Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1954, Side 3

Fálkinn - 20.08.1954, Side 3
Ungfrú Ragna Ragnars kjörin „Fegurðardrottning Islands 1954“ Um fátt liefir verið meira talað að undanförnu en fegurðarsamkeppnina í Tivoli um síðustu heigi, enda var þar valin fegurðardrottning íslands úr liópi 14 stúlkna frá ýmsum stöðum landsins. Sjö stúlknanna voru úr Reykjavík, tvær frá Akureyri og ein frá Keflavík, Sandgerði, Ytri-Njarð- víkum, Vestmannaeyjum og Akranesi. Á laugardagskvöldið var hið feg- ursta veður, og flykktust bæjarbúar lmsundum saman suður í Tivoli til að skoða hinar ungu blómarósir. Næstum ])ví tveir hriðju hlutar þeirra, sem sóttu útiskemmtunina í Tivoli-garð- inum þetta kvöld greiddu atkvæði um fegurstu stúlkuna úr hópnum, en alls voru seldir á 10 þúsund aðgöngunnð- ar. Kvöhlið eftir voru úrslit til- kynnt og kom þá i ljós, að ungfrú Itagna Ragnars frá Akureyri liafði verið kjörin „Fegurðardrottning Is- lands 1954“, en i öðru sæti var líka stúlka frá Akureyri, ungfrú María Jónsdóttir. I þriðja sæti var ungfrú Jóhanna Hciðdal frá Reykjavík. Var hinum ungu og glæsilegu stúlkum fagnað hjartanlega í Tivoli þctta kvöld. Tilhögun ])essarar fegurðarsani- keppni var þannig, að hver aðgöngu- miði að Tivoli þetta kvöld gilti sem kjörseðill, en þó var höfð dómnefnd til vara, ef tveir keppendanna eða fleiri fengju jafna atkvæðatölu eða því sem næst. Til kasta þeirrar nefnd- „Fegurðardrottning íslands“, ungfrú Ragna Ragnars frá Akureyri. Hún er námsmær í Menntaskólanum á Akureyri, en hefir starfað í útihúi Út- vegsbanka Islands h.f. á Akureyri á sumrin. Hún hlýtur að verðlaunum ókeypis ferðalag til Parísar. Myndina tók Ragnar Vignir. ar kom þó ekki. Þeir Einar Jónsson forstjóri og Thorolf Smith blaðamað- ur önnuðust annars allan undirbúning og framkvaémd þessarar keppni. Ragna Ragnars er dóttir hjónanna Sverris Ragnars og Maríu Matthías- dóttur á Akureyri. Ilún er nemandi 1 Menntaskólanum á Akureyri og sest í 6. bekk í haust, en hefir unnið í útibúi Útvegsbankans li.f. á Akureyri. Hún fékk að verðlaunum flugferð til Par- isar og heim aftur, vikudvöl í stór- borginni og 1000 kr. að auki. María Jónsdóttir vinnur í sælgætis- gerðinni Flóru á Akureyri. Hún fékk í verðlaun dragt frá „Kápunni“ á Laugavegi 35, skó og tösku. Jóhanna Heiðdal vinnur í Útvegs- banka íslands h.f. Hún fékk i verð- laun vandaða vetrarkápu. Hin nýkjörna fegurðardrottning er 19 ára að aldri, en tveir skæðustu keppinautar hennar eru 18 ára gamlar. Það virðist nú, að hin árlega feg- urðarsamkeppni í Tivoli hafi skapað sér tryggan sess, þrátt fyrir ýmsar tilraunir í þá átt að afnema þennan þátt úr dagskrá hátiðahaldanna. Að- sóknin að Tivoli sýnir einnig mjög vel, að fólk kann að meta þessa ný- breytni sqiii liér hefir verið tekin upp að sið erlendra þjóða, og ólíklegt er, að þeir, sem eru á móti hinni árlegu fegurðarsamkeppni, fá komið vilja sín- um fram á næstu árum. * Þátttakendur í fegurðarsamkeppninni í Tivoli. Alls komu þarna fram 14 blómarósir, þar af 7 frá Reykjavík, 2 frá Akureyri, 1 frá Keflavík, 1 frá Sandgerði, 1 frá Ytri-Njarðvíkum, 1 frá Akranesi og 1 frá Vestmannaeyjum.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.