Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1954, Side 13

Fálkinn - 12.11.1954, Side 13
FÁLKINN 13 „Afsakaðu, já, ég kom snemma heim. Það var ekkert gaman þarna niðurfrá." „Hvað er þetta, góða min. Eins og heilbrigðu ungu fólki þyki ekki gaman að dansa?“ Bara að hún hefði ekki lagt þessa áherslu á „heilbrigðu"! Því að hún var vafalaust ekki heil- brigð. Það var þess vegna sem for- eldrar hennar voru svona angur- vær þegar þau litu á hana. Þau vissu að hún var ekki heilbrigð, og það kvaldi þau og þau reyndu að leyna þvi fyrir henni. En hún hafði heyrt þau tala um það, er þau héldu að hún heyrði ekki til þeirra. „Ég — ég var líka með höfuð- verk,“ stamaði hún. „Þú þarft ekki að vera að segja okkur ósatt,“ sagði faðir hennar og rödd hans var sjúkrahúsrödd, eins og hann talaði fyrir innan niðurdregin gluggatjöld. „Það er óþarfi að vera að segja pabba sín- um og mömmu ósatt.“ Þetta kom yfir hana eins og svo oft áður. Hún mundi það, sá það greinilega. Hún vissi að það hafði gerst, og samt sögðu allir aðrir að það hefði ekki gerst. Hún sá opna gröfina og blómin, og hún hafði verið svo lítil, svo ógn lítil, því að hún mundi að augun í henni voru jafnhátt höndinni á honum, þegar hún hafði slitið sig af hon- um og hlaupið að gröfinni og hróp- að: „Mamma mín, góða fallega mamma min, — Þið megið ekki grafa hana góðu mömmu mína niðri í moldinni." Fyrsta skipti sem þau höfðu sagt, að það væri ekki satt — það var í skólanum. Kannske hafði hún verið sjö ára. Eða sex. Vin- gjarnlega skólastýran hafði sagt: „Það er komið bréf til þín frá henni mömmu þinni — heldurðu að þú getir lesið það?“ Hún hafði horft á skólastýruna og sagt: „Ég get ekki fengið bréf frá henni mömmu minni. Hún mamma mín var dáin. Ég var viðstödd jarðar- förina." Skólastýran hafði orðið svo raunaleg á svipinn, að Sylvia hafði aldrei viljað mótmæla því oftar að hún ætti móður. Og svo lá við að hún gleymdi þessu alveg þegar árin liðu fram. Hún hitti aldrei foreldra sina. Þau skrifuðu henni að staðaldri og hún skrifaði aftur. Hún var orðin átján ára þegar þau komu og sóttu hana. Ári síðar fóru þau í ferðalag um Evrópu. Og svo heim til Joya Hermosa. En þetta hafði byrjað aftur þeg- ar hún sá móður sína í raun og veru. Þessar óljósu bernskuminn- ingar um opnu gröfina með blóm- unum. Hún reyndi að muna eitt- hvað um föður sinn líka, en það var ekki það sama. Hún viður- ur gegnum samvisku Sylviu. kenndi föður sinn. Hann hafði verið svo veikur. Hann hafði leg- ið í rúmi og hóstað. Rúmið henn- ar stóð upp við þilið á herberginu til hliðar og hún heyrði oft á nótt- inni hvernig hann hóstaði. Hann lá í rúminu sínu og brosti til henn- ar, daginn sem hún fór inn og kvaddi hann áður en hún var send í skólann. En hann dó ekki, það var bara móðir hennar sem dó. Hvernig gat hún haldið að móð- ir hennar væri dáin, þegar hún sat beint á móti henni og brosti raunalega til hennar? Hvers vegna varð hún að kvelja bæði sjálfa sig og foreldra sína með þeim? Og hún vildi heldur ekki segja þetta, vildi ekki, vildi ekki.... Hún fann hvernig tognaði á andlitsvöðvunum þegar blóðið vék burt og hún varð hvít. Henni varð óglatt og hendurnar á henni fóru að titra. En hún varð að segja það. „Móðir mín er dáin,“ hvíslaði hún svo lágt að varla heyrðist. „Ætlarðu ekki á hestbak í dag, væna mín,“ sagði frú Riveroll og angistin skein úr augunum. Þau voru svo góð — reyndu alltaf að láta sem þau heyrðu ekki voðann, þegar hann sauð upp úr henni. Það vár aðeins í fyrstu sem þau reyndu að andæfa henni og sýna henni fram á að henni skjátlaðist. En síðar höfðu þau farið að láta eins og þau heyrðu það ekki. „Jú, ég ætla að koma á hest- bak. Á ég að sækja póstinn?“ „Nei, þakka þér fyrir, ég sæki hann sjálfur eins og ég er vanur,“ svaraði faðir hennar. „Hvers vegna er pósturinn ekki borinn til okkar eins og annarra, hvers vegna fáum við ekki póst- bera?“ spurði hún. „Og hvers vegna sækir þú alltaf póstinn sjálfur — ég gæti tekið af þér ómakið, pabbi.“ „Það er bara sérviska úr mér,“ sagði hann og brosti hlýlega. Kaffibollinn var tómur, aðeins ofurlítill korgur á botninum. En í honum sá hún enn dökka and- litið með hrokkna hárið. I gær hafði hún verið alveg brjáluð, enn vitlausari en þegar hún fékk þessi köst venjulega. Hvað skyldi Clyde Stradley hafa hugsað um hana? Mundi hún nokkurn tíma fá að sjá hann aftur — átti hún að þora að síma til hans? Ef hún þyrfti á honum að halda! Jú, hún vissi að þegar skelfinguna setti að henni næst, mundi hún verða að síma til hans, því að þá stóð henni al- veg á sama um hvað fólki fannst um hana, þá hugsaði hún aðeins um að fá hjálp, og hún hafði ein- kennilega öruggt hugboð um að Clyde Stradley gæti hjálpað henni. En gegn hverju? Hvað var hún hrædd við? Hún vissi það ekki. „Ég hefi enga peninga," sagði Sylvia og leit upp frá kaffiboll- anum. „Get ég fengið peninga?" „Svei mér ef ég skil hvað þú gerir við alla peningana þína,“ sagði faðir hennar hálf óánægð- ur. „Ég borga alla reikningana þína, og þú fékkst fimmtíu doil- ara á laugardaginn var.“ „Laugardaginn? Ég fékk enga fimmtíu dollara á laugardaginn.” „Góða min, það er í annað skipt- ið sem þetta kemur fyrir,“ sagði frú Riveroll og reyndi að brosa. „Ég sá sjálf að hann faðir þinn rétti þér tíu-dollara seðla þegar við sátum við morgunverðinn. Það er ómögulegt að þú hafir gleymt því?“ Það fóru krampateygjur um Sylviu. Henni fannst heilabúið í höfðinu tæmast og í tóminu hring- snerust hugsanirnar í leit að end- ur minningu — hún reyndi að muna að hún hefði fengið fimm- tíu dollara. En hún gat ekki mun- að það, meðvitund hennar var eins og óskrifað blað. Fyrir ná- lægt mánuði liðnum hafði líkt viljað til — hún hafði beðið um peninga og faðir hennar sagt að hann hefði gefið henni peninga daginn áður. Þá gat hún heldur ekki munað að hún hefði fengið nokkra peninga. Og það voru ekki peningarnir einir. Það var fleira. Eins og heilinn í henni væri sía, sem atburðirnir færu gegnum án þess að skilja nokkurt spor eftir. I fyrri viku hafði bóksalinn i Joya Hermose sent þeim stóra myndabók um „Gamla meistara“. Reikningurinn kom með bókinni og bréf áfast við hann. „Ungfrú Riveroll — samkvæmt beiðni í síma 6. þ. m. sendum vér yður bókina.......“ Hún hafði ekki simað og ekki pantað neina bók — að minnsta kosti mundi hún ekki til að hún hefði gert það. Hún hafði hlegið að misgáningi bóksalans og ætlað að senda bókina til baka, en móð- ir hennar hafði litið svo kynlega á hana og sagt að það mætti hún ekki gera — vitanlega hafði hún hringt og pantað bókina — hún vissi best sjálf hve gleymin hún væri. Bóksalanum mundi koma einkennilega fyrir sjónir ef hún neitaði að hafa hringt. „En ég hefi alls ekki hringt og beðið um bókina,“ andæfði hún. „Við eigum hana — ég vissi að við áttum hana fyrir, ég lít oft í hana. Hvernig ætti mér að detta í hug að fara að kaupa bók sem við eigum.“ „Þú hefir kannske viljað eiga eintak út af fyrir þig — úr því að þú lítur svo oft í bókina," hafði móðirin sagt með sama einkenni- lega vorkunnarsemdar-augnaráð- inu. „Þú ert of ung til þess að vera farin að kalka og vita ekki hvað þú gerir,“ hafði faðir hennar sagt og reynt að slá öllu upp í gaman. „En gerðu það bara ekki aftur.“ Og svo hafði hann skrifað ávis- un handa bóksalanum, og daginn eftir hafði komið handsmíðaður mexíkanskur hnakkur með rósa- leðri, frá söðlasmiðnum. Hún Framhald í næsta blaði. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYND- UM - Afgreiðsla: Bankastræti 3, Keykjavik. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greið- ist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúla- son. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. ADAMSON 4 Óvinur listarinnar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.