Fálkinn - 13.08.1954, Page 12
12
FÁLKINN
J ON AT H AN LATIMER:
GARDENÍU
Williams kinkaði kolli, og Crane sagði: „Ég
skal ná í Peter.“ Tennurnar glömruðu svo
mikið að hann varð hræddur.
„Villtu ekki fá tár?“ sagði Ann. Crane
hristi höfuðið.
„Hvernig heldur þú að John hafi verið drep-
inn?“ spurði Williams.
„Ég hugsa að einhver hafi haldið honum
þangað til gasið kæfði hann,“ svaraði Crane.
„Hvernig hefði það átt að vera hægt?“ Það
var Ann sem spurði.
Crane bar glasið upp að vörunum aftur.
Nú gekk honum dálítið betur. „Ég get hugs-
að mér að morðinginn hafi dregið poka eða
eitthvað svoleiðis yfir hausinn á honum, svo
að hann hafi ekki getað kallað á hjálp, og
vöðlað einhverju utan um hann, til dæmis
neti.“
Williams kinkaði kolli. „Já, og svo hefir
morðinginn látið gasið streyma inn í pokann.
„En hefði það ekki verið einfaldara að slá
hann rothögg í hausinn og láta hann anda
að sér gasinu meðan hann var meðvitundar-
laus,“ sagði Ann.
„Morðinginn hefir ekki viljað eiga á hættu
að John fyndist með sár á höfðinu." Crane
tæmdi glasið og setti það frá sér.
„Það hefði ekki verið hættulegt," sagði
Williams. „Hann hefði getað rekist á og
meiðst um leið og hann datt.“
„Nei,“ sagði Crane,“ ekki ef honum blæddi.
Því að þá hefði efnafræðingur getað rannsak-
að blóðið og sagt til um hvort maðurinn fékk
höggið á undan eða eftir gasinu."
„Morðinginn hefir þá hugsað sér þann
möguleika að líkið yrði krufið," sagði Ann.
„Já .... en þetta er vitanlega ekki nema
tilgáta, góða.“
„Þú getur sparað þér þetta „góða“ þegar
við erum heima,“ sagði Ann.
Williams hló og fór fram í búrið til að ná
í viskí.
„Nei,“ svaraði hún, fremur kuldalega að
því er Crane fannst. Og hún var engu blíðari
í máli er hún hélt áfram: „Bill, hvers vegna
gerir þú ekkert við þessar manneskjur?"
„Ég er ekki heilbrigður. Eg er með timbur-
menn.“
„Þú gerir ekki annað en þjóra og vera með
timburmenn. Og svona hagar þú þér þó að
tveir menn úr Marchfjölskyldunni hafi verið
myrtir og þriðja morðið geti komið þá og
þegar.“
„Það gerast því miður alltaf morð í morð-
málum, góða mín.“
„Já, en ekki hjá skikkanlegu fólki eins og
þessu hérna. Þetta er ekkert bófahyski. Mér
finnst þetta svo óhugnanlegt .... þetta dul-
arfulla gas kæfir hvern eftir annan, en þú
....“ hún þagnaði. „Já, hlæðu bara að því!“
„Ég er ekki að hlæja.“
„Nei, nei, þú hlærð þá ekki. Og svo mikið
er víst að ég er hrædd. Ég get ekki skilið
að Marchfólkið skuli ekki vera hrætt líka.“
„Það virðist taka þessu ofur rólega, já ... .
FRAMHALDSSAGA.
11.
ILMURINN
en það er víst af því að það heldur að þetta
séu slys.“
„En þú veist að það eru ekki slys, og samt
ertu svona rólegur." Hún leit á hann með
fyrirlitningarsvip. „Þú ert blátt áfram land-
eyða.“
„Nei, nú skaltu hafa afturá,“ sagði Crane.
„Ég hefi sannarlega hamast eins og ber-
serkur.“
„Þú hefir drukkið eins og berserkur og elt
kvenfólk."
„Þetta eru þakkirnar sem maður fær,“ taut-
aði Crane angurvær, „þegar maður leggur líf
sitt í hættu og .... “
Beulah kom inn. „Það er verið að spyrja
eftir frúnni,“ sagði hún.
Ann tók loðna herðaskjólið sitt svarta og
sagði fokreið: „Ég vildi óska að hann frændi
hefði hlíft mér við að vinna með fyllirafti."
Hún gekk fram að dyrunum.
„Hvert ætlarðu?“
„Út og gera eitthvað af því sem þú áttir
að koma í verk.“
Svo skellti hún eftir sér hurðinni og rétt
á eftir heyrði hann að bílhreyfill var settur í
gang fyrir utan húsið. Rétt á eftir kom Willi-
ams inn í bílstjórabúningi. Hann hélt á viskí-
flösku í hendinni.
„Viltu viskí?“
Crane hristi höfuðið. „Veistu hvert Ann
ætlaði?"
Williams vissi það ekki. Hann hellti barma-
fullt glas af viskí. „Urðuð þið saupsátt?"
Crane svaraði ekki, og Williams hlammaði
sér í stólinn andspænis honum og lagði fæt-
urna upp á borðið. „I rauninni er hún afar
hrifin af þér.“
„Feikn,“ sagði Crane beiskur.
„Þú duflaðir kannske fullmikið við Deliu
í gær,“ sagði Williams, kveikti sér í vindlingi
og fleygði eldspýtunni undir sófann. „En þó
fór hún með mér til þess að sækja þig. Það
sýnir að henni þykir vænt um þig.“
„Farðu til helvítis," sagði Crane.
Svo fóru þeir að tala um málið og kom
saman um að Donovan væri eiginlega sá,
sem mesta ástæðu hefði haft til að fremja
morðin. Hann gat hafa drepið Richard út af
vinfengi hans og Deliu og John March vegna
þess að hann brá fæti fyrir fyrra náttklúbbs-
fyrirtækið. Hins vegar hefði það verið eðli-
legra að hann hefði drepið Simeon March,
þvi að það var gamli maðurinn, sem spillti
brautargengi hans sem kaupsýslumanns.
Williams var líka vantrúaður á að Donovan
mundi nota gas til að drepa fólk, og Crane
hallaðist að því að það gæti verið rétt hjá
honum.
Síminn hringdi og Crane svaraði. Hás rödd
spurði: „Þykir yður nokkurs vert um konuna
yðar?“
„Vert um hvað?“
„Um konuna yðar.“
„Jú. Víst þykir mér það.“
„Ef þér viljið ekki missa hana þá ættuð
þér að fara aftur til New York í flýti.“
Það fór hrollur um Crane. „Hvers vegna?“
„Þér ættuð ekki að vera svona spurull."
Röddin var líkust því að sá sem talaði væri
með vasaklút fyrir munninum. „Og ef þér
haldið að ég sé að gabba yður þá skuluð þér
líta á kvöldblöðin.“
Williams flýtti sér út og keypti blað. Hann
var í geðshræringu þegar hann kom inn aft-
ur og fleygði blaðinu til Crane. Helsta fyrir-
sögnin á fremstu síðu var: FJÁRHÆTTU-
SPILARI MYRTUR.
Neðar á blaðsíðunni var mynd af grönnum,
ungum manni, með hattinn niður á enni. Und-
ir myndinni stóð: „Líkið sem fannst í Willow
Creek reyndist vera af Charles (Lefty)
Dolan.“
„Maðurinn með draugsröddina," sagði
Crane.
„Við skulum fara,“ sagði Crane.
„Hvert?“
„Við verðum að rannsaka hvort Slats hefir
drepið Delíu líka,“ sagði Crane.
Ann brosti til Peters March yfir kampavíns-
glasið og hugleiddi með sér að aldrei hefði
hún séð tuttugu milljónir samankomnar í
glæsilegri karlmanni. Þau voru aftur komin
í Rauða köttinn, af því að Alice March varö
að sjá Deliu Young.
„Það var maðurinn yðar sem uppgötvaði
hana,“ sagði hún og horfði sakleysislega á
Ann, „svo að þá finnst mér að ég megi til
að líta á hana.“
Þau voru með Talmadge March, Carmel og
Woodrin lækni. Ann hafði sagt þeim að Bill
væri svo veikur að hann kæmist ekki út,
en hún var ekki alveg viss um hvort þau
trúðu því. Þeim mun öllu frekar hafa dottið
í hug að hún hefði tekið boði Peters March til
að hefna sín á Crane eftir það, sem hafði
gerst kvöldið áður. Annars stóð henni alveg
á sama hvað þau héldu. Hún hafði farið með
þeim til að hlusta á þau tala og heyra fölsku
tónana í því sem þau sögðu. Morðinginn hlaut
að koma upp um sig fyrr eða síðar. Eini vand-
inn var sá að vera á verði og taka eftir
þegar hann hljóp á sig.
„Þetta hlýtur að vera töfrandi söngkona,"
sagði Alice og brosti smeðjulega til Ann.
Ann sárlangaði að reka henni löðrung
beint á englaásjónuna, en hún stillti sig og
sagði bara: „Hún kemur rétt bráðum, og þá
fáið þér að sjá hana sjálfa."
Carmel sagði: „Já, þig langar eflaust að
eiga eitthvað af hennar yndisþokka, Alice.
Alice varð í svipinn eins og móðgaður kettl-
ingur. Hún svaraði ekki, en Talmadge hljóp
undir bagga með henni. „Ég heyri sagt að hún
noti þessa sömu seiðandi ilmdropa sem Carm-
el,“ sagði hann.
Ann braut heilann um hvers vegna Talm-
adge væri svona umhugað um að minna á að
Carmel notaði gardeníu-ilmdropa. Það varð
ekki annað séð en hann væri að reyna að
vekja grun á henni.
„Alice ætti að athuga hvort ekki væri reyn-
andi að nota gardeníudropa lika,“ sagði
Carmel ónotalega. „Þá er ekki að vita nema
henni héldist betur á karlmönnunum."
„Að hugsa sér að við skulum aldrei geta
verið saman án þess að þú reynir að vekja
rifrildi, Carmel," sagði Alice.
„Hafðu gát á sjálfri þér!“ Carmel hvessti