Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1954, Blaðsíða 9

Fálkinn - 29.10.1954, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Sammy væri dauður, en þó gat hugsast að hann hefði átt að hitta einhvern í kvöld. Sammy átti heima í umdæmi Watsons fulltrúa og Watson mundi skrifa Johnny fremstan á skrána yfir þá sem hann yfirheyrði. Hann hresstist ofurlítið er hann hafði stungið lyklinum í skráar- gatið heima hjá sér og fór inn. En hvað var þetta? Hann fékk of- birtu í augun af öllum ljósunum. Hann þóttist viss um að hann hefði slökkt áður en hann fór. Hann flýtti sér inn í dagstofuna. Maður í regnkápu og með linan hatt sneri sér í stólnum og horfði á hann með opinn munninn. Johnny saup hveljur. Svo að Watson hafði þá leyft sér að gera húsrannsókn hjá honum án þess að gera honum aðvart á undan! Það skyldi hann svei mér fá borgað seinna. Hann hikaði sem snöggvast — svo mundi hann eft- ir tvífaranum á veitingaskálanum. Hann mundi vera farinn núna. — Hvað á þetta að þýða, Wat- son? spurði hann kuldalega. Lögreglumaðurinn hnyklaði brúnirnar og strauk hökuna með loðnu handarbakinu. — Ætli það standi þér ekki nær að gefa skýr- ingu, Johnny, sagði hann. — Þú sálaðist á Casanova Rest- aurant í kvöld, og ég fór hingað til að virða dánarbúið þitt. Getur þú gefið mér nokkra skýringu á hvers vegna dauði maðurinn var í fötum af þér og með vegabréfið þitt og vasabókina þína? Og hann var nauðalíkur þér í þokkabót. Þú munt ekki hafa þurft á tvífara að halda í kvöld? Kannske það sé skýringin? Johnny mundi allt í einu eftir föla andlitinu á tvífaranum sínum og það fór hrollur um hann. Svo að hann var þá ekki lengra frá dauðanum en þetta. Hann studdi sig við borðið og Watson kom til hans þegar hann sá hræðsluna sem skein út úr andlitinu. Hann tók í handlegginn á Johnny og hjálpaði honum í næsta stól. — Það blæðir úr handleggnum á þér, sagði hann stutt. — Hvers vegna? Nú var leikurinn tapaður og Johnny vissi það. Sljóvum augum horfði hann á ísbláu augu and- stæðings síns og horfði á hann meðan hann var að velja númer á símaskífunni. Watson var stutt- ur í spuna og hafði ekki augun af manninum í stólnum. — Watson hérna, sagði hann, — getið þið sagt mér hvort nokk- uð hefir komið fyrir Sammy Cas- ino í kvöld. Jæja, þið athugið það og náið svo í mig. Ef eitthvað hef- ir komið fyrir Sammy, þá er hérna maður, sem vafalaust getur gefið skýringu á því. Já, við bíðum hérna — er það ekki, Johnny? # Jane Rnssell hefir skap sem segir „sex“. — En „hjartað, þar er gull“, eins og í Sveinu dúfu. ONGINN getur neitað því að Jane C Russell sé skapstór. Hún getur orðið svo tryllt af vonsku aS fólk verS- ur lafhrætt viS hana, en allt í einu verSur hún að einu hrosi og þá skín í mjallhvítar tennurnar og jafnvel verstu hatursmenn hennar falla i stafi. Hún getur gert afgreiðslustúlku í tískubúð hálfbrjálaða og hún getur hálfdrepið tískuteiknarana. En þeir sem þekkja hana vel og oft liafa orSið fyrir æðisköstunum í henni segja, að í rauninni sé hjartað gull í „gömlu Jane“, en svo er hún kölluð aS jafnaði. Það er undraverður munur á þeirri Jane Russel, sem sýnir „sex appeal“ og glens á kvikmyndatjaldinu og liinni sönnu Jane. í einkalífinu er lítið um léttúð hjá henni, hún er mikil trúkona og hefir eldheitan áhuga á félags- málum og liknarstarfsemi. En liún hef ir þann galla að fresta mörgu til sið- ustu stundar, og þess vegna er oft fum á henni. Hún gleymir til dæmis oftast að hafa með sér peninga og er þess vegna oft auralaus þegar verst gegnir, eins og t. d. þegar henni datt í liug aS fara til London. Hún hafði afráðið þetta i flýti og bað vini sína að koma út á flugvöll til að kveðja sig. Þegar hún var að ganga inn í flugvélina upp- götvaði hún að hún hafði ekki nema einn dollar á sér. „Hvers vegna minn- ið þig mig ekki á að hafa með mér peninga?“ öskraSi hún til kunningj- anna. Stundum þegar hún er að fara út úr bílnum sínum tekur hún eftir hrúgu af bögglum í aftursætinu og hrópar: „Æ, þessa böggla ætlaði ég að senda fyrir viku!“ Ungt fólk sem á við einhverja erfið- leika að striða, flykkist að Jane, því aS það er alkunna, að liún er hollráð- ust allra í Hollywood. Hún er eins og móðir villuráfandi unglinga, huggar þá eftir bestu getu — eða fer með þá í kirkju. Og á kvikmyndastöðinni ey klefinn hennar alltaf troðfullur af alls konar fólki, enda hefir hún gaman af að tala við fólk — þangað til allt í einu að hún rekur alla út og vill vera ein, til að hugsa sig uin, áður en hún fer að leika. Þá rekur hún upp væl, eíns og kálfur sem hefir meiðst, og allir hypja sig hurt. En þeir sem þekkja hana best fara ekki langt, því að þeir vita að eftir dálitla stund rek- ur Jane hausinn út í gættina og kallar: „Hvað er orðið af ykkur? Hérna er hljótt eins og í gröf!“ Öllum kemur saman um að skemmti- legri manneskja sé ekki til en Jane — þegar lnin er i góðu skapi. Og það besta við hana er að hún er ein af þeim fáu kvikmyndastjörnum sem getur öskrað af vonsku en verður ekki reið þó að aðrir öskri á móti. Terry Moore kann að veiða karlmennina. CF þú, ungfrú góð, ert i vafa um hvernig þú eigir að ánetja piltinn, sem þér líst vel á, skaltu lesa það sem Terry Moore, hin upprennandi kvik- myndadís, segir um þetta mál. Það getur verið að þú hafir gagn af ráð- leggingum hennar. Svo mikið er vist, að allir piltar með fullu viti eru vit- lausir eftir henni. Þetta eru einföld ráð, en koma að haldi á livaða áfanga sem er, allt frá því að pilturinn og stúlkan hittast fyrst, og þangað til þau standa á hnjánum fyrir altarinu og prestinum. Terry segir: Það er alltaf verið að kenna fólki hvað það eigi að gera og ekki gera eftir að það er gifl, en það mikilsverðasta er vanrækt: að kenna stúlkum að liaga sér þannig að piltar hjóði þeim út með sér. Fyrsta ráðið mitt er: Látlu taka eftir þér! Taktu eftir smástrákunum i húðun- um: þeir horfa mest á leikföng og um- búðir, sem eru með fallegum litum. það, gera stóru piltarnir líka. Þeir vilja að stúlkurnar séu áberandi i klæSahurði. Svo að ef þið vandið til falanna þá er tekið eftir ykkur. Að halda í hann. Þegar hann er far- inn að hjóða ykkur út með sér er næsta viðfangsefniS að missa ekki af honum. Þá reynir á ykkur að vera ekki innantómar og sýna að þið kunn- ið skil á mörgu og getið lagt orð i belg, svo að hann segi: „Hún er ekki bara lagleg, hún er bráðgreind líka!“ En varið ykkur á að vera of spekings- legar! Mér liefir reynst best að vita dálítið um sem flest, og að vita nóg til þess að heimska sig ekki. Og fjas- mikill á maður ekki að vera. Vissast að vera sem oftast sammála honum. Þegar konur eru afbrýðisamar. Það kemur stundum fyrir að konur taka að sér framkvæmdavaldið ef þær uppgötva að maðurinn þeirra hafi verið þeim ótrúr. í Frakklandi er þess háttar algengt, og þau eru ekki fá morðin, sem þar eru drýgð í afbrýði. í Nantes gerðist öðruvísi saga. VíS- sýnn eiginmaður trúði konunni sinni fyrir þvi að hann ætti vingott við frmmistöðustúlku á veitingahúsi i bænum. — En hvað það var gaman. Hún yngir þig upp. Blessaður bjóddu henni heim. Við skulum gera okkur daga- mun og gera vel við liana. Og svo kom frammistöðustúlkan, dálitið subbuleg en fallega vaxin og ljóshærð. — Viljið þér gera svo vel og koma upp á loft og fara úr kápunni þar, sagði frúin. Þær fóru upp i svefn- herbergið en þegar þær voru komnar inn úr dyrunum sló frúin hana i rot með sandpoka. Hún lét manninn sinn sækja lækni, en á meSan klippti hún hárið af stúlkunni, sápaði svo hausinn á henni og nauðrakaði stúlkuna. Þeg- ar maðurinn hennar kom aftur ráð- lagði hún honum að þegja yfir þvi framvegis, ef hann lenti á villigötum. Hún hefði átt að spyrja manninn sinn! Á pressuballinu i Bonn var liapp- drætti. En það varð klúður út af aðal- vinnungunum. Annan þeirra, Merce- des-Benz bifreið, vann lögregluþjónn, sem þarna var staddur sem lífvörður lýðveldisforseta og mátti ekki kaupa miða. Hinn vinningurinn var skemmti- ferð fyrir tvo til Miðjarðarhafslanda. Hans var heldur ekki vitjaS. Frúin, sem hafði fengið þennan vinning, hafði farið á dansleikinn án vitundar mannsins síns, og þorði ekki að segja honum frá því! „Ég skaut ekki vegna stelpunnar heldur vegna ölsins,“ sagði þýsk frú fyrir rétti nýlega. „Læknirinn hafði bannað manninum minum að drekka öl.“ — Hún liafði séð manninn sinn inn um glugga á ölknæpu, með stelpu i fanginu og gerði sér litið fyrir og skaut á liann inn um gluggann. Hún hitti hvorki hann né stelpuna, en allt komst í uppnám og konan varð að borga sekt og rúðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.