Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1954, Side 6

Fálkinn - 12.11.1954, Side 6
6 FÁLKINN CAREY SMITH: ( 2 } TRINIDAD FRAMHALDSSAGA. Gestgjafinn baðaði liöndunum: — Ég ætlaði bara að hjáipa....... Honum virtist vaxa ásmegin við að segja þessi orð. Hann brýndi röddina og baðaði út öllum öngum. — Chris er komin í bobba, hugsaði ég með mér. Og það er skylda mín að lijálpa lienni Ég........ — Já, einmitt, sagði Smythe ertandi, — við vitum að þér eruð einstaklega lijartagóður maður. Wittol varð allur eitt bros. Hann ætlaði meira að segja að koma inn i herbergið, en Smythe dró forhengið fyrir, rétt við nefið á honum. — Frú Emery, — liann sneri sér að Chris, — ég verð að biðja yður að koma með okkur á stöðina. Það er nauðsynlegt að þér kannist við að þetta sé lík mannsins yðar. Gerið svo vel að flýta yður að klæða yður. Við And- ersen konsúll bíðum fyrir utan. Chris kinkaði kolli þegjandi. Hún hafði ekki einu sinni litið á Wittol. Hún virtist annars hugar, eins og liún vissi ekki hvað var að gerast. ENGINN sagði orð á leiðinni á lög- reglustöðina. En þegar Chris kom út úr klefanum sem Neal lá í, var eins og hún vaknaði af draumi. Kinnarnar voru rjóðar eins og á sjúklingi með sótthita og augun gljáandi. Andersen kenndi í brjósti um hana og jafnvel Smythe virtist hafa mildast. Hann ýtti fram stól handa henni og sagði með dálítið vingjarnlegri rödd: — Já, þetta er ekki létt...... Chris svaraði ekki. Hún fléttaði mjóum fingrunum með rauðum nögl- um um annað hnéð á sér og beygði FRUMSÝNING. — „Romeo og JÚIÍa“ er mjög umtöluð kvikmynd, sem Renato Castellani hefir gert eftir leikriti Shakespeares, og fékk mynd- in I. verðlaun á kvikmyndasamkeppn- inni í Venezia í vor sem leið. Þessi mynd var sýnd almenningi í fyrsta sinn í London nýlega. Meðal gesta á sýningunni var Peggy Cummings. höfuðið fram, þannig að hárið féll yfir andlitið. Smythe beygði sig niður að henni. — Vitið þér livort hann liafði nokkra ástæðu til að fyrirfara sér? Nú varð stutt þögn, svo svaraði hún hikandi: — Hann var ekki hamingju- samur........ — Einmitt það? spurði Smytlie um hæl, — var ósamkomulag á milli ykkar? Hann virtist styttri í spuna en áður. — Það var ekkert á milli olckar, svaraði Chris. Hún leit á Smythe full- trúa, en hann sagði ekkert og þá hélt hún áfram hikandi: — Við bjuggum i sama húsi. Annað var það ekki. Ekki i meira en heilt ár ..... — Frú Emery, sagði Smythe. — Maðurinn yðar gaf yður mjög dýra gjöf nýlega. Hvaðan fékk hann pen- ingana fyrir hana? Chris dró við sig svarið. Hún varð að vera vör um sig. — Hann hafði ekki efni á því, sagði hún loks. — Ég fékk hann til að skila gjöfinni aftur. — En hann hafði peninga, sagði Smyíhe. — Hann hefir verið borgun- armaður fyrir þessu. En hvaðan fékk hann peningana? Hún engdist í stólnum og Andersen fannst orka streyma frá henni. En svo svaraði liún kæruleysislega: — Hann seldi málverk. — Honum Max Fabian? iSpurning Smythes var eins og svipu- liögg. Chris lyfti ósjálfrátt hendinni eins og hún vildi bera af sér högg. En svo varð þráinn yfirsterkari í henni og hún rétti úr sér. NÓG AF PERLUM. — í Atami í Japan var nýlega haldinn markaður fyrir perlur, sem framleiddar eru í ostru- búum þar. Voru seldar perlur fyrir nær fimm milljón krónur, og kaup- endur voru nær allir erlendis. — Hér sést japönsk stúlka vera að sýna fal- legar perlur. — Hefði nokkuð verið við það að athuga? Var það í bága við lög? Smythe fulltrúi sat við sinn keip. — Ka'nnske ekki í bága við lög, sagði hann rólega. — En undarlegt. Hvers vegna átti Fabian að borga mannin- um yðar svo mikið fyrir eina mynd, frú Emery? — Max Fabian var hrifinn af mynd- um Neals, svaraði Chris og röddin varð hvatskeytleg. — Hann keypti oft myndir af Neal. — Fyrir þúsund dollara hverja? sagði Smythe. — Er það ekki nokkuð mikið, fyrir myndir eftir óþekktan listamann? Chris starði á hann, svo sagði hún: — Ætlið þér að halda því fram að Neal hafi fengið peningana úr öðrum stað? Viljið þér þá segja mér hvaðan þeir komu? — Ég hafði vonað að þér segðuð það sjálf, sagði Smythe: — Hvað se.m öðru líður er herra Fabian góðúr vinur •yðar, er það ekki? Hreimurinn sagði meira en orðin og Andersen konsúll hóstaði vand- ræðalegur. En Chris deplaði ekki einu sinni augunum. Hún horfði fast á Smythe og svipur liennar bar það með sér að hún þóttist eiga kröfu á skýr- ingu. En Smythe kippti sér ekki upp við það. — Þér þekkið lierra Fabian mjög vel, er ekki svo, frú Emery? endurtók Smythe. — Herra Fabian er vinur minn, sagði hún æst. Smythe horfði á hana þegjandi þangað til hún stóð upp og tók tösk- una, sem lá á borðinu. — Get ég nú farið? spurði hún kuldalega, — eða þurfið þér að spyrja að fleiru? — Smythe fulltrúi, sagði Andersen, — mér finnst undarlega...... Smythe þaggaði niður i honum með lítilli bendingu. — Þér megið fara, frú Emery, sagði hann. Hann horfði hugsandi á eftir lienni er hún gekk út að dyrunum. Þegar hún hafði tekið í liurðarhúninn sagði hann: — En þér skuluð ekki reyna að komast burt frá Trinidad, það er vörður bæði á flugvellinum og við höfnina. Hún leit snöggt við og hatrið brann úr augunum: — Gleymið ekki að setja hákarlana á vörð líka. Hver veit nema ég reyndi að komast héðan á sundi! HÚN skellti hurðinni eftir sér og gekk þungstíg fram forsalinn og út á götuna. Það var ekki svo að skilja að liún gerði sér háar hugmyndir um hvað fólk segði um liana. En það var dálítið annað þegar lögreglustjórinn í Trinidad sletti dylgjum framan í hana og það meira að segja í áheyrn fulltrúa hennar eigin þjóðar. Ilann svipti af henni síðustu leifunum af heiðarleikahjúpnum og eyðilagð1 nð fullu tilraunir hennar til að sýnast grandvör manneskja. Hana hitaði i kinnarnar af æsingu, en blygðunartilfinningin var undir niðri og æsingin varð að víkja fyrir lienni. Hún herti á sér svo að hún hljóp við fót fram dimma götuna, álút og með hökuna við ltápukragann. En það er auðvitað hægt að bjóða dans- meyju á náttklúbb allt, hugsaði lnin með beiskju. Allir vita að þær selja sig. Vinátta milli riks manns eins og Fabians og stúlku á borð við Cliris Emery — það var hlægilegt! Úr einu portinu heyrðist bældur hlátur. Chris vafði kápuna fastar að BARBARA PAYTON. — Fyrir all- löngu birtist grein um hneykslismál það, sem Barbara Payton olli í Holly- wood, í Fálkanum. Verður sú saga ekki rakin hér, en við það voru riðnir þeir Franchot Tone, kvikmyndaleik- arinn frægi, sem Barbara hafði lengi átt vingott við og Tom Neat hnefa- leikari. Þeir börðust út af henni og hnefaleikarinn nefbraut Franchot Tone með meiru. Urðu út af þessu mikil málaferli og læti, en þau Barb- ara og Tom Neal græddu þannig á því, að þau urðu umtalaðar manneskj- ur, sem þau höfðu ekki verið áður. Barbara er sögð hafa „lausblaðabók fyrir hjarta“, og skiptir víst óspart um blöð. sér. Hún gat engan séð, enda liafði ský dregið fyrir tunglið og húsin voru í skugga, en henni fannst sem þúsund augu góndu á hana. Og hún gat ekki varið sig fyrir þeim. En þetta var óréttlátt. Hvað vissu þau um samlíf hennar og Neals? Bjarta hamingjudaga fyrst í stað .... Þau höfðu verið barnaleg ........ bjánalega hamingjusöm. En svo kom breytingin. Hún laumaðist að þeim hægt og hægt. Chris tók ekki eftir neinu fyrr en hún var farin að sökkva. Neal dreymdi svo glæsta drauma, liann var sannfærður um að hann væri i hópi liinna útvöldu og frægðin væri sér vís. En hæfileikar hans leyfðu það ckki. Og þegar liann neyddist til að skilja þetta var hann eyðilagður mað- ur. Chris sá glöggt hvert stefndi. En liún vildi ekki láta sökkva. Hún liélt sig sterkari en hún var, hélt að hún géeti haldið þeim báðum á floti. En nú var Neal dáinn. Örvænting lians hafði knúið hann í dauðann. Heit tár komu fram í augun er hún var að reyna að opna dyrnar. En ein- hver opnaði að innanverðu og

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.