Fálkinn - 03.09.1954, Blaðsíða 5
FÁLKINN
5
Marlene í „Zigaunablóð*' frá 1947.
ur leikhússfólks og unga húsmóðirin
var miðdepillinn sem allt snerist um.
Frú von Losch, móðir liennar, ann-
aðist lieimilið fyrir hana. Hún hafði
ekkert nema gott að segja um tengda-
soninn, en ekki var henni um að
Marlene skyldi lenda meðal kvik-
myndaleikara, því að hennar úliti voru
þeir liættulegt fólk og ósiðlátt, og
hún kunni illa við leikhús-orðbragð-
ið, sem notað var á heimilinu. Hugs-
um okkur að von Losch ofursti hefði
heyrt það!
Tæpu ári síðar eignuðust þau dótt-
ur, Heidede-Maria hét hún en var
alltaf kölluð Heidi. Marlene þótti
undurvænt um telpuna, en liún gerði
henni erfiðara fyrir að ýmsu leyti.
Hvernig gat hún keppt um hlutverk
sem buðust, er hún varð að sinna
barni? Og tekjurnar hrukku ekki fyrir
þörfunum.
Marlene fékk sér ígripastarf sem
fiðluleikari í liljómsveitum til að bæta
fjárliaginn, þrátt fyrir veika úlnlið-
inn. Og stundum kom liún fram i
leikatriðum á skemmtislöðum.
Árið 1926 var Sieber aðstoðarmað-
ur hins fræga leikstjóra Pauls Leni,
sem var þá að taka myndina „Vax-
myndasafnið". Sieber reyndi að mæla
með konunni sinni í lilutverk en Leni
svaraði: — Konan yðar er bæði fal-
leg og heillandi, en afsakið að ég segi
það — nefið á henni er afleitt í kvik-
mynd.
Marlene reiddist ekki þegar hún
heyrði þetta. En hún lokaði sig inni
í svefnherberginu og fór að skoða
nefið á sér frá ýmsum hliðum. Jú, Leni
liafði rétt að mæla .... Nefbroddur-
inn var of uppfettur, og of mikið bil
milli nasanna. En .... nú skoðaði
Marlene nefið í krók og kring: Ef það
var ljósmyndað frá réttri hlið var
það fyrsta flokks nef!
Og fagnandi kom hún inn til Rudi:
— Það er ekki nerna vitleysa þetta
með nefið á mér, og það skal ekki
hindra að ég verði mest dáða konan
í veröldinni!
Þetta var stórt orð og það tók tima
að ná takmarkinu. Ennþá var Marlene
ekki annað en konan hans Rudi Sie-
bers, og enn hafði enginn gert sér
Ijóst að það var einmilt svona útgáfa
af kvenmanni, sem Hollywood vant-
aði. Og enn hafði það ekki verið sam-
ið lagið, sem átti að gera Marlene Die-
trich heimsfræga ........
SIGURINN UNNINN.
Árið 1929 varð merkisár í sögu
kvikmyndanna. Þögla myndin varð að
víkja fyrir talmyndinni. Þetta byrj-
aði með A1 Jolson, manninum sem
söng „með grát i barkanum". Hann
fékk aðalhlutverkið í fyrstu talmynd-
inni, sem tekin var í U.S.A. „Jazz-
söngvarinn" hét hún. Þessi mynd
varð stór-vinsæl. Talmyndin liafði
sigrað.
í Rerlín varð UFA-félagið fyrst til
að reyna þessa nýjung, og byrjaði
fyrstu talmyndina með hinum ágæta
leikara Emil Jannings. Hún hét „Blái
engillinn" og Joseph von Sternberg
annaðist leikstjórnina. Nafn hans var
siðan lengi nefnt i sömu andránni og
nafnið Marlene Dietricli.
Myndin segir frá smámunasömum
prófessor, Unrath, sem verður liams-
laut af ást til ginnandi næturklúbba-
söngdrósar, sem heitir Lola-Lola.
Handritið að myndinni var fullgert
og söngvarnir samdir, og Emil Jann-
ings átti að leika prófessorinn. En
hver átti að vera Lola-Lola? Hýenan
sem vafði öllum um fingur sér i nætur-
knæpunni „Blái engillinn" og teygði
prófessorinn út á galeiðuna?
Það var ekki auðvelt að finna þessa
„fennne fatale“, sem bæði þurfti að
geta dansað og leikið og umfram allt
sungið lagið mikla: „Ich bin von
Kopf bis Fuss auf Liebe eingestellt
Margar voru fúsar til að taka Lolu
að sér og Sternberg reyndi þær allar
cn engin dugði. Það var tilviljun að
hann valdi Marlene. Sternberg sá
hana í mynd, þar sm hún lék á móti
Hans Albers. Hún lék ekki tiltakan-
lega vel, og það var auðséð að hlut-
verkið var ekki fyllilega við liennar
hæfi.
En daginn eftir gerði Sternberg boð
eftir henni. Það kom fát á hana þegar
henni var rétt nótnablaðið með laginu
fræga, og sagt að finna rétta tóninn
Marlene fann liann. Og frá byrjun
sýndi það sig að einmitt liin hása,
djúpa rödd Marlene naut sín í laginu.
Marlene var Lola-Lola frá fyrsta
augnabliki.
Og nú gerðist það sem alla statista
dreymir um. Þegar Marlene hafði
sungið lagið til enda sagði Sternberg:
— Við getum skrifað samninginn
strax, ef þér viljið, frú Dietricli.
Sternberg hafði séð það sem í lienni
bjó, pg þurfti nú ekki að leita lengra.
Hann var aðeins 35 ára en orðinn
víðfrægur í kvikmyndaheiminum.
Eiginlega var hann doktor í bók-
menntum, frá háskólanum í Wien og
var eiginlega líkari fumandi lærdóms-
manni en leikstjóra úr bernsku kvik-
myndanna.
Eftir fyrstu æfingarnar stækkaði
Sternberg hlutverk Lolu-Lolu. Kvik-
myndin hafði í fyrst verið liugsuð sem
umgerð um liinn mikla leikara Jann-
ings, en nú var henni breytt þannig,
að bæði hann og Marlene urðu aðal-
persónur. Og Marlene ekki siður.
Það var sagt að Jannings felldi sig
ekki við þessar breytingar, sem gerðar
voru á handritinu, og statistarnir
sögðu frá því, að í atriðinu sem hann
ræðst á næturklúbbsöngmærina sem
hefir lagt hann í læðing, hafi hann
tekið svo óþyrmilega á henni að hún
hafi verið blá og marin um allan
kroppinn ........
Marlene var orðin „stjarna“ löngu
áður en „Blái engillinn" var frum-
sýndur. Sternberg hafði efnt til mik-
illar auglýsingastarfsemi til að gera
hana fræga, og i Berlín var frumsýn-
ingarinnar beðið með óþreyju. En
hvorki listamenn né áhorfendur urðu
fyrir vonbrigðum. Kvikmyndin var
fyrsta flokks, bæði hvað tilhögun, ljós-
myndun og leik snerti. Emil Jannings
hafði „yfirgengið sjálfan sig“ og hin
nýja leikkona, Marlene Dietrich, sigr-
aði alla.
Marlene byrjaði frægðarferil sinn
með því að sigrast á hinum vandfýsnu
Berlínarbúum 1930 og síðan hefir hún
jafnan verið talin í flokki hinna
fremstu. Og i dag, rúmum 30 árum
eftir að hún byrjaði eru heimsfrægu
lappirnar hennar og hása rödin enn
í fullu gildi.
í næsta blaði: Marlene fer með
Sternberg til Ameríku.
RUMBA — SAMBA.
Taktinn i rumba er kominn frá
svertingjum innst inn í Afríku. Þar er
rumba-trumban notuð, en svertingj
ar sem seldir voru mansali höfðu hana
með sér til Cuba og þar lærði fólk
rumbataktinn og fór að nota hann í
þjóðdönsum sínum.
Frá Cuba barst rumban fyrst til
Bandaríkjanua og síðan til Evrópu,
en smábreyttist í meðförunum og
komst i það horf, sem liann er nú. Það
er lítið nema takturinn, sem er eftir
að upphaflega dansinum.
En það er takturinn, sem gerir mun-
inn á rumba og öllum öðrum sam-
kvæmisdönsum, og svo lireyfingar þær
sem af taktinum leiða. Ef rumba er
rétt dönsuð er það mjög fallegur dans
og mjög hentugur þar sem litið undan-
færi er á dansgólfinu. En það er vandi
að dansa hann rétt, þannig að hann
verði fallegur.
Samba er lika komin frá Afríku.
Það voru eiginlega þrælarnir í Suður-
Ameríku sem notuðu fyrst hinn eggj-
andi takt sem einkennir samba, og
dansinn varð mjög vinsæll í sam-
kvæmislífi hinna sundurleytu þjóð-
flokka, sem búa í Rio de Janeiro. Það-
an barst dansinn um allan heim.
Samba gerir miklar kröfur til
líkamskraftanna og er því á við bestu
leikfimi.
Pólskur Gyðingur, 55 ára, Joseph
Aaron Littman að nafni, lét eftir sig
þrjár milljónir sterlingspunda þegar
hann dó. Hann kom til London fyrir
30 árum og átti þá hvorki grænan eyri
né rauðan túskilding, setti upp smá-
verslun í Norður-London og auðgað-
ist síðan á húsabraski í Westend.
Attlee í Kína
Sendinefndin úr breska verkamannaflokknum, með Attlee fyrrv. forsætisráðherra í broddi fylkingar, hefir að
undanförnu dvalist í Kína sem gestur kínversku stjórnarinnar. — Hér sjást sendimennirnir á tali við Chou En
Lai forsætisráðherra. Frá vinstri: Clement Attlee, Chou En Lai, einn embættismanna hans, Aneurin Bevan og
Morgan Phillips.