Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1954, Qupperneq 13

Fálkinn - 08.10.1954, Qupperneq 13
FÁLKINN 13 „Nú verðum við að ganga,“ sagði Williams. Peter March sagði kvenfólkinu að biða hjá bilunum, og lét einn varðmanninn"verða eftir hjá þeim. „Þú verður að stöðva hvern þann, sem ætlar inn á þennan veg,“ sagði Williams við varðmanninn. I hópnum sem hélt áfram voru þrír varð- menn, Woodrin læknir, Rutledge læknir, Peter March, Williams og Crane. Meðan hinir voru að ráðgast um hvernig atlögunni skyldi hagað, tók Crane vasaljósið sitt, kveikti á því og hélt því undir jakk- anum svo að ljósið skyldi ekki sjást. Svo beygði hann sig og athugaði veginn. Það hækkaði á honum brúnin þegar hann sá bil- för með kringlóttum holum í moldinni, sams konar og við veiðihúsin daginn áður, eftir manninn, sem hafði skotið á þá á andaveið- unum. Rutledge læknir kom til hans og spurði: ,,Hvað eruð þér að gera?“ „Ég fann ný bilspor hérna.“ Þeir horfðu á þau um stund en hinir héldu áfram að tala saman. Svo spurði Crane: „Haf- ið þér sprautuna með yður og þetta dót sem þér notuðuð við Simeon March, Woodrin læknir?“ „Það held ég. Hvers vegna spyrjið þér?“ „Það gæti hugsast að við rækjumst á ein- hvern, sem hefði eitrast af bílagasi.“ Það var Ann sem hann hafði í huga. „Hve fljótt þarf læknir að koma til sögunnar til þess að geta bjargað?" „Það er undir því komið hve mikið gas viðkomandi hefir fengið.“ „Hve oft þarf að sprauta móteitrinu?“ „Það er undir ástandi sjúklingsins komið.“ Og hve oft þarf að úða sjúklinginn?" „Oða sjúklinginn? Það gerir maður ekki.“ „Ekki það? Mig minnti að ég hefði heyrt talað um það.“ Þeir hinir voru auðsjáanlega orðnir ásátt- ir um hvernig atlögunni skyldi hagað, því að nú kom Williams til Crane og hnippti í hann. Þeir héldu áfram, og Peter March, sem gekk fremstur, leit við og hvíslaði að Williams: „Er- uð þér alveg viss um að hún sé þarna inni?“ „Ég sá hana fara inn.“ Vegurinn heim að húsinu var mishæðóttur og krókóttur. Meðfram vegarbrúninni voru tré og kjarr. Stundum urðu þeir að nema staðar því að þeir sáu ekki skref fram fyrir sig. Það var ískalt og alveg hljótt. „Hvernig gátuð þér séð til hennar?“ spurði Peter March. „Hún ók lafhægt. Líklega hefir hún verið lafhrædd við að lögreglan mundi stöðva hana,“ svaraði Williams. „Ég gat að minnsta kosti fylgst með henni án þess að hafa Ijós á bílnum.“ „Ég meina — hvernig gátuð þér fylgt henni á eftir hérna uppfrá.“ Hvar er hinn lirafninn? „Ég elti hana ekki svona langt. Þegar hún fór inn á þennan hliðarveg stansaði ég og hafði gát á Ijósunum á bílnum hennar. Ég gat séð að hún ók heim að húsinu, og svo slökkti hún ljósin.“ „Og svo símuðuð þér frá húsinu þarna? „Já.“ Nú voru þeir komnir út af veginum aftur. Einn varðmaðurinn kveikti á eldspýtu. Hann sá há tré og föl andlit. Svo sló einhver eldspýt- una úr hendinni á honum. „Asni!“ hvíslaði Woodrin læknir. „Viljið þér endilega að það síáist til okkar?“ Williams fann veginn aftur. Það var ekki koldimmt, og Crane gat séð í bakið á Peter framundan sér. Himinninn var farinn að roð- ast yfir hálfnöktum trjánum. Aðeins klukku- tími til sólaruppkomu. Allt í einu nam Willi- ams staðar. • „Þarna er húsið!“ Beint framundan sér sáu þeir ógreinilega fer- hyrning með gulu ljósi. Eitt augnablik var líkast og hann svifi í lausu lofti, en svo sást móta fyrir húsinu. Guli ferhyrningurinn var gluggi á efri hæðinni. Þeir báru saman ráð sin hvíslandi og afréðu að láta fjóra menn standa vörð kringum hús- ið. En hinir fjórir áttu að læðast inn, eins hljóðlega og þeir gætu. Undir eins og skot- hríðin byrjaði áttu hinir fjórir að koma til aðstoðar. Það þótti sjálfsagt að þrír af þessum fjórum, sem inn færu, yrðu Williams, Crane og Peter. Rutledge læknir sagðist vilja verða fjórði maður en Crane andmælti því. „Þér eruð í rauninni ekkert við þetta mál riðinn,“ sagði hann. Woodrin læknir hafði staðið spölkorn frá þeim og horft á húsið . .. . og Talmadge .... voru bestu vinir mínir. Svo að þetta mál kem- ur mér mikið við.“ Þeir voru fljótir að ganga úr skugga um að allir gluggar á húsinu voru 4 lokaðir og allar dyr vandlega læstar. Himinninn var ljósgrár og komið logn. Willi- ams gekk fremstur að aðaldyrunum, og stakk þjófalykli í skráargatið. Þyrnar opnuðust von bráðar og þeir eltu hann inn. Þarna var fúlt loft og þefur af leðri, myglu, músum og fúnu timbri — eins og þar hefði enginn átt heima lengi. Loftið var rakt og hráslagalegt. Það brakaði í gólfinu við hvert spor. Þeir námu staðar og héldu niðri í sér andanum. Þeir heyrðu mannamál ofan af loftinu, en það var svo fjarri að þeir heyrðu ekki hvort það var karl eða kona sem talaði. Ein röddin sagði nokkur orð, svo varð löng þögn, og loks kom svar. Williams kveikti á vasaljósinu sínu. 1 bjarm- anum frá ljósinu sáu þeir grænan, slitinn gólf- dúk, sem náði yfir mestan hluta gólfsins. Við þilið á móti var stigi upp á loftið. Handriðið var brotið og hallaðist út á hlið. Meðfram stiganum miðjum var gluggi og einhver rýja hengd fyrir hann. Williams hnippti í Crane. Þeir fóru upp í stigann og þrýstu sér upp að þilinu til hægri. Þegar þeir fóru framhjá glugganum tók Crane eftir, sér til mikillar furðu, að í honum voru rauðar, bláar, gular og brúnar smárúður. Efri hluti stigans var ekki eins lasburða og sá neðri. Iskaldan súg lagði um ganginn uppi á loft- inu. Nú heyrðu þeir mannamálið greinilegar, en ekki heyrðu þeir samt orðaskil. Fjóra— fimm metra frá sér sáu þeir ljósrák undir hurð. Allt í einu heyrðist hás hlátur. Crane hrökk svo rækilega við að minnstu munaði að hann missti jafnvægið og hann varð að styðja sig við þilið. Það var ekki um að villast að hlát- urinn kom úr herberginu sem ljósið var í. Crane nötraði af eftirvæntingu. Þeir héldu áfram að dyrunum. Nú heyrðu þeir að það var tvennt sem hló þarna inni, maður og kona. Milli hláturkviðanna sagði maðurinn með djúpri rödd: „Jú, það var nú meiri gauragangurinn." Hann barði í borðið og svo skellihlógu bæði. Williams hvíslaði að Crane: „Woodrin lækn- ir er óvopnaður. Hann getur kastað sér á dyrnar, og svo verjum við hann með skamm- byssunum, þú og ég og Peter March.........“ Adamson hefir sykur í vasanum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.