfuðið varð þungt og hugsunin óskýr.
Brátt leið ég út af og sofnaði.
ÉG HLÝT að hafa legið þarna svona
á mig komin mjög lengi. Tilfinningar
mínar og skynjanir voru undarlegar
og mér fannst skálinn svífa í lausu
lofti. Stundum opnaði ég augun og
þá var ýmist bjartur dagur eða nætur-
myrkur.
Eitt sinn vaknaði ég betur en venju-
lega. Ég vissi, að eitthvað hlaut að
hafa vakið mig. Þá áttaði ég mig
snögglega á því, að mýsnar voru að éta
svínafeitina úr blóðstorknu hári minu.
Ég stuggaði við þeim.
Þær komu aftur og sleiktu feitina
af hökunni á mér. Eg óttaðist beittar,
hvítar tennur þeirra og reyndi eftir
megni að fæla þær burt, en þær voru
þráar og komu alltaf aftur.
Ég fagnaði dagsbirtunni, þvi að þá
flýðu mýsnar.
Loks varð ég svo brött aftur, að ég
gat farið að hreyfa mig. Hungur og
þorsti sótti á mig. Ég náði i mat og
drykk og mér leið strax betur, er ég
hafði nærst. Sviminn og þyngslin yfir
höfðinu var að mestu liðið hjá og ég
átti auðveldara með allar lireyfingar
en áður. En ég var ennþá fitug og ó-
hrein. Ég þurfti miklu meira vatn, en
fatan var að tæmast. Mér varð hverft
við, en mundi svo allt í einu eftir
þrónni undir upsinni. Þar væri nóg
vatn.
Verkaföt karlmannanna höfðu öll
verið skilin eftir i skálanum, en ekk-
ert af mínu dóti var þarna. Ég hefði
lieldur ekki kært mig um flíkurnar
mínar. Þær urðu sem óðast of þröng-
ar, og ég þoldi ekki þröng föt. Ég
ákvað- að nota fötin af Sam. Hann
var stærri og gildvaxnari en Don.
Framhald í næsta blaði.
PAUL ELY yfirhershöfðingi, sem
tók við herstjórn Frakka í Indó-
Kína. Fyrsta viðfangsefni hans þar
var að verja borgina Hanoi.
Þú ræður hvort þú trúir því.
Dflinn mflður hittir stn sinn
Það bar við i Innra-Rygjafylki að
gamall maður drukknaði er hann var
í upsaróðri. Margir smábændur sem
búa nærri sjó og hafa Htið jarðnæði,
sem ekki nægir nema tveimur kúm
og nokkrum kindum, stunda útræði
sér til búsílags, veiða sér i soðið og
selja nokkrar bröndur í næsta þorpi
eða sveitabýlum, þeim sem þykjast upp
úr því vaxnir að renna færi vegna
þess að þeir eiga meira en tvær kýr
og kalla sig stórbændur. — Jæja, þessi
gamli maður fórst en enginn vissi
hvar hann hafði drukknað. Var slætt
til að reyna að finna líkið, en það varð
árangurslaust, enda vissi enginn hvar
leita skyldi. Og fjörðurinn er stór og
mikill og straumur í honum, ekki sist
út af árósunum.
Svo var það eitt kvöld nokkrum
vikum seinna, að sonur drukknaða
mannsins reri til fiskjar. Því að matar-
laust gat heimilið ekki verið, þó að
gamli maðurinn lægi þarna einhvers
staðar úti á hafsbotni, og kæmist ekki x
i kristinna manna reit.
Þegar hann var kominn drjúgan
spöl út á víkina lagði liann inn ár-
arnar og sneri sér á þóttunni til að
ná í færið, sem lá í skutnum. Honum
lá við að liljóða, því að livcr sat þarna
á borðstokknum nema faðir hans og
virtist vera bráðlifandi. Hann var
meira að segja með pípuna sína i
munninum.
Pilturinn fleygði færinu i snatri og
greip til áranna, en þegar liann sá
augnaráð gamla mannsins dokaði
hann við. Gamli maðurinn hafði ver-
ið ráðríkur og aldrei þolað undan-
brögð eða vifilengjur, og virtist ekki
gera það enn, þótt dauður væri.
— Hva — hvað viltu, pápi? stundi
pilturinn upp úr sér. Hann sagði sjálf-
ur svo frá eftir á, að hann hefði
heimtað skýr svör, en fólkið í sveitinni
fullyrti að liað væri haugalygi, hvað
sem það svo hafði fyrir sér í þvi. —
Get ég hjálpað þér eitthvað?
Faðirinn svaraði ekki. Hann benti
bara út á sjóinn, eins og hann væri
að skipa syni sinum að róa i áttina,
sem hann benti í.
Pilturinn gerði það, liann reri og
reri þangað til gamli maðurinn benti
honum að nema staðar. Pilturinn gerir
það, leggur inn árarnar og biður. Fað-
ir hans lítur á hann, rennir sér út af
borðstokknum og hverfur ofan i sjó-
inn.
Nú rær pilturinn lífróður til lands
og hrópar eins og lungun leyfa. Fólk
safnast að lionum og hann segir frá.
Og nú er hafin leit á ný á staðnum
sem pilturinn hafði liorfið sýnin. Und-
ir eins og farið var að slæða fannst
lík gamla mannsins. Það var likast
og liann hefði fest sig á öngulinn
sjálfur. Hann var óbreyttur frá þvi
sem hann hafði verið í lifanda lífi og
meira að segja var pípan hans í
munninum á honum.
Líkið var flutt i kirkjuna sama
kvöklið og jarðað daginn eftir. Sonur-
inn varð safnaðarfulltrúi eftir þetta.
Fólk taldi hann sér fremri því að hann
hafði liaft kynni af yfirnáttúrulegpm
lilutum, sem öðrum eru liuldir.
1 ...
Egils áváxtadrykkir
Ameríska leikkonan Julie Wilson
varð að fórna sínu fagra og síða hári,
þegar hún lék í „South Pacific“. Hún
sést hér með hárið, sem klippt var
burt.
HANN KOM OF SNEMMA. — Pásk-
arnir voru kaldir í Bayern, eins og
víðar í Evrópu, og þar kingdi niður
snjó, svo að lævirkinn sem kom til
að syngja inn vorið, kom of snemma.
Enda varð snjórinn og kuldinn honum
að bana.
BISKUP MEÐ ÞRÝSTILOFTI. — Það
er ekki á hverjum degi, sem biskupar
sjást vera að vinna með þrýstilofts-
bor. En þeir sem voru viðstaddir er
vinna var hafin við byggingu mót-
mælendakirkju einnar í Seattle í Was-
hingtonfylki í Bandaríkjunum fengu
að sjá þetta. Kirkjan var byggð á
steinsteyptri hellu, sem þarna var
fyrir, svo að biskupinn Stephen F.
Bayne gat ekki stungið fyrstu skóflu-
stunguna. í staðinn boraði hann gat
ofan í helluna með þrýstiloftsbor og
þar var lagður messinghólkur.