Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1954, Síða 7

Fálkinn - 20.08.1954, Síða 7
FÁLKINN 7 Þá sá ég allt í einu stóran stein í miðri skriðuurðinni, og ég sagði við sjálfa mig: „Þarna hvilir Don“. 'Það leit alls ekki út fyrir, að steinn- inn liefði oltið þangað niður, heldur virtist hann hafa verið settur þarna af manna höndum. Hann var eins og minnisvarði. Á þessari stundu vildi ég trúa því, að Don væri grafinn þarna. Mér fannst þetta verðugur hvilureitur fyrir heiðarlegan mann. Og hugsunin mótaðist áfram. Ég óskaði þess af heilum hug, að ég hvíldi undir þessum sama steini við hliðina á Don. Ég var gripin löngun til að kasta mér fram af gljúfurbarminuni, en ég var of máttvana til að hreyfa mig — of hjálparvana til að geta bundið endi á lijálparleysi mitt. EFTIR dálitla stund rankaði ég við mér. Ég hafði tekið einhvern hlut upp með hendinni. Eg virti hann fyrir mér með fjarrænu augnaráði, eins og mér væri hann óviðkomandi. Loks áttaði ég mig á þvi, að ég liélt á vettling af Don. Það var gamall vettlingur og hafði augsýnilega legið þarna lengi. Var vettlingurinn bending til min um, að Don væri á lífi? Fyrirheit um það, að hann mundi vitja mín? Hjarta mitt sagði: „Já, já.“ En heilinn var þess ekki um kominn að koma skyn- samlegri yfirvegun á framfæri. Ég vissi það eitt, að ég liélt á vettling Dons og þrýsti lionum að kinninni. Síðan brast ég i grát. Og það var eins og stíflu væri rutt úr vegi. Tárin streymdu niður kinnarnar. Eiginlega var þetta í fyrsta skiptið, sem ég megnaði að gráta. Er gráturinn var liðinn hjá, lá ég í-móki stundarkorn. Ef til vill hefi ég gleymt mér. Síðan fann ég til und- arlegs léttis'. Ég óskaði þess ekki lengur, að ég væri dáin. Eg iðraðist þess meira að segja að hafa látið slika liugsun ná valdi yfir mér. Ég gerði heitstrengingu með sjálfri mér: „Sjálfsmorð skal ekki hvarfla að mér oftar, hversu þungur sem róður- inn reynist mér, liversu miklar þján- ingar sem ég verð að liða eða hversu einmana sem ég verð. Ég skal ekki gefast upp. Ég skal beita þeirri skyn- semi, sem guð hefir gefið mér, til liins ýtrasta og reyna af öllum mætti að hjálpa mér sjálf, svo að barnið okkar megi lifa og heimili okkar verði við þvi búið að taka við eiginmanni min- um, er hann kemur heim á ný“. Ég hafði þetta yfir nokkrum sinn- um. Og orðin færðu mér frið og ró. ÉG VARÐ veik eftir þessa ferð upp á hæðina. Eg fékk hita og lá rúmföst i tvo daga. En þegar hitinn hvarf fann ég, að liðan mín batnaði stórum. Ég er búin að klippa mig. Eg hafði vanrækt sárin á liöfðinu til þessa, en þau höfðu valdið mér nokkrum ó- þægindum. Það rignir ennþá og þróm er full. Ég liitaði vatn og þvoði mér um höfuðið. Það tók langan líma og þreytti mig ótrúlega. Ég kannaði sárin með rakspegli Dons. Stærsti skurðurinn er yfir 2 þumlungar á lengd. Hvass steinn hlaut að vera valdur að honunt. Það var ekki að furða, þótt ég hefði haft verk í höfðinu. Nú er ég viss um, að liðnar eru tvær til þrjár vikur, síðan Don fór, og þvi komið fram yfir þann tíma, er við áttum að taka Sam á leiðinni suður. Vonin um, að Sam væri farinn að ótt- ast um okkur og kæmi því til baka, fór þess vegna váxandi. Það gætu varla liðið margir dagar, þangað til hann kæmi. Meðan ég bíð eftir Sam, ætla ég að huga að sárum mínum, svo að ég liti sem best út, þegar hann kemur. MEÐAN ég lá uppi í rúmi fann ég allt i einu óljósar hreyfingar i kviðn- um. Það var barnið, sem tekið var að bæra á sér. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég hafði orðið þess vör, síðan ég varð fyrir meiðslunum. Fyrst varð ég skelfd, en siðan breyttist skelfingin i fögnuð. Hnjaskið, sem ég varð fyrir í skriðunni hefði getað grandað barn- inu. En nú vissi ég, að það var lif- andi. Við höfum beðið 12 ár eftir öðru barni. Ekkert má þvi granda þessu. Ég ætla því að njóta allrar þeirrar hvildar, sem ég tel mig þurfa. Eg skrifa á hverjum degi, og það styttir mér stundir. í DAG held ég, að sé 1. desember. Ég merki dagana með krossi, en næturn- ar með hring. Með þeim hætti ætla ég að fylgjast með tímanum. Þar, sem ég tók þetta kerfi ekki upp strax, varð ég að giska á, hve margir dagar væru liðnir, frá þvi að óhappið henti. Fyrst í stað var ég svo rugluð og viðutan, að ég greindi varla dag frá nóttu. Stundum var ég í vafa um, hvort ég hefði vaknað tvisvar sömu nóttina eða sofið allan daginn og fram á næstu nótt. Nú hefi ég atliugað birgðirnar i skálanum. Karlmennirnir liöfðu á- ætlað að hefja vinnu snenima næsta vor, svo að þeir höfðu skilið eftir nokkuð af vistum og fatnaði. Mér taldist til, að vistirnar ættu að vera nægjanlegar fyrir tvo eða þrjá karlmenn í 2 mánuði. Don hafði gert niðurgrafna geymslu undir gólfinu i skálanum að ofanverðu. Það var hæfi- lega kaldur, frostheldur staður fullur af niðursuðuvarningi. Á liillunum er nóg af hveiti og kornmat. Þá eru fjórar tuttugu og fimm punda öskjur, hver um sig meira en hálffull of þurrkuðum ávöxtum. Nóg er af þurrmjólk, sykri, kaffi, tei, baunum, hrísgrjónum, ediki og steik- arfeiti. Einnig eru nokkrar öskjur fullar af smjöri, bacon, þurrkuðum eggjum og kakaói. Ég gæti dvalist hér i allan vetur án þess að þurfa að óttast matarskort. í horninu bak við ofninn, undir hillunum, er höggvinn eldiviður. Lloyd hjó brennið, áður en hann fór, og staflaði því þarna upp. Fátt hefir komið sér betur fyrir mig, því að ég get fyrirhafnarlítið haft góða hlýju i skálanum. Þá er einnig góður eldi- viðarstafli utan við skálann. Það ætti því ekki að verða eldiviðarskortur í náinni framtið. Eldspýtur eru liins vegar af skornum skammti, en nægilegt af karbít og tveir lampar — besti lampinn fór forgörð- um uppi í námunni. MÉR HEFIR aldrei liðið eins vel og í dag. Satt að segja undrast ég, hve fljótt ég hefi gróið sára minna. Fót- urinn er miklu skárri en hann var, og ég er farin að geta stigið í liann. Ég þvæ hann og nudda á hverjum degi og reyni að halda sem bestum hita á honum að næturlagi. Handleggurinn er næstum orðinn alveg góður. Ég er farin að skrifa með hægri hendinni. Það er dásam- legt að geta látið hægri liendina festa hugsanir sínar á pappirinn aftur. í morgun hefi ég sungið — sungið glað- væra söngva í fyrsta skipti. Framhald í næsta blaði. Stjörnulestur Eftir Jón Árnason, prentara. Nýtt tungl 29. júlí 1954. Alþjóðayfirlit. Framkvæmdaþrekið er mikið í heimsmálunum, en þó er hætt við að tilfinningar láti frekar á sér bæra í meðferð þeirra en róleg íhugun. — í talnaspeki er 29=11, sem er há andleg tala merkilegt fyrirbrigði og ættu andleg sjónarmið að koma til greina og liafa meðverkandi áhrif, þvi að þeirri leið einni verða við- fangsefnin farsællega leyst. Er óvar- hæfni manna þess umkominn að fara þessa leið? Því svarar reynslan. Megn- ið af plánetum eru í hinum neikvæða eða seinni hluta nætur og munu áhrif- in þvi að ýmsu veikari en ella og því ætti deyfð nokkur að gera vart við sig eða i afstöðu sumra þeirra sem við heimsmálin eru riðnir. — Aftur á móti ætti heildarafstaða íslands að vera þróttmikil, því að sjö plánetur eru í framkvæmdaröðum. Jarðskjálfti um Indó-Kína, Hainan og Java eða á þeirri lengdarlínu. Lundúnir. — Nýja tunglið er í 5. liúsi. Leiklist og leikarar ættu þvi að vera mjög áberandi og veitt mikil athygli. Þó er líklegt að tafir nokkrar komi til greina i rekstri leikhúsa og skemmtistaða. — Neptún og Satúrn i 7. húsi. Slæm afstaða i utanrikismál- unum. Tafir og dráttur kemur í ljós og undangröftur og uppivöðslur á ferðinni. — Venus í 6. húsi. Verka- menn og vinnuþiggjendur undir góð- um áhrifum. — Mars í 9. húsi. Slæm áhrif á siglingar og nýlenduverslun- ina. Barátta og verkföll gætu komið til greina. — Merkúr, Úran og Júpíter i 4. húsi. Ætti að vera góð afstaða fyrir landbúnaðinn og landeigendur. Norðlæg átt likleg. Sprenging eða eldur gæti komið upp i opinberri byggingu og verkföll gætu átt sér stað í sambandi við landbúnaðinn. Berlín. — Nýja tunglið er i 5. húsi. Leikhús og leikmennt og leikarar mjög á dagskrá og veitt athygli. Þó gætu truflanir komið til greina frá utanaðkomandi áhrifum. — Júpiter og Merkúr i 3. húsi. Ætti að hafa góð áhrif á samgöngur, flutninga, póst og sima og útvarp, blöð og bókaút- gáfu. — Úran í 4. liúsi. Slæm afstaða gagnvart ráðendunum. íkveikjur og sprengingar í opinberum byggingum. Urgur og óánægja meðal bændanna. — Neptún i 7. húsi. Utanríkismálin undir slæmum áhrifum. Svik í samn- ingum við aðrar þjóðir og undan- gröftur rekinn. Varasemi og aðgætni i meðferð utanríkismálanna. Úran i húsi þessu bendir á tafir og truflanir i þessum málum. Moskóva. —< Nýja tunglið í 4. húsi, ásamt Plútó. Landbúnaðurinn er und- ir mjög mikilli athygli og honum veitt eftirtekt, einkum samyrkjubúunum. Tafir og hindranir koma til greina i þeim framkvæmdum og landráð, sem munu skjóta upp höfðinu. — Venus og Neplún í 5. húsi. Leikhús og leikarar undir góðum áhrifum og gefur su starfsemi góðan árangur. — Satúrn og Mars i 6. húsi. Mjög slæm afstaða fyrir verkamenn og þjóna. Örðug- leikar, tafir og barátta í málum þeirra. — Úran i 3. húsi. Slæm áhrif i rekstri járnbrauta og samgangna, fréttafluln- ing, bækur, blöð og útvarp. Sprenging gæti átt sér stað í samgöngutæki eða útvarpstækjum. — Júpíter og Merkúr í 2. húsi. Góð áhrif á banka og pen- ingaveltu og auknar tekjur. Tokýó. — Nýja tunglið í 12. lhisi. Góðgerðastarfsemi og góðgerða- stofnanir, vinnuhæli, betrunarhús og sjúkrahús undir áberandi áhrifum og þeim veitt almenn athygli. Tafir gætu komið til greina og svik í með- ferð þeirra, því að Plútó er einnig í húsi þessu. — Venus i 1. húsi. Afstaða almennings frekar góð og heilbrigði í sæmilegu lagi. — Neptún í 2. húsi. Fjármálin undir slænium áhrifum og bankarekstur óábyggilegur. — Satúrn í 3. húsi. Slæm afstaða í flutningum, fréttaburði, útvarps og blaðaútgáfu og bóka. — Mars i 4. liúsi. Barátta og úlf- úð meðal bænda og landeigenda. Upp- skera gæti brugðist vegna hita og þurrka. — Merkúr, Júpiter og Úran í 11. húsi. Örðugleikar i meðferð þing- mála og stjórnin gæti orðið völt í sessi. Washington. — Nýja tunglið í 8. húsi. Ríkið gæti eignast fé að erfðum og vafasöm áhrif á utanríkismálin. — Júpiter, Merkúr og Úran í 7. húsi. Vafasöm áhrif á gang utanríkismál- aniia. Svik gætu komið til greina. — Neptún i 11. húsi. Athugaverð áhrif á stjórnina og afstöðu hennar. Hátt- settir menn gætu orðið fyrir alvar- legum álitshnekki. — Mars i 12. húsi. Góðgerðastarfsemi, vinnuhæli, betr- unarhús og sjúkrahús undir slæmum áhrifum. íkveikjur og saknæmir verknaðir koma til greina. í s 1 a n d . 7. hús. — Nýja tunglið er í húsi þessu. Örðugleikar eru sýnilegir, bæði í fjárhagsmálum og viðskiptum við aðrar þjóðir og ágreiningur veruleg- ur, urgur og tafir koma til greina. 1. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Slæm áhrif á heilbrigðina, minnk- un vinnu og ef til vill tap á rekstri. Óánægja meðal almennings. 2. hús. — Venus ræður liúsi þessu. — Fjárliagsmálin undir sæmilegum áhrifum. Þó gætu tafir og örðugleikar nokkrir komið til greina. 3. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Sæmileg afstaða til flutninga og samgangna, útgáfu bóka og blaða, fréttaþjónustu og útvarps. Þó gætu misgerðir komið i ljós í sambandi við þau fyrirtæki sem hér eiga lilut að máli. 4. hús. >— Merkúr ræður húsi þessu. — Óánægja nokkur gæti komið til greina meðal bænda og aðstöðu þeirra. 5. hús. — Tungl ræður húsi þessu. — Afstöðurnar ekki verulega góðar. Slæm meðferð á börnum gæti komið til vitundar almennings og saknæmir verknaðir koma í ljós. vegna slæmrar afstöðu til tunglsins. 6. hús. — Júpiter ræður húsi þessu. — Ætti að vera sæmileg afstaða fyrir verkamenn og aðstöðu þeirra. Ýmsar endurbætur gætu komið til greina. 8. hús. — Mars ræður liúsi þessu. — Ekki er líklegt að ríkið eignist fé við fráfall manna eða hljóti erfðir. 9. hús. — Júpíter ræður húsi. — Ut- anríkisverslunin mun undir sæmileg- um áhrifum og verslunarsiglingin góð. 10. hús. — Mars í lnisi þessu. — Af- staða stjórnarinnar er hæpin, ýmsir örðugleikar koma til greina. Háttsett- ur maður gæti látist. 11. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Tafir og örðugleikar nokkrir koma til greina og framkvæmd laga frekar örðug. 12. hús. — Engin pláneta i liúsi þessu. Hefir það því eigi veruleg áhrif. Ritað 31. júlí 1954.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.