Fálkinn - 29.10.1954, Blaðsíða 6
6
FÁLKINN
FIíAMHALDSGREIN.
KVENHETJAN
FRÁ ALASKA
SÖGULOK.
LITLI LISTAMAÐURINN. — Þessi
skemmtilega mynd heitir „listamaöur-
inn og myndin hans“, og var nýlega
sýnd á barnaskemmtun í London.
Meistarinn er að ganga frá myndinni.
DUGLEGUR HUNDUR. — Þetta sirk-
us atriði hefir undanfarið vakið mikla
athygli í Þýskalandi, hjá ítölskum
trúðleikurum, sem ferðast þar um.
Hundurinn situr á afturfótunum og
lætur kaffibolla standa á hausnum á
sér.
KRÝNING JÓSEFÍNU. — Sacha
Guitry, hinn frægi franski leikari og
leikritahöfundur er að taka kvikmynd
af ævi Napoleons mikla. Þegar Napo-
leon skyldi krýndur keisari í Notre
Dame kirkjunni í París, hrifsaði hann
kórónuna af sendiherra páfans og
krýndi sig sjálfur. Og á eftir krýndi
hann Josefínu drottningu sína. Sjálf
kvikmyndin af þessu er nákvæm eftir-
líking af málverki Davids af atburð-
inum, en þó er sá hængur á, að kvik-
myndin er tekin í hallarkirkjunni í
Versailles en ekki í Notre Dame.
Barnið dafnar vel, og ég sit við
sauma. Þessa stundina er ég að sauma
skírnarkjólinn á Donnas. Hann er
gerður upp úr pilsi af mér. Ég hefi
rakið rauðan þráð úr sokkum og ætla
að nota hann til að sauma ofurlítinn
krosssaum í kjólinn. Mér finnst ó-
mögulegt að hafa ekki eitthvert skraut
á lionum.
Lloyd var skírður í fallegum skírn-
arkjól í kirkju, þar sem allir nánustu
ættingjar voru viðstaddir. Donnas
verður skírð við hafið, og það munu
áreiðanlega koma margir i skirnar-
veisluna — að vísu ekki nánustu ætt-
ingjar, en samt góðir vinir — bæði
dádýrin og fuglarnir.
KJÓLLINN á Donnas er næstum því
tilbúinn, og hann er fallegri en ég
bjóst við. Nú getur hún orðið vel til
fara, þegar hún verður skirð. Ég hefi
einnig bakað mikið af brauði handa
veislugestunum.
Á morgun á skírnarathöfnin að
verða og ég hefi beðið guð um gott
veður. Aliar horfur eru á því, að ég
verði bænheyrð.
Brauðfatið er fullt af niðursneiddu
brauði, sem dýrin eiga að fá. Leifarnar
af kartöflusmælkinu og gulrótunum
eru á fötum, sem ég ætla að fara með
niður i fjöru, því að þar verður það
árciðanlega vel þegið.
Ég hefi soðið rjúpu handa sjálfri
mér og var að enda við að drekka
bolla af kjötseyðinu.
Um háflóð á morgun á athöfnin að
að fara fram. Hafið sjálft verður
skírnarfonturinn. Eg ætla sjálf að
gefa henni nafn og framkvæma liina
einföldustu siði. Skirnarkjóllinn er
búinn til úr fötum móður hennar og
kápan úr sæotursskinni, en dýr skóg-
anna verða skírnarvottarnir. Þau
munu áreiðanlega ekki láta sig vanta,
því að ég hefi leyft þeim að nasa af
veisluréttunum í heila viku, svo að þau
halda sig oftast i nánd við kofann.
Ég reyni að rifja upp fyrir mér
skíirnarsiðina og þær setningar, sem
iiafðar eru yfir. Eg hefi svo oft verið
viðstödd skírnir, að ég held, að ég
komist klakklaust út úr þessu.
DAGURINN i gær var yndislegur.
Bjartur og kyrr vetrardagur. En senni-
lega síðasti góðviðrisdagurinn um dá-
lítinn tíma. Nú er liiminninn skýjaður
og allra veðra von.
Athöfninni seinkaði dálítið vegna
gestanna, sem neituðu að koma niður
til strandar um háflæðið, sérstaklega
þar sem tungl var í fyllingu og ó-
venjulega flóðhátt. En þau komu er
ég kallaði á þau, þegar hálffallið var
út. Allt fór vel og skipulega fram.
Er ég hafði þulið yfir barninu það,
sem venja er til við slíka athöfn, kraup
ég á kné i flæðarmálinu og sagði:
„Donnas Martin, ég skíri þig í nafni
föðurins, sonarins og heilags anda.
Amen.“
Ég dýfði fingrunum niður í sjóinn
og signdi barnið í kross. Donnas
kveinkaði sér ekki undan köldu vatn-
inu. Hún kann sig vel, litla stúlkan.
SKÍRNARATHÖFNINNI lauk með því
að ég fór með faðirvorið, en síðan
hraðaði ég mér heim .í skálann með
barnið.
Hið fyrsta, sem ég gætti að, var
það, livort hún hefði vætt bleyjuna.
Það hafði hún ekki gert. Eftir því,
sem gamla fólkið segir, á það að verða
merki um velfarnað í lífinu.
Þar sem þetta var sérstaklega hátið
Donnas, gaf ég lienni fyrst og hún
sofnaði út frá því. Er hún hafði sofið
dálitla stund, vafði ég Iienni innan í
loðkápuna, náði mér í ýmislegt matar-
kyns og fór út til þess að gefa dýr-
unum, sem biðu þolinmóð eftir þvi
að fá eitthvað í svanginn. Eg hafði
áður breitt segldúk, poka og ábreiðu
ofan á snjóinn, og nú settist ég þar
niður og miðlaði af matarforðanum.
Dádýrin komu svo nálægt, að þau
borðuðu úr lófa mínum, og 'skjórinn
kroppaði við hliðina á mér með öllu
skylduliði sínu.
Ég sagði Donnas frá dýrunum. Eg
er farin að tala á ný. Það er dásamleg
tilfinning að geta talað við einhvern.
Ég segi henni sögu okkar sjálfra. „Eg
er drottningin,“ sagði ég henni, „og
þú ert litla prinsessan. Kofinn er höll-
in okkar. Hér er enginn, sem ekki
tekur tillit til vilja okkar og orða.“
Ég sagði henni að dýrin væru vinir
okkar og þegnar. Þau væru okkur
bæði til yndis og legðu okkur til fæðu
og klæði. Eg sagði henni frá fuglun-
um, litlu rjúpunum, gæsunum, öndun-
um, akurhænsnunum og uglunum —
að ógleymdum hröfnunum og hinum
tignarlega erni.
Ég sagði henni frá minknum og
otrinum og skógarbjörnunum með
skrítnu, loðnu húnana sina.
Ég sagði henni einnig frá skógun-
um, og því, sem þeir gæfu okkur —
rótunum, stofnunum, blöðunum og
berjunum — og hinni barnslegu
ánægju, sem það veitir að tína þau.
Og hún fékk að heyra um fjöllin og
auðævi þeirra.
Loks sagði ég henni frá því, að
innan skannns mundum við halda
suður á bóginn til ættingja okkar og
vina. Hún mundi fá að sjá stóra bróð-
ur, sem mundi leika sér við hana öll-
um stundum. Og lnin fékk að heyra
söguna um föður sinn, sem óveðrið
hafði hrakið frá okkur um stundar-
sakir, en mundi koma til okkar, áður
en langt um liði.
Skirnarveislunni var nú lokið og
við fórum aftur heim í kofann. Eg
borðaði hátíðarmatinn, sem ég hafði
ætlað sjálfri mér, og gaf Donnas síðan
skírnargjöfina. Það var fallegur steinn,
hnefastór, og það glitrar á gullið í
honum. Þetta er eitt besta sýnishorn-
ið, sem Don hefir fundið.
Nú er veðrið orðið kalt og hráslaga-
legt, og það sést aðeins móta fyrir
daufri skímu sólarinnar í grárri skýja-
móðunni. Eg fór út og sótti snjó í ílát
til þess að bræða. Eg ætla að þvo dá-
lítið af barnadóti, en annað getur beð-
ið, þangað til rigningin kemur.
DONN'AS er þæg og góð. Hún liggur
kyrr og þegir, en sparkar að vísu dá-
lítið og baðar út höndunum. Á vör-
unum er ég farin að sjá votta fyrir
brosi. Hún er búin að fá litla flösku
og hún drekkur gegnum arnarfjöður-
staf, sem ég fann og lagaði til.
Það er alltaf dálítili belgingur í
veðrinu. Nú er slydda. Blautar snjó-
flygsur koma úr suðaustri, og úr
þeirri átt er misjafnra veðra að vænta.
í dag hjó ég brenni, og ekki veitir
af, því að ég þarf meiri eldivið, síðan
barnið kom. Þegar ég baða Donnas,
verð ég að kappkynda skálann, þó að
mér sé sárt um liverja spýtuna. En
það er dáhtil huggun, að konrinn er
miður rnars, og veturinn lilýtur þess
vegna að fara að styttast.
Það kom hræðilegt fyrir nýlega.
Sammy festi trýnið i dós. Eg hafði
kastað niðursuðudós með einhverjum
leifum niðri í fjöru, og Sammy bar
þar að. Hann var forvitinn og svangur
og stakk trýninu niður í dósina, en
HJÁLPAR MÖMMU. — Tvíburarnir
eru duglegir og hjálpa mömmu sinni
með margt. Hér eru þeir að fága glugg-
ana, en annar styður stigann á meðan.
Þeir skiptast á um það.