Fálkinn - 01.10.1954, Blaðsíða 13
FÁLKINN
13
hatt og í loSkápu læddist að rúminu með
svæfil í hendinni. Crane sagði: „Ég miða á
yður!“ Konan sleppti svæflinum og hleypti
af tveimur skotum í áttina til hans. Gulir
skotblossarnir blinduðu Crane. Hann hnipr-
aði sig í horninu og skaut. Hvellurinn úr
byssu hans var miklu sterkari en úr hennar
byssu. Honum súrnaði í augum af reyknum.
Svo skutu bæði. Hvellirnir voru miklir.
„Svín!“ sagði konan. Röddin var hás eins
og í Deliu Young.
Hún skaut á Crane einu sinni enn og hvarf
svo út úr dyrunum. Crane flýtti sér á eftir
henni. Konan var þegar komin þrjá fjórðu
leiðarinnar fram að lyftunni. Hún hljóp svo
blár kjóllinn hennar flagsaði undir loðkápunni.
Hún var digur og þrekleg og fæturnir eins og
stólpar. Hárið sást ekki fyrir hattinum.
Crane miðaði vandlega og hleypti skotinu
af. Smellurinn bergmálaði um allan ganginn.
En hann virtist ekki hafa hitt að gagni. Að
minnsta kosti hélt konan áfram sprettinum,
fyrir hornið og að lyftunni.
Hjúkrunarkonunni skaut upp rétt bak við
Crane.
„Hver var þetta?“
„Veit það ekki?“
Hann hljóp. Hjúkrunarkonan á eftir, en áð-
ur en þau höfðu hlaupið mörg skref heyrðist
nýtt skot. Crane sá konunni bregða fyrir er
hún hljóp fyrir hornið að lyftunni. En stóru
hattbörðin og kraginn á loðkápunni huldu
andlitið. Hjúkrunarkonan hvarf inn um dyr,
og Crane sem var kominn dálítið lengra fram
í ganginn, opnaði dyrnar að nr. 417 og forð-
aði sér inn í herbergið.
Konan skaut einu sinni enn og Crane hörf-
aði lengra inn í herbergið. Bak við hann fór
kona að hljóða. „Verið þér róleg,“ sagði hann.
„Ég skal ekki gera yður mein.“
Hann gægðist út á ganginn. Konan var horf-
in. Hann fór út fyrir dyrnar. Ekkert gerðist.
Hann heyrði dýninn í lyftunni og hljóp þang-
að. Á leiðinni lá við að hann dytti um konu
í hjúkrunarslopp. Hún lá á gólfinu við borðið
sem siminn stóð á. Blóðpollur var við höfuðið
á henni.
Lyftan var sjálfvirk. örin á glerhurðinni
sýndi að hún var milli 2. og 3. hæðar. Crane
þreif símann.
„Halló! Halló! Hann margþrýsti á gaffal-
inn. „Halló! Er varðmaður frá March & Co.
í anddyrinu? Segið honum að stöðva mann-
eskjuna, sem kemur út úr lyftunni núna!
Fljótt!
Svo sleit hann sambandinu. Næturhjúkrun-
arkonan var að bogra yfir hjúkrunarkonunni
sem lá á gólfinu.
„Er hún dáin?“ spurði hann.
„Ekki held ég það.“
örin yfir lyftudyrunum komst á I og fór
Hvar er mandaríninn?
svo strax að snúast í hina áttina. Grár púður-
reykur var í ganginum. Næturhjúkrunarkona
lagði kodda undir höfuðið á særðu konunni,
sem stundi lágt. örin fór framhjá II.
Crane starði á hana. „Hún kemur upp
aftur.“
„Nei, það held ég varla.“ Næturhjúkrunar-
konan horfði líka á örina.
Crane athugaði skammbyssuna sína. Hann
átti tvö skot eftir. „Kannske fer hún á III.
hæð,“ sagði hann.
Konan á 41 hljóðaði. Röddin skalf af hræðslu
og þa ðfór hrollur um Crane þar sem hann
stóð. Svo æpti hún aftur, enn sárar en áður.
örin fór framhjá III. hæð.
„Ég held að þér ættuð ekki að standa hérna
lengur,“ sagði Crane við hjúkrunarkonuna.
Hann dró símaborðið frá þilinu 'og velti því
svo að borðplatan lá upp að lyftudyrunum.
Síminn datt á gólfið og spjaldskrá þeyttist í
allar áttir.
Konan á 417 æpti.
Svo lagðist hann bak við borðplötuna. Hann
sá ljósið fyrir innan glerhurðina á lyftunni.
Næturhjúkrunarkonan stóð í dyrum skammt
frá. Crane lagði skammbyssuna á borðbrún-
ina og miðaði á lyftuna.
Það heyrðist mellur um leið og hún nam
staðar. Crane hnipraði sig með fingurinn á
gikknum. Stúlkan sem lá á gólfinu hjá honum
hafði fengið meðvitundina. Hún starði á
hann og angistin skein úr augunum.
Lyftudyrnar opnuðust og Alice March kom
út. Andlitið var eitt bros. Hún var með stór-
an blómvönd í hendinni og barðastóran hatt
á höfðinu.
Crane hafði farið inn i matsal sjúkra-
hússins og var að drekka kaffi og hafði
* látið drjúgan slatta af viskí út í það.
Hann var afar bágur. 1 fyrsta lagi kenndi
hann sér um að konan hafði sloppið. I öðru
lagi vantaði marga möskva í netið, sem hann
ætlaði að veiða morðingjann í. Og í þriðja
lagi fannst honum hann hafa svikið Ann.
Hann óskaði að hann hefði aldrei orðið njósn-
ari.
Kringum borðið sátu svo að segja allir hin- '
ir, sem höfðu fengist við málið. Þeir drukku
kaffi og átu smurt brauð og töluðu um það
sem gerst hafði. Rutledge læknir var kominn
aftur, og hafði sofið í fjóra tíma, og allir hinir
voru enn á sjúkrahúsinu þó að Simeon March
hefði komist yfir örðugasta hjallann, sem var
skömmu eftir skothríðina, og hefði nú verið
með rænu í nokkrar mínútur.
Með sykursætri og meinlegri rödd var Alice
March að lýsa hvernig henni hefði verið inn-
anbrjósts þegar hún horfði beint á hlaupið
á skammbyssu Cranes.
„Ég hélt að hann hefði fengið æðiskast,“
sagði hún, „og það var engin furða, því að ég
sá líka hjúkrunarkonuna, sem lá rétt hjá hon-
um í blóði sínu.
Peter March sem var náfölur undir dökkri
skeggrótinni hlustaði á hana og virtist ekki
skilja í neinu.
„Það er ennþá margt í þessu sem ég ekki
skil,“ sagði hann.
Rutledge læknir tók nú til máls og sagði
alla söguna, frá því að Crane hefði beðið um
að fá að vaka yfir Simeon March og þangað
til konan með skammbyssuna gekk honum
úr greipum. Hann beindi máli sínu aðallega
til Carmel. Fagurt andlit hennar minnti Crane
ennþá mest á grímu — alltaf í sömu skorðum
en þó jafnframt athugult.
Woodrin læknir hlustaði úr sæti sínu neðst
við borðið. Hann var óvenjulega fölur og virt-
ist þreyttur og lúinn. Við og við fékk hann
sér vænan sopa af svarta kaffinu í bollanum.
„Crane hélt með öðrum orðum að morðing-
inn mundi koma aftur......“ sagði Rutledge
læknir.
Og morðinginn hafði í raunni komið, hugs-
aði Crane með sér, en svo hafði allt farið út
um þúfur hans vegna. Ef hann hefði verið
Framhald í næsta blaði.
FÁLKINN - 'VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - A£-
greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12
og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir
greiðist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram-
kv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTSprent.
ADAMSON
Hið rétta skap.