Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1954, Qupperneq 6

Fálkinn - 26.11.1954, Qupperneq 6
6 FÁLKINN CAREY SMITH: ( 4 } TRINIDAD FRAMHALDSSAGA. —Já, það þurfum við, sagði Sieve liöstugt. Hún skyldi ekki sleppa. Hún starði sljóvum augum á hann um stund, svo reyndi hún að manna sig upp. — Ég veit ekki hvar ég á að hyrja — það var svo margt ........... Hann efaðist um hvort hann hefði listgáfuna, liann var dapur og ........ — Það er lygi, sagði Steve með þjósti. — Ég fékk hréf frá honum .... Hún rak upp stór augu. — Bréf? — Já, einmitt bréf. Hvers vegna mundi hann hafa skrifað mér og beð- ið mig um að koma, ef hann hefði ætlað að fyrirfará sér? — En — ég ......... stamaði hún ó- sjálfbjarga. Hún virtist vera ráðþrota en reyndi þó að skýra málið. — Hann var svo geðríkur..........og svo íljótur að skipta um skoðun. — Eigið þér við að það hafi verið ástæðan til að liann fyrirfór sér? fnæsti Steve. — Þér þýðir ekki að reyna að fara undan í flæmingi — ég krefst að fá að vita sannleikann. Chris reigði up]) iiöfuðið. Þetta var of langt gengið. Það var rétt komið að henni að svara Steve i sama tón, en hún hætti við það er hún sá hve raunalegur hann var á svipinn. — Ég skil að þetta hefir verið áfall fyrir þig, sagði hún lágt. — Já, en það hefir varla tekið þig sárt, sagði hann með ískulda. — Þú komst úr réttarlialdinu likust því sem þú hefðir verið á staupaþingi. — IJIustaðu nú á! sagði Chris. Nú ætlaði liún ekki að láta lionum líðast þetta lengur. Það var kominn hættu- legur glampi i grænu augun. — ímyndar þú þér að þér leyfist að segja hvað sem þú vilt, vegna ])ess að þú ert hröðir Neals? Þú þekkir mig ekkert ...... — Ég þarf ekki annað en að sjá þig til að vita hvers konar manneskja þú ert, sagði Steve og mældi hana frá livirfli til ilja. Chris roðnaði er hún sá á Iionum svipinn, og tárin komu fram í augun. — Hélstu kannske að ég sæi ekki hver þú ert? hélt hann áfram jafn óvæginn og áður. Eg skil bara ekki að Neal skildi ekki sjá það líka. Það var liörmung að ég skyldi koma tveim- ur dögum of seint, annars skyldi ég svei mér hafa bent Iionum á það .... — Tveimur dögum, varð Chris að orði. — Þú komst mörgum mánuðum of seint. Hvers vegna hirtir þú ekki um að vita hvernig honum liði, úr því að þér þótti svona vænt um hann? En þú máttir auðvitað ekki vera að því. Þú skellir skuldinni á mig vegna þess að þú ert með vonda samvisku sjálfur. En nú skal ég láta þig vita, að ég er þreytt á þér og bróður þín- um— og öllu! TLJÚN þagnaði og dró djúpt andann, það var eins og hiksti, og allt í einu snerist hún á hæli og hljóp út. Steve fór í humátt eftir lienni en hún skellti hurðinni fyrir nefinu á honum. Hann rétti fram höndina en dró liana liikandi að sér aftur; nú skammaðist hann sín. Hún var að því komin að gráta. Hann leit um öxl og lirökk við. Svertingjakonan stóð bak við hann, hún hlaut að hafa læðst að honum ])ví að liann hafði ekkert heyrt. Svörtu augun voru alvarleg og ásak- andi. •-<<<««■< < <<<<<<<<<<<<<<<<< <<<<<<<<<<<■<< ^^^^^^^^ TVÖFÖLD FEGURÐ. — Kvikmynda- dísin Susan Cabot hefir verið kölluð fegursta kona í heimi, en líklega þykir henni það ekki nóg, því að hér hefir hún látið ljósmynda sig með spegil- myndina, til að verða tvöföld í roðinu — eða fegurðinni. HEIM ÚR SELINU. — Það er öruggt haustmerki í Bayern er kúahóparnir sjást koma úr seljunum niður í dal- inn. Þá er alltaf haldin hátíð og bæði menn og skepnur skreytt blómum. — Yður liður varla betur eftir að hafa sært liana, sagði hún og dinun röddin titraði af harmi. Steve fann að hann hafði hlaupið á sig, hann hafði farið askvaðandi að málefni, sem þurfti að taka á með nærgætni og stillingu. Hann reyndi að telja sér trú um að hann hefði verið í sínum fulla rétti. Það var eitthvað dularfullt við þetta allt. En Iionum varð órótt er hann sá ásakanirnar í andliti svörtu konunnar. Hann muldraði eitthvað og bjóst til að fara. En hún studdi hend- inni á handlegginn á lionum. — Farið þér ekki, sagði hún ákveð- in. — Þér hafið sagt svo margt ljótt við hana. Þér iðrist bráðum eftir það, og þá biðjið þér hana fyrirgefningar. Biðja hana fyrirgefningar! En dökku augun.höfðu áhrif á hann. Það var merkilegt hvernig honum gat orð- ið innanbrjósts við að horfa á þessa svörtu konu. Hann reyndi að líta ekki á hana, en gat ekki komið sér til að fara. — Ég veit ekki, tautaði liann til að segja eitthvað. — Það er margt sem þér vitið ekki, herra Emery, sagði hún íbyggin. — Komið þér! Hún dró hann með sér. Steve elti hana nauðugur út í garð- inn. En þessi svertingjakona hafði gert hann forvitinn. Hann skotraði lil hennar augunum, spyrjandi og á báðuin áttum, þegar hún nam staðar við bambusstóla og bað hann um að setjast. — Það er svalara hérna, sagði hún, — nú skal ég ná í eitthvað við þorst- anum handa yður, hcrra Emery. Svo hvarf hún jafn sviplega og hún hafði komið. Hún hreyfðist ekki eins og venjulegt fólk en varð að skugga og hvarf. Hann yppti öxlum og hlarnrn- aði sér i einn djúpa stólinn. Nú fyrst fann hann live þreyttur hann var. Það var yndislegt ])arna úti. Og ís- kaldur drykkurinn deyfði eirðarleys- ið og reiðina í lionum. Þetta var allt um garð gengið hvort sem var. Neal var dáinn, og hvað sem hann hefðist að gat hann engu um ])að breytt. Kannske Chris hefði rétt fyrir sér cr hún sagði að reiði hans stafaði af slæmri samvisku. Hann liefði átt að hafa lnigsun á því fyrr að komast á snoðir um hvernig ástatt væri með Neal. Og kannske syrgði Chris hann, þó að það yrði ekki séð á lienni. Hann var svo lítið kunnugur leikarafólki, en þó gérði hann sér í hugarlund að það ætti hægara með að leyna til- finningum sínum en annað fó]k. Og það varð með sanni sagt, að Chris væri eins konar leikkona ........ Hann sat þarna og hugsaði þangað til fór að rökkva og stjörnurnar að gægjast fram. Ysinn frá götunni fyrir neðan hljóðnaði og nú varð liljótt eins og myrkrið hefði lijúpað húsið i svart flauel. Steve sat og naut kyrrð- arinnar og lá við að sofna. TLJANN heyrði allt i einu skella ■*■ •*■ í háum hælum á gólfinu í her- berginu fyrir innan, svo var kveikt á lömpunum, dyrnar opnaðar svo að ljósið lagði út í garðinn. Og inni í birtunni stóð Chris. Stevc deplaði augunum til hennar, en hann varð svo agndofa að hann gat varla staðið upp úr stólnum. Það var blátt áfram ótrúlegt hve fögur hún var. Hún var í svörtum kjól, með breiðri, livítri leggingu að neðan, svo að kjóllinn virtist vera eins og klukka utan um liana. Hárið var sléttgreitt og féll niður á axlirnar, og það var líkast og svarti kjóllinn seiddi til sín nokkuð af eirrauða litnum á hárinu á henni. Nú var ekkert tvirætt í fasi hennar, hún var aðeins óumræðilega fögur kona. Alveg eins og hann vildi að kona Neals liti út. Hann stóð upp og fann að svertingja- konan hafði rétt fyrir sér. Hann æll- aði að biðja afsökunar. — Chris, sagði hann, — ég var .... ég meina .... ég var svo æstur áðan. Hún brosti hlýlega til hans, cn aug- un voru angurblíð. — Ég skil að þetta hefir verið erfitt fyrir þig. Steve reyndi að gefa skýringu sér til afsökunar: — Já, þú skilur, það var þetta bréf ...... Ég skil ekkert í þessu. Eg gat alls ekki séð á bréfinu, að honum liði illa. Honum varð litið til hliðar og nú sá hann dimm augu svörtu konunnar undir hvítri hettunni. Hann hafði heldur ekki heyrt til hennar í ]>etta skiptið, þegar hún kom inn. Hún hik- aði ekki við að taka fram í fyrir þeim í samtalinu, og gerði heldur enga til- raun til að draga úr því, sem hún liafði sagt. — Maturinn biður, sagði hún fast- mælt. — Enginn lifir á sorgiuni. Steve hnyklaði brúnirnar ósjálf- rátt. Þessi svertingjakona var ótrú- lega lagin á að laumast að manni. Og nú setti einhvern ónotahroll að hon- ■um. En það virtist engin áhrif hafa á Chris þó að svarta konan kæmi inn. — Við komum, Dominique, sagði hún og gekk svo inn í stofuna, þar sem borið hafði verið á borð handa tveimur. Borðið var smekklega skreytt logandi kertum í háum silfur- stjökum. Steve fór hjá sér eins og klunni þegar hann settist á skrautleg- an stól, sem settur hafði verið fram handa honum. Hann sagði kindarlega: — Ég vona að þú getir fyrirgefið mér, Chris. — Við gleymum því, svaraði luin nærri glaðlega. — Hve lengi hefir þú liugsað þér að verða hérna, Steve? — Ég veit ekki, sagði hann hikandi. — Neal slcrifaði mér viðvíkjandi at- vinnu, svo að ég hafði hugsað mér að verða hér um stund. En nú ...... — Má ég sjá bréfið? tók Chris fram í og rétti höndina fram á borðið. — Ef þér stendur á sama, skiljanlega? Þegar Steve tók upp bréfið rak hún fyrst af öllu augun í skjaldarmerkið. Hún hrökk við og leit.ekki upp. Chris grannskoðaði andlitið á honum sem snöggvast. Hann var svo líkur Neal og þó að mörgu leyti gerólikur hon- um. Hann mundi sjálfsagt gruna að yfiriieyrslan i tilefni af dauða Neals mundi hafa verið samin fyrirfram. Bara að hún gæti talað við hann um þetta — hvílíkur léttir væri það ekki? Andlit lians virtist vera boðið og búið lil að skilja hreinskilni, það var eitl- hvað öruggt við það, sem benti á að óhætt væri að treysta manninum. Framstæð hakan og munnurinn með þúnnum þráðbeinum vöruni gerði andlitið nokkuð hörkulegt, en það voru broslirukkur kringum augun og þau voru blá og vingjarnleg. Hann var heillandi eins og Neal, en liafði ekki veilui, hvarflandi drættina, sem verið höfðu i andliti hans. Chris sárlangaði að gera liann að trúnaðarmanni sínum. Segja honum allt og lyfta af sér byrðinni á sterk- ar herðar hans. Segja honum að Neal hefði ekki framið sjálfsmorð lieldur hefði hann verið myrtur, og yfir- lieyrslan hefði ekki verið nema til

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.