Fálkinn - 29.10.1954, Blaðsíða 4
4
FÁLKINN
llii jrðtmlírinn" í Jerðsalei
sjást nú engir Gyðingar, segir blaðamaðurinn Sivert Langholm í grein
þeirri, sem fer hér á eftir.
4»*yYRIR nálægt 3000 árum
hélt Davíð konungur inn í
^ Jerúsalem. Síðan hefir sí-
felldur ófriður og deilur verið út
af borginni. Og í dag skiptir breitt
belti hruninna húsa borginni í
tvennt, og beggja megin rústa-
beltisins standa verðir með hlaðn-
ar hríðskotabyssur í handarkrik-
anum. — Og þó er Jerúsalem i
vexti. Hún á að verða nýtísku
stórborg og iðnaðarborg: höfuð-
staður Israelsríkis.
Milli sandpokanna sem hlaSið er
fyrir búðargluggana i miðbænum í
Jerúsalem vaxa fögur blóm. Þau hafa
liaft næði til að festa rætur, þvi að
fimm ár eru síðan sandpokunum var
hlaðið fyrir gluggana. Göturnar eru
ennþá eins og þær voru eftir skothrið
Araba á þennan borgarhluta. í dag
virðist kyrrð í borginni. Umferðin
eðlileg, verslunarlífið gengur sinn
gang, en allt er í óvissu. Aðeins liundr-
að metra undan sjást varðmennirnir
frá Jordan. Styrjaldarástand er enn,
Jerúsalem er eitt af þrætueplunum og
stendur á miðjum vígvellinum. Vissast
að láta sandpokana vera kyrra, ef
eitthvað kynni að ske.
Og enn eru skriðdrekaþröskuldarnir
á aðaigötunum. Við öll gatnamót eru
„spánskir riddarar" og gamlar bensín-
tunnur fylltar steinsteypu, svo að hægt
er að loka götunum á svipstundu ef
þörf gerist.
Og um miðja Jerúsalem liggur breið
geil rústa. Þar er markalínan. Eins
konar járntjald, sem lokar umferðinni
milli ísrael og arabisku grannaríkj-
anna.
Rústageilin er „no mans land“. Þar
mega engir fara um. Þar má enginn
byggja. Geilin á að haldast eins og
hún var þegar UNO fyrirskipaði
vopnahlé árið 1948. Og enginn veit
hve lengi hún verður svona. Enginn
stjórnmálaflokkur hefir liugmynd um
hvenær friður verður saminn, hvort
skipting verður til frambúðar eða
j
hvort borgin verður sett undir al-
þjóðaeftirlit.
Vopnahlésnefnd UNO heldur til
hinumegin við geilina, í arabiska
borgarhlutanum. Það er langt síðan
merkisfréttir hafa komið frá lienni.
En nefndin er alls ekki atvinnulaus.
Stundum heyrast skothvellir i mið-
bænum — ofstækisfullir hatursmenn
eru á báðar hliðar — og þá verður
vopnahlésnefndin, sem nú hefir dansk-
an formann, að taka í taumana. Þetta
gerist sérstaklega oft þegar ferða-
mannastraumurinn er sem mestur. En
nefndin er löngu hætt að senda út
hátíðlega tilkynningar.
Þess á milli ríkir vopnaður friður.
Og beggja megin geilarinnar sjást
varðmennirnir bera við blátt loftið.
Þar sem hermenn Heródesar héldu
vörð forðum í kyrtlum og með spjót
að vopni, eru nú jórdanskir og júðskir
unglingar með „sten“-byssu undir
handleggnum. Fjarlægðin milli þeirra
er ekki meiri en svo að þeir gætu
talað saman með því að brýna rödd-
ina. En þeir gera það ekki. Það heitir
svo sem báðir aðilar leggi stund á
varkárni. Því að ef ástríðunum hætt-
ir nokkurs staðar við að blossa þá er
það hér.
ísrael hefir fyrir löngu slegið þvi
föstu að Jerúsalem sé höfuðborg rik-
isins. Knesset — þ. e. þlngið — hefir
verið haldið hér síðan lýst var yfir
sjálfstæði ísraels og stjórnarráðin
voru nýlega flutt liingað frá Tel Aviv.
En Arabar gera jafn eindregna kröfu
til þess að Jerúsalem sé viðurkennd
ein af hinum helgu borgum þeirra.
Nú er komið á sjötta ár síðan borg-
inni var skipt í tvennt. Sex ár liðin
síðan Gyðingur stóð síðast við grát-
múrinn. s'taðurinn sem öl],um öðrum
frémur hefir verið helgidómur þeirra,
og sem þeir hafa beðist fyrir á siðan
á dögum Heródesar, er nú lokaður
þeim.- Og kristnu pílagrímarnir sem
sækja borgina helgu heim, verða að
leggja leið sina um Beirut, Damaskus
og Amman. Aðeins um páskana eru
hliðin í Mandelbaum Street opnuð
gestum, sem vilja sjá hina gömlu
Jerúsalem.
Því að hin gamla
Jerúsalem er aðeins
lítið hverfi i nýju
Jerúsalem, sem er
orðin ein af stór-
borgum Austurlanda.
Gamla borgin, upp-
spretta þrenns konar
trúarbragða, er litið
annað en minnis-
merki. En aðdráttar-
afl borgarinnar er enn óskert, bæði á
Gyðinga, múhameðssinna og kristna
menn.
Friðaðir staðir.
Zíonshæðin, ein af fjórum viggirð-
ingum liinnar gömlu borgar, er eins
og mauraþúfa. Þar eru eintómir Gyð-
ingar og þaðan er gott útsýni yfir
gömlu borgina. Það er miklu meira
en borgarmúr í venjulegum skilningi,
sem liggur uppeftir Zionshæð. Þarna
er aragrúi af byggingum, sem reistar
liafa verið yfir helga dóma kristinna
manna eða Gyðinga. Hinu megin við
hæðina, aðeins tvö liundruð metra
undan, er Olíviðarfjallið. Skammt þar
frá gnæfir Hadassah-háskólinn, stolt
Palestínugyðinga, sem fá nú ekki að
koma nærri. Rétt fyrir neðan er
Getsemanegarðurinn. í þessum litla
gamla bæ verður ekki þverfótað fýrir
trúarsögustöðum. Þar er grátmúrinn
og hjá honum Omar-musterið, einn
mesti helgidómur Araba. Við dyr þess
var Abdullah konungur i Jordan, hinn
eini sanni vinur vesturlanda meðal
Arabaþjóða, skotinn til bana af sinurn
eigin þegnum fyrir nokkrum árum. Og
liér er gröfin helga, sem alltof stór
kirkja hefir verið byggð yfir.
Það var þessi borg, sem Davíð kon-
ungur seltist að í forðum og sem
Salómon sonur hans stækkaði og
fegraði.
Þegar Davið hélt innreið sina fyrir
3000 árum var Jerúsalem gömul borg.
Og siðan hefir lnin verið ævarandi
þrætuepli. Rústir eii\ar eru nú eftir
frá veldistímum Rómverja þar. Og
yfirráð Tyrkja í Jerúsalem heyra sög-
unni til. En borgin fékk aldrei að vera
i friði. Það er líkast og hin gamla borg
segi þjáningarsögu Gyðinga.
Mandelbaum Street — eina leiðin, sem hægt er að fara
milli Gyðingahlutans og Arabahlutans í Jerúsalem.
Neðst á myndinni sjást tunnur, fylltar af steinsteypu,
til að setja út á götuna er teppa þarf umferðina.
Zíonshæðin er nú hernaðarsvæði. í
stríðinu voru háðir blóðugir bardagar
í sundunum þar. Enn eru gaddavírs-
flækjurnar þar, tilbúnar að tefja fyrir
óvinum, sem að garði kynni að bera.
Hér lauk bardögunum þegar vopna-
hléð var sett og hér var griðalínan
dregin. Og hér eru margir helgir stað-
ir. Hér cr Caiaphas, þar sem fyrstu
kristnu mennirnir voru yfirheyrðir
og dæmdir til dauða, hér heyrði Pétur
hanann gala og hér er Coenaculum,
sem sagan segir að hafi verið fundar-
staður fyrstu kristinna manna, og hér
er húsið, sem sagt er að stofnun heil-
agrar kvöldmáltíðar hafi farið fram
i. Og samkvæmt munnmælum múh.am-
eðssinna var það héðan af hæðinni,
sem Múhameð þeysti til himna á eld-
hesti sínum.
Tvær grafir Davíðs.
Hér er lika gröf Davíðs, sá staður
sem flestir vilja sjá á Zíonshæð. Hann
er mestur allra i sögu Gyðinga, og
liann er líka einn af spámönnum
múhameðssinna. Nú er ekki framar
deilt um gröf lians. í þeirri deilu varð
sætt, á þann liátt að gerð voru tvö
minnismerki eða grafreitir. Graf-
hvelfing Gyðinga er á II. hæð en
Múhameðstrúarmanna á hæðinni fyrir
ofan.
Mikill gestagangur er á báðum stöð-
unum og trúræknin er jafn einlæg
við báðar grafirnar. Á annarri hæð
leiðir gömul landnemakona af Gyð-
ingaætt 12 ára son sinn að gröf Davíðs.
Bæði eru þau gagntekin. Eftir 60 kyn-
slóðir í útlegð, standa þau í mesta
helgidómi Gyðinga. Á III. hæð eru
fimm Arabar á linjánum, snúa andlit-
inu til Mekka og þylja bænir. Það er
hátíðleg prúðmennska yfir þvi bæna-
haldi.
jl
Zíonshæðin með einum af fjórum borgarmúrunum, sem voru kringum gömlu Jerúsalem. í húsinu til hægri eru
ýmsar fornar menjar og minningastaðir.
Kristnir menn sem koma á Zíons-
hæð leila fyrst uppi gröf Maríu meyj-
ar. Ilún er i undurfagurri kaþólskri
kirkju, sem er prýdd fágætum gjöfum
úr öllum kaþólskum heimi. Um sjö
læstar dyr verður að fara áður en
komið er niður í grafhýsið, djúpt niðri
í kjallaranum. Um að gera að lileypa
engum aðskotadýrum inn, einkum
Gyðingum.
í þessum gömlu húsum eru einnig
mannaverk frá 20. öld. Eitt herbergi
er helgað þeim sex milljón Gyðingum,
sem voru teknir af lífi í þýskum fanga-
búðum. Hér er aska frá Auschwitch
og Maidaneck, hér er safn af kirkju-
munum, sem notaðir voru á laun í
fangabúðunum.
Þrenn lieimstrúarbrögð eiga minjar
hér á sama stað, og það verður elcki
annað séð en þau uni sér vel í sambýl-
in. Þó að þau halda því fast fram hvert