Fálkinn - 29.10.1954, Blaðsíða 11
FÁLKINN
11
LITLA SAGAN.
Timburmenn
ENDURNAR voru alblóðugar
þegar liann vaknaði um morg-
uninn, og stórir blóðblettir storknaSir
á skyrtunni. Hann vatt sér í ofboSi
fram úr rúminu, en verkjaSi svo mikiS
i höfuSiS aS hann varS aS setjast á
rúmstokkinn. Hann var ringlaður, og
þreyttur. Studdi höfðinu á hendurnar
og tautaði: — Hvað hefi ég gert. Hvað
gerðist i gær?
Hann bafði drukkið. ÞaS var vist.
Og drukkið mikið. Þokukenndar
myndir komu fram í hug hans. Hann
hafði verið með Óskari og Einari fyrst.
Þeir höfðu drukkið upp úr koníaks-
flösku heima hjá Óskari, og svo farið
til að ná í meira. Þeir höfðu komið
á ýmsa veitingastaði. En meira mundi
hann ekki. Ja — eitthvað hlaut að
hafa komið fyrir, annars væri hann
ekki blóSugur. Hann bölvaði því að
hann skyldi alltaf missa minnið þegar
hann drakk.
Hann var þurr i kverkunum og tung-
an stór og óviðfelldin. Þorstinn var
að drepa hann. Hann stóð upp með
erfiðismunum og náði í ölflösku í
kjallaranum og tæmdi hana. ÞaS bætti
dálitiS úr þorstanum en ekki minnis-
leysinu. MinniS var horfið.
Þá birtist allt í einu stúlkuandlit i
huga hans. Óljóst en þó greinilegt.
Stúlka sem hljóðaði. Hann hrökk við.
Þetta andlit var eitthvað tengt því
sem gerðist í gærkvöldi. En hvernig?
Varla hafði hann þó drepið hana?
Hann þvoði sér og sá stórt sár á
hægri hendi og hún var öll bólgin og
aum. Svo að hann hafði lent í áflog-
um, en hvernig hafði þeim lokið? Ein-
hvers stáSar hlaut blóSið að hafa
komið frá. Það gat ekki hafa komið úr
sárinu á hendinni, allt þetta blóð.
Svo varS honum hugsað til Óskars.
— Nú verðurðu að taka þig saman,
hafði Óskar sagt. Ef þú kemur ekki
með okkur þá farðu til fjandans! Já,
eitthvað svoleiðis hafði hann sagt.
HA'NN valdi simanúmer Óskars og
beið með eftirvæntingu. Óskar var
syfjulegur þegar hann svaraði.
— Góðan daginn. ÞaS er ég, Óskarl
Hann þagði og beið.
— Nu, ert það þú ?Hvernig líður
þér? spurði röddin liinumegin.
— Illa.
— Þú varst fullur i gær, lagsi.
— Já, en manst þú hvernig þetta
fór. Gerði ég nokkuð illt af mér?
— Það er ekki laust við það.
Hann nötraði. — Lenti ég í áflogum?
— Ekki svo ég sæi. En það væri
ekki óhugsandi, eins og þú varst. Það
var ómöguiegt að koma nokkru tauti
við þig og þú fórst frá okkur með
manni og tveimur stelpum. Ég þekkti
þau ekki og reyndi að hafa þig ofan
af þessu, en það var ekki hægt.
— Ég er alblóðugur, skilurðu, og
hægri höndin bólgin. Eg lilýt að liafa
lent í einhverju. Hvenær skildi ég við
ykkur?
— Kringum klukkan níu og ég sá
þig ekki eftir það. Það er ekki alltaf
ráðlegt að slást í félag með ókunn-
ugum.
— Skilurðu ekki — ég get hafa drep-
ið einhvern!
— Já, en þá er það einhver þeirra
sem þú varst með. ÞaS er best að þú
spyrjir þá. Ég tala við þig seinna.
Eg er þreyttur og ætla aS sofa dálítið
lengur. Vertu bless.
Sambandinu var slitið og hann var
engu nær.
HANN æddi fram og aftur um gólfið.
Nú fór ýmislegt að skýrast. — En
hverjum hafði hann verið með. Manni
og tveimur stelpum?
Hann hringdi til Óskars aftur. —
VoruS þið Einar saman í allt gær-
kvöld? Jú. — Svo að þá þýddi ekki
að sima til Einars.
Hann fór í önnur föt og flýtti sér
út i blaðsöluna. En hann varS einskis
visari af blöðunum. ÞaS var ekki einu
sinni víst að lögreglan hefði skorist
í leikinn.
HANN þrammaði fram og aftur um
göturnar. Fór inn á veitingastað og
fékk eitthvað til að svala þorstanum.
Eirðariaus og hræddur.
Þetta skyldi verða í síðasta sinnið
sem hann drykki sig fullan.
Það var klappað á öxlina á honum
aftan frá. Hann hrökk við — lögreglu-
þjónn! En svo sá liann að þetta var
ívar — hann þekkti hann vel.
— Þú varst fullur í gær. ÞaS lá við
að ég yrði að setja þig í kjallarann.
Ég hefi aldrei séð þig jafn fullan. Þú
varst með manni og tveimur stelpum.
Þið hurfuð inn í port. — Ingvar hló.
— Geturðu sagt mér hvar það var?
Ég hefi ekki liugmynd um það. Sýndu
mér húsið. ÞaS gerðist svo margt í
gær, sem ég man ekki.
Þeir gengu saman fram götuna og
inn í hliðargötu. — Hérna var það,
sagði ívar lögregluþjónn. — Nú verð
ég að skilja við þig.
Hann skalf. Las nafnspöldin við all-
ar dyr en varð einskis vísari. Og ekki
kannaðist hann við neitt af fólkinu.
sem gekk hjá.
Hann beið við dyrnar. Klukkan varð
eitt, tvö, þrjú og fjögur. Loksins kom
stútka út, sem honum fannst hann
kannast við. Hún nam staðar og leit
kringum sig. Kom auga á hann kink-
aði kolli og kom til hans. Jú, nú mundi
hann það. Þetta var stúlkan sem hafði
hljóðaS. Jæja, þá var hún að minnsta
kosti lifandi.
— Góðan daginn — hefirðu beðið
lengi eftir mér'?
— O-nei. Hann dró við sig svarið.
Vonaði að hún mundi fara að tala um
það sem gerst hafði í gærkvöldi, að
fyrra bragði. En lnin talaði um aRt
annað.
— Var ég fullur i gær? spurði hann.
— Það var ekki laust við það. Hún
kleip í handlegginn á honum. Gleymdu
því sem gerðist i gær — ég vil helst
ekki tala um það, sagSi hún. Eg vil
heldur tala um eitthvað annað —
skemmtilegt.
Þau gengu áfram. Hann kvaldist af
forvitni. — Þú verður að afsaka — en
hvað gerðist eiginlega í gær? Ég var
blóðugur þegar ég vaknaði.
— Það var nú engin furða.
— En hvaðan kom þetta blóð? HvaS
gerðist?
— Hefirðu gleymt því?
— Ég man ekkert. Lenti ég i handa-
lögmáli?
— Nei, langt frá því. Hún hló. —
En þú varst skelfing fullur og svo
datst þú og skarst þig á liendinni á
rúðunni í ganginum. En nú tölum við
ekki meira um það.
— Nei, við skulum tala um eitthvað
annað. Honum var orðið léttara.
Þungri byrði var létt af lionum. Allt
var breytt. Hann fann að hann var
lifandi. Og hann var ekki morðingi.
Stjörnulestur
Eftir Jón Árnason, prentara.
Nýtt tungl 26. okt. 1954.
Alþjóðayfirlit.
Vatnsmerkin og föstu merkin yfir-
gnæfandi í áhrifum. Tilfinningarnar
munu ráða um of og framkvæmdir
munu frekar liægfara og hindranir
talsverðar, sem draga úr framgangi
ákvarðana. — Tölur dags og mánaðar
eru: 2 + 6 + 1, sem benda á fjár-
hagsbætur, yfirráð og hyggindi. ASal-
útkoman er 9, Mars-talan, sem bendir,
á sigur ,þol og þrek i baráttunni við
viðfangsefnin. — Sól í 11. húsi lýð-
veldisins. ísland, sem bendir á at-
hygli í betrunarhúsamálum og með-
ferð afbrotamanna. Venus í 3. húsi,
bendir á aukið framtak í flutninga-
málum í sambandi við útlönd.
Lundúnir. — Nýja tunglið, Neptún,
Merkúr og Satúrn í 6. húsi. Verkamenn
og afstaða þeirra mjög á dagskrá. Er
hætt við að örðugleikar nokkrir komi
hér til greina og verkföll eigi sér stað.
Fær stjórnin örðug verkefni að fást
við. — Venus í 7. húsi. Afstaðan til
utanríkismálanna er góð og góðir
samningar nást. Þó gæti Satúrn tafið
nokkuð fyrir framkvæmdum. — Mars
í 11. húsi. Ágreiningur og urgur í þing-
inu og verður örðug glíma milli stjórn-
arinnar og verkamanna. — Júpíter
og Úran í 4. húsi. Slæm afstaða fyrir
bændur og jarðeigendur og einnig
gætu útgerðarmenn átt í örðugum við-
fangsefnum.
Berlín. — Afstaða verkamanna léleg
í Englandi. Munu þeir mjög á dag-
skrá og veitt athygli. Barátta nokkur
gæti komið til greina frá þeirra hendi.
En hún hefir ekki eins ákveSin áhrif
á stjórnina. — Utanríkismálin frekar
undir góðum áhrifum. — Mars í 9.
húsi. Slæm áhrif á utanlandssiglingar
og eldur gæti komiS upp í flutninga-
skipi út frá rafleiðslu. Verkföll gætu
átt sér stað. — Júpíter í 3. liúsi. Trufl-
un á flutningakerfum og sprenging
gæti átt sér stað í flutningatæki. Verk-
föll hjá flutingamönnum og bilstjórum.
Moskóva. —> Sól og tungl. Merkúr,
Satúrn og Neptún í 5. húsi. Leikhús
og skemmtistaðir undir athugaverðum
áhrifum. Svik gætu komið upp og urg-
ur á meðal leikaranna gagnvart er-
lendum skemmtistað. Tafir koma til
greina í rekstri siíkra stofnana. —
Mars í 8. húsi. Dauðsföll meðal hátt-
settra manna, jafnvel voveifleg. —
Júpíter og Úran í 1. húsi. Ólga nmn
gera vart við sig meðal almennings,
undangraftarstarfsemi mikil gegn ráð-
endunum.
Tolcyó. — Nýja tunglið, Merkúr,
Satúrn og Neptún í 2. húsi. Fjárhags-
málin mjög á dagskrá og veitt athygli.
Misgerðir og þjófnaðir gætu komist
upp meðal fjáraflamanna, banka og
peningastofnana. — Venus í 3. húsi.
Fiutningar og rekstur flutingatækja
gengur ágætlega og arðsvon í þeim
greinum. — Mars í 5. húsi. Ekki
lieppileg afstaða í leikhúsmálum og
rekstri þeirra. Verkföll og óánægja
meðal leikara og rekstur skemmtistaða
undir tapi. Eldur gæti komið upp í
leikhúsi eða skemmtistað. — Júiiíter
Hann hafði ekki einu sinni flogist á.
— En, heyrðu, sagði stúlkan. —
Finnst þér ekki merkilegt að þú skyld-
ir muna, að þú lofaðir að hitta mig
klukkan fimm, úr því að þú gleymdir
öllu hinu? *
og Úran i 11. húsi. Framgangur mála
i þinginu mun frekar athugaverður
og hver afstaða stjórnarinnar verður
er álitamál, því að bakmakk og undan-
gröflur mun sýnilegur. — Plútó í 12.
búsi. MisgerSir í rekstri góðgerða-
stofnana munu koma í ijós og veitt
athygli.
Washington. — Nýja tunglið i 9.
húsi ásamt Merkúr, Satúrn og Neptún.
Utanlandssiglingar munu mjög á dag-
skrá og veitt athygli. Misgerðir gætu
komiS í ijós og tafir á framkvæmd-
um og rekstri siglinga og verkföll gætu
átt sér stað. — Venus í 10. húsi. Þetta
er ágæt afstaða fyrir forsetann og
stjórn hans. Hún hefir hylli almenn-
ings og framkvæmd utanríkismálanna
mun lienni í hag. — Mars í 1. húsi.
Almenningur mun frekar lialdinn
hernaðaranda, einkum gegn austrænu
samtökunum. — Júpiter og Úran í 7.
húsi. Munu þeir hafa áhrif á hernað-
arandann, einkum Úran sem ræður
að nokkru yfir Rússlandi í gegnum
Vatnsberann.
ÍSLAND.
7. hús. — Nýja tunglið, Merkúr,
Satúrn og Neptún í húsi þessu. Utan-
rikismáiin munu mjög á dagskrá og
þeim veitt athygli. UmræSur miklar
og jafnvel tafir gætu komið til greina
í framkvæmd utanríkismálanna og
misgerðir gætu jafnvel komið í ljós,
sem gætu orðið óþægilegar viðfangs.
1. hús. — Mars ræður húsi þessu. —
Urgur og örðugleikar meðal airnenn-
ings. Óróa nokkurs mun gæta og eld-
ur gæti komið upp í opinberri bygg-
ingu. Uppþot gæti átt sér stað.
2. hús. — Merkúr ræður húsi þessu.
— Umræður miklar urn fjárhagsmálin
og bankarnir undir örSugum kring-
umstæðum. Lausung nokkur mun
korna í ljós og vafasamar ákvarðanir
gætu átt sér stað.
3. hús. — Merkúr ræður húsi þessu.
— Ferðalög og flutningar undir mjög
tvíræðum athugunum og tafir koma í
ijós vegna örðugrar færðar.
4. hús. — Tungl ræður húsi þessu.
— AfstaSa bænda mun vafasöm og
andstaðan gegn stjórninni mun áber-
andi.
5. hús. — Tungl ræður liúsi þessu.
— Vafasöm aðstaða leikara og leik-
húsa og frekar óábyggileg. Los nokk-
urt mun gera vart við sig i þeim
málum.
6. liús. — Júpíter og Úran i húsi
þessu. — ASstaða verkamanna mun
frekar slæm, þvi afstöður benda á það.
Verkföll gætu komið i ljós og spreng-
ing gæti komið upp i byggingu á
þeirra snærum.
8. hús. — Júpiter ræður liúsi þessu.
— Það eru litil líkindi til þess að ríkið
eignist fé að gjöf eða erfðum á þessurn
tíma þvi afstöðurnar eru slæmar.
9. hús. — Júpiter ræður liúsi þessu.
—Utanlandssiglingar athugaverðar og
tafir nokkrar gætu átt sér stað í þeim
efnum.
10. hús. — Satúrn ræður húsi þessú.
— Stjórnin á i ýmsum örðugleikum
vegna tafa og slæmar afleiðingar af
aðgerðum koma í ljós. Afstöðurnar
örðugar.
11. hús. — Satúrn ræður húsi þessu.
— Sum þingmál munu eiga örðugt upp-
dráttar og þvinganir og bakmakk mun
tefja fyrir ineðferð málanna, sem örð-
ugt mun að koma í veg fyrir. Tafir
vegna umræðna koma í ljós.
12. hús. — Mars í húsi þessu. — Urg-
ur mun koma i ljós út af slæmri með-
ferð í rekstri opinberra vinnuhæla,
betrunarhúsa eða góðgerðastofnana.
Ritað 21. okt. 1954.