Fálkinn - 03.09.1954, Blaðsíða 4
4
FÁLKINN
FRAMHALDSGREIN. 1.
Nariene Dietrich - freeð lcðdiona í JOdr
Maria Magdalena von Losch, öðru na fni Marlene Dietrich.
YRIR rúmum tíu árum var blaða-
mönnum í Reykjavík boði'ð. að
eiga tal við Marlene Dietricb, sem þá
var á ferðinni hérna lil að skemmta
hermönnum. Þetta þótti nú matur, en
flestir munu hafa orðið fyrir talsverð-
um vonbrigðum þegar þeir sáu „gyðj-
una“. Hún sat með krosslagðar lappit
í síðum buxum, með sígarettu í munn-
vikinu og liorfði letilega á söfnuðinn,
hálfopnúm augum og talaði letilega.
Rudi Sieber leikstjóri varð líka fyr-
ir vonbrigðum þegar hann talaði fyrst
við ijóshærðu stúlkuna úr leik Max
Reinhardts í Berlin. „Getið þér að
minnsta kosti ekki sett upp hárið?“
sagði Iiann, því að hann kunni ekki
við að tvítug stúlka kæmi til sín með
iangar fléttur með silkiböndum um.
Efst: Marlene 5 ára og sakleysisleg.
Neðst: Marlene 33 ára og freistandi.
— Þér verðið að setja upp hárið!
sagði hann »vo og bælti svo við: —
Reynið þér að vera dálítið freistandi!
Þetta á ekki að vera leikatriði úr
heimavistarskóla ungra telpna. Eigið
þér engan samkvæmiskjól? Nei, auð-
vitað ekki. Farið þér í búningsdeild-
ina og finnið yður eitthvað, sem hægt
er að nota i samkvæmi. Hvað heitið
þér annars?
— Maria Magdalena von Losch.
— Skárra er það nú nafnið!
— En ég kalla mig Marlene Die-
trich.
— Jæja, það er skárra ....
Rudi Sieber horfði gremjulega á
eftir henni þegar lnin fór. Honum var
ekki eins illa við neitt og þessar sjálf-
birgingslégu stúlkur, sem höfðu verið
á leikskóla og litu niður á kvikmynd-
irnar.
Klukkutima síðar var Marlene kom-
in til hans aftur, i grænum, nærskorn-
um silkikjól, með langa klauf í pils-
inu. ?Iún slangraði hægt inn gólfið,
svo að rennilegir fæturnir sáust vel.
Hárið var sett upþ og andlitið var
með öðru yfirbragði eftir förðunina.
Það var lítið eftir af skólastelpunni
með löngu flétturnar ....
Sieber muldraði eitthvað sem eng-
inn skildi. En hann var auðsjáanlega
hissa. Honum var ekki alveg sama
um þessa nýju Marlene með freist-
ingarsvipinn ......
Eftir æfingu nokkrum dögum síðar
sagði Sieber: — Eigum við að koma
út og fá okkur kaffisopa?
— Já, því ekki það, sagði Marlene
með djúpri, hásri rödd.
Það urðu margir kaffibollar með
tímanum. Þau drukku oft kaffi saman
næstu vikurnar, Rudi Sieber og unga
stúlkan.
Sieber hafði skjátlast er hann hélt
að Marlene væri i tölu þeirra leik-
skólanemenda, scm litu niður á kvik-
myndina. Hún hafði alls ekki gert sér
von u mað verða fræg leikkona. En
hún vildi komast áfram, liún var
metnaðargjörn. Hún efaðist ekki um
að hún gæti orðið meira en statisti
í kvikmynd.
Þau Sieber höfðu ekki verið saman
lengi er þau gerðu sér ljóst að þau
elskuðust.
MARIA MAGDALENA VON LOSCH.
Marlene fæddist í Berlín árið 1902
og ólst upp í litlum setuliðsbæ. Faðir
hennar, Dietrich majór, starfaði þar.
Hann var aðsópsmikill og myndarleg-
ur liðforingi i stil Wilhelms keisara.
En hann dó meðan Marlene var lítil,
og móðir hennar giftist aftur furstan-
um Eduard von Losch, sem ættleiddi
Marlene. Hann var strangur og prúss-
neskur agi réð á heimilinu.
Marlene þótti vænt um nýja pabb-
ann sinn og harmur liennar var sár
er hún frétti að hann væri fallinn á
austurvígsstöðvunum i fyrri heims-
styrjöldinni.
Hún var greind og námfús, lærði að
tala bæði ensku og frönsku, og hafði
mikinn áhuga á fiðluleik. Tímun-
um saman sat hún með fiðluna. Sjö
ára liafði hún komið fram opinber-
lega sem „undrabarn" á hljómleikum
í Weiinar, og fór svo á tónlistarhá-
skólann í Berlín.
Hana dreymdi um að verða frægur
fiðluleikari og liún lagði kapp á nám-
ið. Æfði sig sjö tima á dag, og jafn-
framt lærði hún á píanó. En hún of-
gerði sér — fékk bólgu í úlnliðinn. Og
þar með var draumurinn búinn. Eng-
inn læknir gat ráðið við þetta. Höndin
gat aldrei orðið svo sterk að Marlene
gæti orðið fiðlusnillingur.
Frú von Loscli vissi engin ráð til
að hugga dóttur sína. Til þess að hafa
af fyrir henni fór hún oft með hana
í leikhús, og loks fór Marlene að geta
hugsað um annað en sina eigin ógæfu.
Hún fór að verða áliugasöm um leik-
list og kvikmyndir, og dáðist mikið
að Henny Porten, sem þá var dálæti
allra ungra stúlkna. Einu sinni gerðist
Marlene svo djörf að fara heim til
hennar með blóm, en þegar hún stóð
andspænis henni féllust henni hend-
ur og hún lagði á flótta eftir að hún
hafði stamað nokkur orð.
Skömmu síðar sótti hún um inntöku
í skóla Max Reinhardts og nú varð
Maria Magdalena von Loscli Marlene
Dietrich. Hún liafði stigið fyrsta
skrefið. Eftir skólann varð hún stat-
isti í kvikmyndum og fékk ýms hlut-
verk, sem lagleg skrifstofustúlka, nett
vinnukona og frannnistöðustúlka.
— Mjög laglega vaxin en leikur lé-
lega, var fyrsti dómurinn sem hún
fékk. Það var aðeins einn maður, sem
sá að Marlene mundi komast langt,
og það yar Rudi Sieber, en hann var
líka bálskotinn í henni.
ERFIÐ ÁR.
Það vakti mikla athygli meðal kvik-
myndafólks í Berlín er Marlene og
Rudi giftust. Hvers vegna liafði hann
kosið Marlene? Nafnlausan statistal
Að vísu var hún lagleg, en á kvik-
myndastöðvunum var krökkt af lagleg-
um stúlkum. Var það kannske hása
loðna röddin, sem hann hafði gengist
fyrir?
Þau fluttu í litla ibúð. Þau höfðu
stundum áhyggjur af sínu daglega
brauði, því að þó að Sieber væri leik-
stjóri og í áliti var hann hvorki fast-
ráðinn starfsmaður né eiginn herra.
En heimili þeirra varð samkomustað-
Rudi Sieber, leikstjóri, kvæntist Mar-
lene 1923.