Fálkinn - 03.09.1954, Blaðsíða 7
FÁLKINN
7
lega! Hann yrði svo ánægður að fá
skilaboð frá raér.
Það vakti ánægjukennd í brjósti
mér að sjá flotann minn láta úr höfn
— 4 orrustuskip og einn fallbyssubát,
mjög áþekk flota drottningarinnar. Og
áreiðanlega liefir engin drottning
nokkurn tíma bundið meiri vonir við
flota sinn en ég við flöskurnar mínar.
Véiin í bátnum úti á skipalæginu
er nú liætt að ganga — að minnsta
kosti heyrast engir mótorskellir. Hún
liefði átt að geta gengið lengur, en
liún gerir það ekki. Allt er hljótt.
Hvers vegna hefir drepist á vélinni.
Það var nægilegur eldsneytisforði ú
henni til miklu lengri tíma. Hún liefði
átt að geta gengið í heila viku. En
livaða máli skiptir það svo sem, úr
því sem komið er. Ég kemst ekki um
borð nema að synda og óvíst er, hvort
ég gæti samt komist af stað i honum.
Samt gera alls konar efasemdir vart
við sig i huga minum út af þeirri leið,
sem ég hefi valið.
Gæsirnar eru hér ennþá. Ef ég hefði
byssu, gæti ég borðað gæsasteik til að
halda upp á brottsiglingu flaskanna
minna. Báðar byssurnar eru um borð.
Þær gætu alveg eins verið í Kina min
vegna. Þær eru mér ekki til meira
gagns þar, sem þær eru nú. Nú, og
gæsir eru svo sem ekki alltaf neinn
gæðamatur. Það er erfitt að hamfletta
þær og gamlar gæsir eru alltaf seigar.
Þetta er nokkur bót i máli.
Jæja, mér tókst að gera svo við stíg-
vélin, að þau tolla á mér. Eiginlega
er ég búin að binda þau ú mig, svo að
þau eru eins og ballettskór.
Á morgun ætla ég að leggja á bratt-
ann upp i efri skálann.
ÞETTA er fjórði dagurinn, siðan ég
fór frá ströndinni. Ég hefi verið i tvo
daga um kyrrt hérna, en tvo daga var
ég á leiðinni upp eftir.
Lciðin var erfið og torsótt. Samt
hefði ég komist þetta á einum degi,
ef ég liefði látið stokköndina eiga sig.
Ég þurfti endilega að fara að leika
miskunnsama Samverjann ú leiðinni,
er ég sá stokkönd i háska stadda, og
það bæði tafði mig og eyddi meiru af
orku minni en ég mátti missa.
Skömmu eftir að ég fór frá skálan-
um niður frá og rétt áður en ég komst
á slóðina sem beygir inn i skóginn,
flaug stokkandahópur upp með mikl-
um bægslagangi. Ég horfði á endurn-
ar um stund og sú þá, að ein þeirra
náði ekki að lcomast á loft, þótt hún
reyndi það. Ég vildi vita, hvað væri
þess valdandi. Loks sá ég að skelfisk-
ur hafði festst utan um annan fót and-
arinnar.
Þetta var fallegur andarsteggur, með
fagurgrænan háls, appelsínulita fætur
og fallegan sveig i stélinu. Ég gat eklci
látið hann sæta svo þungum öriögum
að geta ekki flogið. Ef til vill hefði
ég þó látið það ógert að skipta mér
af honum ef mig hefði rennt grun í,
hvað það mundi kosta mig að bjarga
honum.
Steggnum virtist ekki vera meira um
mig en skelfiskinn á fætinum. Iiann
gat ekki flogið og reyndi ekki að kom-
ast niður að vatninu, svo að líklega
hefir hann vitað, að hann gæti ekki
synt heldur. En samt tókst honum
undarlega vel að forða sér frá mér,
svo það fór að síga í mig.
En ég náði honum samt að lokum,
og þegar ég hafði tekið höndunum
utan um hann, virtist liann alls ekki
hafa neina sérstaka andúð á mér.
Hann reyndi ekki að berjast um, en
horfði dálítið tortryggnislega á mig
fyrst í stað.
Eftir nokkrar tilraunir tókst mér að
ná fuglinum með liægri hendinni. Mér
tókst að losa skelfiskinn af fætinum og
ég er viss um að steggurinn grær sára
sinna áður en langt um líður. Támiss-
irinn af völdum skelfisksins verður
honum áreiðanlega ekki lengi fjötur
um fót.
Áður en ég sleppti honum, tók ég
græna fjöður úr hálsskrauti hans að
launum fyrir ómak mitt.
MÉR sóttist leiðin seint, jafnvel þótt
ég væri enn á sléttlendi. Hluti leiðar-
innar upp hliðina var liáll vegna is-
ingar. Yatnsagi er að jafnaði mikill
þarna og í frostum er erfitt uppgöngu.
Sums staðar lijó ég þrep i svellbung-
urnar, en stundum varð ég að krækja
fyrir þær.
Ég bvildi mig oft og reyndi að spara
krafta mína eins og ég gat, en samt
þreyttist ég æ meira eftir þvi sem ofar
dró, þangað til ég kom að brattasta
og erfiðasta áfanganum á leiðinni,
sem Lloyd kallaði Gullstigann. Þá
gafst ég algjörlega upp. Ég reyndi og
reyndi með höndum og fótum — að
skríða áfram og komast yfir þennan
farartálma, en allt kom fyrir ekki. Ég
varð að gefast upp. En þá var dagur
af lofti og myrkrið að síga á.
í rökkrinu skreið ég að rótum all-
slórs grenitrés, tíndi mosa og viðar-
leifar, og bjó mér lil hreiður undir
trénu. Segldúk hafði ég meðferðis sem
ábreiðu.
Myrkrið skall á fyrir alvöru og nú
var orðið koldimmt. Milli grenigrein-
anna sá ég þó glitta i stjörnur.
Ég mókti ofurlítið, svaf ef til vill
stutta stund, og þá fóru ótal liugsanir
eins og leiftur um huga minn. Ég fór
með kvæði upphátt mér til liugfróun-
ar og afði yfir fallega sálma. Suma
söng ég. Mér var oft kalt, en ég reyndi
að hreyfa mig til hita.
Gamall skógarbjörn kom og nasaði
af mér. Þetta eru engar ýkjur. Það var
i fyrstu grámóðu morgunsársins. Ég
iiafði mókt og koma lians vakti mig.
Eg lá grafkyrr og þorði varla að draga
andann. Hins vegar beitti ég eyrum
og augum til þess að vita, hvaða hljóð
þelta væri. Síðan saug ég aðeins upp
í nefið og fann þá strax á lyktinni, að
það var björn.
Óstjórnleg bræðsla vaknaði í brjósti
mér. Hjartað barðist ákaft og mér
rann kalt vatn milli skinns og hör-
unds. Ég dró mig saman og gerði mig
eins titla og ég gat. Björninn gekk fyrst
kringum tréð. Síðan gekk hann beint
að mér. Þarna stóð þetta svarta fer-
líki fast við mig. Ég lagði hendurnar
ósjálfrátt yfir barnið eins og til þess
að vernda það og beið svo án þess
að draga andann.
Mér fannst hann standa þarna ei-
lífðartíma, en sennilega hefir aðeins
verið um nokkrar sekúndur að ræða.
Þá umlaði í honum. Hárin risu á hon-
um eins og á hundi. Hann hvarf frá
nokkur skref, kom siðan aftur og
umlaði á svipaðan hátt. Siðan hvarf
hann á braut með letilegu, en þó all-
virðulegu göngulagi.
Framhald í næsta blaði.
Mr. Duval i Los Angeles fékk lianda
á milli bankaseðil frá Chile. Á seðlin-
um var mynd af Ijómandi fallegri
stúlku. Duval er efnaður maður og
keyjiti sér þegar i stað flugfar til San-
tiago og tókst að hafa upp á stúlkunni,
sem var fyrirmynd að spegilmyndinni.
Hún var 22 ára og miklu fallegri en
seðilmyndin sýndi hana. Duval bað
stúlktinnar undir eins og hún sagði
já. — Það eru margar leiðir til að
kynnast konunni sinni.
Umberto Gasparini í Vigo var skatt-
píndur til bana. Þegar hann sá út-
svarsseðilinn sinn bölvaði hann liátt
og skýrt og datt svo niður steindauður.
Hann hafði fengið hjartaslag.
1
¥5
Egyptsko honon undurfagra horfin i annað sinn
Frú Fatma Dunne, kona Eng-
lendingsins dr. James Heywortli-
Dunne er horfin, með grunsam-
legum hætti. Leikur grunur ú að
tveir þeldökkir menn „Miðjarð-
arhafslegir“, hafi numið hana á
burt. Frú Fatma er Egypti að
uppruna, 35 ára og undurfögur
sýnum.
Fyrst eftir að lnin livarf af
lieimili sínu í London var sagt
að hún mundi hafa farið til Nor-
egs i skemmtiferð. En það reynd-
ist ekki rétt. Það varð uppvíst
að nokkrum dögum áður en liún
hvarf höfðu tveir menn, dökkir
og „Miðjarðarhafslegir“ komið
heim til hennar og beðið um að
fá að hafa tal af henni. En hún
var ekki lieima. Lögregluna
grunar að þessir sömu menn hafi
numið hana á burt.
Frú Fatma hin fagra var fræg
um allt Egyptaland og Suðvest-
ur-Asiu fyrir fegurð og „dulrænt
aðdráttarafl“. Hún giftist dr.
Dunne i Cairo árið 1941. Þau lifðu
i kyrrþey og bárust lítið á. En
hann varð fyrir barðinu á svika-
hröppum, sem höfðu af honum
mikið fé. Leitaði hann til dóm-
stólanna og vann málið og nú var
ekki annað eftir en að innheimta
féð, sem lirapparnir liöfðu haft
af honum. En þeir höfðu tangar-
hald á embættismönnunum og
gátu komið því til leiðar að dr.
Dunne var gerður landrækur. En
um sama leyti var frú Fatma
flutt burt með valdi og „gift“
stjórnarerindreka frá Persiu, sem
lengi hafði biðlað til liennar. Sá
persneski fékk skilríki frá
egyptska dómsmálaráðherranum
sjálfum fyrir því að lionum væri
heimilt að kvænast konunni og
þau voru gefin saman að mú-
hameðssið og erindrekinn fór með
hana til Persíu. En henni tókst
að flýja þaðan og komast til Eng-
lands til manns síns og tveggja
barna þeirra. Síðan hefir hún lif-
að i friði þangað til nú.
Það er ekki ólíklegt að það sé
persneski stjórnarfulltrúinn, sem
hafi gert út bófa til að ná.kon-
unni á sitt vald aftur.
.4,
%
ð.
€
JAPANI f WIMBLEDON. — Á árs-
keppninni í tennis í Wimbledon var
m. a. japanska konan Scaiko Kamo,
sem hefir orðið japansmeistari 5 sinn-
um og etur nú af kappi við bestu tenn-
iskonur Breta. Hún hefir aldrei keppt
erlendis áður.
MINNSTUR í HEIMI. — Þetta kvað
vera minnsti hestur í heimi, og er
hann eign Hagenbeck-sirkusins, sem
um þessar mundir hefir sýningar í
Berlír.. Hesturinn er ekki stærri en
venjulegur hundur, svo að stúlkunni
veitist ekkert erfitt að bera hann.
LÍTILL HÁLENDINGUR. — Skotskir
Hálendingar héldu þjóðdansasýningu
í Hertfordshire í Englandi í sumar.
Yngsti þátttakandinn var þessi 7 ára
telpa, sem dansaði þjóðdansana sína
af mikilli list.