Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1954, Qupperneq 5

Fálkinn - 26.11.1954, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 hrifnir af henni, þá verður það ekki síður sagt um hinar norðlægu þjóð- irnar, en þeir sem hrifnastir voru af henni voru þó Finnarnir. Hún hafði mikla samúð með þessari litlu þjóð, sem ratað hafði í svo miklar raunir, og hún hefir verið mikill Finnlands- vinur ætið síðan. í vetrarstríðinu 1939—40 sendi hún stórgjafir til Finn- lands. Hún á margar góðar endur- minningar þaðan, og ein þeirra er frá samfundum hennar og Jean Sibelius. Hún heimsótti hann. Þegar tónskáldið hafði boðið bana veikomna spurði liann hvort hana langaði ekki í kaffi. En Marian vildi syngja áður en hún fengi kaffið ,og er liún hafSi sungið tvö lög eftir Sibelius, spratt hann upp og rigsaði fram að dyrum og kallaði á stúlkuna og sagði: „Champagne!“ Honum datt ekki í hug að nefna kaff- ið aftur. Sibelius hefir jafnan haft miklar mætur á Marian Anderson sið- an, og tileinkaði henni lagið „Soli- tude“, en það lag syngur hún oft. Eftir Norðurlandadvölina söng hún víða i Evrópu, Ameríku og Afríku. Alls staðar var henni fagnað með fá- dæmum vel, og þegar sir Henry Wood lét hana syngja á einum hljómleikum sínum i Queens Hall, var viðurkenn- ingin fyrir heimsfrægðinni fengin. Hvenær sem nafnið Maritan Ander- son sést á söngskrá þá þýðir það út- selt hús, og aldrei verður neinn fyrir vonbrigðum, sem heyrir hana, þó að við miklu hafi verið búist. Söngur hennar kemur frá hjartanu. En heimsfrægðin nægði ekki tii að útrýma kynþáttahatrinu í heimalandi hennar, Bandaríkjunum. Vegna þess að hún var svertingi gat hún jafnan átt von á að verða fyrir móðgunum og misrétti, og hún gekk þess ekki dulin, að utan söngsins var liún ekki jafn rétthá og hvitir menn. Eitt af því túalegasta sem fyrir hana hefir komið var það, að kven- féiagið „Daugliters og the American Revolution" neitaði henni um að fá að syngja í Constitution Hall i Was- hington vegna þess að hún var blökku- stúlka. Þetta vakti mikinn styr, ekki aðeins í Bandarikjunum heldur um allan heim, og varð til þess að fjöldi kvenna sagði sig úr félaginu, en Eleanor Roosvelt forsetafrú sagði af sér formennskunni til þess að mót- mæla þessum aðförum. Þá var stungið upp á því að Marian Anderson héldi hljómleika úti, og féllst hún á það, en þó með hálfum huga. Páskamorgun 1939 fór hún og fjölskylda hennar undir lögregluvernd gegnum mann- jmöngina, sem hafði safnast saman á torginu fyrir framan Capitol í Was- hington. Heill skógur af ljósmynda- vélum og hljóðnemum var andspænis henni þegar hún byrjaði að syngja. Kringum 75.000 manns hylltu hana þarna á torginu og hljómleikunum var Kinnvöðvarnir eru sterkustu vöðv- arnir í mannslíkamanum. Þeir gætu auðvehilega lyft 120 kílógrömmum. Menelik Ethiópiukonungur (1844—- 1913) trúði mjög bókstaflega á mátt hins prentaða orð. Ef hann var veikur eða illa lá á honum át hann eitt eða tvö blöð úr Bibliunni. Það fór að lokum með liann að hann át þykka útgáfu af Konunganna bók. Annað hvort hefir hann treyst meltingunni of vel eða hann liefir ekki reiknað rétt lengdina á bókinni. útvarpað til hundraðfalt fleiri áheyr- enda. Fögnuðurinn á þessum hljóm- leikum var meiri en nokkurn tima áð- ur og áheyrendurnir mótmæltu eftir- minniiega atferli „Daughters of tlie American Revolution". Með þessum hljómleikum undir minnismerki Lincoins skóf Marian Andersen um sinn út stéttamun hvítra og svartra manna í Bandarikjunum. Á stríðsárunum varð liljóðara um nafn Marian Anderson. Hún hefir haldið áfram söngferðum sínum, en hún er ekki eins þrelcmikil og áður. Hinar sífelldu ferðir hennar hafa slitið henni út, svo að nú fer hún sér hægar en áður og syngur ekki eins mikið. En hún starfar af kappi að öðrum hugðarmálum sínum, meðal annars að því að eyða kynþáttahatrinu og berj- ast fyrir fullu jafnrétti kynbræðra og -systra sinna. Hún berst með öllu hugsanlegu móti fyrir því, að svert- ingjar fái fullt jafnrétti við hvíta menn, og leggur hart að sér. Nokkuð hefir unnist á, en þó á það langt í land að svertingjar fái fuil mannréttindi. Sjálf er bún heimsborgari og í hennar augum eru allir menn jafnir. Það er „manneskjan fyrir innan hörundið", sem skiptir máli. Og hún er stórmenni sjálf, í fleiru en söngnum. Gjafmildi liennar er við brugðið, þó að hún sendi jafnan gjafir sínar undir dul- nefni. Hún er mikill vinur ungs lista- fóiks og margir eiga það lienni að þakka, að þeir hafa komist áfram á listabrautinni. Árið 1940 fékk hún Bokverðlaunin svonefndu, 10.000 doll- ara, sem hún gaf samstundis í sjóð handa efnilegu söngfólki. Sjúkir og fátækir leita hennar aldrei árangurs- laust. Hún vill öllum hjálpa og alla gleðja. En þó er það fyrst og fremst fjölskylda hennar, sem hefir notið góðs af hjálpfýsi hennar. Hún lætur sér annt um hag systra sinna og skrif- ast jafnan á við móður sína, sem stundum hefir verið með henni í söngferðunum. Marian Anderson er ósvikin lista- manneskja og göfug sál. Þegar hún fékk Singarn-heiðurspeninginn árið 1939, en hann er veittur fyrir mesta og göfugasta afrekið, sem svertingi hefir unnið á sínu sviði, afhenti frú Eleanor Roosvelt henni verðlaunin með þessum orðum: „Þegar maður hefir séð hvað þér hafið gert, verður spurningin um kynþætti og trúarjátn- ingu hljóm eitt.“ * VEIKUR TÍSKUKÓNGUR. — Jaques Fath, franski tiskukóngurinn liggur veikur í blóðsjúkdómi (leukomi), sem læknarnir ráða ekki við. Hann er að- eins 42 ára, og talinn mikill missir að honum, ef hann fellur frá. Stjörnulestur eftir Jón Árnason, prenlara. Nýtt tungl 25. nóv. 1954. Alþjóðayfirlit. Vatnsmerkin eru yfirgnæfandi i áhrifum. Tilfinningarnar munu hafa mikil áhrif á atliafnir manna og hætt er við að hugsunin fái að lúta i lægra haldi — frekar en hyggilegt sé. Ýmis- legt nýtt gæti komið til greina meðal læknarannsókna. Mars og Neptún í góðri afstöðu. Dulfræðilegar athug- anir gætu komið til greina og vakið athygli. — Tölur dagsins eru: 2 + 5 + 1 + 1+5 + 4 = 18 = 9. Yfirráðahugsunin er áhrifarík, liugsana-tölurnar og sóltöl- urnar eru i samstæðu. Útkomutalan er Mars-talan 9, sem bendir á þrautseigju og seiglu íaðgerðunum. — Sól- og Tunglafstaðan er ágæt og feltur í 3. lmsi íslenska lýðveldisins, sem bendir á framfarir og heill i framkvæmd ferðalaga og flutninga. Lundúnir. — Nýja tunglið er í 9. liúsi. — Utanlandssiglingar og verslun við nýlendurnar undir áberandi áhrif- um. Afstöðurnar góðar og munu við- skipti og flutningar ganga vel og hagnaður góður. — Mars í 1. húsi. Urgur og baráttuhneigð mikil meðal almennings. Munu fjármál orsökin og blaðaunnnæli um þau. — Júpíter og Úran í 6. húsi. Urgur gæti komið til greina meðal verkamanna og spreng- ing gæti átt sér stað í herskipi. Sam- stæða Júpíters gæti ef til vill eitthvað dregið úr áhrifum. — Venus, Satúrn og Nentún í 8. húsi. Litil líkindi eru til þess að ríkið eignist fé á þessum tima. Dauðsföll meðal miðla og sér- stæðra listamanna. Berlín. Nýja tunglið er í 9. húsi. — Utanlandssiglingar ættu að gefa góð- an árangur og verslun við önnur lönd talsverð. — Júpiter og Úran i 5. lmsi. Ekki hagstæð afstaða fyrir leikhús og leikara. Sprenging gæti átt sér stað í leikhúsi eða skemmtistað. — Neptún i 7. lmsi. Óábyggileg afstaða til utanríkismálanna. Brigðmælgi gæti komið i Ijós í framkvæmd samninga við önnur ríki. — Satúrn í 8. húsi. Litil líkindi til þess að ríkið eignist fé að erfðum á þessurn tíma. — Mars í 12. húsi. Eldur gæti brotist út í góð- gerðarstofnun eða vinnuhæli og sjúkrahúsi. Moskóva. — Nýja tunglið i 7. húsi. Utanrikismálin mjög á dagskrá og veitt athygli. Eru aðstæðurnar mjög góðar. Þó gæti urgur eða vandkvæði nokkur orðið út af ákvörðunum æðsta ráðsins. — Júpíter og Úran í 4. húsi. Ekki heppileg afstaða fyrir ráðend- urna og sprenging gæti átt sér stað i opinberri byggingu, og uppivaðsla gæti komið til greina. — Neptún í 6. húsi. Örðugleikar gætu komið til greina vegna afstöðu verkamanna og undangröftur gæti komið í ljós og andstaða gegn ráðendum. — Mars í 11. húsi. Eldur gætið komið upp i opinberri byggingu og urgur og á- greiningur á bak við tjöldin i milli, ráðendanna. Tokyó. — Nýja tunglið i 5. húsi. Leikhús, leiklist og leikarar undir mjög áberandi athygli og eru afstöð- urnar góðar. Ýmsar framfarir gætu átt sér stað i þeim greinum. — Nep- tún í 4. liúsi. Það er álitamál hve heppileg þau eru þessi áhrif, því að Neptún er frekar óábyggilegur hvað áhrif snertir. Það gæti því gengið á ýmsu, sumar afstöður slæmar en aðr- ar góðar. Bændur munu hafa stuðning stjórnarinnar og utanrikisviðskipt- anna, en aftur munu fjármálin undir slæmum áhrifum vegna fjárhagsmál- anna og slæmrar afstöðu landbúnað- arins. — Úran í 12. húsi. Sprenging gæti átt sér stað í spítala, góðgerðar- stofun, betrunarhúsi eða vinnuhæli. Washington. — Nýja tunglið i 1. húsi. Afstaða almennings ætti að vera góð. Framkvæmdir reknar með mikl- um áhuga. — Mars í 3. liúsi. Tafir ýmsar í rekstri samgangna og tap mun koma i ljós og umræður um það áberandi. Aðstoð gæti komið til greina frá þinginu, — Júpíter og Úran í 8. húsi. Dauðsfall meðal hátt- settra manna og fyrrv. embættis- manna. Voveifleg dauðsföll gætu komið til greina. — Satúrn í 12. húsi. Tafir í framkvæmdum og rekstri vinnuhæla, betrunarhúsa og spítala. í s 1 a n d . 11. hús. — Nýja tunglið er í liúsi þessu. — Þingmál og störf þingsins munu mjög á dagkrá og veitt athygli. Er afstöðurnar yfir höfuð góðar, svo að þingstörfin ættu að fá frekar ró- legan framgang. 1. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. — Friður og ró ætti að einkenna heildarafstöðu almennings og ýmsar umbætur ættu að koma til greina frá liendi ráðendanna og heilbrigði góð. 2. hús. — Mars er í liúsi þessu. — Ilætt er við að urgur komi alvarlega til greina út af rekstri fjármálanna. Bankastarfsemin mjög óábyggileg og kostnaður eykst, en tekjur minnka. 3. hús. — Venus ræður húsi þessu. — Samgöngur innanlands ættu að vera undir góðum ábrifum og ganga greið- lega, þó gætu tafir komið til greina að einhverju leyti. 4. hús. — Venus ræður húsi þessu. —Góð afstaða fyrir bændur og búalið. 5. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Leikarar og leikhús undir nokkuð tvísýnum áhrifum. Urgur gæti komið til greina og tafir á framkvæmdum, þó mun fjárhagshliðin sæmileg. 6. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Hitasóttir og taugasjúkdóm- ar gætu átt sér stað. Aðstaða verka- manna athugaverð. Barátta og tafir. 7. hús. — Júpiter í húsi þessu. — Afstaðan til utanríkismálanna er nokk- uð sérkennileg. Hætt er við að gangi á ýmsu og urgur geti átt sér stað í sambandi við samninga út af þeim. Sum atriði ættu að ganga vel, en önn- ur illa. Brigðmælgi gæti komið í ljós. 8. hús. — Plútó í húsi þessu. — í meðferð á gjafafé til þess opinbera gæti birst sviksemi. 9. hús. — Merkúr, Venus og Satúrn í húsi þessu. Tafir og örðugleikar gætu komið í Ijós í flutningamálunl og við- skiptum við önnur lönd. 10. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Stjórnin á i örðugleikum miklum út af fjárhagsmálunum og rekstri þeirra, hvort sem það verður henni að aldurtila nú er ekki ljóst. 12. hús. — Engin pláneta var i húsi þessu og munu áhrif þess því minna áberandi. Ritað 10. nóv. 1954. Það eru ekki smáræðis peningar sem fara um lófa þeirra, senj frægir eru orðnir i sjónvarpi. Fyrir 90 min- útna leik í sjónvarpi fékk Betty Hutton 50.000 dollara, eða 800—900 þúsund krónur. Þetta var í fyrsta skiptið sem hún kom fram í sjónvai-pi. Hún lék oðalhlutverkið í léttum söngleik.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.