Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1954, Blaðsíða 9

Fálkinn - 13.08.1954, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Hollywood-pistillinn hverju án þess að það hefði dregið dilk á eftir sér. En þetta sem þau höfðu fundið til í fyrsta skipti sem þau sáust, leynisambandið milli þeirra, var þar áfram. Og þau fundu það bæði en vildu ekki missa það sem þau höfðu fundið og upplifað. Og svo valt snjóboltinn áfram. Hann stækkaði og stækkaði. Steinn hafði aldrei tima til að vera heima. Leikhús og dans! Skíðaferðir í sólskini og tungls- Ijósi. Fyrst í stað hafði hún sam- viskubit. „Hugsaðu þér hana, sem alltaf verður að sitja heima,“ sagði hún i fyrstu skiptin og var að reyna að neita þegar hann var að bjóða henni út rneð sér. En svo hreifst hún með. Var hún ekki ung ennþá — átti hún að grafa sig inni? Lífið var til að njóta þess, og voru þau ekki sköp- uð hvort handa öðru? Og loks kom að því að hann afréð að skilja við konuna. Þeim var alls ekki nóg að vera saman kvöld eftir kvöld og alla sunnu- daga. Þau urðu að lifa saman að fullu og öllu. Hún var eins og bergnumin. Konan hans hafði ekki vitað neitt um hvernig komið var, fyrr en nú. Hann hafði aldrei sagt henni að önnur kona væri í spil- inu, svo að þetta kom eins og reiðarslag. Skilnaðarmálið gekk sinn vana- gang. Stundum setti að henni hrygg og samviskubit þegar hún hugsaði til veiku, máttlausu kon- unnar, en hún vísaði því jafnan á bug .... hún vildi ekki hugsa um'það......Hún vildi vera glöð .... lifa .... vera elskuð. En tveimur dögum áður en þau ætluðu að giftast, dó hann. Nú fóru erfiðir og ömurlegir tímar í hönd. En það deyja fáir úr sorg tvítugir. Fyrr eða síðar lætur maður huggast, og lifið heldur áfram — áfram. Fimm ár- um síðar giftist hún ungum, myndarlegum manni, sem gat lát- ið hana gleyma sorgunum .... Og nú höfðu þau lifað saman í fimmtán ár. öll þessi ár hafði henni fundist hún vera ung og hamingjusöm. En svo hafði skuggi farið að færast yfir tilveru hennar. Hún komst að því af tilviljun. En eftir að grunurinn var vakn- aður á annað borð, nagaði hann hana í sífellu og léði henni aldrei ró eða frið. Hún varð að rekja ör- lagaþræðina áfram .... vita allt .... ekki reyna að gleyma því eða vísa á bug .... hún varð að vita allan sannleikann. Maðurinn hennar var alltaf á ferð og flugi. Áður hafði við- kvæðið verið: „Farðu í kápuna, LORETTA YOUNG hefir nú snúið baki við kvikmyndunum og lielgar sig eingöngu sjónvarpinu. Hefir hún stofnað hlutafélag ásamt manninum sínum, Tom Lewis, sem ætlar sér að húa til leikþætti handa sjónvarpinu, og eiga þessir þættir að heita „Bréf til Lorettu", Þættirnir koma einu sinni á viku og byrjuðu i febrúar. Loretta er nú orðin 41 árs og hefir staðið framarlega i kvikmyndadisa- hópnum i 25 ár, sumir hafa talið liana ókrýnda drottningu kvikmyndanna. En hún segist ekki harma að segja skilið við filmuna. „Ég hefi gengið með það i maganum i þrjú ár,“ segir hún. Þvottaduftsgerð í Bandarikjunum hefir keypt 39 fyrstu „Bréf til Lor- ettu“, svo að líklega verður talsverð sápulykt af þeim. Þau eru samtals jafnlöng 13 heilkvöldsmyndum og Loretta Young. taka hálftíma hvert. — En ef fólk verður leitt á að sjá mig viku eftir viku, getur vel verið að ég fari að leika í kvikmyndum aftur, segir hún. gæska, við skulum koma út,“ eða hann símaði af skrifstofunni og sagði að í kvöld yrðu þau að fara í leikhúsið .... í kvöld skyldu þau fara til Siggu og Kalla . ... í kvöld ætlaði hann að bjóða nokkrum kunningjum heim. En nú var viðkvæðið: „Ég á annríkt í kvöld og kem seinna heim.“ Fyrst í stað sat hún uppi og beið þangað til hann kom. Það var tilviljun að henni varð litið út um gluggann eitt kvöldið. Hún hafði verið að vökva blómið sem stóð í glugganum og lagaði gluggatjaldið. Og þá kom hún auga á þau. Þau komu fyrir horn- ið. Þau virtust alls ekki vera að Framhald á bls. 14. Lorelta og Tom hafa verið gift síð- an 1940 og eiga 3 börn. „HEIÐARLEGASTA ....“ Piper Laurie er nú orðin fræg kvik- myndadís, en þegar hún var fyrst ráðin til Universal Film var auglýs- ingastjórinn þar i miklum vandræðum með að finna eitthvað til að vekja at- hygli fólks á henni. Piper var bara venjuleg skólastúlka, sem hafði leik- ið nokkrum sinnum í áhugaieikfé- lögum. Hún liafði aldrei tekið þátt i fegurðarsamkeppni, og hún hafði ekki „uppgötvast i mjólkursölu“ af leitar- mönnum kvikmyndafélaganna. En þegar liún hafði undirskrifað samninginn við Universal og henni voru réttir peningarnir, sem hún skyldi fá um leið, neitaði hún að taka við þeim. „Ég vil ekki taka við kaup- inu fyrr en ég hefi unnið fyrir því,“ sagði hún. „Það væri það sama og stela peningum!" — Þetta þótti eins- dæmi og nú datt auglýsingastjóran- um ráð i hug. Piper var útbásúnuð sem „heiðarlegasta unga stúlkan í veröldinni!“ ÍÞRÓTTAFÓLK SEM LEIKARAR. Það eru alls ekki fáir kvikmynda- leikarar, sem getið hafa sér orðstír fyrir frækni í iþróttum. Sérstaklega er það sund og hnefaleikur, sem þeir hafa iðkað, og skulu nokkrir nefndir, sem hafa keppt um heimsmeistara- tign eða Ólympíuverðlaun. Johnny Weissmiiller — Tarzan — hefir komist á heimsmetaskrá 24 sinn- um og fengið 5 Ólympíuverðlaun. — Buster Crabbe — lika Tarzan — hefir fengið brons og gull á Ólympíuleikj- unum 1928 og 1932. — Esther Willi- ams komst á sundi inn i kvikmynd- irnar og var oft Bandaríkjameistari og átti að keppa á Ólympíuleikjunum 1940, sem fórust fyrir. — Errol Flynn var mikill hnefakappi og stóð nærri að fá verðlaun á Ólympiuleiltjunum í Los Angeles 1932. — Paul Robeson hafði verið kjörinn til að berjast um meistaratign við Jack Dempsey, en dró sig í hlé á síðustu stundu og fór að syngja. — Og ekki má gleyma Sonju Henie, þó að hvorki hafi hún orðið fræg fyrir sund né hnefaleik. En hún hefir gengið á vatni flestum öðrum betur og orðið tifaldur heimsmeistari, sexfaldur Evrópumeistari og á þrjá Ól- ympíu-gullpeninga i fórum sínum. HVERS VEGNA „OSCAR“? Þegar verðlaunum Amerísku kvik- mynda-akademíunnar var útlilutað fyrir árið 1952, voru 25 ár liðin siðan „Oscar“-stytturnar komu til sögunn- ar. Þetta er lítil mannsmynd og teikn- uð af Cedrich Gibbons, listráðunaut hjá Metro-Goldwyn. Framan af var myndin aðeins kölluð „Styttan", en Oscars-nafnið fékk hún af tilviljun, árið 1931. Þegar frú Margaret Herriclc, sem nú er formaður akademiunnar sá hana fyrst sagði hún: „En hvað þetta er líkt Oscar frænda!“ Og síðan fest- ist þetta nafn við styttuna, þó að það yrði uppvíst að eini frændinn sem frú Herrick átti var ekkert líkur mynd- inni og hét ekki einu sinni Oscar. Fyrstu leikendurnir sem fengu Oscar voru Emil Janning og Janet Gaynor. Nú eru verðlaunaflokkarnir orðnir 14. Akademían var stofnuð 1927 og Douglas Fairbanks var fyrsti formað- ur hennar. Esther Williams. Piper Laurie.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.